Tíminn - 13.04.1994, Qupperneq 3
3
Miövikudagur 13. apríl 1994
Umferbarátak lögreglunnar á SV-landi hefst á morgun.
Ökuhraði og bílbelti
Ökuhraöi og bílbeltanotkun
veröa viöfangsefni umferöar-
átaks lögregliuinar á Suövest-
urlandi sem hefst á morgun,
fimmtudag, og stendur til
fimmtudags eftir rúma viku.
Tilefni átaksins er hækkandi
sól og betri færö en þessum vor-
boöum fylgir oft hærri ökuhraði
og fleiri alvarleg slys í samræmi
við þaö. Lögreglan hvetur öku-
menn til að sýna varúð og aka
ekki hraðar en aðstæður leyfa á
hverjum stað og/eöa leyfileg há-
markshraðamörk segja til um.
Lögreglan bendir á að þeir sem
keyri of hratt stefni ekki aðeins
öryggi sínu og annarra í hættu
heldur þurfi þeir að greiða háar
sektir, allt að níu þúsund krón-
ur, fyrir brotið. Ef ekið er hátt
yfir hámarkshraða er hægt að
svipta ökumann ökuréttindum í
allt að tólf mánuði og sekta
hann um 45 þúsund krónur. Á
hverju ári em um tíu þúsund
ökumenn á suðvesturhominu
kærðir fyrir of hraðan akstur,
þar af missa um 300 ökurétt-
indi. Lögreglan mun einnig
beina athygli sinni að bílbelta-
notkun þessa viku. Þeir sem
staðnir verða að því að nota
ekki bílbelti fá sektir eins og
reglur mæla fyrir um.
-GBK
Frá blabamannafundi ígœr, þar sem afsláttarkjörin voru kynnt. Pétur Maack hefur orbiö.
Tímamynd CS
ASÍhótel og feröaskrifstofur semja um afsláttarkjör innanlands:
Allt að 50% afsláttur
til félagsmanna ASI
Feröaneftid Alþýðusam-
bands íslands hefur gert
samning viö nokkra af
stærstu aðilum í hótel- og
ferbaþjónustu um verulega
afslætti á gistingu og sérverð
á ferbum innanlands í sum-
ar. Alls eru 25 hótel um land
allt abilar ab þessum samn-
ingi og veita nokkur þeirra
allt ab 50% afslátt til félags-
manna innan ASÍ. Alls eru
ASÍ-félagar um 65 þúsund.
Á blaðamannafundi í gær
sagði Pétur A. Maack í ferða-
nefnd ASÍ að markmiðið með
þessum samningi væri m.a. að
auka möguleika landans til að
ferðast um sitt eigið land í
sumar og leggja þannig gmnn
að auknum feröalögum lands-
manna innanlands allt árið.
Síðast en ekki síst einnig að
stuðla að aukinni atvinnu í
ferðaþjónustu og tengdum
greinum hér á landi.
Talið er að um 5-6 þúsund
manns vinni við ferðaþjón-
ustu auk þeirra margföldunar-
áhrifa sem atvinnugreinin
hefur á aðrar greinar. Þótt útlit
sé fyrir góða vertíö í ferðaþjón-
ustunni í sumar og þá einkum
hvað varðar ferðir erlendra
ferðamanna hingað til lands,
þá telja talsmenn hótela og
gistihúsa ab það muni ekki
þýða erfiðleika fyrir félags-
menn innan aðildarfélaga ASÍ
að fá inni hjá viðkomandi
gististöðum.
Aðilar að þessum samningi
eru fjögur hótel í Reykjavík,
Holiday Inn, Hótel Esja, Hótel
Loftleiðir og Hótel Oðinsvé,
átta Edduhótel, tíu Regnboga-
hótel, Hótel Bifröst í Borgar-
firði, Hótel Flúðir og Nesbúð á
Nesjavöllum. Flest hótelin
bjóða upp á tilboösrétti, m.a.
sérmatarverð fyrir böm.
Sem dæmi um um verð má
nefna að gisting í eina nótt í
uppbúnu rúmi í Nesbúb á
Nesjavöllurrr kostar 1500
krónur fyrir manninn, 2500
kr. fyrir hjón og 3500 krónur
fyrir hjón meö tvö börn.
Morgunverður kostar 450 kr.
og nær allar máltíðir kosta
innan viö eitt þúsund krónur.
Þá kostar 500 krónur ab veiða í
einn dag í Þingvallavatni.
Þeir sem hafa hug á að nýta
sér kosti samningsins skulu at-
huga ab afslátturinn fæst meb
framvísun félagsskírteina
verkalýðsfélaga innan ASÍ.
-grh
B-listinn á
Selfossi
Frambobslisti Framsóknar- 7. Jón G. Bergsson, vibskipta-
lokksins á Selfossi fyrir kom- fræbingur
andi bæjarstjómarkosningar 8. Gylfi Gubmundsson, húsa-
hefur verib lagbur fram. smiður
Helsta breytingin á listanum
frá síbustu kosningum er ab
Gubmundur Kr. Jónsson, sem
átt hefur sæti í bæjarstjóm s.l.
sextán ár, skipar nú heiburs-
sæti listans.
Listann skipa eftirfarandi:
1. Kristján Einarsson, húsasmið-
ur
2. Guðmundur Búason, aðst.
kaupfélagsstjóri
3. Hróðný Hauksdóttir, skrif-
stofustjóri
4. Þorvaldur Guðmundsson,
framhaldsskólakennari
5. Einar Axelsson, tæknifræð-
ingur
6. Ingibjörg Stefánsdóttir, leik-
skólastjóri
9. Sigrún Sveinsdóttir, skrif-
stofumaður
10. Guðmundur Sigurðsson,
iðnverkamaður
11. Ólafur Snorrason, fram-
kvæmdastjóri
12. Ingibjörg Guðmundsdóttir,
fóstra
13. Ása Líney Sigurðardóttir,
kaupmabur
14. Kristinn S. Ásmundsson, raf-
virkjameistari
15. Ingveldur Gubjónsdóttir,
skrifstofumaður
16. Karl Haraldsson, læknir
17. Jón Ó. Vilhjálmsson, verk-
stjóri
18. Guðmundur Kr. Jónsson,
framkvæmdastjóri -ÓB
Sæluvikan hafin
á Saubárkróki
íslendingar orbnir þreyttir á heimasetum?
Um 10.000 brugbu sér
utan í marsmánubi
Leikhópurinn íKariinum í kassanum.
Tímamynd: Guttormur
Um 16% fleiri íslendingar snem
heim til fósturjarðarinnar núna
í marsmánuði en í sama mánuði
í fyrra, eða rúmlega 9.200
manns. Þar sem Útlendingaeft-
irlitið telur einungis ferðamenn
þegar þeir koma til landsins
virðist ekki hægt að rekja þessa
miklu fjölgun sérstaklega til
páskahelgarinnar, því þeir sem
vom erlendis yfir páskana hafa
ekki snúið heim fyrr en í apríl.
Má því áætla ab mun fleiri ís-
lendingar hafi farið til útlanda í
mars en þeir sem komu heim.
Heimkomnir íslendingar vom
rúmlega 22.200 fyrstu þrjá mán-
uði ársins, sem er fjölgun um
rúmlega 1.000 manns eba 5%
miðað við sama tímabil á ámn-
um 1992 og 1993 og enn meiri
fjölgun miðað við árin þar á
undan. Það er spuming hvort
landinn sé kannski að stefna á
mikið utanferðaár, til aö lyfta
sér upp frá atvinnuleysi og öðr-
um slíkum leiðindamálum
heimafyrir. - HEI
Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara Tím-
ans á Saubárkróki:
Hin landsþekkta skemmtana-
vika - Sæluvika Skagfiröinga - fór
vel af stab með skemmtilegum
dagskráratriðum. í safnahúsinu
var listmunasýning 9 alþýðu-
kvenna úr Skagafirði. Þar má líta
marga fallega og velunna gripi
sem konumar hafa unnið úr
ýmis konar íslenskum efnum.
Tónleikar Sigrúnar Hjálmtýs-
dóttur sópransöngkonu og
Önnu Guðnýjar Guðmunds-
dóttur sem lék á píanóið vakti
mikla hrifningu áheyrenda og
ætlaði fagnabarlátum áheyr-
enda aldrei að linna, svo hin frá-
bæra söngkona lét það eftir
áheyrendum aö syngja nokkur
aukalög.
Á sunnudaginn frumsýndi
Leikfélag Saubárkróks gaman-
leikinn Karlinn í kassanum eftir
Amold og Bach. Leikstjóri er Jón
Ormur Ormsson. Þetta mun
vera 90. verkefni Leikfélags
Sauðárkróks frá upphafi. Leik-
endur eru 13 og auk þeirra er
fjöldi aðstoðarmanna að tjalda-
baki. Það vekur athygli ab flestir
leikendur em ungt fólk, sem
ekki hefur mikla reynslu á fjöl-
unum, en frumsýningin tókst
mjög vel, leikurinn fullur af lífi
og fjöri og hraðinn góbur. Með
stærstu hlutverk fara Stefán
Steinþórsson (Pétur PP Mör-
land) og Guðný H. Axelsdóttir
(Dollý), sem bæði fara á kostum
í sínum hlutverkum.
Sæluvikan heldur svo áfram út
þessa viku með söngmótum,
leik, bíósýningum, dansleikjum
o.fl.
Á laugardag em stórtónleikar í
Mibgarði, þar sem fjórir kórar
syngja, Karlakórinn Heimir und-
ir stjóm Stefáns R. Gíslasonar,
Rökkurkórinn undir stjóm
Sveins Ámasonar, Skagfirska
söngsveitin undir stjóm Björg-
vins Þ. Valdimarssonar og Karla-
kórinn Þrestir undir stjóm Eiríks
Áma Sigtryggssonar.
Lokadansleikir sæluvikunnar
verða svo á laugardaginn í Bif-
röst og í Miðgaröi að loknum
tónleikunum.
Bændur ræba sameiningu
Ab undanfömu hefur nefnd á
vegum Búnabarfélags íslands
unnib ab tifiögugerb um sam-
einingu þessara samtaka í ein
samtök.
Sameiningamefndin mun á ,
næstu tveimur vikum halda al-
menna bændafundi í öllum
sýslum landsins og kynna til-
lögur sínar. Fyrsti fundurinn var
haldinn sunnudaginn 10. april
að Þingborg í Ámessýslu og sá
síbasti veröur haldinn í Stranda-
sýslu 22. apríl.
í tengslum við sveitastjómar-
kosningamar 28. maí n.k. verð-
tu efnt til skoðanakönnunar
meðal bænda um afstöðu til
sameiningar málsins.
Málið verður síðan tekiö til
endanlegrar afgreibslu á aðal-
fundi Stéttarsambands bænda í
Iok ágústmánaðar og á Búnabar-
þingi sem sérstaklega verður
boðab til um svipað leyti.