Tíminn - 15.04.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. apríl 1994
yti 1 yi
7
Þribja hvert bam
þjáist af ofnæmi
Ofnæmi meöal danskra
barna hefur færst í vöxt
á síðustu árum án þess
að vitað sé um ástæöuna. Lækn-
ar telja líklegt aö hættulegt sam-
spil margra þátta valdi mestu
um þessa þróun.
Aldrei fyrr hafa fundist eins
mörg börn sem þjást af asma
eða ofnæmi.
Nýjar rannsóknir sýna að um
10 af hundraði allra danskra
bama þjáist af asma og að þriðja
hvert bam sýnir - eöa hefur
sýnt - ofnæmisviðbrögö.
Sören Pedersen, yfirlæknir á
bamadeild Koldingsjúkrahúss-
ins og sérfræðingur í asmasjúk-
dómum, segir tíðni asmatilfella
hafa aukist með ógnvænlegum
hraða. „Asmatilfelli meöal
danskra barna hafa fjórfaldast á
tíu ára fresti frá því á sjöunda
áratugnum - og viö vitum ekki
hver ástæðan er," segir Peder-
sen.
Vísindamenn, sem hafa rann-
sakað fyrirbærið, telja að likleg-
ast sé orsakanna að leita í
blöndu af loftmengun, lélegu
innilofti, óhollum matarvenj-
um og óbeinum reykingum.
„Vandamáliö er að nauðsyn-
legar grundvallarrannsóknir
hafa ekki verið framkvæmdar til
þess að hægt sé að ákvarða
raunverulega orsakavalda. Þess-
um rannsóknum veröur að vera
lokið áður en hægt er að hefjast
handa við fyrirbyggjandi að-
gerðir - ef slíkt er mögulegt,"
segir Sören Pedersen.
Þróunin í Danmörku kemur
heim og saman við rannsóknir í
öðrum löndum. Nýbirt sænsk
skýrsla sýnir nákvæmlega sömu
tilhneigingar. Læknar í Svíþjóð
segja að þessi þróun jafnist á við
plágur fyrri tíma.
Á Nýja-Sjálandi er ástandið
enn verra en á Norðurlöndun-
um, því að þar greinist fimmta
hvert bam á skólaskyldualdri
með asma.
Asmi og ofnæmi hefur einnig
færst í vöxt hjá fullorðnu fólk,
en erfiðara er að sjá hver aukn-
ingin er. Læknar hafa ekki alltaf
gert greinarmun á ólæknandi
bronkítis og asma. ■
Danir vilja ab ESB
leggi áherslu á
grunnrannsóknir
Réttarhneyksli í grœnlensku morbmáli:
Maírnr sýknabur eftir að
hafa setið inni í þrjú ár
vegna morðs
Aárunum 1995 til 1998 ætlar
Evrópusambandið að leggja
sem svarar eittþúsund milljörð-
um íslenskra króna til margs-
konar rannsókna. Danski Evr-
ópuþingmaðurinn Christian
Rovsing, sem á sæti í nefnd Evr-
ópuráðsins sem fjallar um rann-
sóknir, segir að sá hluti þessarar
upphæðar, sem fer í grundvall-
arrannsóknir, sé of smár. ,
„Mér finrist að við ættum að
leggja meiri pening í að skilja
grundvallaratriði. Það fer ekki
fratnhjá okkur stjómmála- '
mönnunum aö fólk veikist orð-
iö oftar en það gerði. En hver er
ástæðan og hvemig getum við
bmgðist við? Þeir, sem vinna að
rannsóknum við háskólana,
eiga að leggja fram áætlanir um
slíkt," segir Rovsing.
Töluverð tunræða hefur verið í
Danmörku um gmndvallar-
rannsóknir í kjölfar frétta af
aukinni tíðni ofnæmis- og
asmatilfella. Rovsing segir að
það hljóti að vera sameiginlegt
vekefni Evrópusambandsríkj-
anna að kanna hvað valdi slíkri
breytingu.
Tuttugu og átta ára Græn-
lendingur, Mads Arqe, var
um helgina sýknaöur í
Landsréttinum í Nuuk af því að
hafa myrt Boas Madsen. Mikil
fagnaðarlæti bmtust út í réttar-
salnum, en Arqe hafði setið inni í
þrú ár vegna dóms fyrir morðið.
Sýknudómurinn var staðfest-
ing á dómi undirréttarins í Scor-
esbysundi frá 5. mars 1991, en
hann sýknaði Arqe af morðinu.
Þremur dögum síðar réttaði
Landsrétturinn í málinu og
komst að þveröfugri niðurstöðu.
Margir vilja kalla meöferðina
dómsmorð, en Arqe neitaði alla
tíð að hafa framið ódæðið.
Það var ekki fyrr en á laugar-
daginn sem málið var tekið upp
aö nýju, eftir að vitni kom fram
á sjónarsviðið sem staðfesti aö
Arqe hefði ekki verið í íbúöinni
þegar og þar sem morðið var
framið.
Bæði sækjandi og verjandi í
málinu fögnuðu málalokum og
vom sammála um aö réttlætinu
hefði loks verið fullnægt. Arqe á
fyrir höndum langa ferð, því aö
hann á heima í 4500 km fjar-
lægð frá fangelsinu í He-
stedsvester. ■
Germinal
Cerminal ★★
Handrít: Claude Berri og Arette Lang-
man. Byggt á samnefndri skáldsögu
Emile Zola.
Leikstjóri: Claude Berrí.
Abalhlutverk: Cérard Depardieu, Miou
Miou, Renaud, jean-Roger Milo og jean
Carmet.
Regnboginn.
Öllum leyfb.
Hér segir af baráttu kolanámu-
verkamanna við borgarastétt-
ina í Frakklandi undir lok 19.
aldar. Gérard Depardieu leikur
föður í stórri fjölskyldu, sem
öll starfar í námunni og hlýtur
smánarlaun fyrir. Smátt og
smátt fer að myndast samstaða
meðal verkamannanna um aö
krefjast betri lífskjara, en kröf-
um þeirra er mætt af hörku.
Aðstæður allar í námunum eru
stórhættulegar og kröfurnar
um að verkamennimir fylli
kvótann verða til þess að þeir
vanrækja að tryggja öryggi sitt
þar eftir bestu getu. Verjca-
mennimir berjast einnig inn-
byrðis, því ekki em allir tilbún-
ir í verkfall og trúin á gildi
verkalýðsfélaga mismikil.
Sagan er sett fram með hin-
um hefðbundnu andstæðum,
öreigar gegn auðvaldi. Kaup-
maðurinn í samfélagi verka-
mannanna er í raun eina per-
sónan þar á milli, en stendur
klárlega með auðvaldinu.
Þetta er rándýr mynd á evr-
ópskan mælikvarða og sést
það vel á því að öll umgjörð og
sviðsetning er mjög vel
heppnuð. Atriðin í námunum
eru vemlega eftirminnileg í
þessu sambandi.
Þrátt fyrir allan stjörnuskar-
ann, sem stendur að þessari
mynd, er þó ekki laust við að
hún valdi vonbrigðum. Fyrir
það fyrsta er hún alltof löng og
aukapersónur mýmargar sem
hefði mátt sigta úr handritinu.
Lagt er mikið upp úr að sýna
fram á bág lífskjör og aðbúnað
verkamannanna, en einhvem
veginn nær þetta ekki að
snerta mann að ráði. Dauðinn
og pínan verður þegar til
lengdar lætur bara niðurdrep-
andi, yfirborðskennd og meira
í ætt við sápuópemr en raun-
sæi.
Margir helstu leikarar Frakka
fara með hlutverk í myndinni
og fer þar sjálfur Gérard
Depardieu fremstur í flokki.
Undantekningalítið standa
þeir sig vel og þá sérstaklega
Sjálfstæðismenn láta nú bera
í hús myndalista til að
kynna frambjóðendur sína í
borgarstjóm. Jafnframt birta þeir
heróp það sem þeir ætla að sigra
undir: „Áfram Reykjavík".
Þetta heróp er sótt suður aö
Miöjarðarhafi. Á Ítalíu vom
menn orönir langþreyttir á valdi
gamalla flokka og vildu reyna
nýjar leiðir. Þar var stofnaður
flokkur undir nafninu „Áfram
Ítalía".
Árið 1937 vom alþingiskosn-
ingar á íslandi. Þá gerði Sjálf-
stæðisflokkurinn kosninga-
bandalag viö Bændaflokkinn og
nefndi það „Breiðfylkingu ís-
lendinga". Fyrirmynd þess var
sótt suður að Miðjarðarhafi.
Þá var Francó að berja niður
KVIKMYNDIR
ÖRN MARKÚSSON
Miou Miou, sem leikur fremur
ógeðfellda persónu.
Germinal fer sjálfsagt vel í
Frakkana, enda em þeir mjög
ginnkeyptir fyrir uppþotum af
öllu tagi. Margt er vel gert sem
lýtur að allri umgjörð myndar-
innar, en að sama skapi vantar
mikið upp á að sagan verði
nægilega áhugaverð. ■
lýðveldið á Spáni. Hann nefndi
sinn flokk Falanax, en það er
gamalt orð sem gömul hefð var
að nefna breiðfylkingu á ís-
lensku. Nafnið var gamalt, allt
frá dögum þeirra feðga í Make-
dóníu, Filippusar og Alexanders
mikla. En „Breiðfylking íslend-
inga" 1937 varð ekki sigursæl.
Þjóðin vildi lýðræði.
„Áfram Ítalía" gerði kosninga-
bandalag við tvo flokka aðra.
Þaö bandalag vann mikinn
kosningasigur, svo sem frægt er.
Þó er ekki séð hvað af þeim sigri
leiðir. Það virðast litlar líkur á að
sigurvegararnir verði sammála
um stjórnarmyndun.
Til höf-
uös pilti
X er heiti á smasagnasafni eftir
Börk Gunnarsson, sem Ragnan
gefur út. í bókinni em fimm
sögur.
Börkur er 23 ára gamall, úr
Garðabænum og hefur hlotið
verðlaun fyrir skáldskap. X er
fyrsta bók hans, en eftir höf-
undinn hafa áður birst ljóð og
sögur í blöðum. ■
Nýfasistar á Ítalíu vom í banda-
lagi við „Áfram Ítalía". Margir
munu telja það slysni að kjörorð
eða heróp I kosningum í Reykja-
vík sé sótt í félagsskap fasista
suður á Ítalíu, en sú er nú raun-
in.
Flokkurinn ítalski er víst mn
margt líkur Sjálfstæðisflokknum
hér. Hann er sagður trúa á mark-
aðslögmálin og einkavæðingu.
Að vísu munu okkar menn ekki
tala mjög mikið um einkavæð-
ingu í þessari kosningabaráttu,
enda finnst þeim þaö líkast
snöm í hengds manns húsi.
Pólitískur hljómur í nafni og
herópi frá Miöjarðarhafi getur
orðið holur og gæfulítill í al-
mennum kosningum á íslandi.
H.Kt.
Úr herbúbum nýfasista
LESENDUR