Tíminn - 30.11.1993, Side 9
Þriðjudagur 30. nóvember 1993
9
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
ÁAKUREYRI
Aðstoðarlæknar
Lausar eru til umsóknar tvær stöður aðstoðarlækna við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri frá 1. janúar nk.
Annars vegar er um að ræða stöðu aðstoðarlæknis á fæð-
ingar- og kvensjúkdómadeild og hins vegar á bæklunar-
og slysadeild.
Vaktir eru fimm-skiptar.
í framhaldi af ráðningartíma kæmu til greina störf á öðrum
deildum sjúkrahússins.
Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri er rekin fjölþætt starf-
semi á sviði handlækninga og lyflækninga auk mjög full-
kominna stoðdeilda. Á FSA starfa um 450 manns og þar
af eru stöður lækna 39. Markvisst hefur verið unnið að því
undanfarin misseri að bæta vinnuaðstöðu aðstoðarlækna.
Nánari upplýsingar veita Geir Friðgeirsson, fræðslustjóri
lækna, Júlíus Gestsson, yfiriæknir bæklunar- og slysa-
deildar og Kristján Baldvinsson, yfiriæknir fæöingar- og
kvensjúkdómadeildar.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Þeir eru margir, sem hafa heillast af músinni hugprúðu, og þar á meðal eru Mikhaíl Gorbatsjov og kona hans.
Mögnuð mús komin
á eftirlaunaaldur
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
ÁAKUREYRI
Fóstrur
Laus er til umsóknar staða fóstru viö leikskólann Stekk,
sem rekinn er af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Stað-
an er laus frá 1. janúar nk. eða eftir samkomulagi.
Umsóknir sendist til leikskólastjóra, sem jafnframt veitir
nánari upplýsingar.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
70% staða
sérfræðings
í háls- nef- og eyrnalækningum við
HNE-deild FSA
er laus til umsóknar.
Umsóknarfirestur er til 31. janúar 1994.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fýrri störf, send-
ist framkvæmdastjóra sjúkrahússins.
Nánari upplýsingar veitir Eriríkur Sveinsson yfiriæknir í
síma 96- 30100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
ÖNNUMST ALLAR
ALMENNAR VIÐGERÐIR
Vetrarskoðun kr. 4.950,- m.vsk.
fyrir utan efni.
SÍÐUMÚLA 3-5 • SÍMI 681320
Mortimer mús, öðru nafni Mikki
mús, er nú kominn á eftirlauna-
aldur og orðinn 65 ára. Það er ekki
hægt að segja annað en Mikki beri
aldurinn vel og virðist ekki degi
eldri en þegar hann kom fyrst fyrir
almenningssjónir.
Það var árið 1928 sem auglýs-
ingateiknarinn Walt Disney skap-
aði þessa fyrstu stórstjömu teikni-
myndanna. Hann ferðaðist ásamt
konu sinni í lest frá New York til
Los Angeles, er Mortimer mús
skaut niður upp huga hans. Eigin-
kona Walts, Lilly Disney, var ekki
nógu ánægð með nafnið og þess í
stað stakk hún upp á nafninu
Mikki mús.
Skömmu síðar hóf Walt Disney
gerð fyrstu teiknimyndar sinnar
með Mikka í aðalhlutverki. Þetta
var þögul mynd sem hét „Piano
Crazy'.
Myndin gekk nokkuð vel, en
Disney sárvantaði öflugan dreifing-
araðila. Það gekk ekki þrautalaust
og upptökustjóra MGM-kvik-
myndafyrirtækisins fannst vægast
sagt h'tið til Mikka koma og kallaði
hann skítugu lidu pödduna.
Disney lét þó ekki deigan síga
og talvæddi næstu teiknimyndina
um Mikka mús. Þrátt fyrir það
höfnuðu stóru kvikmyndafyrir-
tækin myndinni. Samuel Goldwyn
sagði að það færi ekki vel á því að
talvæða dýr.
Þá kom til kasta fjölskyldu Disn-
eys, sem var staðráðinn í að stuðla
að frama músarinnar. Næsta
teiknimynd varð svo til á eldhús-
borði Walts Disney, sem ásamt
konu sinni, bróður og mágkonu
teiknaði allar myndimar í „Steam-
boat Willie'" eða Gufubátnum Villa.
Fjölskyldunni tókst að telja for-
ráðamenn kvikmyndahúss í New
York á að taka myndina til sýning-
ar og átti myndin að vera auka-
mynd með annarri stærri. Fljótlega
skyggði teiknimyndin á aðalmynd-
ina og nú fóm hjólin að snúast.
Skömmu síðar sást Mikki fyrst á
síðum dagblaðs í New York og í 45
ár teiknaði vinur Walts Disney,
Floyd Gottfriedson, allar teikni-
myndasögur um músina sem birt-
ust í blöðum um allan heim.
Félagsvist á Hvolsvelli
Félagsvist veröur I Hvolnum sunnudagskvöldið 12. desember Id. 21 Góð kvöld-
verölaun.
Framsóknarfélag Rangælnga
Þegar leið á þriðja áratuginn
var talið að hátt í 30 milljón
manns læsu þessar teiknimynda-
sögur daglega og um 400 milljón
manns hefðu virt fyrir sér ævintýr-
Aðalfundur
Aöatfiindur fulltrúaráös framsóknarfélaganna I Reykjavlk veröur haldinn mánudag-
inn 6. desember n.k. I fundarsal A, Hótel Sögu, og hefst kl. 17.00.
Auk venjulegra aöalfundarstarfa fjallar fundurinn um borgarmál og stjómmálaviö-
horfiö. Nánari dagskrá veröur auglýst síðar.
Stjóm fulltrúaráðslns
í spegli
tímans
in um Mikka mús á hvíta tjaldinu.
Walt Disney ljáði Mikka rödd
sína framan af og þegar hann lést
árið 1966 höfðu hátt í 120 teikni-
myndir verið framleiddar um mús-
ina vinsælu.
Vinsældir Mikka virðast síður
en svo fara dvínandi. Til marks um
það tekur hann fyrstur allra á móti
milljónum gesta, sem ár hvert
koma í Disney-skemmtigarðana
víða um heim.
Hér mó sjá Walt
Disney með litlu mús-
ina, sem stökk al-
sköpuð úr huga
hans á teikniblokk-
ina fyrir 65 árum og
gerði skapara sinn
að milljónamæringi.
Mikki mús fer fyrir
fríðum flokki teikni-
mvndapersóna og
tekur árlega á móti
milljónum manna í
Disney-skemmtigörð-
um víoa um heim.