Tíminn - 26.10.1994, Síða 13
13
Miðvikudagur 26. október 1994
llll FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framsóknarmenn í
Reykjaneskjördæmi
Skrifstofan a& Digranesvegi 12 er opin alla þri&judaga frá kl. 17-19. Komið og fái&
ykkur kaffisopa og spjallið.
Kjördcemissamband framsóknarmanna Reykjanesi
Kjördæmisþing framsóknar-
manna í Reykjaneskjördæmi
verður haldið að Hlégarði sunnudaginn 13. nóvember.
Dagskrá auglýst slðar.
Kjördæmisþing framsóknar-
manna á Suöurlandi
Dagskrá 35. þings Kjördæmissambands framsóknarmanna á Su&urlandi
í Hótel Selfoss 28. og 29. október 1994.
Föstudagur 28. október
20.00 Þingsetning
Kosnir starfsmenn þingsins og nefndir
Reglur sko&anakönnunar
Ávörp gesta:
Kristjana Bergsdóttir, forma&ur LFK
Gu&jón Ólafur jónsson, formaður SUF
20.45 Stjórnmálaumræður
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins
Fyrirspurnir og almennar umræður.
22.30 Afgrei&sla kjörbréfa
Lagabreytingar
Mál lög& fyrir þingið
Kynning frambjóðenda
Fyrri umfer& skoðanakönnunar
Laugardagur 29. október
09.30 A&alfundarstörf
Seinni hluti skoðanakönnunar
12.00 Hádegisver&ur
13.15 Undirbúningur alþingiskosninga
Egill Hei&ar Gíslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins
Málefnaundirbúningur fyrir flokksþing
Finnur Ingólfsson alþingisma&ur
Afgreiðsla mála
Framboðslisti ákve&inn
Kosningar
Önnur mál
18.00 Þingslit
Aðalfundur
FUF Seltjarnarnesi
verður haldinn föstudagskvöldið 29. október kl. 20.30 að Melbraut 5, jarðhæð.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Boðið upp á veitingar. Stjómin.
Vesturland
Tilnefningar vegna
skoðanakönnunar
Ákveðið hefur verið að fram fari skoðanakönnun innan Kjördæmissambands fram-
sóknarfélaganna í Vesturlandskjördærni um val á frambjóðendum i efstu sæti fram-
boðslista Framsóknarflokksins i kjördæminu við n.k. alþingiskosningar. Skoðana-
könnunin fer fram á aukakjördæmisþingi, sem haldið verður [ Hótel Borgarnesi laug-
ardaginn 19. nóvember 1994.
Hér með er auglýst eftir frambjóðendum i skoðanakönnunina.
Hvert framsóknarfélag f kjördæminu hefur rétt til að tilnefna allt að fimm manns til
þátttöku I skoðanakönnuninni.
Kjörnefnd er heimilt að bæta við frambjóðendum.
Framboðum vegna skoðanakönnunarinnar skal skila til fuiltrúa í kjörnefnd eigi sfðar
en 5. nóvember n.k.
Eftirtaldir aðilar eiga sæti i kjörnefndinni:
Gísli V. Halldórsson, Þórunnargötu 6,310 Borgarnes.
Guðmundur Páll Jónsson, Krókatúni 18,300 Akranes.
Hrafnkell Alexandersson, Höfðagötu 15,340 Stykkishólmur.
Jón Glslason, Lundi, 311 Borgarnes.
Rúnar Jónsson, Valþúfu, 371 Búðardalur.
Kjömefnd KJÖrdæmissambands framsóknar-
féiaganna í Vesturlandskjördæmi
lf? Starf forstjóra
W SVR
er hér meb auglýst til umsóknar. Æskilegt er a& umsækjendur
hafi háskólamenntun, sem nýtist í starfi, og jafnframt a& þeir
búi yfir haldgóöri reynslu af stjórnunarstörfum og rekstri.
Um laun og önnur starfskjör fer eftir kjarasamningum opin-
berra starfsmanna.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember n.k. Starfib ver&ur veitt
frá næstu áramótum. Umsóknir sendist til borgarstjóra, Rá&-
húsi Reykjavíkur.
Reykjavík, 24. október 1994.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Algeng sjón fyrir utan heimili Díönu. Her Ijósmyndara og biabamanna bíbur eftir því ab hún fari út úr húsi.
Breska konungsdœmiö veröur fyrir þungum áföllum:
Díana prinsessa lætur
engan bilbug á sér finna
Síbustu tvær vikur hafa verib
Díönu prinsessu erfi&ar. Þær
verstu í lífi hennar, segja þeir
sem til þekkja. Þrátt fyrir þab
hefur prinsessan staðið sig
meö prýði og hefur vart látið
nokkurn bilbug á sér finna.
Ýmislegt þykir benda til aö Dí-
ana eigi samúð Breta og um-
heimsins óskipta, en vinsældir
Karls Bretaprins hafa minnkað
að sama skapi.
Fyrsta áfallib reið yfir þegar
meintur ástmaður Díönu gaf
út bók um hana og ástarkynni
þeirra. Díana stóð allar atlögur
af sér og sigurvegarinn í því
máli er tvímælalaust hún, þeg-
ar upp er staðið, en ástmaður-
inn hefur verið fordæmdur af
bresku þjóðinni. Næst lýsti
Karl Bretaprins því yfir í bók
sinni, sem nýlega kom út, að
hann hefði aldrei elskað Dí-
önu, hefði verið beittur þrýst-
ingi við giftinguna o.s.frv.
Mörgum þykir sem hann hafi
endanlega grafið sér gröf sem
ríkiserfingi bresku krúnunnar
og tala sumir um lengsta af-
sagnarbréf sögunnar í þeim
efnum. Ekki urðu þessi skrif til
að minnka álagið á Díönu, en
slíkar yfirlýsingar hafa enn
frekar orðib til að auka skiln-
ing fólks á óhamingju Díönu.
Lafði Díana hefur ekkert látið
stöðva sig í að sinna skyldum
sínum og hefur framkoma
hennar og hugrekki vakiö al-
menna aðdáun almennings.
Taktík hennar er einföld. Hún
Eftirsótt, yfirvegub og glœsileg.
lætur sem hún taki ekki eftir
því, sem slúðurblöðin smjatta
á, og veitir fjölmiðlum enga
innsýn í hennar mál. Hvaö
það varbar líkist hún tengda-
móður sinni, Elísabetu Eng-
landsdrottningu, en hún átti
sögulegan fund með ráða-
Síbustu vikur hafa verib Díönu
mjög erfibar og meira um skúrir
en skin.
mönnum Rússlands á þeim
tíma sem fjaðrafokiö í kring-
um bækurnar um Karl og Dí-
önu var sem mest. Ekki var að
sjá á drottningunni að það
hefbi nein áhrif á hana.
Samt er ljóst ab breska kon-
ungdæmið riðar til falls í kjöl-
far upplausnarinnar, og ganga
sumir svo langt að segja að
ekki sé spurning hvort heldur
hvenær það verði lagt niður. Ef
til vill verður Elísabet síðasti
meðlimur bresku konungsfjöl-
skyldunnar til ab ríkja yfir fyrr-
um heimsVeldinu Bretlandi.
í SPEGLI
TÍMANS
Engin breyting hefur orbib á dagskrá prínsessunnar ab gegna opinberum skyldum sínum, þrátt fyrir allt
fjabrafokib. Hér er hún á tali vib breska hermenn.