Tíminn - 13.04.1994, Qupperneq 6

Tíminn - 13.04.1994, Qupperneq 6
6 Mi&vikudagur 13. apríl 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Kariakór Bólstabahlíbarhrepps ásamt stjórnanda sínum, Sveini Árna- syni, og undirleikaranum Jackline Simms. Eiríksstabir í Svartárdal: Fjórar ær heimt- ast, komnar fast ab burbi „Ég er búinn aö leita a& þess- um kindum látlaust í fjall- garöinum í vetur, sitt á hvað, og sitja klukkustundum sam- an á garöabandinu og velta fyrir mér hvernig ég gæti komist hjá því að telja þær af. Þaö hafa nú margir talið mig vitlausan aö gera þaö ekki," segir Gubmundur Valtýsson, bóndi á Eiríksstöðum, en hann fékk óvæntan glaöning daginn fyrir skírdag, þegar fjórar kindur frá honum fund- ust í fjallsbrúninni viö bæinn Hvamm í Svartárdal. Kindum- ar em komnar fast aö buröi og em mjög vel á sig komnar. Þaö var Aöalsteinn bóndi á Leifsstööum sem höndlaði skepnurnar fyrir Guðmund, en meö þeim var lambhrútur og veturgömul gimbur frá Valageröi í Skagafiröi. Guð- mundur á Eiríksstöðum segir ótrúlegt hvað skepnumar hafi verið vel á sig komnar og mik- iö homahlaup á hrútnum. „Ég er búinn aö eiga í bölv- uðu basli með þessar kindur í vetur og er því heldur glaður yfir heimtunum. Ég náöi þeim heim fljótlega eftir hreppaskil á síðasta hausti og tók þá frá þeim sex lömb sem með þeim voru. Síðan sleppti ég þeim aftur snemma í október, þar sem tíöin var góö, en hef síð- an hvorki séö tangur né tetur af þeim fyrr en núna. Ég spjalla viö þær á hverjum degi, enda búinn aö hugsa mikið til þeirra í vetur. Þetta er bmnagaddur í fjöll- unum og, komin mikil fönn. Það er ótrúlegt aö skepnur skuli hafast svona vel viö," sagöi Guömundur á Eiríks- stööum að lokum. Hálfníræbur stofnfélagi heibr- abur Þaö var stór dagur hjá Ágústi Andréssyni, Bólhlíöingi og núverandi vistmanni á Hér- aöshælinu á Blönduósi, á ann- Ágúst Andrésson. an dag páska. Þann dag varð Ágúst 95 ára og heiöruöu fé- lagar hans í Karlakór Bólhlíð- inga hann með heimsókn og söng, en Ágúst er eini núlif- andi stofnandi Karlakórs Ból- staðahlíðarhrepps, en kórinn veröur 70 ára á næsta ári. Ágúst þakkaði fyrir sig með skörulegri ræðu, þar sem hann rakti sögu kórsins í stuttu máli og minntist daga sinna í þessum félagsskap. Auk þess að vera söngáhuga- maöur mikill er Ágúst annál- aöur veiðimaður. Hann er af mörgum talinn einn magnaö- asti veiðimaöur sem sést hefur á bökkum Blöndu og uröu ýmsir til að fur&a sig á því hve oft leyndist fiskur þar sem Gústi kastaði. „Hann er hreint ótrúlega fiskinn karlinn," sögöu veibifélagamir. Víkurfréttir KEFLAVIK Löggan lét sóba sópa upp gler- brotum Lögreglumaöur varö vitni að því þegar flösku var kastaö út úr bifreiö þannig aö hún brotnaöi í götunni. Hann hafði þegar samband við sína menn, sem boðuöu farþega og ökumann viökomandi bifreiö- ar til yfirheyrslu á lögreglu- stö&inni í Keflavík. Þegar yfir- heyrslum var lokiö fór lögregl- an meö só&ana á þann staö þar sem flaskan haföi verib brotin í götunni og lét sóöana sópa upp glerbrotunum. Viö yfirheyrslur fannst unga fólkinu þaö ekkert tiltökumál þótt flaskan heföi veriö brotin í götunni. Grlndvíkingar fögnubu 20 ára kaupstabaraf- mæli Grindvíkingar fögnuöu 20 ára kaupstaöarafmæli Grinda- víkur um síöustu helgi. Fjöl- breytt dagskrá var í tilefni af- mælisins, en hæst bar vígslu á nýrri sundlaug í Grindavík. Um er að ræöa veglegt íþrótta- mannvirki, sem án efa veröur vinsælt hjá heimamönnum og ferðamönnum sem sækja I auknum mæli til Grindavíkur. BÆJARPOSTURINN íslandsmet? Stokksnesib meb metrækjuafla Rækjuveiðiskipið Stokksnes SF 89 kom til hafnar fyrir skömmu með um 60 tonn af rækju eftir sex daga úthald. Að sögn fróöra manna mun þetta vera mesti afli af ísaðri rækju sem borist hefur á land úr einu veiðiskipi á jafn- skömmum tíma. Brynjólfur Oddsson var skipstjóri í veiði- feröinni og segir hann að afl- inn hafi fengist norður af Grímsey og austan viö Kol- beinseyjarhrygginn. Tryggvi Gíslason í orlof Tryggvi Gíslason, skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri, veröur í orlofi frá 1. ágúst nk. til 1. ágúst 1996 og næsta vet- ur mun hann stunda nám viö Edinborgarháskóla í Skot- landi. Valdimar Gunnarsson aö- stoöarskólameistari gegnir stöbu skólameistara næsta vetur og Margrét Kristín Jóns- dóttir þýskukennari veröur aöstoöarskólameistari. „Ég ætla fyrst og fremst aö lesa málfræöi og heimspeki. Auk þess mun ég lesa svolítið í sögu og stjórnunarfræöi. Mig hefur lengi dreymt um þaö að dvelja í Edinborg og það má segja að gamall draumur sé aö rætast," segir Tryggvi. Margrét Eggertsdóttir, eigin- kona Tryggva, sem er grunn- skólakennari við Barnaskóla Akureyrar, mun einnig setjast á skólabekk í Edinborg og kynna sér lestregðu. Loftmynd af Grindavík. Nýkjörin stjórn Alnœmissamtakanna. Alnæmissamtökin á íslandi Á aðalfundi Samtaka áhuga- fólks um alnæmisvandann, sem haldinn var nýlega, var ákveöiö aö breyta nafni sam- takanna í Alnæmissamtökin á íslandi. Fyrra nafnið verður áfram notað sem undirtitill. Á fundinum kom fram aö Al- næmissamtökin fá á miðju þessu ári afnot af betra og hent- ugra húsnæöi á vegum Reykja- víkurborgar, en samtökin hafa hug á aö auka og bæta þjón- ustu við HlV-jákvæöa og aö- standendur þeirra. Alnæmiss- amtökin hafa látiö prenta minningar- og tækifæriskort, sem verða til sölu á skrifstofu samtakanna og í verslunum. Myndin á kortunum heitir „Umhyggja" og er eftir Dóru Gísladóttur. Helsta breytingin, sem oröiö hefur á starfsemi samtakanna, er aö ráöinn var fastur starfsmaöur á skrifstof- una og er nú opiö þar milli klukkan 13 og 17 alla virka daga nema miðvikudaga. Stjóm samtakanna hvetur alla, sem þurfa á aðstoð eða upplýsing- um aö halda, að koma á skrif- stofuna eða hringja í síma 28586. Athugasemd vegna fréttar um kjör og starfsöryggi fiskvinnslufólks eftir Cissur Pétursson, verkefnisstjóra Starfsfrœbslu- nefndar fiskvinnslunnar í laugardagsblaði Tímans er frétt á baksíöu, sem ber heitiö Kjör og starfsöryggi í óvissu. í fréttinni er vitnað í samtal viö mig, sem blaðamaöur Tímans átti vegna annars tilefnis, þ.e. íslandsmóts í handflökun sem fram fer 23. apríl nk. og Tím- inn greindi prýöilega frá. Margskonar misskilningur er á feröinni í fréttinni, sem auð- veldlega heföi veriö hægt aö leiörétta, ef ég hefði vitað að blaöamaöurinn ætlaöi sér að skrifa frétt úr óformlegu spjalli sem við áttum eftir aö ég hafði greint honum frá staöreyndum um handflökunarmótið. T.a.m. er þaö alls ekki nein óvissa sem ríkir um áframhald starfs- fræöslunámskeiðanna, þrátt fyrir að einhverjir atvinnurek- endur (aöeins nokkrir atvinnu- rekendur í Grindavík sem ég veit um) treysti sér ekki til aö fastráða fólk í sama mæli og áð- ur. Fram kemur í fréttinni aö mjög mikil eftirspurn hefur verið eftir námskeiöunum nú á þessu ári og í raun undirstrikar þaö aö þessi fræöslustarfsemi er mjög umfangsmikil um þessar mundir. T.d. má geta þess aö þessa vikuna standa yfir nám- skeið á Grundarfiröi, í Keflavík, Neskaupstaö, á Djúpavogi og í Stykkishólmi. Fyrirkomulagiö á grunnnám- skeiðum fyrir fiskvinnslufólk, sem eru einn liöur í fjölbreyttri fræöslustarfsemi sem Starfs- fræöslunefnd fiskvinnslunnar stendur fyrir, er á þann veg aö starfsmaöur, sem unniö hefur þrjá mánuði hjá sama fyrirtæki, öölast við það rétt til aö gera kauptryggingarsamning. í hon- um felst m.a. aö starfsmaöur má sækja starfsfræðslunám- skeiö sem færir honum starfs- titilinn sérhœfdur fiskvinnslu- maöur, þekkingu og þjálfun, en síðast en ekki síst umtalsverða kauphækkun (ekki smávegis kauphækkun, eins og stendur í fréttinni), eöa um þrjú þúsund krónur á mánuði. Starfsmaöur gerir sem sagt kauptryggingar- samning áöur en hann sækir námskeiöin (ekki eftir, eins og segir í fréttinni). Jafnframt fel- ast í samningnum ýmsar skyld- ur, t.d. um uppsagnarfrest sem virka á í báðar áttir o.fl. sem óþarft er að tíunda hér. Ég sé enga ástæöu til að vef- engja það aö einhverjir at- vinnurekendur eigi erfitt meö að hafa fólk fastráöiö og beri við hráefnisskorti. Þaö hefur ör- ugglega ekki fariö framhjá neinum aö þorskveiöar hafa verið stórlega dregnar saman og fiskvinnsla einnig flust út á sjó meö tilkomu frystiskipa. Þetta hefur vitaskuld áhrif og auövelt að setja sig í spor þess vinnuveitanda, sem á erfitt meö að standa við skyldur kauptryggingarsamnings í þessu umhverfi. (Sem dæmi mætti nefna að Hrólfur Ölvis- son, framkvæmdastjóri Tlmans, þó öflugur sé, ætti örugglega erfift meö að tryggja blaða- mönnum Tímans föst laun, ef ekki fengist blaöapappír nema endrum og sinnum til aö prenta boðskapinn á). Með fræðslukveöju, Gissur Pétursson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.