Tíminn - 26.10.1994, Page 10
10
Mibvikudagur 26. október 1994
Sendiherra á sagnabekk
Út er komin ellefta bókin í Bóka-
safni Félagsmálastofnunarirmar.
Nefnist hún Sendiherra á sagna-
bekk og er eftir dr. Hannes Jóns-
son, fv. sendiherra. Segir höf-
undur þar frá innlendum og er-
lendum mönnum og málefnum
úr reynsluheimi hans á löngum
ferli diplómatsins. Er þar mikiö
af forvitnilegum og skemmtileg-
um frásögnum, þar sem hulunni
er flett ofan af utanríkisþjónust-
unni og gefib til kynna, hvaö di-
plómatar okkar eru ab sýsla viö
heima og erlendis.
í bókinni eru margar skoplegar
sögur um ótrúlegustu atburöi,
sem mætt hafa höfundi í starfi í
Reykjavík, Bonn, London,
Moskvu og New York. Einnig
frásagnir af ævintýrum landans,
sem leitar til sendiráöanna um
abstoö og fyrirgreiðslu vegna
vandamála og klandurs.
Lesandinn kynnist einnig ör-
lagaríkum heimsvibburöum,
sem höfundur hefur séö í nær-
mynd. Má þar m.a. nefna lok
vorsins og komu vetrar í Prag
1968 og hvernig árekstrar frjálsr-
ar íslenskrar fréttamennsku og
Fréttir af bókum
ritskobaörar tilkynninga-frétta-
mennsku Kremlverja batt enda á
skólagöngu tveggja 12 ára barna
höfundar í Moskvu. í því sam-
bandi er líka rakiö uppgjör ís-
lenskra sósíalista viö kommún-
isma Kremlverja, sem viröist
hafa fariö fram hjá flestum fjöl-
miðlum okkar. Þar segir líka frá
ræöu Kristins E. Andréssonar í
Moskvu á 50 ára afmæli bolsé-
víkabyltingarinnar 1967 og
hvernig og hvers vegna rúss-
neski túlkurinn falsaöi hana og
breytti í þýðingunni.
Um landhelgismálib er fjallað
frá sjónarhorni þátttakandans í
fjölmiölastríöinu um þaö í Lond-
on 1958-61, starfi Hafsbotns-
nefndar S.Þ. 1970-71 og blaöa-
fulltrúa ríkisstjórnarinnar 1971-
74. í því sambandi eru m.a. frá-
sagnir af ögrandi framkomu
bresks sendiherra, sem virtist
ólæs á vilja þings og þjóðar og
gat aldrei skilið styrk og stefnu-
festu Ólafs Thors í landhelgis-
málinu.
Áöur óbirtar upplýsingar koma
fram um jákvæö viðhorf Banda-
ríkjamanna til brottfarar hersins
1972 og hvers vegna því stefnu-
máli ríkisstjórnar Ólafs Jóhann-
essonar var ekki fylgt eftir. í því
sambandi er rakiö, hvers vegna
ekki mátti gefa út baksviðsupp-
lýsingarit á ensku um stefnu
stjórnarinnar í varnarmálum.
Forvitnilegar og áður óbirtar
frásagnir eru af fundum forsætis-
ráðherra íslands og Bretlands í
London í október 1973, þar sem
fundinn var grundvöllur aö
lausn 50-mílna deilunnar.
Af ööru forvitnilegu efni bókar-
innar má m.a. nefna nornaveið-
ar í Washington vegna „fræði-
legs" morðs á þremur forsetum í
blaöamannamóttöku á Bessa-
stöbum í maí 1973; hlutverk
hugarsmíöarinnar „Radíó Yere-
van" í þjóðfélagsgagnrýninni í
Sovétríkjunum; hvers vegna
þýska stórlánið, sem Adenauer
lofaði Ólafi Thors, gufaöi upp;
hvernig „fréttasvikamyllan" var
sprengd; hvernig Hannibal
Valdimarsson hagnýtti sér mót-
Dr. Hannes Jónsson.
sögnina um ab sameina vinstri
menn með því aö kljúfa samtök
þeirra aftur og aftur. Þannig
mætti lengi telja athyglisverö
efnistök höfundar.
Að auki eru í bókinni, sem er
296 bls. með yfir 60 myndum,
palladómar um nokkra áberandi
samferðamenn höfundar, inn-
lenda og erlenda. ■
LESENPUR
Hefur þorsk-
urinn fengið
fylli sína?
Fjölmiölar segja okkur þessa
dagana að í ljós hafi nú komið
aö ekki sé alltaf á íslenskum
miöum slík gnægð af æti fyrir
þorskinn sem hann vildi og
þyrfti.
Fyrir 60-70 árum — þ.e. árin
1925-34 — vann ég á hverju
vori viö þorsk og sá því margan
kútmagann. Ég man ekki til
þess að ég sæi troðinn og skek-
inn þorskmaga þau vorin. Þeir
voru oftast hálftómir og man
ég einna helst eftir einhverjum
krabbadýraleifum í kútmögun-
um þá. Aftur á móti er mér í
barnsminni troöinn og þaninn
kútmagi frá öörum árstíma.
Þess vegna held ég að engum,
sem Iengi man, bregöi í brún
viö þau tíöindi aö sjórinn við
ísland sé ekki alltaf og alls staö-
ar fullur af lcstæti fyrir þorsk-
inn. Þar hefur víst lengstum
gengiö á ýmsu.
H.Kr.
Heimsstyrjöldin
First World War, eftir Martin Cilbert.
Weidenfeld and Nicholson, 616 bls., £
20.
„Lengi hefur veriö þörf á ítar-
legri sögu fyrri heimsstyrjaldar-
innar í einu bindi," eru upp-
hafsorð neikvæös ritdóms í
Times Literary Supplement 16.
september 1994. „Frá sjöunda
áratugnum, er farið var aö opna
helstu evrópsk skjalasöfn og
Fritz Fischer vakti aö nýju máls
á sekt Þýskalands í umfjöllun
sinni um stríðsmarkmið þess,
hefur ekki oröiö lát á umfjöllun
fræöimanna um þau efni. Eins
og lesiö veröur af síöum TLS á
níunda áratugnum, varö hún aö
flóðbylgju. A Bretlandi einu
saman hafa athuganir Trevors
Wilson, Davids French, Domin-
icks Graham, Tims Travers, G.J.
Groot, Jons Semide, J.M. Wint-
er, P.E. Dewey, Keiths Grieves
og margra annarra ekki einung-
is umturnaö þekkingu okkar á
fyrri heimsstyrjöldinni, heldur
líka aukiö skilning okkar á því,
sem máli skiptir. Michael Ho-
ward lét nýlega í ljós þá skoðun
(eöa framlag til mála), að ógern-
ingur sé að gera styrjöldinni
viðhlítandi samhæfö skil."
„Árið 1915 var einkum leitað
átakasviös í staö vesturvígstöðv-
anna. Komu þá austurvígstöðv-
ar helst til álita. En sú fullyröing
Gilberts, ab stjórnvöld í Berlín
hafi eygt möguleika á „gereyö-
ingu rússnesku herjanna" er
Olík framtíbarsýn
Vidunderlige nye verden. Cyldendal
Norsk Forlag/Alternativ Framtid. Tret-
ten noveller fra et framtidig Norge.
117 blabsíbur. Ósló 1994.
Þrettán ólíkar hugmyndir að
framtíð, eftir jafn marga höf-
unda, varð niðurstaða sam-
vinnu Gyldendal og Alternat-
iv Framtid. Vísindaskáldsögur,
byggöar á þeim þekktu og
mögulega afleiddu staðreynd-
um, sem tiltækar eru. Þarna
hefir víða tekist mjög vel til.
Þó má segja að samkvæmt
þessum sögum sé ekki bjart
framundan. En alltaf skal
maðurinn finna lausn og er
gaman að kynnast því nánar.
Kjell Ola Dahl: Seks og nltti. Cyldendal
Norsk Forlag A/S, Ósló 1994. 253 blab-
sfbur.
Kjell Ola Dahl hefir áður skrif-
að bókina „Dödens investerin-
ger". Bók sú var einnig leyni-
lögreglusaga, eöa glæpasaga,
en þessi gefur henni í engu eft-
ir.
Náfölur fangi, nýbúinn að
ljúka tíma sínum í fangelsi,
flækist inn á pöbb í stað þess
að fara meö lestinni beint
heim, og það er auövitað ekki
að sökum aö spyrja: hann er
kominn á stað í nýtt verkefni,
N0RSKAR BÆKUR
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON
þar sem fyrst og fremst gildir
að halda sér lifandi þar til
hann lendir inni næst. Sögu-
þráðurinn er fjörlega og rök-
rænt uppbyggöur og sleppir
ekki lesandanum fyrr en sagan
er búin.
Asbjörn Medhus: Ha det godt — med
deg selv og andre. Cyldendal Norsk
Forlag A/S, Ósló 1994. 160 bls.
Asbjörn Medhus, sem er lækn-
ir við Volvat Medisinsk Senter
í Ósló, fjallar um streitu,
svefnvandamál, auk annarra
vandamála og lausna þeirra,
ástarsambönd, sorg og megr-
un. Kannast nokkur við eitt-
hvað af þessu, eða til dæmis
það að vera útbrunninn, geta
ekki meir. Hann á líka ráð.
Þegar Ameríkanar segja að epli
á dag haldi lækninum frá, seg-
ir hann að vinur á degi hverj-
um sjái um fjarlægð læknisins.
Mikiö til í því. Auk þessa á
bókin mörg ráð fyrir þá, sem
þjást af einhverjum streitu-
sjúkdóma nútímans.
■
1914-18
víðs fjarri sanni. Hún er ályktun
út frá stærilætislegum ráðagerö-
um Hindenburgs og Luden-
dorffs, en ekki varfærnislegum
markmiðum oddvita herfor-
ingjaráðsins, Falkenhayns, og
ríkiskanslarans, Bethmann-
Hollwegs. Að sínum hætti gerði
hvor þeirra sér vonir um friö-
samlegt uppgjör í austurvegi. ...
Afleiðingar þ^ssa — þýsk her-
taka Póllands og ósigur Breta
viö Gallipoli — leiddu til þess,
að hernaðarlegar áætlanir
bandamanna beindust nær ein-
vöröungu aö vesturvígstöövun-
um frá hausti 1915 til vetrar
1917."
„Tök Gilberts eru engu traust-
ari, hvaö þríveldunum viövíkur.
Allt til lokauppgjörsins gerir
hann alla jafna of mikið úr
áhrifavaldi keisarans. Brottvikn-
ing Falkenhayns í ágúst 1916 og
skipan Hindenburgs og Luden-
dorffs í hans stab, telur hann
vera ákvöröun keisarans; svo
var að formi til, en keisarinn
hafði stutt hinn fyrrnefnda eins
lengi og hann mátti og hafði
ímugust á hinum síðarnefndu.
Og tilslökun keisarans var höfð
til marks um, að völdin væm
gengin honum úr greipum. Aö-
eins í formlegu tilliti stóð keis-
arinn aö brottvikningu Kuhl-
manns sem utanríkisrábherra
24. júní 1918. Herforingjarnir
fóru meö hin raunverulegu
völd."
„Gilbert segir, aö í desember
1917 hafi Brest-Litovsk-samn-
ingurinn leyst Þýskaland undan
kvööum austurvígstöðva, þótt
aðeins tólf síðum aftar geti
hann þess, að 52 þýsk herfylki
hafi enn gegnt þjónustu þar í
febrúar 1918. ... Raunin var sú,
aö útþensla þýska keisaradæm-
isins varö ofviða flutningakerfi
þess, sem var aö því komið ab
falla saman og varnaöi Þjóöverj-
um aö einbeita herafla sínum."
Ab eignast bam
— getnaöur, meöganga og faeöing
Bókaútgáfan Forlagið hefur
gefið út bókina Að eignast bam
— getnaður, meðganga og fueð-
ing eftir dr. Miriam Stoppard,
sem er breskur sérfræöingur í
fæðingar- og barnalækning-
um.
Eins og nafn bókarinnar gef-
ur til kynna, fjallar hún um
allt sem snýr að getnaði, með-
göngu og fæöingu barns, svo
og umönnun þess á fyrsta ævi-
skeiði. Þroskaferli fósturs í
móðurkviði er lýst nákvæm-
lega, góð ráð gefin varðandi
mataræöi og heilsufar og einn-
ig vib þeim vandamálum sem
upp kunna að koma á meö-
göngunni. áhersla á að lýsa sérstökum
í bókinni em persónulegar þörfum og tilfinningum verb-
frásagnir þar sem lögð er andi foreldra. í bókinni er tek-
Dr. MÍRÍÁM ð l'OPI’ARD
AÐ EIGNAST
barn~ |
og læöing
Nýja bókin iim meðgöngu
og læóingu sem lekur
tillit til bæði móður
og b.'irns og lýsir
þroskaferli fósturs
frá getnaði ti
íæðijigar - og
uinönnun
l jisS* bai nsins á
fviAln nr»vi«;L'í*iði
ið mið af þörfum bæði móður
og barns og einnig er fjallaö
um hlutverk hins verðandi
föbur. Til grundvallar em nýj-
ustu niðurstöður rannsókna í
læknisfræði og er leitast við ab
setja allan fróöleik fram á aub-
skiíjanlegan og aðgengilegan
máta.
Bókin er afar vel úr garði
gerð, innbundin í stóm broti.
Hún er prýdd ljósmyndum,
teikningum, ómsjármyndum
og línuritum, samtals yfir 500
litmyndir. Guðsteinn Þengils-
son læknir þýddi bókina og
lagaði að íslenskum aðstæð-
um. Hún er fyrst um sinn boö-
in á sérstöku kynningarverði,
4.950 kr.