Tíminn - 02.09.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.09.1994, Blaðsíða 11
, Föstucjaguc 2* septgmber, 1994 | B-9 frc. | | | • KRISTJÁN GRÍMSSON • 1 FT 1 R Ólafur Adolfsson, ÍA, er ekki ólíklegur til aö fá þab hlutverk í vörn íslenska landslibsins ab hirba skallaboltana af Kennet Andersson og Martin Dahl- in. Atli Ebvaldsson, sem er meb Ólafi á myndinni, lék oftsinnis þessa stöbu í íslenska landslibinu. Tímamynd GS U21 árs landsliöiö: Hörkulið íslands íslendingar leika einnig vib Svía í U21 árs landsliðinu í knattspyrnu og var íslenska lið- ið valiö í gær. Leikurinn fer fram á þriðjudag í Kaplakrika, en hópurinn lítur þannig út: Eggert Sigmundsson KA og Atli Knútsson KR eru markverðir. Aðrir leikmenn eru Pétur Mar- teinsson Fram, Kristinn Hafliða- son Fram (nýliði), Helgi Sigurðs- son Fram, Sturlaugur Haralds- son ÍA, Kári Steinn Reynisson íA, Óskar Hrafn Þorvaldsson KR, Tryggvi Guðmundsson KR, Lár- us Orri Sigurösson Þór, Guð- mundur Benediktsson Þór, Auö- un Helgason FH, Hákon Syerris- son UBK, Þórður Guðjohnsen Bochum, Ottó Karl Ottósson Stjörnunni (nýliði) og Eiöur Smári Guðjohnsen Val (nýliði). Þarna er um að ræða mjög sterkt íslenskt Iandslið og fróðlegt að fylgjast með þeim gegn Svíum, sem Ásgeir Elíasson sagbi vera mjög góða. Tveir leikmenn í U21-liði Svía voru í hópnum á HM í Bandaríkjunum, en það eru þeir Magnus Hedman mark- vörður og Teddy Lucic varnar- maður. ■ Landsliöshópurinn gegn Svíum valinn. Ásgeir Elíasson landsliösþjálfari: Helmingslíkur á sigri íslenski landsliðshópurinn, sem leikur við Svía í Evrópu- keppninni þann 7. september, var tilkynntur í gær. Ásgeir El- íasson landsliösþjálfari og Gústaf Adolf Björnsson að- stoðarþjálfari völdu 18 leik- menn og því eiga tveir þeirra eftir að detta út úr hópnum fyrir miðvikudaginn. Hópur- inn, sem var valinn, er skipað- ur eftirtöldum leikmönnum: Markmenn Biikir Kristinsson Fram Kristján Finnbogason KR Útileikmenn Guðni Bergsson Valur Izudin Daði Dervic KR Rúnar Kristinsson KR Ólafur Þórðarson ÍA Sigurðurjónsson ÍA Sigursteinn Gíslason ÍA Haraldur Ingólfsson ÍA Ólafur Adolfsson ÍA Arnar Grétarsson UBK Arnar Gunnlaugsson Nurnberg Bjarki Gunhlaugsson Nurnberg Kristján Jónsson Bodö/Glimt Arnór Guðjohnsen Örebro Hlynur Stefánsson Örebro Eyjólfur Sverrisson Besiktas Þorvaldur Örlygsson Stoke íslenska landsliðið virðist vera nokkuð sterkt á heimavelli, sem sést kannski best á því ab aðeins tvö mörk hefur liðið fengið á sig í síðustu sjö lands- leikjum, gegn Rússum og Bandaríkjamönnum, og því ekki ofmat að ætlast til þokka- legs árangurs. Ásgeir sagði í gær að sér litist vel á þennan leik og þetta væri spennandi verkefni. „Vib telj- um okkur eiga helmings- möguleika á móti Svíunum," sagði hann. Nokkur óvissa hefur verið hver spili stöðu aftasta varnarmanns, en óneit- anlega kemur Ólafur Adolfs- son, ÍA, sterklega til greina. Aðspurður hvort Eyjólfur Sverrisson myndi spila þessa stöðu aftasta manns, enda mjög sterkur í háloftunum, sagði Ásgeir að hann teldi það ólíkegt, en allt kæmi þetta í ljós á þriðjudag, þegar liðið yrði tilkynnt. Ásgeir vildi meina að þó leik- ið yrði í íslensku deildar- keppninni á laugardag, þá kæmi þab ekki svo nibur á lib- inu. „Þessi tími verður að nægja. Þetta hefur verið að batna undanfarin ár, en áður fengum við landsliðsmennina ekki fyrr á mánudegi í lands- leikina," sagði hann. Eyjólfur er eini leikmaðurinn í hópnum, sem ekki verbur í eldlínunni með sínu félagslibi um helgina, enda eiga Tyrkir einnig leik við Ungverja á miðvikudag í sömu keppni. Flestir á landsleik gegn Skotum Landsleikjamet í fjölda áhorf- enda á knattspyrnuleik hér á landi er tæplega 15000 manns á leik íslands og Skotlands árib 1985, en þá var m.a. Graeme Souness í skoska landsliðinu og braut þá harkalega á Sigurði Jónssyni, sem var lengi frá í kjölfarið. Næstflestir á landsleik komu þegar ísland mætti Aust- urríki, en þá keyptu rúmlega 12 þúsund manns sig inn á völl- inn. Möguleikarnir á að bæta þetta met eru vissulega fyrir Eins og vib greindum frá í vik- unni, þá verbur leik íslands og Svíþjóbar í Evrópukeppninni á mibvikudag sjónvarpab beint til Svíþjóðar á TV4. Philip Corbes, sem hefur séb um þessi samn- ingamál fyrir þýska sjónvarpsfyr- irtækið UFA, sagði í samtali vib Tímann að mikill áhugi virtist vera hjá evrópskum sjónvarps- stöbvum um að sýna valda kafla úr leiknum að honum loknum, ef marka mætti fyrirspurnir til UFA. Nú standa m.a. yfir samningavið- ræður UFA við hina þekktu íþróttarás Eurosport um þau mál. hendi, þegar Svíar koma í heim- sókn í næstu viku, en þar er um bronslið frá síðasta HM-móti aö ræða. Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, sagðist búast við í það minnsta 10-12 þúsund manns á Svíaleikinn og þeir hjá KSÍ væru ab gæla við að slá sjálft metið. Flestir áhorfendur komu á leik hér á landi, þegar Valur mætti Benfica 1968 í Evrópu- keppninni. Þá mættu um átján þúsund manns á völlinn. „Þab, sem hins vegar stendur oldcur fyrir þrifum ab sýna þenn- an leik beint til annarra landa, er að það eru margir abrir leikir á dagskrá þennan sama dag og því úr mörgu aö velja fyrir evrópskar sjónvarpsstöðvar," sagbi Corbes. Að sögn hans hafa sjónvarps- stöðvar í Sviss, sem leikur í sama riðli og ísland, ekki sýnt áhuga á beinum útsendingum frá leikn- um og reyndar ekki heldur Tyrkir eba Ungverjar, en þau leika reyndar landsleik sama dag og ís- lendingar og Svíar. Miöasalan gengur vel: 3100 hafa keypt miba í gær höfbu rúmlega 3000 mib- ar verið seldir á A-landsleik ís- lands og Svíþjóðar. Rúmlegar 1000 miðar eru seldir í stúkuna (hún tekur 3100 áhorfendur í sæti) og 2000 í stæði, þar af 1000 úti á landi. Eggert Magn- ússon, formabur KSI, fullyrti að aldrei hafi verið seldir eins margir miðar á forsölu á lands- leik hér á landi. Eggert bjóst viö ab miðarnir í stúkuna kláruðust í dag. Þess má geta ab Flugleiöir bjóða upp á pakkaferðir á leik- inn, en takmarkað magn er til sölu hjá þeim. ■ íslandsbankahlaupiö fer fram um helgina Á morgun, 3. september, verð- ur haldin útihátíð á mótum Stórhöfða og Höfðabakka. Aö hátíðinni standa íslandsbanki, Feiti dvergurinn, Eikaborgarar, Snævarsvídeó og ís-inn. Hátíð- in hefst með hinu árlega ís- landsbankahlaupi, sem hefur áunniö sér sess meöal hlaupara. Skráning hefst í hlaupið klukk- an 12 á morgun, en sjálft hlaupið hefst hálfum öðrum klukkutíma síöar. Að loknu hlaupinu leikur hljómsveitin Útlagar og trúbadorinn Her- mann Ingi verður líka með gít- arinn vib höndina. Boöið verð- ur upp á veitingar eftir hlaupið og þar verða ýmis tilboð í gangi. ■ UFA-sjónvarpsfyrirtœkiö um landsleik íslands og Svíþjóöar. Philip Corbes: Margar fyrirspurnir um svipmyndir frá leiknum Noröurlandamót unglinga í frjálsum íþróttum í Svíþjóö um helgina: Island og Danmörk meö sameinað lið íslenska unglingalandsliðið í frjálsum íþróttum tekur þátt í Norðurlandamótinu um helg- ina og fer það fram í Huddinge í Svíþjóð. Hver þjób sendir tvo keppendur i hverja grein, en ís- lendingar og Danir ákvábu að senda sameiginlegt lið til keppni, einn keppanda frá hvorri þjób í hverja grein. Svona sameining er ekki ný- mæli, því fyrir nokkrum árum var hún reynd og tókst með ágætum. NM-mót unglinga fer fram ár- lega og er fyrir keppendur 20 ára og yngri, en Islendingar hafa nær undantekningalaust hafnað í neðsta sæti til þessa. Þráinn Hafsteinsson landsliðs- þjálfari sagði hins vegar ab hann vonaðist til þess að gott unglingastarf hér á landi myndi skila sér á þessu móti, að minnsta kosti í minni stigam- un á liðunum í lokin. „Það voru mun fleiri sem náðu lág- mörkum hérna heima fyrir þetta mót heldur í fyrra, og við teljum ab með því ab leggja meiri rækt vib unglingastarfið sé strax komin svörun hjá þeim sem eiga í hlut," sagbi Þráinn. Hann sagbi að mestu mögu- leika íslensku keppendanna til að vera framarlega ættu Sunna Gestsdóttir, Vala R. Flosadóttir og Vigdís Guðjónsdóttir hjá stúlkunum. Drengirnir ættu hinsvegar örugglega erfibara um vik, en Þráinn sagði Jó- hannes Má Marteinsson líkleg- astan til afreka. Sem dæmi um styrk andstæðinga íslendinga eiga norsku og finnsku kepp- endurnir 2.15-2.20 metra í há- stökki! í kvöld Knattspyrna 3. deild karla Víðir-Reynir S...kl. 18 Handknattleikur, karlar — opna Reykjavíkurmótið Austurberg KA-ÍH ............kl. 19.30 Valur-U18........kl. 21 Framhús Fram-Haukar ......kl. 19.30 ÍR-Fylkir.......kl. 21 Fjölnishús HK-Víkingur.....kl. 19.30 Seljaskóli KR-FH ............kl. 19.30 Stjarnan-UBK .....kl. 21

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.