Tíminn - 12.10.1993, Síða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 12. október 1993
Tíminn
Ritstjóri: Þór Jónsson ábm.
Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóri: Stefán Ásgrlmsson
Útgefandi: Mótvægi hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavik Síml: 686300.
Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fféttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1400-, verð I lausasölu kr. 125,-
Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Hverjir eru þeir?
Tveir særðir Bosníumenn hafa verið fluttir til
landsins til lækninga á Landspítalanum. Báðir
hafa þeir tekið þátt í bardögunum í Bosníu. ís-
lensk stjórnvöld hafa enga hugmynd um hvað þeir
hafa aðhafst þar og ekki gert neinar tilraunir til
að grafast fyrir um það.
Þó ætti að vera nægt tilefni til þess. í upphafi
voru settar fram ákveðnar óskir um að hingað
yrðu send slösuð börn eða ungmenni. Þótt hér sé
um að ræða unga menn, báða undir þrítugu, verð-
ur ekki öðru haldið fram en að óskum íslendinga
hafi ekki verið sinnt. Ennfremur er annar mann-
anna úr lögreglusveitunum í Sarajevo og hinn
hefur staðið vörð við víglínu innan borgarinnar.
Stríðsátökin í því landi, sem einu sinni hét Júgó-
slavía, jafnast helst á við blóðugan hryllinginn í
seinni heimsstyrjöld. Grimmdinni eru engin tak-
mörk sett. Enn á ný setti Evrópuþjóð á fót fyrirlit-
legar fangabúðir. Enn á ný er skotið á varnarlausa
borgara, konur, börn og gamalmenni, úr laun-
sátri. Enn á ný fer blóðþyrst hernaðarhjörð um
með ránum og misþyrmingum, pyntar, nauðgar
og drepur.
Ætti af þessum sökum að vera sjálfgefið að þau
ráðuneyti, sem með þessi mál fara hér á landi, at-
hugi gaumgæfilega hvers konar fólk er flutt hing-
að til lands til aðhlynningar úr hinni stríðshrjáðu
Bosníu.
Engu að síður verður komið að tómum kofunum
hjá utanríkisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneyt-
inu. Þar á bæjum treysta menn fullkomlega dóm-
greind og athyglisgáfu erlendra fulltrúa Samein-
uðu þjóðanna, en hafa ekkert til málanna að
Ieggja sjálfir. Þegar spurst er fyrir um fortíð Bo-
sníumannanna tveggja, sem nú njóta læknishjálp-
ar á bæklunardeild Landspítalans, verður fátt um
svör og bendir hver á annan. Jafnvel hjá Flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Genf fást eng-
ar upplýsingar um þessi efni. Virðist bakgrunnur
og þátttaka hinna særðu engin áhrif hafa á val
Sameinuðu þjóðanna á fólki til lækninga erlendis,
heldur eingöngu þörf þess á læknishjálp.
Hér er ekki verið að gera tvímenningunum upp
neinar sakir. Hér er verið að gagnrýna grandvara-
leysi íslenskra stjórnvalda. Vitaskuld ber þeim að
hjálpa bágstöddum og leggja lóð sitt, þótt létt-
vægt sé, á vogarskálarnar með öðrum þjóðum til
að bjarga saklausu fólki frá nauðum stríðsins. En
það er sjálfsögð krafa að þau afli sér nákvæmra
upplýsinga um flóttamenn eða særða sem hingað
koma á kostnað skattgreiðenda til þess m.a. að
koma í veg fyrir að stríðsglæpamenn finni hér
skjól. Til að mynda stendur til að taka við fleiri
særðum og slösuðum úr stríðinu á Balkanskaga.
íslensk stjórnvöld hafa áður tekið við flótta-
manni úr stríði án þess að gera sér rellu út af for-
tíð hans. Þau eru enda enn að súpa seyðið af því
og hafa orðið að hefja opinbera rannsókn á máli
hans, lögum samkvæmt, næstum hálfri öld síðar.
Vonandi endurtekur sú sorgarsaga sig aldrei
framar.
Garri hefur fylgst með frétfum og
umræðum af bílakaupum Seðla-
bankans handa aðalbankastjóra
bankans nýbökuðum og er fullur
samúðar og samhygðar með honum
og mestöllu foiystulíðinu; Jðni Bald.
og öllum þeirn. Garri hefur nefnilega
fengið vitræna skýringu á hvers
vegna þeir láta eins og þeir láta.
Jóni Sigurðssyni, bankastjóra og
fyrrum ráðhena, er full ástæða til að
hafa samúð og skilning með í þessu
máli og Garri vonar bara að þjóðinni
skiljist það senn aðJónerhenni dýr- :
mætur og það er í hennar sjálfrar
þágu að skaffa Jóni Sig. almennilega
bifreið og það verður að kosta það
sem það kostar. Jón er nefnilega
mikill kostagripur eins og hann
sýndi best þegar hann var forstjóri
hjóðhagsstofnunar og dundaði sér
við það að spá hverri kreppunni eftár
aðra yfir þjóðina. Jón bjargaði hins
vegar þjóð sinni jafriharðan því hann
spáði öllum kreppunum burt aftur
hið snarasta með endurskoðuðum
þjóðhagsspám og geri aörir betur.
\rili nokkur hugsa það til enda hvað
gæti gerst ef slíkur maður sem
kannski er ekki allt of góður bflstjóri,
þyrfii að aka um á einhvenri smáp-
útu, TVabant eða einhvetju slíku
drasli, og lentí f árekstri? Garri
treystir sér ekld til þess að hugsa
þessa hugsun til enda. Hann bara
kann betur við að Jón Sigurðsson
komi sér í vinnuna á góðum vagni
þar sem hann er öruggur og vel
verndaður í traustum og sterkum bfi
sem ekki aflagast svo glatt við högg.
Svo kemst hann líka greiðlega í lax-
veiði til að létta sér upp eftir amstrið
við að stýra peningamálum þjóðar
sinnar og það er gott
Garri hefúr heyrt ofen í fólk sem
segir að þessi dýru bílakaup tyrir Jón
- Grand Wagoneer L.TJ). - séu
óheppileg og ekki til fyrirmyndar nú
í sændrættínum og svartnættínu í
fjármálum þjóðarinnar. Það er þó
misskilningur hinn mesti. Hér ligg-
ur nefnilega æðri tilgangur að baki
sem ekki eröllum Ijós:
Skoðanakannanir undanfarið hafe
sýnt að Alþýðuflokkurinn hefúr ver*
ið og er á hraðri niðurleið og haldi
fram sem horfir þá gæti svo farið að
ámönnum flokksins hafi fyrir löngu
séð að hugsjónagrundvöllur undir
Alþýðuflokknum sé löngu fyrir bf og
dagar hans senn taldir. Innan flokks-
ins eigi forystan enga pólitíska fram-
tíð fyrirsjáanlega. Því hafi margir
þeirra undanfarið sótt stíft í ýmis
Önnur stöif áður en til uppgjörsins
kemur í næstu kosningum.
Þess vegna bjargaði Jón Bald. Eiði
Guðna í sendiherradjobb og Jóni
Sig. var bjargað frá þvi' aö þurfa að
svara því hvar álverið væri sem aldr-
ei kom þótt hann væri alltaf að láta
einhverja úflendinga skrifa undir
pappíra út og suður um veröldina.
Björgun Jóns var sú að verða seðla-
bankastjóri og fá nýjan og góðan bíl
sem kannski var aðalatriði málsins
fyrir hann, og Karl Steinar slapp inn
í Tryggingastofnun og sér fram á
útíegð í næstu kosningum sem em
skammt undan og sveitarsfjómar-
kosjungar raunar enn skemmra
Sálfræðingur Garra hefúr þá kenn-
ingu að óvinsælar embættaveitíngar
kratanna að undanfömu, óvinsæl
störf þeirra í ífkisstjóm og ríkis-
stjómarsamstarfinu öllu sé allt síður
en svo innt af höndum í eintómu
óráði og fáti. Allt sé þetta með vilja
gert Foiysta Alþýðuflokksins sé
bæði forspá en lika haldin sterkri og
meðvitaðri sjálfseyðingarhvöt
Fræðimaðurinn bendir á þessu hl
staðfestingar að nokkrir af fram-
Fræðimaðurinn telur í kraftí sér-
greinar sinnar og fræðimennsku að
innst inni sé krataforystan ærlegir
menru Þar sem nær allir toppkrat-
amir séu löngu búnir að tapa trúnni
á fiokkinn sinn og vilja ekki setja
hann á vetur öllu lengur þá vilji þeir
ekki vera að plata kjósendur sína I
bráð og lengd og reyni nú allt hvað af
tekur að flæina alla frá flokknum.
ystan sig alia ffam nú við að sýna
flokkinn í því Ijósi að hér sé á ferð
klíka fégráðugra og valdasjúkra
manna sem einskis svífest við að
skara eld að eigin köku. Slíkum
flokki skuli fólk ekki koma nærri,
Garri telur að forystu Alþýðuflokks-
ins hafi bara tekist þetta vei.
Allir til Eimskips
61. gr. ^ ’
W Dómendur skulu í embættisverkum sinum fara einungis
& eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa a8 auk um-
B boðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema meS
I dómi, og ekki verSa þeir heldur fluttir í annað embætti á
■ móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, aS verið er að
W koma nýrri slcipan á dómstólana. Þó má veita þeim dómara,
l sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en eigi
I skal hann missa neins i af launum sinum.
1
Nú á Héraðsdómur Reykjavíkur
að úrskurða hvort Sigurgeiri
Jónssyni, fyrrum hæstaréttar-
dómara og þar áður bæjarfógeta,
beri ekki að fá eftirlaun sín hækk-
uð um 125þúsundkall á mánuði
síðan í hitteðfyrra vegna nætur-
vinnu þeirra dómara, sem enn
eiga að heita starfhæfir. Sam-
kvæmt stjómarskrá á Sigurgeir
að fá sömu kauphækkanir og
starfandi dómarar, eins og raunar
öll hjörðin sem situr í helgum
steini eftirlaunaklásúlu nó-
menklatúrunnar. Samkvæmt
henni hlýtur undirréttardómur
að dæma Sigurgeiri í vil með til-
vísun til 61. greinar stjómar-
skrárinnar.
Aðrir dómendur á eftirlaunum
fá samsvarandi hækkun. Ef ein-
hver vafi leikur á úrskurði undir-
réttar, fer málið að sjálfsögðu ti!
Hæstaréttar og þar verður dóm-
endum ekki skotaskuld úr því að
kveða upp úrskurð. Dómurinn sá
vflar ekki fyrir sér að dæma í eig-
in sök og sjálfúm sér í hag og
dómendum til persónulegra
hagsbóta.
í sviðsljósi og utan
Launamál hæstaréttardómara,
æðstu embættismanna og kjör-
inna fulltrúa em allt í einu kom-
in í sviðsljósin og umræða er vak-
in um hrikalega mismunun sem
á sér stað og er ekki hægt að kalla
annað en spillingu.
Verkalýðsforystan og gjörvöll
launþegahreyfingin kemur þama
hvergi nærri og ekki heyrist hósti
eða stuna úr þeim herbúðum um
ranglætið og sjálftöku launa
þeirra sem best mega. Enda ekki
von, launþegaforingjamir eru svo
uppteknir af sjóðastússi, vaxta-
hjali og landsstjómartilburðum
að þeir hafa hvorki tíma né áhuga
á að fylgjast með stórfelldum
eignatilfærslum og rangsleitni,
sem fram fer fyrir augunum á
þeim.
Það er annars dálítið erfitt að
taka þátt í umræðunum um tekj-
ur nómenklatúrunnar. Rök henn-
ar em svo gegnsæ og aulaleg og
yfirleitt á svo lágu plani, að
stundum trúir maður ekki eigin
augum og eyrum þegar liðið er að
sífra.
Hæstaréttardómari og formaður
Dómarafélagsins halda því fram
að erfitt sé að fá hæfa menn í
dómarastöður, vegna þess hve
kaupið er lágt. Samt sækja ávallt
mun fleiri um en að komast, þeg-
ar staða losnar.
Ef kjörin eru eins bág og af er
látið, ættu dómarar að fá sér önn-
ur og betur launuð störf, sem
bíða þeirra úti á vinnumarkaði.
Þeir geta sem best farið að mkka,
eins og allir hinir lögfræðingam-
ir, eða eitthvað því um líkt.
í Vittog breilt)
Hið sama gildir auðvitað um
aðra embættismenn, sem bera sig
saman við forstjóra í einkageiran-
um. Ráðuneytisstjórar Ld. og
bankastjórar allir og bæjarstjórar
og ambassadorar og ráðherrar
ættu allir að gerast forstjórar
Eimskip eða Sambandsins eða SS
eða Álafoss. Manni heyrist að nóg
séu störfin sem bíða þeirra ef þeir
kysu ekki að fóma sér fyrir lága
kaupið og fríðindaleysið hjá því
opinbera.
Margir hækka
Svo em þingmennimir famir að
jarma um kaupið sitt og skort á
fríðindum miðað við hæfileika og
ómetanlegt starfsframlag í þágu
þjóðar sinnar. Þar em sömu rökin
uppi á teningnum. Þeir lækka
einhver ósköp í launum við að
setjast á þing og fara að miða sig
við frekjugang embættismann-
anna.
Hvað er hið sanna í málinu?
Lækka laun kennara sem ná
kosningu á þing? Hvað um skrif-
stofumenn og farmenn? Úr hvaða
störfum koma þingmenn og
hvaða kaup og fríðindi höfðu þeir
áður og á hverju eiga þeir von eft-
ir þingsetu og biðlaunatöku?
Hvaða styrki fá þeir og hverra
fríðinda njóta þeir?
Prófessorar við Háskóla íslands
hafa um 130 þúsund króna mán-
aðarlaun. Samt er enginn hörgull
á fólki til að sækja í þau störf.
í útlöndum er prófessorum
borgað margfalt meira og em
störf þeirra talin mikilvæg. Telja
þingmenn, ráðherrar, bankastjór-
ar og aðrir embættismenn pró-
fessoralaun og kjör þeirrar stéttar
yfirleitt eitthvað til að miða við?
Sannleikurinn er sá að allt
launakerfi í landinu, svo ekki sé
talað um skattalögin, em svo
bjöguð að endurskoðun og við-
miðanir gera aðeins illt verra. öll
þau mál þarf að brjóta niður og
endurreisa frá grunni.
Vonandi ber launþegahreyfingin
gæfu til að taka þátt í þeirri end-
urreisn, sem þýðir að hún verður
einnig að fara að endurmeta sitt
eigið hlutverk.
OÓ