Tíminn - 23.11.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.11.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. nóvember 1993 Tvenns konar Meirihlutinn ráði, segir Bragi Guðbrandsson „Ég geri ráð fyrir því að menn hugleiði að færa verkefni yfir til stærri sveitarfélaga, þrátt fyrir úrslit kosninganna á laugardag- inn," segir Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra. Niðurstaða kosninganna um sameiningu sveitarfélaga gæti leitt til þess að tvenns konar sveitarfélög verði á íslandi. Ann- ars vegar stór sveitarfélög, sem fara sjálf með verkefni eins og heilsugæslu, öldrunarmál og málefni fatlaðra, og hins vegar lítil sveitarfélög, sem lúta yfir- stjórn ríkisvaldsins í þessum málaflokkum. „MikiU meirihluti landsmanna sagði já í kosninguniun og lýsti þannig yfir vilja sínum til að sveitarfélögin tækju við verkefn- um frá ríkisvaldinu. Mörg stærri sveitarfélög hafa lýst yfir vilja sínum til að taka við verkefnum og það er hvorki skynsamlegt né lýðræðislegt að litlu hreppamir komi í veg fyrir það," segir Bragi Guðbrandsson. Hann segir ljóst að ekki verði af þeirri miklu tilfærslu verkefna sem félagsmálaráðherra hafði vonast til, þar sem lítil sveitarfé- lög séu engan veginn í stakk bú- in til að taka við stórum verkefn- um. „í lögum um málefni fatl- aðra er gert ráð fyrir að þau getí Tlllögumar kolfelldar Aðeins ein tillaga af 31 var samþykkt í kosn- ingunum um sameiningu sveitarfélaga um helgina Tillögur um sameiningu sveitar- félaga voru kolfelldar víðast hvar á landinu í kosningunum um helgina. Aðeins ein tillaga var samþykkt, en það er tillaga um sameiningu sveitarfélaga á vest- anverðu Snæfellsnesi. Almennt má segja að tillögumar hafi verið samþykktar í stærri sveitarfélögum, en felldar í þeim minni. Sem dæmi má nefna að tillögurnar voru samþykktar í Reykjavík, en felldar í hinum sveitarfélögunum á höfuðborgar- svæðinu. Tillögumar voru sam- þykktar á ísafirði, en felldar í flestum hinum sveitarfélögunum í ísafjarðarsýslu. Tillögumar vom samþykktar á Akureyri, en felld- ar í flestum hinum sveitarfélög- unum í Eyjafirði. íbúar minni sveitarfélaganna virðast því ekki sjá sér hag í að sameinast þeim stóm. Aðeins tillaga umdæmanefndar á Vesturlandi um sameiningu sveitarfélaga á vestanverðu Snæ- fellsnesi var samþykkt. Tillagan var samþykkt með góðum meiri- íbúðir fyrir aldraða verði fyrir aldraða Svavar Gestsson alþingismaður hefur lagt fram fmmvarp á Al- þingi sem skilgreinir hvað telst vera íbúðir fyrir aldraða. Svavar segir að með frumvarpinu sé stefnt að því að koma í veg fyrir að byggmgaraðilar séu að byggja íbúðir sem þeir kalla ,fyrir aldr- aða* án þess að þessar íbúðir séu á nokkum hátt sniðnar að þörf- um aldraðra. Samkvæmt fmmvarpinu verða aðilar, sem vilja byggja íbúðir fyrir aldraða, að sækja um sér- staka heimild fyrir því til sam- starfsnefndar um málefni aldr- aðra. Ætlast er til þess að nefnd- in krefjist þess að íbúðir, sem byggðar eru í nafni aldraðra, tengist lágmarksþjónustu fyrir aldraða. -EÓ hluta í Ólafsvík, Staðarsveit og Breiðuvíkurhreppi, en naumlega í Neshreppi utan Ennis. Reiknað er með að undirbúningur að sameiningu hefjist fljótlega. Fljót- lega er reiknað með að skýrist hvernig sveitarstjórnarkosning- um verði hagað í þessum sveitar- félögum, en fastlega er reiknað með að kosin verði ein sveitar- stjóm. Hægt er að sameina sveitarfélög á fjórum svæðum á landinu á gmndvelli þeirrar reglu að sveit- arfélög geta sameinast, ef 2/3 sveitarfélaga samþykkja tillögu umdæmanefndar og ef land- fræðilegar aðstæður hamla ekki sameiningu. Þessar aðstæður sköpuðust í Dalasýslu þar sem 5 af 7 sveitarfélögum samþykktu að sameinast. Sama er að segja um tillöguna í V-Barðastrandar- sýslu þar sem 4 af 5 sveitarfélög- um samþykktu að sameinast. Að- eins Tálknafjarðarhreppur hafn- aði sameiningu, en hann sker þetta svæði í sundur. í N-Þingeyj- arsýslu samþykktu Sauðanes- hreppur og Þórshafnarhreppur að sameinast, en Svalbarðshreppur hafnaði því með miklum meiri- hluta. Sauðaneshreppur og Þórs- hafnarhreppur geta því samein- ast. Þá samþykktu Neskaupstaður og Norðfjarðarhreppur að sam- einast, en Mjóafjarðarhreppur felldi með miklum meirihluta. Neskaupstaður og Norðfjarðar- hreppur geta því sameinast. Á nokkrum stöðum munaði ekki miklu að sameining yrði samþykkt. Aðeins munaði þrem- ur atkvæðum að tillagan yrði samþykkt í Borgarhreppi í Mýra- sýslu, en það hefði nægt til að Mýrasýsla hefði getað sameinast að hluta til á grundvelli 2/3 regl- unnar. Tillaga um sameiningu Eskifjarðar og Reyðarfjarðar var einnig felld með litlum mun. Umdæmanefndir munu koma saman fljótlega til að fjalla um hvort lögð verði fram ný tillaga um sameiningu, en lögum sam- kvæmt er þeim heimilt að gera það. Ekki er búist við að það mál skýrist fyrr en eftir áramót, en reiknað er með að kosið verði að nýju í febrúar. -EÓ 5 sveitarfélög? Bragi GuSbrandsson flust til þeirra sveitarfélaga sem hafa bolmagn til að taka við þeim. Það þarf hins vegar lagabreyt- ingar til að hægt sé að færa heilsugæslu og öldrunarmál til sumra sveitarfélaga, en ekki allra. Við hljótum að taka tillit til þess að niðurstaða kosninganna endurspeglar vilja tfl að fá fleiri verkefni tíl stærri sveitarfélaga. Það er ekki endalaust hægt að ganga framhjá vilja meirihlut- ans," segir Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra. -GK VERÐLÆKK- UN Á HLJÓM- PLÖTUM Félagar innan Sambands hljóm- plötuframleiðenda hafa lækkað verð á hljómplötum um 200-300 krónur frá því sem það var í fyrra, auk þess sem tímalengd tónlistar á hverri plötu er mun meiri en áður. í tilkynningu frá Sambandi hljómplötuframleiðenda kemur m.a. fram að í fyrra var algengt verð á plötu um 2.199 krónur og allt uppí 2.299. krónur. í ár er hámarksverð skífunnar 1.199 krónur út úr búð. Fyrir nokkr- um árum var meðal tímalengd tónlistar á hljómplötu um 25-35 mínútur, en á nýjum geisladisk- um er tónhstartíminn kominn uppí 40-50 mínútur og allt uppí 60-75 mínútur á safnplöt- um. -GRH Hjartastyrkjandi tæki Stjóm Landssamtaka hjartasjúk- linga færði Lyflækningadeild Borgarspítalans nýlega styrk, að upphæð kr. 750 þúsund, til kaupa á tæki til meðferðar á ill- vígum hjartsláttartmflunum. Tækið er notað til brennslu á leiðslubrautum í hjarta, sem er tækni sem hefur mtt sér tíl rúms á síðustu fimm árum. íslenskir sjúklingar hafa áður verið sendir utan til slíkra aðgerða, en með tilkomu tækisins verður unnt að framkvæma þær hérlendis. Myndin er tekin við afhendingu tækisins. Á henni er stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga ásamt nokkrum læknum og starfsfólki Lyflækningadeildar Borgarspítalans. SÝNING ÁTILLÖGUM SEM BÁRUST í OPNA SAMKEPPNI UM HÖNNUN Á MERKI FYRIR ÞJÓÐHÁTÍÐARÁRIÐ 1994 í TILEFNI 50 ÁRA LÝÐVELDIS Á ISLANDI. Að undangenginni samkeppninni hefur sérstök dómnefnd valið þrjú merki til verðlauna. g Verðlaunamerkin ásamt öðrum tillögum, | sem bárust verða til sýnis í Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Reykjavík 23.-25. nóvemher kl. 12.00 -18.00. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND 50 ÁRA LÝÐVELDIS Á ÍSIANDI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.