Tíminn - 14.09.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.09.1993, Blaðsíða 3
8 Tfminn Þriðjudagur 14. september 1993 Þriðjudagur 14. september 1993 Tíminn 9 ÍBK sigraði Þór 5-2 í Getraunadeildinni á laugardag: Keflvíkingar gulltryggöu veru sína í fyrstu deild Keflvíkingar sigruðu Þórsara 5-2 í miklum rigningarleik í Keflavík á laugardag. Þórsarar skoruðu fyrsta markið, en Keflvíkingar voru yflr í hálfleik 2-1. Þórsarar byrjuðu Ieikinn af krafti og spiluðu oft mjög vel. Á þriðju mínútu skoruðu þeir og átti Páll Gíslason, sem spilaði mjög vel í fyrri hálfleik, allan heiðurinn af því marki. Hann nýtti sér það að vamarmaður ÍBK rann í bleytunni á miðjum vellinum, lék inn í víta- teig, dró til sín varnarmenn og sendi á Richard Laughton, sem þurfti ekki annað en að senda boltann í markið og gerði það vel. Staðan því orðin 0-1 strax í byrj- un. Keflvíkingar voru lengi í gang á rennandi blautu grasinu og voru hreinlega yfirspilaðir fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það tóku þeir Ieikinn í sínar hendur og lá mark í loftinu, en það var ekki fyrr en á 27. mínútu sem þeim tókst að skora og var Gestur Gylfason þar á ferðinni. Hann skaut föstu skoti rétt fyrir utan vítateig, knötturinn fór í varnarmann Þórsara og inn. Aðeins tveimur mínútum síðar skoruðu Keflvíkingar aftur. Marko Tánasic sólaði sig í gegnum vörn Þórsara, renndi knettinum f fjær- hornið og kom Keflvíkingum í 2- 1. Þannig var staðan í hálfleik. ÍBK hafði yfirhöndina í upphafi Húsbréf Fyrsti útdráttur í 3. flokki húsbréfa 1992. Innlausnardagur 15. nóvember 1993. 5.000.000 kr. bréf 1 Að þessu sinni komu engin bréf til útdráttar. 1.000.000 kr. bréf 1 92320121 92320264 92321185 92321682 92322094 92322716 92323174 92320129 92320270 92321188 92321716 92322107 92322750 92323206 92320139 92320375 92321244 92321778 92322314 92322804 92323336 92320154 92320463 92321252 92321790 92322318 92322881 92323352 92320156 92320481 92321380 92321838 92322356 92322887 92320172 92320732 92321411 92321922 92322357 92322920 92320180 92320746 92321441 92321998 92322382 92322960 92320199 92320790 92321447 92322052 92322408 92323089 92320213 92321099 92321504 92322063 92322492 92323121 92320225 92321172 92321612 92322087 92322555 92323149 100.000 kr. bréf 1 92350309 92351348 92352444 92353760 92355576 92356857 92358134 92350324 92351438 92352607 92353950 92356090 92356944 92358236 92350353 92351495 92352608 92353953 92356125 92357101 92358325 92350606 92351505 92352642 92354289 92356128 92357202 92358353 92350640 92351553 92352707 92354483 92356152 92357260 92358394 92350878 92351644 92352979 92354565 92356193 92357422 92358563 92350925 92351738 92353132 92354582 92356207 92357436 92358627 92351045 92351848 92353196 92354686 92356208 92357485 92358688 92351074 92351940 92353225 92354740 92356245 92357546 92358713 92351155 92351970 92353422 92355163 92356285 92357593 92351176 92352048 92353435 92355225 92356294 92357637 92351287 92352156 92353635 92355384 92356298 92357701 92351291 92352369 92353651 92355507 92356307 92357784 92351317 92352387 92353745 92355557 92356514 92358115 10.000 kr. bréf 1 92370047 92370227 92370324 92370328 92370441 92370589 92370641 92370936 92371005 92371090 92371092 92371492 92371561 92371633 92372192 92372270 92372297 92372301 92372417 92372450 92372580 92372613 92372714 92372844 92372896 92372918 92372959 92373015 92373097 92373117 92373260 92373267 92373369 92373376 92373586 92373785 92373881 92374182 92374203 92374333 92374345 92374362 92374388 92374437 92374496 92374497 92374690 92374746 92375057 92375214 92375481 92375735 92375824 92376034 92376129 92376219 92376220 92376470 92376741 92376776 92376867 92376937 92376940 92377061 92377091 92377134 92377193 92377296 92377378 92377401 92377433 92377460 92377486 92377747 92377843 92377908 92378065 92378373 Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Þvi er áríðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar, og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í veðdeild Landsbanka Íslands, Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMl 69 69 00 síðari hálfleiks, en það voru Þórs- arar sem áttu fyrsta afgerandi fær- ið, er Sveinbjörn Hákonarson komst einn inn fyrir vörn Keflvík- inga, en Ólafur Pétursson mark- vörður náði að blaka knettinum frá honum. Þriðja mark Keflvík- inga kom upp úr engu, þegar knötturinn barst til Óla Þórs Magnússonar frá miðjum vellin- um og hann nýtti sér það að vera einn inni í vítateig og skora 3-1 á 59. mínútu. ÍBK var nálægt því að bæta fjórða markinu við stuttu síðar, er Tanasic skallaði á mark Þórs, en Sveinbjörn Hákonarson náði að bjarga með skalla. Þórsar- ar minnkuðu muninn nokkrum mfnútum síðar með stórglæsilegu marki Sveinbjörns Hákonarsonar, sem fékk sendingu inn í vítateig og skaut þrumufleyg í samskeytin, óverjandi fyrir ðlaf Pétursson markvörð. Óli Þór Magnússon átti gott skot að marki Þórsara á 83. mínútu, sem Lárus Sigurðsson markvörður varði. Lárus náði þó ekki að halda knettinum, sem barst til Ragnars Steinarssonar og skoraði hann 4-2. Ragnar hafði stuttu áður komið inn á sem vara- maður. Tveimur mínútum síðar skoraði Óli Þór fimmta mark ÍBK. Hann lék þá laglega á markvörð Þórsara og renndi knettinum í autt markið. Lokatölur urðu því 5-2 fyrir Keflvíkinga. Leikurinn í heild var skemmtileg- ur á að horfa og mjög opinn. Þórs- arar spiluðu glimrandi vel fyrstu 20 mínúturnar, eins og áður sagði, en eftir það tóku Keflvíkingar völd- in í sínar hendur og spiluðu mjög vel, ef undan er skilinn stuttur kafli í seinni hálfleik. Með sigrin- um hefur ÍBK gulltryggt veru sína í 1. deild, en Þórsarar geta enn fall- ið, þó það sé heldur langsótt. Marko Tanasic og Gestur Gylfason voru bestu menn ÍBK. Páll Gísla- son hjá Þór var frábær í fyrri hálf- leik, fór hreinlega á kostum, en sást lítið í þeim síðari. Margrét Sanders Staðan í Getraunadeildinni ÍA.........16 14 1 1 58-16 43 FH ........16 10 4 2 33-19 34 Fram.......16 8 1 7 36-30 25 ÍBK........16 7 3 6 28-27 24 Valur......16 6 3 7 24-21 21 KR ........16 6 3 7 32-30 21 Þór........16 5 4 7 18-25 19 Fylkir.....16 5 1 10 19-34 16 ÍBV .......16 3 4 9 21-39 13 Víkingur ..16 3 2 11 19-47 11 Markahæstin Þórður Guðjónsson ÍA 18, Óli Þór Magnússon ÍBK 15, Haraldur Ingólfsson ÍA 13, Helgi Sigurðsson Fram 14, Hörður Magnússon FH 12. Getraunadeildin: FH sýndi Fram hvernig spila á knattspyrnu HOTTUR 4. DEILDARMEISITARI Höttur frá Egllsstööum varð ð laug- ardaglnn melstarl 14. delld karla eför 1-0 sigur á Fjölnl úr Grafarvogl, en bæöi llðln leika 13. delld að árl. Höröur Guömundsson gerðl sigurmark lelkslns. Á myndinnl hampar Helmlr Hallgrimsson, fýrir- llði Hattar, verðlaunum fyrir besta lið 4. delldar. Þá sigraöi Æglr KBS 3-2 f lelk um þriðja sætið. FH-ingar sýndu Framliðinu klærn- ar, þegar liðin mættust á Laugardal- svellinum á sunnudagskvöld. Loka- tölur urðu 4-0 fyrir FH og með sigrinum tryggðu þeir sér sæti í Evrópukeppni félagsliða að ári. Nú þegar hafa FH-ingar bætt besta ár- angur sinn í 1. deild, sem var 32 stig árið 1988, en stigin eru nú orð- in 34 og eiga þeir möguleika á að ná 40 stigum með sigri í tveimur síð- ustu Ieikjunum. Hallsteinn Amarson, miðjumaður FH, átti afbragðsleik með FH-liðinu á sunnudagskvöldið. Hallsteinn sagði í samtali við Tímann eftir Ieikinn að það hefði verið fyrst og fremst góð barátta og mikill sigurvilji sem hafi skapað þennan sigur og tryggt þeim nafnbót- ina næstbesta lið Getraunadeildarinn- ar. Hallsteinn var ánægður með sinn leik. „Þetta var minn besti leikur í sumar. Ég fann mig vel og spilaði eftir því.“ Um Framliðið sagði Hallsteinn að þeir hefðu sýnt mikla baráttu og reyndar meiri en hann hefði búist við, en þeir hefðu einfaldlega gefist upp þegar FH skoraði annað markið. Skagamenn gerðu góða ferð tll Eyja, sigruðu 5-2 í fjörugum leik og skildu ÍBV eftir y í erfiðri stöðu á botninum: Islandsmeistarar annað árið í röð til Skagamanna Fyrsta mark FH var einmitt kennslu- bókardæmi um hvemig á að leika knattspymu. Ómar Sigtiyggsson braut á Hilmari Bjömssyni hægra megin við vítateiginn. Ólafur H. Krist- jánsson sendi inn í teiginn þar sem Þorsteinn Jónsson kom aðvífandi og sendi boltann í netið af markteig. Þetta gerðist á 10. mínútu. Helgi Sig- urðsson fékk hættulegasta færi Fram í Ieiknum á 16. mínútu, þegar hann komst á auðan sjó, en skot hans fór í vamarmann og í hom. Úr hominu skallaði Helgi síðan rétt yfir. Andri Marteinsson fékk dauðafæri sex mín- útum síðar, þegar hann komst einnig á auðan sjó, en vippaði rétt yfir markið. Ólafur H. Kristjánsson átti svo þrumu- skot nokkmm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks, en Birkir Kristinsson rétt náði að verja. FH-ingar sýndu svo í seinni hálfleik að þeir eru með mjög gott lið, þegar þeir bættu við þremur mörkum. Áður en mörkin komu fengu þeir Jón Erling Ragnarsson og Hörður Magnússon al- ger dauðafæri, þegar þeir komust ein- ir f gegnum vöm Fram, en klúðmðu fæmm sínum. Jón Erling bætti fyrir sig á 63. mínútu, þegar hann skoraði af stuttu færi eftir stungusendingu Hilmars Bjömssonar. Þriðja mark FH kom sjö mínútum fyrir leikslok. Þor- steinn Halldórsson sendi þá glæsilega sendingu út í hægra homið, þar sem Hilmar Bjömsson sendi boltann fyrir og þar kom Hörður Magnússon og skoraði úr nánast vonlausu færi við endamörkin. Þama var glæsilega að verki staðið og enn einu sinni kennslubókardæmi hjá FH um hvem- ig skora á mörk. Framarar gáfúst al- gerlega upp, þegar hér var komið, en Hafnfirðingar hins vegar ekki og bættu við marki með síðustu spymu leiksins. Hörður Magnússon var þá við vítateiginn og gaf sendingu til hliðar á Þórhall Víkingsson, sem fleytti boltan- um inn í vítateiginn á Andra Marteins- son, sem var kominn í nákvæmlega eins færi og f fyrri hálfleik, en nú gerði hann vel þegar hann vippaði yfir Birki markvörð og í netið. Það var fyrst og fremst baráttan og áhuginn fyrir að standa sig vel, sem skóp þennan stórsigur FH-inga á Fram. Það er óhætt að fullyrða að flest lið hefðu gert mörg mörk gegn Fram eins og þeir spiluðu vömina, sem var svo einstaklega flöt að sóknarmenn FH áttu ekki í neinum vandræðum með að spila sig í gegnum Framvöm- ina. Allir í FH-liðinu stóðu sig mjög vel, en að öðmm ólöstuðum var Hall- steinn Amarson bestur. Hann mataði félaga sína á frábæmm sendingum upp kantana og upp miðjan völlinn og skapaði með þeim oft mikinn usla í vöm Fram. Þorsteinn Halldórsson og Petr Mrazek vom geysilega ömggir í vöm FH og komst ekki boltinn fram- hjá þeim. Erfitt er að lýsa Framliðinu útfrá þessum leik, en áhugaleysið var algert og sumir leikmenn vom svo slakir að Ásgeir Sigurvinsson þjálfari hlýtur að gera í það minnsta þrjár til fiórar breytingar á byrjunarliðinu fyrir næsta leík, setja inn menn sem hafa áhuga á að standa sig vel. Ásgeir hefði mátt skipta miklu fyrr inn á vara- mönnum sínum, miðað við gang leiksins. Birkir Kristinsson bjargaði Fram frá enn stærra tapi og var þeirra skásti maður. íslandsmeistaratitillinn í knattspymu fer upp á Akranes annað árið í röð. Þetta varð ljóst um helglna eftir að ÍA vann ÍBV úti í Eyjum 5-2. Það er engin spurning með það að Skagamenn em með langbesta liðið á landinu og sýnir staðan í deildinni í allt sumar það, því ÍA eignaði sér nánast fyrsta sætið frá upphafi íslandsmótsins og verð- ur erfltt að ná þessu eftirsótta sæti af þeim á næstu ámm. Leikurinn í Vestmannaeyjum var bráðfjör- ugur og heimamenn gáfu verðandi meist- umm ekkert eftir. ÍBV sótti talsvert fyrstu mínútumar og má segja að að þeir hafi ver- ið óheppnir að skora ekki mark. En það vom Skagamenn sem skomðu fyrsta mark leiksins á 24. mínútu. Þórður Guðjónsson var með boltann á miðju vallarins, lék upp að vítateignum þar sem Alexander Högna- son tók við boltanum og var mjög óeigin- gjam þegar hann gaf á Mihajlo Bibercic, sem skoraði af stuttu færi. Alexander hefði sjálfur getað skorað þama auðveldlega. Þórður Guðjónsson skoraði síðan annað mark íslandsmeistaranna á 34. mínútu eft- ir góða samvinnu við Ólaf Þórðarson. Vest- mannaeyingar minnkuðu muninn þremur mínútum fyrir leikhlé. Steingrímur Jó- hannsson sendi þá laglega sendingu inn í vítateig ÍA þar sem Rútur Snorrason kom aðvífandi og skallaði boltann nánast úr höndum Kristjáns Finnbogasonar. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega eins og sá fyrri. Haraldur Ingólfsson skoraði þriðja mark ÍA á 57. mínútu beint úr aukaspyrnu, þegar hann vippaði yfir Friðrik Friðriksson, markvörð ÍBV. Mihajlo Bibercic gerði fjórða mark ÍA um miðbik seinni hálfleiks með viðstöðulausu skoti úr vítateignum eftir fyrirgjöf Ólafs Þórðarsonar. Vestmannaey- ingar náðu að minnka aftur muninn, þegar Bjarrii Sveinbjömsson og Ingi Sigurðsson Iéku í gegnum vöm ÍA og endaði með því að Bjami gaf frá endamörkum út til Tryggva Guðmundssonar, sem skoraði úr miðjum vítateignum. Síðasta mark leiksins kom'á lokamínútunum. Haraldur Ingólfs- son tók þá homspymu og barst boltinn yfir vamarmenn ÍBV til Þórðar Guðjónssonar, sem skoraði af stuttu færi sitt 18. mark í deildinni. Á hann mikla möguleika á að bæta markametið, sem er 19 mörk. ÍA tryggði sér þar með íslandsmeistaratitilinn með góðum útisigri á ÍBV 2-5. Skagamenn voru betri aðilinn í þessum leik, en þriggja marka sigur var kannski heldur stór miðað við gang leiksins. Sig- urður Jónsson, Haraldur Ingólfsson og Þórður Guðjónsson léku best í meistaralið- inu. Bjami Sveinbjörnsson og Ingi Sig- urðsson vom hinsvegar bestir í ÍBV. Vest- mannaeyingar em nú í mikilli fallhættu annað árið í röð, en eiga eftir að spila við Fylki og Víking og þeir leikir ráða úrslitum um hvert þessara þriggja liða heldur sér í deild þeirra bestu. HM í handbolta U-21 árs: SIGUR OG TAP í UNDANRIÐLI íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, sigraði Egypta 26-25 á fostudagskvöld á HM í EgyptalandL Páll Þórólfsson gerði 7 mörií íþeim leik og Patrekur Jóhannesson 6. Á Iaugardaginn beið landsliðið hinsvegar Iægri hlut fyrir Rúmen- um 26-30 eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 9-16. Dag- ur Sigurðsson var markahæstur SRúmenum með 7 mörk. Jason son og Patrekur Jóhannesson gerðu báðir 5 mörk. í milliriðlinum leika íslensku strákamir við Argent- ínumenn, Svía og Portúgali. Þrautseigja Víkinga gaf þeim tvö mörk á lokamínútunum í 2-1 sigri á Fylki: Víkingar að vakna upp af vondum draumi Getraunadeildin — Valur-KR: Leikmenn á hálfum hraða Knattspymumenn Vals og KR hljóta að hafa haft hugann annars staðar heldur en við leikinn þegar liðín mættust i laugar- daginn. Lokatölur urðu 1-1 í mjög siökum leik. Kristinn Bjömsson, þjálfari Vals, sagði eft- ir leikinn að sínir menn hefðu leikið betur og hefðu átt að vinna leikinn, því þeir hefðu fengið fleiri færi og því var slæmt að tapa tveimur stigum þess vegna. „Við fengum gullin marktækifæri sem við áttum að nýta, en það var eins og það vantaði kraft- inn og þorið í mína rnenn," sagði Kristinn eftir leikinn. Sigurður Ómarsson og Bjarki Pétursson fengu báðir afbragðsfæri fyrir KR eftir fyr- irgjafir Rúnars, en báðum brást bogalistin. Það má því segja að það hafi verið nokkuð gegn gangi leiksins þegar Valur komst yfir á 33. mínútu. Brotið var á Kristni Lá- russyni rétt fyrir utan vítateiginn vinstra megin. Bjarki Stefónsson sendi boltann inn í vítateiginn þar sem Anthony Karl Gregory var einn og óvaldaður og skallaði í markið af stuttu færi, þrátt fyrir að Ólafur Gott- skálksson hafði hendur á boltanum. Þama var vöm KR-inga illa sofandi. Valsmenn höfðu yfirhöndina í byijun seinni hálfleiks og fengu Ld. Sævar Péturs- son og Ágúst Gylfason dauðafæri, sem þeir áttu að öllú forfallalausu að gera mark úr, en tókst ekki, skutu yfir og framhjá úr opn- um færum. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins, eins og í fyrri hálfleik, sem KR- ingar náðu að jafna Ieikinn. Rúnar Krist- insson tók homspymu á 66. mínútu sem hann fiskaði sjálfur, boltinn barst inn í vít- ateiginn þar sem Ágúst Gylfason ætlaði að hreinsa frá marki, en kiksaði og Sigurður Ómarsson náði boltanum og skoraði af stuttu færi. Gunnar Skúlason fékk besta færið, sem eftir lifði leiks fyrir KR, en Jinéskot" hans af.maricteig fór rétt ffamhjá samskeytun- um. Sævar Pétursson var borinn illa méiddur af velli eftir samstuð við Ómar Bendtsen og hélt Kristinn Bjömsson, þjálf- ari Vals, að hann væri tognaður á hálsi. Að auki fékk Kristinn Lárusson skurð á ennið. Það er því óhætt að segja að sjúkrasaga Valsmanna f sumar sé ótrúleg. Vikingar sigruðu í öðrum leik sfnum í röð á laugardaginn, þegar þeir unnu Fylki 2-1 á Fylkisvelli. I kjölfar þessa fyrsta útisigurs eygja Vfkingar von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu, en þegar tvær umferðir eru eftir þá eru þeir fimm stigum á eftir Fylki og þremur á efltir IBV, sem á eftir að leika við bæði Fylki og Víking í síðustu um- ferðunum. Eftir afieita byrjun í sumar eru Vflringar að vakna upp af vondum draumi og farnir að sýna sitt rétta and- lit, sem er m.a. að hala inn stig. Fylkismenn byrjuðu mun betur og fengu ágæt færi. Kristinn Tómasson var La.m. ekki langt frá því að skora, en þrumuskot hans af 20 metra færi fór í slá og yfir. Á 22. mínútu komust heima- menn yfir með marki Bjöms Einars- sonar, sem var sannkallað drauma- mark. Vamarmenn Víkingar reyndu að hreinsa frá, en boltinn barst út fyrir vít- ateiginn þar sem Bjöm Einarsson tók hann á lofti og sendi hann efst í mark- homið, en Guðmundur Hreiðarsson hafði rétt aðeins hendur á boltanum. Fylkir hélt áfram að sækja í seinni hálf- leik og áttu að bæta við mörkum. Finn- ur Kolbeinsson var í þrígang í mjög góðu færi, en tókst ekki að nýta sér þau frekar en Kristinn Tómasson, sem fékk algert dauðafæri á 74. mínútu þegar hann var kominn einn inn fyrir, en Guðmundur Hreiðarsson, markvörður Víkinga, bjargaði meistaralega eins og oft áður í leiknum. Áður en Kristinn fékk sitt færi hafði Aðalsteinn Víglunds- son í Fylki fengið að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Guðmundi Steinssyni, sem var kominn einn inn fyrir. Á 76. mfnútu jafnaðist þó aftur í liðunum, þegar Hadldóri Jónssyni var vikið af velli fyrir að líta gula spjaldið tvisvar og í bæði skiptin voru það brot. Ef eitthvað var, þá efldust Víkingar við brottrekstur Halldórs og á 78. mínútu tókst þeim að jafna með marki Thomasar Jaworek. Atli Helgason sendi þá háa sendingu inn fyrir vöm Fylkis þar sem Jaworek var einn og óvaldaður og skallaði yfir Pál Guðmundsson í markinu. Fylkis- menn fengu tvö dauðafæri á næstu mínútum, en skutu í bæði skiptin ffamhjá markinu úr opnum fæmm. En það vom Víkingar sem nýttu færin. Á 87. mínútu felldi Baldur Bjamason Guðmund Steinsson innan vítateigs og skoraði Marteinn Guðgeirsson ömgg- lega úr vítinu og tryggði Víkingum þriðja sigur sinn í röð. Fylkismenn áttu þó að fá vítaspymu í lokin, þegar Guð- mundur Hreiðarsson togaði Salih Heimi Porca niður á markteignum, en ekkert var dæmt. Víkingar sýndu í þessum Ieik að þraut- seigjan er mikilvæg hverju liði. Þeir gáfust aldrei upp og uppskáru loksins eftir því. Fylkisliðið hefur verið með eindæmum óheppið í sumar og tapað mörgum stigum á lokamínútunum, en liðið er þrátt fyrir það alltof gott til að falla niður í 2. deild. Guðmundur Hreiðarsson var bestur í Víking og bjargaði oftsinnis með glæsilegri mark- vörslu. Bjöm Bjartmarz og Atli Helga- son léku einnig mjög vel. Bjöm Einars- son og Finnur Kolbeinsson vom bestu menn í liði Fylkis. Fram-FH 0-4 (0-1) Einkunn lelksins: 5 Lift Fram: Birkir Kristinsson 4, Ómar Sigtryggsson 1 (Rúnar Sigmundsson á 67. mín. 3), Kristján Jónsson 2, Kristinn R. Jónsson 2, Agúst Ólafsson 2, Ingólfúr Ingólfsson 1 (Guðmundur Gíslason á 67. mín. 4), Valdimar Kristófersson 1, Steinar Guögeirsson 1, Atli Einarsson 1, Ríkharður Daða- son 1. Lift FH: Stefán Amarson 4, Jón Er- ling Ragnarsson 4 (Þórhallur Vík- ingsson, lék of stutt), Þorsteinn Hall- dórsson 5, Auðunn Helgason 4 (Orri Helgason lék of stutt), Petr Mrazek 5, Þorsteinn Jónsson 5, Hilmar Bjöms- son 5, Hallsteinn Amarson 6, Hörður Magnússon 5, Andri Marteinsson 4, Ólafur H. Kristjánsson 5. Dómari: Guðmundur SL Maríasson 4. Gul spjöld: Kristinn R. Jónsson fyrir brot og Steinar Guðgeirsson (ýrir broL báðir úr Fram. Þorsteinn Hall- dórsson gult fyrir broL Áhorfendun Um 1000. Valur-KR 1-1 (1-0) Elnkunn leiksins: 2 Lið Vals: Bjami Sigurðsson 3, Bjarki Stefánsson 4, Jón G. Jónsson 5, Jón S. Helgason 4, Amljótur Davfðsson 2, Sigurbjöm Hreiðarsson 4, Ágúst Gylfason 2, Steinar Adolfsson 2, Ant- hony K. Gregory 3, Kristinn Láruss- on 4, Sævar Pétursson 5 (Guðmund- ur Brynjólfsson á 71. mín. 3). Lift KR: Ólafur Gottskálksson 4, Þor- steinn Þorsteinsson 3, Izudin Daði Dervic 4, Þormóður Egilsson 5, Atli Eðvaldsson 2, Gunnar Skúlason 3, Tómas Ingi Tómasson 1 (ómar Bendtsen á 61. mín. 2), Einar Þór Daníelsson 3, Bjarki Pétursson 2, Heimir Guðjónsson 1 (Rúnar Krist- insson á 24. mín. 5). Dómari: Bragi Bergmann 2. Gul spjöld: Jón S. Helgason fyrir að tefja og Anthony Karl Gregory fyrir spark f afturenda eins leikmanns KR, báðir úr Val. Áhorfendun 300. Fylkir-Víkingur 1-2 (1-0) Elnkunn leiksins: 2 Llð Fylkis: Páll Guðmundsson 3, Helgi Bjamason 4, Aðalsteinn Víg- lundsson 2, Gunnar Þór Pétursson 2, Þórhallur Dan Jóhannsson 2, Bjöm Einarsson 5 (Lúðvík Bragason á 55. mín. 3), Finnur Kolbeinsson 5, Ás- geir Ásgeirsson 3, Salih Heimir Porca 3, Kristinn Tómasson 2, Baldur Bjamason 2. Lift VOdngs: Guðmundur Hreiðars- son 5, Kristinn Hafliðason 2, Bjöm Bjartmarz, TVausti Ómarsson 1 (Thomas Jaworek á 16. mín. 4; Gauti Marteinsson lék of stutt), Halldór Jónsson 3, Marteinn Guðgeirsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Guð- mundur Steinsson 4, Atli Helgason 5, Hólmsteinn Jónasson 2, Lárus Huld- arsson 4. Dómari: Gylfi Orrason 3. Gul spjöld: Bjöm Bjartmarz Víking, Finnur Kolbeinsson Fylki. Rauð spjöld: Halldór Jónsson Vlking (tvö gul) á 78. mín., Aðalsteinn Víg- lundsson Fylki á 70. mín. ÍBK-Þór 5-2 (2-1) Einkunn leikslns: 4 Llft ÍBK: Ólafur Pétursson 4, Jakob Már Jónharðsson 4, Eysteinn Hauks- son 3 (Ragnar Steinarsson, lék of stutt), Karl Finnbogason 4, Gestur Gylfason 5, Sigurður Björgvinsson 4, Gunnar Oddsson 3, Marko Tanasic 5, Georg Birgisson 4 (Steinbjöm Loga- son, lék of stutt), Kjartan Einarsson 3, Óli Þór Magnússon 4. Lift Þórs: Lárus Sigurðsson 4, öm Viðar Amarson 3, Birgir Karisson 3, Lárus Orri Sigurðsson 2, Sveinn Pálsson 4, Sveinbjöm Hákonarson 4, Richard Laughton 3, Júlíus Tryggva- son 3, Páll Gíslason 4 (Heiðmar Fel- ixson, lék of stutt), Þórir Áskelsson 2 (Ásmundur Amarson 47. mín. 3), Hlynur Birgisson 3. Dómari: Eyjólfur Óiafsson 3. Gult spjald: Birgir Þór Karisson Þór. Áhorfendun 150. Einkunnag]ðf Tímans: 1=mjög lélegur 2=slakur 3=i meöallagi 4=góöur 5=mjög góður 6=frábær

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.