Tíminn - 02.03.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.03.1994, Blaðsíða 11
Þau gengu í hjónaband hinn 18. október árib 1930. Frú Lilja var hinn trausti og fómfúsi lífs- förunautur hans í 50 ár, en hún andáöist hinn 5. september árib 1980, 71 árs ab aldri. ÖIl hin mörgu og erilsömu þjónustuár séra Jóns stób frú Lilja vib hlib hans og studdi hann í háleitu starfi á akri Gubs, sem hún bar ótakmarkaba virbingu fyrir. Yfir starf manns hennar, bæbi í sveit og bæ, féll líf hennar eins og lýsandi geisli og fórnandi hönd. Ávallt bar hún meb sér birtuna, fribinn og fórnina, kærleikann, vonina og trúna og vildi leggja þeim málum liö, sem horföu til fegurra og göf- ugra lífs á jörbu. Hún lét sér mjög annt um starf kirkjunnar og vildi vinna henni og unna. Heimili þeirra hjónanna, frú Lilju og séra Jóns, var óvenju fagurt, listrænt og hlýtt. Um þaö fóm þau hjónin sínum list- rænu og smekkvísu, fómfúsu og gefandi höndum. Hiö stóra prestshús ab Kirkjuhvoli, sem var heimili þeirra í nær þrjátíu ár, bar listrænum hæfileikum, feguröarskyni og snyrti- mennsku þeirra glöggt vitni. Þar var allt fágaö og prýtt og umvafiö fegurö og kærleika. Og prestssetriö aö Kirkjuhvoli var ekki aöeins heimili stórrar fjöl- skyldu, heldur einnig aö vissu marki heimili safnaöarins, þar sem mörg prestsverk fóm fram. Þangaö áttu ótal margir leiö í gegnum árin, bæði í gleöi og sorg, og öllum var tekiö þar opnum örmum. Allir fundu þar andblæ trúarinnar, andblæ fómfýsi og feguröar, umhyggju, kærleika og vináttu. Þau hjónin, frú Lilja og séra Jón, eignuðust ellefu böm. Elsta barniö misstu þau nýfætt, en hin tíu em á lífi. Þau em: 1. Pétur Guðjón, vélvirki í Kópavogi, kvæntur Margréti Veturliðadóttur. 2. Margrét, iðjuþjálfi, búsett í Noregi. 3. Sjöfn Pálfríöur, húsfreyja á Akranesi, gift séra Birni Jóns- syni sóknarpresti. 4. Ólafur Agúst, vélvirki í Ytri- Njarövík, kvæntur Svanhildi Jakobsdóttiu. 5. Helga Gyða, húsfreyja, bú- sett í Bandaríkjunum, gift Ralph Hutchinson póstafgreiöslu- manni. 6. Guöríöur Þórunn, húsfreyja, búsett í Bandaríkjunum, gift David Boatwright verslunar- stjóra. 7. Valdimar Óskar, loftskeyta- maöur, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Jónu Margréti Guö- mundsdóttur skólaritara. 8. Gyða Guðbjörg, myndlistar- kona og húsfreyja, búsett í Eng- landi, gift David Wells tölvu- fræðingi. 9. Edda Sigríður, húsfreyja, bú- sett í Skagafirbi, gift Guðmundi Hermannssyni kennara. 10. Jóhanna, húsfreyja á Akra- nesi, gift Valdimar Björgvins- syni deildarstjóra. Afkomendur séra Jóns og frú Lilju em 75 á lífi og þrír dánir. Séra Jón fylgdist vel meö ástvin- um sínum. Allur stóri hópurinn átti umhyggju hans, kærleika og fyrirbæn. Nokkur ár dvaldist séra Jón á Dvalarheimilinu Höfða á Akra- nesi, og síðustu tvö árin lá hann á Sjúkrahúsi Akraness. Þar andaðist hann að kvöldi 18. febrúar. Andlát hans var fagurt og kyrrt, milt og hlýtt eins og líf hans hafði veriö. Að leiöar- lokum á hann heiöur og alúöar- þökk þjóðar og kirkju. Fyrir hönd Borgarfjaröarprófasts- dæmis minnist ég séra Jóns meö mikilli virðingu og ein- lægri þökk. Persónulega þökk- um við hjónin alla hollvináttu hans, góðvild og hlýhug í gegn- uni árin og vottum ástvinum hans einlæga samúö. Far þú vel, kæri vinur og bróð- ir, um eilífð vel. Haföu þökk fyrir allt og allt. Lýsi þér sólin til Ijósheima. Fylgi þér fararheill til fríðarsala. Jón Einarsson, Saurbæ Avarp páfa um frið í Bosníu Ávarp þetta flutti hinn heil- agi faðir á undan rósakrans- bæninni (talnabandsbæn) sem hann las í Vatíkanút- varpiö laugardaginn 5. febrú- ar 1994, kl. 20.30. í kvöld langar mig til aö biöja ykkur aö biðja rósakransbænina fyrir friöi í Bosníu-Herzegóvínu. Hjarta mitt er harmi lostiö yfir aö neyöast til áð minnast á blóbbaðið sem nú á sér staö í Sarajevo. Hendur glæpamanna láta ekkert hlé veröa á aö eyði- leggja þar Og brytja niöur fólk. Enginn maður og enginn mál- staöur getur réttlætt svo við- bjóöslegt athæfi. Ég biö fremj- endur þessara óhæfuverka, sem eru mönnum svo ósamboöin, að binda enda á þessa glæpi. Þeir veröa dregnir til áhyrgðar frammi fyrir Guöi, Ég grátbiö pólitíska leiötoga, hvort heldiu er meö einstökum þjóðum eða á alþjóðlegum vett- vangi: Geriö allt sem í ykkar valdi stendur til að koma á var- anlegu vopnahléi, jafnvel þótt til þess þurfi að færa hinar stærstu fómir. Þaö er veriö aö hrinda Balkan- þjóðunum niður í hyldýpi. Evr- ópa getur ekki horft upp á þaö aö heilar þjóðir séu sviptar hin- um fmmstæðustu nauðsynjum, borgir séu eyöilagöar og börn- um þeirra útrýmt. Þaö er komið nóg af þessu stríöi! Skynsemi og bræöralag veröa aö ná yfirhöndinni. Þaö er óhjákvæmilegt ef við viljum koma í veg fyrir aö vopna- glamm kæfi allar aörar raddir. Hefjum hjörtu vor í bæn til hins æösta, fyrir meðalgöngu Maríu meyjar, svo að hann opni þeim þjóöum, sem nú em þrúgaðar af ólýsanlegum þján- ingum, nýjar leiðir til sátta og friöar. UR HERAÐSFRETTABLÖPUM BORGFIRÐINGUR BORGARNESI Efnilegir unglingar: Dansa fyrir far- gjaldi á stóra danshátíb Tvö ung danspör úr dansskóla Jóhönnu á Akranesi fara 2. apr- íl til Blackpool á Englandi og taka þar þátt í stórri danshátíö, Junior Dance Festival, sem haldin er fyrir unglinga á aldr- inum 12-15 ára. Danspörin sem fara til Englands, talib frá vinstri: Hrafn Einarsson, Vogatungu, og Rut Sigurmons- dóttir, Akranesi, og Linda Dag- mar Hallfrebsdóttir, Kambshóli, og Tryggvi Þór Marinósson, Hvítanesi. Til aö fjármagna feröina taka danspörin að sér aö sýna dans, m.a. á árshátíöum og alls kyns skemmtunum. Þaö er rétt aö benda fyrirtækjum og félaga- samtökum á aö nýta sér þaö og styrkja um leið unga listamenn til dáöa. Þau hafa mikla reynslu af sýningunum og hafa sýnt oft á Akranesi og í nærliggjandi sveitum. Danspörin em þau Hrafn Ein- arsson frá Vogatungu og Rut Sigurmonsdóttir frá Akranesi, sem keppa í sömbu og jive í flokki 12-15 ára, og Linda Dag- mar Hallfreösdóttir frá Kambs- hóli og Tryggvi Þór Marinósson frá Hvítanesi, sem keppa í cha cha og rúmbu í flokki 12-13 ára og í jive í flokki 12-15 ára. Danspörin hafa dansað saman undanfarin fimm ár og tekið þátt í flestum danskeppnum hérlendis undanfarin þrjú ár. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem héðan fer hópur til keppni erlendis, en alls er þaö 190 manna hópur sem fer frá ís- landi, dansarar, kennarar og foreldrar. Hryssa lætur ekki abra stjórna ásta- lífinu Merin Folda, í eigu Þuríðar Bergsdóttur, kastaöi á dögun- um. Merin er í vist hjá Ingi- björgu Daníelsdóttur á Fróöa- stöðum í Hvítársíðu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Folda á folald í febrúar. Fyrir sex árum átti hún folald 4. febrúar. Folda, sem er 23ja vetra, er ekki mikiö gefin fyrir aö láta stjóma sínum ástamál- um. Þetta er sjöunda folaldiö sem hún eignast, en aðeins einu sinni hefur hún fengið „löglega". Þaö er að segja, oft er búiö að fara meö Foldu undir graðhest, en alltaf utan einu slnni hefur hún verið búin að Merin Folda meb febrúarfolaldib sitt. ná sér í fyl annars staöar. Næstyngsti afkomandi Foldu varö skemmtiefni á síöasta þorrablóti hjá Hvítsíðungum. Þaö stóö til aö gelda folann undan henni í haust. Gunnar Gauti dýralæknir var kominn á staöinn, búinn aö svæfa fol- ann, munda hnífinn og klár í slaginn. Þá kom í ljós aö folinn var meri en ekki hestur, þannig að minna varö úr verki en til stóö. Hótelin á Akureyri: Mjög vel bókaö fýrir sumariö „Viö emm aö sigla inn í aöal- tíma helgar-, skíða- og leikhús- ferba og þaö hefur töluvert ver- iö aö koma inn af bókunum hjá okkur. Þaö er mikið kynn- ingarátak í gangi, bæði stórt átak sem breiöur hópur stendur aö meö Akureyrarbæ og Flug- leiöum og svo afmarkaöar kynningar, til dæmis pakki með rútu, gistingu og Geir- mundi," sagöi Gunnar Gunn- arsson, hótelstjóri á Hótel KEA, um ástandiö í ferðaþjónust- unni. Forsvarsmenn þriggja stærstu hótelanna á Akureyri eru nokkub bjartsýnir á gott ár í feröamannabransanum. „Sumariö Iítur bara vel út. Það eru komnar traustar bókanir og ástandið viröist heldur upp á viö á okkar helstu mörkuðum erlendis, nema ef til vill í Þýskalandi. Síðan er betra útlit meö ráðstefnur næsta haust en var í fyrra og mikið bókaö í ág- úst og september," sagöi Gunn- ar. Guðmundur Árnason, hótel- stjóri á Hótel Hörpu, og Jón Ragnarsson, nýr eigandi Hótel Norðurlands, höfðu sömu sögu aö segja og því hefur næsta sumar alla buröi til aö verða gott, enda veitir vart af eftir sl. sumar, sem var lélegt vegna veðurfars og efnahagsástands. ígulkeravinnsla á Svalbarðs- strönd: Afköstin um 1400 kg á dag Sautján manns vinna viö vinnslu ígulkera á Svalbarðs- strönd hjá Perlunni, ígulkera- vinnslu í eigu Gunnars Blöndal á Akureyri. Vinnsla hófst 1. nóvember og hefur veriö nokk- uð stöðug síöan. ígulkerin eru send daglega til Njarövíkur, þar sem fullvinnsla og lokapökkun fer fram áöur en hrognin fara til kaupenda, sem aöallega eru í Japan. Afköstin eru 1400 kg á dag, þegar best lætur, en þaö ræðst nokkub af hráefninu, þ.e. hver hrognafyll- ingin er. Hún er nokkuð mis- jöfn eftir svæöum, getur best orðiö 14%, en eykst ekki mikiö úr því sem komið er. Tíu pró- senta hrognafylling þykir gott hlutfall til vinnslu. Fyrirhugaö er aö fullvinna ígulkerin, sem berast til vinnslu hjá Perlunni á Svalbarðsströnd, og hefst sú vinnsla innan tíðar. ígulkeravinnsla í Eyjafiröi getur staðiö fram í byrjun maímán- aðar, en það ræðst af því hve- nær ígulkerin veröa kynþroska. Frá Svalbarðseyri er stutt á góð ígulkeramið. ígulkerin em aðal- lega veidd af köfumm, en einn- ig er notaður plógur. Víkurfréttir KEFLAVIK Þórshamar úr Grindavík: Aflaverbmæti 50 milljónir á einum degi Það var sannkölluð veisla um borð í Þórshamri GK frá Grindavík í Sandgerðishöfn fyrir rúmri viku. Útgerðarmað- urinn mætti með risastóra rjómatertu handa mannskapn- um, enda aflaverðmæti Þórs- hamars komið í 50 milljónir á 21 degi. í febrúar hefur Þórshamar landað mestu af sínum afla á Djúpavogi, en eftir að loðnan kom að Reykjanesi hefur skipið landað í Sandgerði. Loðnan er flokkuð um borð og henni síö- an dælt í fimm sjókælitanka, sem taka samtals um 400 tonn. Einnig er hægt aö geyma loðnu á millidekki. Þá er vakúmdæla í skipinu, sem gerir mönnum kleift aö dæla loðnunni við lág- an þrýsting og halda henni þannig eins góbri og mögulegt er. Með þessari tækni hefur áhöfninni tekist að tífalda verðmæti aflans í febrúar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.