Tíminn - 12.10.1993, Síða 5
Þriðjudagur 12. október 1993
Tíminn 5
Bjöm S. Stefánsson:
Það vantar almenna reglu
um þj óðaratkvæði
Stundum hefur ráðandi mönn-
um verið þóknanlegt að leggja
mál fýrir almenning, en stund-
um hefur þeim þótt allt öfugt við
það. Tillögur um grundvallar-
breytingar á stöðu Iandsins hafa
nokkrum sinnum verið lagðar
fyrir almenning. Þær voru felldar
1908 — það var svokallað Upp-
kast Þær voru samþykktar 1918
— um stofnun fullvalda ríkis —
og 1944 — um stofnun lýðveldis.
í þessi skipti þótti ráðamönnum
rétt að hafa þjóðaratkvæða-
greiðslu. Öðru máli gegndi síð-
astliðinn vetur. Þá höfnuðu ráða-
menn því að bera EES-málið
undir þjóðina, þrátt fyrir ótví-
ræðan vilja almennings.
Danir komu þeirri skipan á fyrir
40 árum, að þriðjungur þingsins
getur ákveðið þjóðaratkvæða-
greiðslu um nýsamþykkt lög. At-
kvæðagreiðslan skal fara fram
innan fárra vikna ffá samþykkt
laganna. Þannig nýtast umræður
á þingi sem upphaf að tiltölulega
stuttri kosningabaráttu.
Þessari skipan var komið á í
Danmörku, þegar deildaskipting
þingsins var afnumin. Áður hafði
verið kosið með ólíkum hætti til
tveggja deilda þingsins. Það vakti
fyrir mönnum með henni að
koma í veg fyrir, að naumur
meirihluti hins sameinaða þings
gæti með ofríki gert veigamiklar
breytingar gegn vilja almenn-
ings.
Upphaflega gætti ótta um, að
minnihlutinn kynni að beita
þessu ákvæði í tíma og ótíma. Sú
hefur ekki orðið raunin. Minni-
hlutinn hefur aðeins einu sinni
stofnað til þjóðaratkvæða-
greiðslu um nýsett lög. (Þau
voru felld). Hvers vegna skyldi
minnihlutinn ekki hafa hagnýtt
þessa heimild oftar? Það er vita-
skuld erfitt að geta sér til um,
hvemig menn hafa hugsað það,
sem þeir gerðu ekki. Er ekki lík-
legt, að með þessari heimild
minnihlutans telji meirihlutinn
hyggilegt að forðast að knýja
fram mál, sem mæta sterkri and-
stöðu meðal almennings, og
leggi sig frekar friim um að móta
mál þannig, að ekki sé hætta á
viðbrögðum, sem leiða til þjóðar-
atkvæðagreiðslu og hann gæti
tapað. Skyldi skýringarinnar ekki
líka vera að leita í því, að minni-
hlutinn má búast við álitshnekki,
ef hann stofnar til slíkrar at-
kvæðagreiðslu, án þess að búast
megi við, að þjóðin felli lögin úr
gildi.
Hér hafa iðulega komið upp
mál, þar sem minnihluti á þingi
eða í borgarstjóm hefur gert til-
lögu um almenna atkvæða-
greiðslu, en meirihlutinn hafnað
henni. Menn hafa stundum rengt
einlægni minnihlutans og haldið
því fram, að hann hefði ekki vilj-
að slíka atkvæðagreiðslu, ef hann
hefði verið í meirihluta. Stund-
um hefur verið vísað til dæma
um, að minnihlutamenn hafi við
önnur tækifæri verið á móti al-
mennri atkvæðagreiðslu um
mál. Með þessu ákvæði er minni-
hlutinn gerður ábyrgur, þar sem
afstaða hans getur ráðið.
Almenn regla í stjómarskránni
um rétt þriðjungs þingmanna til
að vísa nýsamþykktum lögum til
þjóðaratkvæðis mundi bæta lýð-
ræðisandann í landinu. Jafn-
framt mætti setja það ákvæði í
samþykktir borgarstjómar og
annarra sveitarstjóma, að þriðj-
ungur sveitarstjórnar geti vísað
máli til atkvæðagreiðslu meðal
almennings. Slíkt almennt
ákvæði í stjómarskrá og sam-
þykktum sveitarstjórnar kæmi í
veg fyrir ofríki meirihluta full-
trúa, sem gæti ætlað sér að láta
almenning standa frammi fyrir
málinu við næstu kosningar sem
orðnum hlut, þótt andstaðan hafi
upphaflega verið almenn, og
komast þannig framhjá almenn-
ingsálitinu.
Atkvæðagreiðsla, þar sem nið-
urstaða er bindandi, er allt ann-
ars eðlis en skoðanakönnun eða
söfnun undirskrifta undir álit.
Vissulega kæmi til mála, eins og
nú er gert um tillögur um sam-
einingu sveitarfélaga, að afmarka
þá, sem atkvæði mega greiða, við
þá, sem málið telst varða sérstak-
lega. Stundum gerist það einfald-
lega með því, að hinir sinna því
ekki og koma ekki á kjörstað.
Höfundur er dr. sclent
Leikarinn
á sviðinu
Islenska lelkhúslö: BÝR (SLENDING-
UR HÉR? Mlnnlngar Lelfs Muller.
Lelkgerö Þórarins Eyfjörö efUr sam-
nefndrf bök Garöars Sverrissonar.
Lelkmynd og búnlngar: Gunnar
Borgarsson. Hljóðmynd: Hllmar Öm
Hllmarsson. Lýslng: Elfar Bjama-
son. Leikstjórl: Þórarinn Eyfjörö.
Fmmsýnt I TJamarbæ 7. október.
Það er alsiða að snúa sögum í
leikrit, en ég man ekki til að bók
eins og Býr Islendingur hér? hafi
verið breytt í leikform hér áður.
Þetta er ævisaga Leifs Muller, og
þó sér í lagi sagan af því þegar
Þjóðverjar handtóku hann í Ósló,
héldu honum föngnum í þrjú ár,
fyrst í Noregi og síðan í fanga-
búðum í Þýskalandi. Bókin er
áhrifamikil lesning, sem líður
lesanda ekki úr minni. Áhrifa-
mátturinn felst f eftiinu sjálfu,
hinni skelfilegu lífsreynslu ungs
manns sem þar er lýst, þeim
ómennsku grimmdarverkum
nasista sem Leifur fékk að kynn-
asL Þessa sögu hefur Garðar
Sverrisson skráð mjög látlaust
og vel.
Sú leikgerð, sem Þórarinn hef-
ur gert upp úr bókinni, er að því
leyti sérkennileg, að hún byggist
nánast eingöngú á því að einn
leikari flytur frásögn Leifs.
Ramminn er sá að sviðið er
læknastofa þar sem læknir situr
með röntgenmyndir af Leifi:
hann er dauðvona maður. Þann-
ig var þetta í raunveruleikanum,
Leifúr var helsjúkur þegar hann
sagði sögu sína og lést áður en
bókin kom úL Læknirinn í leikn-
um talar niðurstöðu sína inn á
band, síðan kemur Leifur, lækn-
irinn fer, Leifur hlustar á bandið,
setur síðan tækið í gang og fer að
segja frá, einn á sviðinu.
Frásögn Leifs er í raun útdrátt-
ur úr minningum hans í fyrr-
neftidri bók, vel saminn útdrátt-
ur sem ég hygg að komi kjama
frásagnarinnar trúlega til skila.
Fyrri hlutinn segir frá æsku hans
í Reykjavík, för til Noregs, áform-
um um að flýja heim eftir að her-
nám Þjóðverja hefur staðið um
sinn. Þá er lýst handtökunni og
fangavist í Noregi, en skil verða
þar sem Leifúr er sendur til
Þýskalands. Þessi fyrri hluti er
kannski fulllangur, aðdragandi
fangelsunarinnar rakinn of ítar-
lega, og mun það hafa reynt um
of á þolinmæði sumra áhorfenda.
Seinni hlutinn, fangabúðavistin í
Sachsenhausen, er hins vegar
heilsteypt frásögn og dramatísk.
Þegar henni er lokið með því að
Leifur snýr heim, kemur læknir-
inn aftur. Leifur kveður og lækn-
irinn sest með segulbandstækið
og tekur að hlusta.
Það hefur einkennt leikgerðir
skáldsagna hjá okkur hversu
mikil virðing og auðsveipni
sögutextanum er sýnd. Leikgerð-
arhöfundar veigra sér við að
brjóta verkið upp og túlka það á
nýjan hátt, í stað þess ganga þeir
undir ok söguhöftindar, una því
að verk sitt sé aðeins svipmynd
úr texta hans. Þetta er alkunna
og hefur oft verið rætt, ekki síst í
tengslum við leikverk upp úr
skáldsögum Halldórs Laxness.
Athugasemd af þessu tagi á
einnig við verk Þórarins Eyfjörð.
Hann nálgast ffásögn bókarinnar
af virðingu, er mest í mun að
koma á framfæri hinni átakan-
legu sögu um reynslu Leifs eins
og hann sagði hana að ævilok-
um. Sýningin er ágæt upprifjun
fyrir þá sem lesið hafa bókina og
hlýtur að vera áhugavekjandi fyr-
ir hina. Hins vegar vaknar hér sú
spuming hvort leikhúsið sé ekki
fulllítilþægt í þessu, hvort ekki
hefði átt að semja eiginlegt leik-
verk upp úr þessum efniviði. Vís-
ast hefði það verið hægt, en slíkt
er miklu viðameira verk og væri
fremur verkefni fyrir stórt leik-
hús en þann litla hóp sem stend-
ur að íslenska leikhúsinu í Tjam-
arbæ.
Við hljótum því að meta sýning-
una eins og hún kemur fyrir
sjónir og sleppa hugleiðingum
um það leikverk, sem unnt hefði
verið að semja upp úr efninu. Og
ég sé ekki annað en sýningin
standi fyllilega fyrir sínu eins og
hún er. Þetta er verk sem unnið
er af látleysi og tilfinningu fyrir
efninu. Áhorfandinn getur því
verið sáttur við sýninguna, þótt
hún sé fulllöng og bókleg með
köflum. Efnið er einfaldlega svo
sterkt að það heldur athyglinni.
Hér byggist allt á því að hafa
mikilhæfan leikara í hlutverki
Leifs Muller. Hann þarf að skila
tvísæi textans, þvf ekki má
gleyma að hér segir roskinn
maður frá reynslu sinni sem
ungs manns, hann þarf að geta
leikið breiðan skala, í einu orði
sagt að hafa þá sterku nærvem
sem til þarf að bera einn uppi
langa sýningu. Pétur Einarsson
er slíkur leikari. Þótt honum
skeikaði örlítið í texta sínum á
frumsýningu á stöku stað, kom
það ekki að sök. í heild fór hann
prýðilega með hlutverkið og sótti
í sig veðrið jafht og þétt eftir því
sem hin dramatíska stígandi frá-
sagnarinnar gaf tilefni til. Það er
raunar afrek út af fyrir sig að
læra svona langan texta, þótt
hann sé blátt áfram og einfaldur.
Tónlistin fellur alveg að sýning-
unni, raunar svo vel að tíðum
tekur áhorfandinn varla eftir
henni. í því er raunverulega
styrkur hverrar sýningar fólginn,
að einstakir þættir hennar renni
saman svo ekki verði sundur
greinL Hin einfalda leikmynd
læknastofunnar er góð umgerð,
og sjúkrarúmið þjónaði vel í há-
punkti frásagnarinnar, þegar vík-
ur að líkbrennslunni — þar átti
lýsingin einnig góðan þátt.
Halldór Björnsson fer með lítið
hlutverk læknisins og kemur vel
fyrir í því.
Hvað er leikhús? Er það leikhús
að einn maður gangi um gólf eða
sitji á stól og segi sögu? Já, það er
leikhús. Mér hefði að vísu aldrei
komið til hugar að frásögn eins
og Býr fslendingur hér? yrði leik-
húsverk eins og hún kemur fyrir.
En samt varð það svo. í rauninni
þarf ekki nema einn leikara á
sviði sem fær að miðla einhverju
sem máli skiptir, og einn áhorf-
anda f sal til að leikhús verði til,
þessi list augnabliksins. Kannski
bætir sýningin ekki miklu við
þau áhrif sem maður verður fyrir
af lestri bókarinnar. En þetta er
annar tjáningarháttur, hér höf-
um við rödd lifandi manns sem
segir okkur frá reynslu sem læt-
ur engan ósnortinn. Þess vegna
hygg ég að hin hógværa sýning
íslenska leikhússins á minning-
um Leifs Muller lifi í minning-
unni — eins og bókin.
Gunnar Stefánsson