Tíminn - 10.03.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.03.1994, Blaðsíða 8
8 I^NMW Fimmtudagur 10. mars 1994 Kristín Björnsdóttir: Samskipti sjúklinga og heilbrigðisstétta Laugardaginn 19. febrúar var haldið málþing um vanda þeirra, sem starfa við heilbrigðismál, á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla ís- lands. Tilefnið var útkoma bókar Vilhjálms Ámasonar, dósents í heimspeki við HÍ, „Siðfræði lífs og dauða". Þing- ið þótti heppnast hið besta og er ætlunin að birta nokkur af þeim erindum sem þar voru flutt, en í styttri útgáfu en upprunalega. Greinin, sem hér fer á eftir, er að stofni til erindi Kristínar Björnsdóttur hjúkmnarfræð- ings. Hún starfar sem lektor í hjúkrunarftæði við Háskóla ís- lands. ÁÞÁ Ég ætla að hefja erindi mitt á því að þakka Vilhjálmi fyrir þetta vandaða og kærkomna verk. Hér er á ferðinni sérlega aðgengileg fræðileg umfjöll- un, sem beitt er af djúpum skilningi og innsæi. Bókin á sannarlega erindi til allra þeirra sem hafa áhuga á sið- fræði, en er þó ómetanleg fyrir þá sem eru að takast á við siö- fræði heilbrigðisþjónustunn- ar. í upphafi bókarinnar fjallar Vilhjálmur um mismunandi form samskipta milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Sam- ráð er þaö form samskipta sem hann telur sameina umhyggju fýrir velferð sjúklinga og virð- ingu fyrir sjálfræði þeirra. í samráði felst aö fagmaður og skjólstæðingur miöla reynslu og þekkingu í samræðum, byggðum á gagnkvæmu trausti. Aðstaöa þessara tveggja aðila er þó ólík. Fagaö- ilinn býr yfir fræðilegri þekk- Á MÁLÞINGI ingu og reynslu á sviði heil- brigbisþjónustunnar, en sjúk- lingurinn yfir þekkingu um eigið líf. Með opinskáum, hreinskilnum samræðum kynnast þessir einstaklingar og læra að skilja sjónarhorn hvors annars. Á þann hátt þróast smám saman gagn- kvæmt traust og virðing. í slíku sambandi er ábyrgð beggja virkjuð til aö takast á viö vanda sjúklings. Samráð besti kosturinn Þó Vilhjálmur leggi meginá- herslu á opinskáar samræður sem lykilinn að samráði, er ég jafnvel enn hrifnari af þeirri meginhugsun sem hann legg- ur til grundvallar í bókinni. Hann gerir þær kröfur til okk- ar, sem störfum innan heil- brigðisþjónustunnar, að við mætum hverjum einstaklingi þar sem hann er, á hans for- sendum fyTst og fremst, án þess þó að brjóta á okkur sjálf- um. Augljóslega krefjast slik samskipti fyrst og fremst auð- mýktar og lítillætis af okkar hálfu. Við megum aldrei nýta okkur þá möguleika sem við höfum til yfirráða og kúgunar, í ljósi þeirrar veiku stöðu sem skjólstæðingar em í. Vilhjálmur færir fjölmörg rök fyrir því hvers vegna sam- ræður em mikilvægar til að efla siðfræði heilbrigðisþjón- ustunnar. Þær em mikilvægar til að skýra sjónarmið og koma í veg fyrir misskilning. Ef viö ræðum ekki viðfangsefnin eða Aðalfundur 1994 Skeljungur hf. Shell einkaumboö Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn þriðjudaginn 15. mars 1994 í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um greiðslu10% arðs. 3. Tillaga um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa, er nemur 10% hlutafjár. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegartillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyriraðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með 8. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. bemm hugmyndir okkar und- ir aðra, er hætt við að viö sjá- um aöeins eina hlið máls, séum föst í ákveðnu fari og sjá- um ekki augljósustu leiðir út úr vanda. Með samræðum get- um við prófað röksemdafærslu okkar og hugmyndir. Við skýr- um sjónarmið okkar og hlust- um á það sem viðmælendur okkar hafa fram að færa. Af- raksmr slíkra samræðna verö- ur oft dýpri skilningur og bet- ur hugsaðar lausnir sem allir hlutaðeigandi em sáttir við. Að mínu mati færir Vil- hjálmur góð rök fyrir því að samráð sé siðfræðilega mikil- væg samskiptaaðferð. Ég tel að þessi aðferö sé ekki síður mik- ilvæg í ljósi þeirra breytinga sem em að verða á heilbrigðis- vandamálum þeim, sem þjóð- in er ab glíma við. Helstu heil- brigðisvandamál nútímans og framtíðarinnar tengjast lífsstíl og aðstæðum fólks. Á ég þá bæði vib orsakir sjúkdóma og þær leiöir sem famar em í meðferð þeirra. í mörgum til- vikum er ekki hægt að útrýma heilbrigðisvandamálum, en þess í stað er hægt að læra ab lifa með þeim. Augljóslega hentar samráð afar vel við slík- ar aðstæbur þar sem fólk þarf sjálft ab læra að útfæra sína eigin meðferð, með shiðningi heilbrigðisstarfsfólks. í slíkum aðstæðum er samráð ekki að- eins siðferðilega rétt, heldur einfaldlega besti kosturinn og mun leiða til besta árangursins í meðferð. Ab kunna að hlusta Undirstaða samráðs em samræður þar sem báðir aðilar kynna sjónarmið sín. Slíkar samræður reynast mörgum erfiðar. Sumir kunna einfald- lega ekki nógu vel að segja hug sinn eða hafa ekki vanist því að á þá sé hlustað. Fólk hefur mjög misgóð tök á tungumál- inu og mismikla þjálfun í sam- ræöutækni. Eins má búast við að sjúklingar séu ekki allir til- búnir til að opna sig og ræða þætti sem tengjast einkalífinu. Til aö samráð geti orðið öflugt samskiptaform innan heil- brigðisþjónusmnnar má því ætla að til þurfi að koma vem- legar breytingar á viðhorfum starfsmanna og skjólstæöinga til opinskárra samræðna og á samskiptafærni. Fyrir þá sem á einhvem hátt tengjast menntun heilbrigðis- starfsfólks þýðir samráð sem samskiptaform töluveröar á- herslubreytingar. Mér virðist að samráð útheimti fæmi sem ekki reynir á á sama hátt þegar forræðishyggjunni er fylgt, svo dæmi sé tekið. Fagmaður- inn þarf að rækta með sér næmi fyrir skjólstæðingi og aðstæðum. Hann verður að kunna að hlusta og beita opn- um samskiptum. Hann verður að temja sér að beina athygl- inni ávallt að skjólstæöingi, einbeita sér að þeim þáttum í aðstæðunum sem snerta per- sónu sjúklings. Að auki út- heimtir þetta samskiptaform djúpa þekkingu einstaklings- ins á sínum eigin tilfinningum og viðbrögðum. Augljóslega þýbir þetta að kennsla í tjá-" skiptum veröur að vera hluti af menntun heilbrigbisstétta. í slíkri menntun felst kennsla á ákveðnum tjáskiptaaðferöum, en ekki síður ræktun ákveð- inna viðhorfa og afstöðu til starfsins sjálfs. Það er ekki hvað síst í tengslum við þenn- an þátt sem ég held að bók Vil- hjálms geti verið mikilvægt hjálpartæki fyrir kennara í klínískum greinum. Bókin hvetur til íhugunar um starfið, sem er forsenda dýpri skiln- ings. Ofurmennl eba dýrlingar í umfjöllun minni um sam- ráð hér í dag, sem og í umf jöll- un Vilhjálms og margra ann- arra sem lýsa samskiptum sjúklinga og fagfólks á líkum nótum, er dregin upp mynd af fagmanninum sem auðmjúk- um, lítillátum, en þó mjög sjálfsöruggum. Þetta er ein- staklingur sem hefur öðlast svo mikinn þroska og svo djúpan skilning að manni detta helst í hug einhver ofur- menni eba dýrlingar. Er alveg öruggt að við séum ávallt til- búin til að viðurkenna tak- markanir okkar, vanþekkingu og skort á færni frammi fyrir sjúklingi? Hvemig munu sjúk- lingar taka því? Missa þeir ekki bara álit á okkur og sýna okkur fyrirlitningu? Hvað gerist ef við verðum fyrir slíkri reynslu, t.d. því að sjúklingur sýnir okkur ekki virðingu, virðir okkur ekki sem manneskjur? Allt þetta eru atriöi sem vib verðum að læra að lifa við. Vib verðum að sætta okkur við okkar eigin bresti og gera okk- ur grein fyrir að meðan við emm enn óreynd og óömgg hættir okkur meira til að nota vamir sem fela í sér hroka og upphafningu. Meö meiri þekk- ingu og reynslu getum við öðl- ast það sjálfsöryggi sem er for- senda auðmýktar. ■ Nýjan samning amningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði stangast á við íslensku stjómarskrána. Hann er því, að mínu mati og annarra, ekki í gildi hér á landi. En hinir munu einnig vera sem telja að þessi samningur sé íslenskum stjórnlögum rétthærri. Því er nú öðm sinni svo komið, sem var fyrir tæpum þúsund ámm, að í landinu ríkja tvenn lög, og mun nú einhvers vib þurfa til að fá úr því skorið hvor lög- LESENDUR in skuli gilda. Er líkt nú komið sem þá var, að önnur lögin em íslensk en hin færa landið undir erlent vald, og er sá sem þetta ritar ekki í vafa um hvor kosturinn sé þjóbinni heilla- vænlegri. Mætti líka geta sér þess til í ljósi þess sem dómur Þorgeirs Ljósvetningagoba hefir leitt yfir þjóðina, að hann mundi í þetta skiptið ekki vera í vafa um hvorn kostinn hann kysi ef hann mætti nokkm um ráða, hin ís- lensku lög sem gilt hafa í land- inu fram að þessu, eða hin er- lendu valdslög. En til þess að úr þessu megi fást skorið legg ég þab til að þetta mál verði tekið upp ab nýju á þjóðþinginu og farið fram á það við ríkisstjóm landsins að reynt verði að nýju til samninga við Evrópu- sambandið, en að samningn- um um Evrópskt efnahags- svæði verði sagt upp tafarlaust og íslensk stjómlög látin standa meöan ósamib er á þeirra gmndvelli. Og ekki má bíba með þetta öllu lengur, „því ef vér slítum lögin, þá munum vér einnig slíta frið- inn". Eiríkur H. Þorsteinsson {KMÍTT ufavi MUTT \ UOS rZZ, UOS/ l Uráð J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.