Tíminn - 10.01.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.01.1995, Blaðsíða 7
Þri&judagur 10. janúar 1995 7 íslenskar sjávarafurb- ir myndu virka sem vítamínsprauta á atvinnulif í bænum Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: „Meginmálið í huga okkar er að stuðla að flutningi íslenskra sjávarafurða til Akureyrar. Ef starfsemi fyrirtækisins flyst norður, myndi það þýða veru- lega eflingu atvinnulífs á Akur- eyri. Hér er um að ræða 60 til 70 ný störf á vinnumarkaði, störf sem eru þess eðlis að þeim fylgja ákveðin margfeldisáhrif hvað þjónustu og annaö athafnalíf varöar. Óeðlilegt væri ef bæjar- yfirvöld vildu ekki kanna alla hugsanlega möguleika til þess að auðvelda þessu öfluga út- flutningsfyrirtæki að flytja starf- semi sína hingað norður, þegar litið er til þess að um 4 til 6% fast atvinnuleysi er til staðar á Akureyri. Hugsanleg sala á hlutabréfum Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa tengist þessu máli ekki nema að litlu leyti, þótt ljós fréttamiðla hafi einkum beinst að þeim þætti síðustu daga. í raun er hér um tvö mál að ræða og sala eignarhlutar bæjarsjóðs Akur- eyrar í Útgerðarfélaginu hefur ekki verið gerð að forsendu þess að íslenskar sjávarafurðir flytji starfsemi sína hingað," sagði Guömundur Stefánsson, bæjar- fulltrúi á Akureyri og formaður atvinnumálanefndar bæjarins, í samtali við Tímann. — Hvert er upphafþess aö umrceö- ur hófust um flutning íslenskra sjávarafurða noröur annað en aö fregnir af umrœöum um hugsan- lega sölu hlutabréfa bcejarsjóös í Útgerðarfélagi Akureyringa tóku aö berast í tengslum viö gerö fjár- hagsáœtlunar bœjarins á síðustu vikum liöins árs? „Þegar flest benti til þess að samningar um kaup Islands- banka á Sambandshúsinu á Kirkjusandi yrðu að veruleika og þau fyrirtæki er þar hafa að- setur, þar á meðal íslenskar sjáv- arafurðir, þyrftu að flytja, vakn- aði sú hugmynd ab gagnkvæm- ir hagsmunir fælust í því að fyr- irtækið flytti starfsemi sína hingað. Af þeim ástæðum fóru menn aö ræða saman, án þess þó að um neinar formlegar viö- ræður væri að ræða. Menn voru að kanna hug hvers annars í málinu; meðal annars hver af- staða forráðamanna íslenskra sjávarafurða væri til flutnings fyrirtækisins til Akureyrar og í því sambandi var meðal annars rætt um þá hugmynd ab flytja sölumál Útgerðarfélags Akur- eyringa til Islenskra sjávaraf- urða. Þessar hugmyndir höfðu verið viðraðar með óformlegum hætti um nokkurn tíma, þegar sala á hlutabréfum Akureyrar- bæjar í Útgerðarfélagi Akureyr- inga var til umræðu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar bæj- arsjóðs. Umræðan um sölu hlutabréfanna tengdist því á engan hátt hugmyndum um flutning íslenskra sjávarafurða til Akureyrar. Þar voru fyrst og fremst á ferð hugmyndir um ab losa um fjármuni til þess að — sala hlutabréfa í ÚA þó ekki for- senda fyrir flutn- ingi fyrirtœkisins, segir Guömundur Stefánsson, for- maöur atvinnu- málanefndar Ak- ureyrar greiða niður skuldir Fram- kvæmdasjóðs Akureyrar og skapa bæjarfélaginu aukið fram- kvæmdafé til ýmissa verkefna. Hugmyndin um að Útgerðarfé- lag Akureyringa yrði hugsanlega viðskiptaaöili íslenskra sjávaraf- urða var algjörlega óháð öllum hugmyndum um sölu hluta- bréfa bæjarsjóös í Útgerðarfélag- inu." s Ahugivaknar á hlutabréfunum — Hvencer var farið aö líta á sölu hlutabréfanna og flutning ís- lenskra sjávarafuröa noröur í beinu samhengi? „Þetta eru tvö mál, þrátt fyrir að aðstæður hafi veitt þeim að nokkru leyti í sama farveg. Eftir að umræöur hófust um hugsan- lega sölu hlutabréfa bæjarins í Útgerðarfélaginu fóru ýmsir að- ilar að leggja eyrun við. Daginn fyrir gamlársdag barst bæjar- stjóra Akureyrar bréf frá stjórn- arformanni Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna þar sem óskað var eftir viðræðum við forsvarsmenn Akureyrarbæjar, meðal annars um hugsanlega sölu bréfanna. Þetta þarf ekki ab koma á óvart, vegna þess að Út- gerðarfélagið er eignaraðili að Sölumiðstöðinni og á í viðskipt- um við hana. Þab sem næst ger- ist í málinu er að bæjarstjórn berst bréf frá stjórn Kaupfélags Eyfirðinga þess efnis ab kaupfé- lagið lýsir sig reiðubúið til kaupa á stærstum hluta bæjar- ins í Útgerðarfélaginu. Síðar barst svo erindi frá Samherja svipaðs efnis. Því fór kastljós fjölmiðlanna að beinast að þess- um málum og fréttaskýringar tóku aö birtast á öldum ljósvak- ans þar sem þessi mál voru spyrt saman og látið að því liggja að sala hlutabréfanna til Kaupfé- lags Eyfirðinga væri lykill að því að beina viðskiptum Útgerðar- félags Akureyringa til íslenskra sjávarafurða, sem muni lokka fyrirtækið norður." Sala hlutabréfanna ekki forsenda fyrir flutningi ÍS — En erþetta ekki staðreynd máls- ins? „Nei, vib megum ekki gleyma því að óformlegar viðræður um hugsanlegan flutning íslenskra sjávarafurða til Akureyrar voru hafnar nokkru áður en farið var að fjalla um hugmyndir um sölu hlutabréfanna í Útgerðarfé- laginu. En þegar farið var að ræba sölu þeirra í bæjarstjórn í tengslum við fjárhagsáætlun þessa árs, þá vaknaði áhugi ým- issa aðila á bréfunum, sem er í sjálfu sér mjög eðlilegt. Þrátt fyrir það liggur engin ákvörðun fyrir um ab selja hlutabréfin og óvíst um hvort af því verður. Við munum á hinn bóginn ræða áfram hugmyndir um flutning íslenskra sjávarafurða til Akureyrar og þar er ekki mik- ill tími til stefnu, þar sem búið er ab selja íslandsbanka Sam- bandshúsið á Kirkjusandi. Sala á hlutabréfum Akureyrarbæjar í Útgerðarfélaginu er ekki for- senda fyrir því að félagið geti beint viðskiptum sínum til ís- lenskra sjávarafurða, flytji fyrir- tækið starfsemi sína til Akureyr- ar. Hugmyndir um sölu bréf- anna vöknuðu af allt öðrum for- sendum en sem liður í að flytja íslenskar sjávarafurðir til Akur- eyrar." Sölumiðstöbin ekki lagt fram ákvebnar hugmyndir — Þú nefhir Sölumiöstöö hraö- frystihúsanna ekki í þessu sam- bandi. Kemur ekki til álita aö Ak- ureyrarbcer eigi samstarf viö þaö fyrirtceki um eflingu viöskipta- og Cuömundur Stefánsson. atvinnulífs á Akureyri í tengslum viö viöskipti Útgeröarfélags Akur- eyringa? „Stjórnarmenn Sölumið- stöðvarinnar komu hingað til fundar fyrir helgi. Á þeim fundi ræddu menn þá stöðu sem upp er komin. Hinsvegar hafa engar formlegar hugmyndir í þá veru verið lagðar fram af hálfu Sölu- miðstöðvarinnar. Komi þær fram, munum við að sjálfsögðu skoða þær og meta, eins og ann- að sem lagt verður fram í þess- um málum." Myndi virka sem vít- amínsprauta — Hvaöa breytingar sjá atvinnu- málanefnd og bcejarstjóm Akur- eyrar fyrir sér á atvinnulífi í baen- um, veröi af flutningi íslenskra sjávarafuröa noröur? „Við sjáum fyrir okkur at- vinnufyrirtæki með á bilinu 60 til 70 manns í vinnu, þar sem flest störf eru nokkuð vel laun- uö. Við sjáum fyrir okkur öfl- ugra viöskiptaumhverfi á Akur- eyri og möguleika á vexti í út- vegsstarfsemi. Vib sjáum einnig fyrir okkur ákveðin margfeldis- áhrif í atvinnulífi bæjarins, þar sem aukin starfsemi af þeirri stæröargráðu, sem hér er um að ræða, kallar beinlínis á ýmsa þjónustu og má gera ráb fyrir ab allt að 150 til 200 ný störf skap- ist í bænum vegna þeirra. Flutn- Tngurinn mun einnig hafa áhrif á starfsemi ferðamála. Viðskipti hótela og veitingastaða munu aukast og einnig starfsemi bíla- leiga og flugfélaga, þar á meðal Flugleiba og Flugfélags Norður- lands. Svona mætti áfram telja. Ég álít að tilkoma íslenskra sjáv- arafurða myndi virka sem ákveðin vítamínsprauta fyrir at- vinnulífið hér og ég álít einnig að þetta tækifæri til atvinnu- sköpunar á Akureyri sé stærra en boöist hefur um langan tíma og litlar líkur á að sambærilegir hlutir komi til álita í náinni framtíð." Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöidum flokki: 4. flokki 1992 - 5. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsqæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚS8RÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.