Tíminn - 26.10.1994, Side 8
8
HwÍIHt
Miðvikudagur 26. október 1994
Hvab geta Islendingar frekar kosib sér, tónlistinni til fulltingis, en fagra sóprana? Ólöf Kolbrún og Diddú heillubu
alla í Perlunni á laugardagskvöld.
Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, var mebal gesta á hátíbinni.
„Diminuendo e molto agitato." Carbar Cortes, óperusöngvari og stjórn-
andi, var frábœr á sínum stab vib flutning tónverkanna.
Sigurvegari Tónvakans, Cubrún
María Finnbogadóttir, nemi í
Söngskólanum í Reykjavík, var
einsöngvari á hátíbinni.
Byggjum óperu
Tónlistarráð Islands bauð uppá
hreint ótrúlega góða skemmtun
á laugardaginn var í glæsisölum
Perlunnar. Sinfóníuhljómsveit-
in spilaði, óperukórinn söng
undir stjórn Garðars Cortes og
sumir helstu listamenn þjóöar-
innar tóku lagið. Stemmningin
var svo góð og umgjörðin svo
óvenjuleg og heillandi, að helst
má líkja við Terme di Caracalla,
útióperuna í Róm. Forseti ís-
lands, Vigdís Finnbogadóttir,
var viðstödd herlegheitin og
steig svo „sagte vals" á eftir,
ásamt gestum og listamönnum,
sem öll gáfu vinnu sína. Ágóði
rennur allur til Samtaka um
tónlistarhús og er ekki vanþörf á
því, að ein söngelskasta þjóð,
sem til er, eignist óperu. Samt er
óneitanlega margt stórgott gert
í þessum efnum hér á landi og
má nefna flutning Þjóöleikhúss-
ins á Valdi örlaganna um þessar
mundir og öll stórvirkin, sem
flutt eru í íslensku óperunni.
Fláskólabíó hefur einnig tekið
stakkaskiptum sem tónleika-
höll. Sjálfsagt er samt brýnasta
verkefnið almennt í þessum
efnum núna að stækka Gamla
bíó útí baklóðina við Flverfis-
götu, þannig að sviðið stækki og
betur fari um söngvara og tón-
listarfólk. ■
Mann-
lífs
spegill
GUÐLAUGUR
TRYGGVI
KARLSSON
Ingi R. Helgason,- formabur Tón-
listarrábs Islands, flutti ávarp og
klappar hér forseta íslands, Vigdísi
Finnbogadóttur, lof í lófa fyrir
áhuga hennar á sönglistinni og
óbilandi stubning vib byggingu
tónlistarhúss frá byrjun.
Fjöldasöngnum var hressilega stjórnab ofan affimmtu hœb.