Tíminn - 11.02.1995, Qupperneq 3
Laugardagur 11. febrúar 1995
3
Ingibjörg Pálmadóttir mœlir fyrir þingsályktunartillögu um eflingu glasafrjóvgunardeildar Landspítalans,
tiltölulega ódýr framkvœmd sem eflir framúrskarandi starfsemi:
Tvö hundruö íslensk glasabörn,
en 650 pör eru núna á biðlista
Á glasafrjóvgunardeildinni í gœr. Cuömundur Arason sérfrœbingur var
bjartsýnn á framtíbina.
A þribja hundraö íslensk
börn, svokölluö glasabörn,
hafa fæöst hér á landi fyrir til-
stuölan glasafrjóvgunardeild-
ar Landspítalans, sem starfaö
hefur viö rýran kost í húsi
Kvennadeildarinnar frá því
1991. Fram ti! þess tíma
þurftu konur héöan aö sækja
til annarra landa, einkum
Bretlands, til aö fara í tækni-
frjóvgun. Því fylgdi mikill
sjúkrakostnaöur sem Trygg-
ingastofnun ríkisins greiddi,
aö jafnaöi 20 milljónir króna
á ári. Ljóst er aö íslenskum
sérfræöingum hefur tekist vel
upp í starfi sínu. .___
Ingibjörg Pálmadóttir er fyrsti
flutningsmaður tillögu til
þingsályktunar um eflingu
glasafrjóvgunardeildar Land-
spítalans. Meö henni flytja til-
löguna þau Gubmundur Hall-
varösson, Guörún J. Halldórs-
dóttir, Petrína Baldursdóttir,
Svavar Gestsson, Finnur Ing-
ólfsson og V^lgeröur Sverris-
dóttir.
í greinargerö með tillögunni
segir aö í upphafi hafi veriö gert
ráö fyrir aö á glasafrjóvgunar-
deild Landspítalans yröu geröar
100 til 150 abgerðir á ári og öll
aðstaöa og tækjabúnaöur voru
viö þaö miðuð. Engu aö síöur
hafi aögeröum fljótlega verið
fjölgaö í um 250 á ári vegna
mikillar eftirspurnar. Bent er á
aö árangur deildarinnar sé með
því allra besta sem þekkist og
þar hefur myndast biðlisti sem
sífellt lengist.
Núna bíöa 650 pör eftir því aö
komast í aögerö. Biötíminn er
kóminn í tvö ár og lengist stöö-
ugt. Þeir sem eru skráöir þessa
dagana geta vænst þess aö kom-
ast aö vorið 1997.
í þingsályktunartillögunni
segir aö mikilvægt sé aö benda á
aö einungis eru um þriöjungs
líkur á því aö fyrsta aögerð tak-
ist. Tölfræðilega þurfa því um
400 pör af þeim 650 sem eru á
biðlista í dag, að fara aftur í aö-
gerö og komast þá ekki aö fyrr
en áriö 2000 miðað viö óbreytt
afköst deildarinnar.
Bent er á aö nauðsynlegar úr-
bætur þurfi. Samkvæmt upplýs-
ingum sem nefnd á vegum heil-
brigðisráöuneytisins hefur gef-
iö, þarf um 40 milljónir króna
til að tvöfalda afkastagetu glasa-
frjóvgunardeildarinnar, og auk
þess þrjá nýja starfsmenn.
kostnaður mun hins vegar ekki
aöeins nýtast deildinni, heldur
einnig framtíðarstarfsemi
Kvennadeildar Landspítalans.
„í þessu sambandi er mikil-
vægt aö hafa í huga aö hér er
um stofnkostnað aö ræba en
tekjur glasafrjóvgunardeildar
nema nú um 20 milljónum
króna á ári og munu aukast í
réttu hlutfalli viö fjölgun aö-
gerða. Þá er rétt aö geta þess að
áætla má aö meö tilkomu fóst-
urvísafrystis sparist milljóna
króna lyfjakostnaður árlega. Þaö
byggist á því aö í um 125 af
þeim aðgeröum, sem gerðar eru
á ári hverju, er afgangs fóstur-
vísum hent í staö þess að frysta
þá og nota í abra aögerö. Ef
unnt yröi aö geyma þá yröi
komist hjá lyfjameöferð sem
kostar um 40 þúsund krónur,
auk þess sem aðgerðin sjálf yröi
mun ódýrari en ella," segir í
greinargeröinni meö frumvarp-
inu. „Þá er rétt ab benda á að
gera má ráð fyrir sparnaöi með
tilkomu smásjárfrjóvgunar, sem
gerir kleift aö abstoöa pör þar
sem aðalorsök ófrjósemi er hjá
manninum. Nú leita pör til út-
landa í þessu skyni og Trygg-
ingastofnun ríkisins greiöir um
240 þúsund krónur fyrir htferja
meöferö, auk þess sem hún
kostar sjúklinga um 500 þúsund
krónur. Sérfræðingar Landspít-
alans áætla aö framkvæma
þurfi nú um 50 smásjárglasa-
frjóvganir á ári," segir í greinar-
geröinni.
Þingsályktunartillagan tekur
þannig á máli sem getur bætt til
langframa úr vandamálum
hundruða íslenskra hjóna og
sambýlisfólks, án þess aö miklu
fé sé kostaö til. Er þá hvorki tek-
iö tillit til aukinna sértekna
glasafrjóvgunardeildar, né held-
ur hugsanlegs sparnaöar sjúkra-
trygginganna. Flytjendur tillög-
unnar segja aö afar brýnt sé aö
þegar sé bætt úr hinni miklu
þörf sem fyrir hendi sé á þessu
sviði. Fyrirsjáanlegt sé aö vand-
inn muni aukast á komandi ár-
um veröi ekki aö gert. „Þar er at>-
beini heilbrigöis- og trygginga-
málarábherra og stuðningur
þingsins nauðsynlegur þannig
aö fjárveiting veröi tryggö og sú
framúrskarandi starfsemi sem
nú fer fram á glasafrjóvgunar-
deildinni, verði styrkt," segir í
greinargerö tillögunnar. ■
„Súrt slátur og Denni — 390 krónur"
Þessi sjaldgœfi réttur á matsebli í glugga Café Torg á Lœkjartorgi vakti at-
hygli Tímans. Og vertinn, Kjartan Ingvarsson, stabfesti ab rétt vgeri til
getib, ab þarna vœri hann ab bjóba hinn ágætasta grjónavelling, sem
ýmsir kunni vel ab meta. Vellingurinn dregur nafn sitt af frœgum ummæl-
um Steingríms Hermannssonar um slíkan graut hér um árib.
Tímamynd CS
Hrossabcendur seldu 2.758 reibhross úr landi í fyrra:
Mótmæla 150.000 kr.
sláturskatti Norsara
Skólastjórafélag Reykjavíkur skorar á deiluaöila oð
leita lausna, svo hœgt verbi oð afstýra verkfalli:
Reynir á stjórnvöld
„Þær breytingar virðast hafa
orðib meb tilkomu Gatt-sam-
komulagsins varðandi inn-
flutning hrossa til Noregs, ab
Norðmenn hafa hækkab slát-
urskatt á innfluttan hest úr
Nkr 400 á hest í Nkr 15.000,"
segir í frétt frá Félagi hrossa-
bænda um útflutning reib-
hrossa á síðasta ári. Heimta
Norbmenn þannig sem svarar
rúmlega 150 þús. kr. íslensk-
um í sláturskatt af hverju reib-
hrossi. „Þessi mebhöndlun
Norbmanna á Gatt-samningi
er hrein vibskiptahindrun og
hlýtur ab verba mótmælt af
íslendingum."
Og önnur frændþjóö okkar í
Skandinavíu gerir hestasölum
einnig erfitt fyrir. Eftir inn-
göngu Svíþjóðar í EB um ára-
mótin leggst 18% tollur á hross
sem seld eru þangað, eins og til
Þýskalands. En þrátt fyrir þaö
afnema Svíar ekki sláturskattinn
á hvert hross, en hann J^ekkist
ekki innan EB-landa. Utflutn-
ingur reiðhrossa jókst enn um
11% á síöasta ári, en þá voru
2.758 hross seld úr landi. Þar af
voru 75 stóbhestar. En hryssur
voru jafn margar og vanaöir
hestar. Þjóöverjar keyptu tæp-
lega helming þessara hrossa og
eru langsamlega stærstir í þess-
um viðskiptum. Telja hrossa-
bændur því mikla nauösyn aö
stuðla þar aö aukinni markaðs-
setningu, sem kaupendur þar
kalli á, svo sem meö kennslu og
námskeiöum í auknum mæli.
Næst flest hross fóru til Sví-
þjóöar, eöa rúmlega 500. Danir
keyptu rúmlega 280 og Norö-
menn tæplega 240 hross í fyrra.
í öllum þessum löndum var um
nokkra aukningu aö ræða.
Hlutfallslega varb söluaukn-
ingin hins vegar mest vestur um
haf. Til Bandaríkjanna og Kan-
ada fóru 93 hross í fyrra, sem
var um 450% aukning frá árinu
áöur. Og Englendingar keyptu
48 hross reibhross í fyrra, sem
var nærri tvöföldun milli ára. ■
Fundur skólastjóra í grunn-
skólum í Reykjavík lýsir yfir
alvarlegum áhyggjum vegna
samningamála kennara.
Fundurinn skorar á deiluabila
ab leita lausna sem leitt geti
til samninga og afstýrt verk-
falli.
í ályktun fundarins, sem
haldinn var í Norræna skóla-
setrinu á Hvalfjaröarströnd í
fyrradag, kemur m.a. fram aö
verkfall í grunnskólum landsins
hefur alvarlegar afleiöingar fyrir
allt skólahald í landinu og bitn-
ar hart á nemendum og foreldr-
um þeirra. Skólastjórarnir telja
að í yfirstandandi samningaviö-
ræöum reyni á vilja stjórnvalda
til að auka fjármagn til skóla-
mála, svo framfylgja megi yfir-
lýstri stefnumótun. ■
MAL DAGSINS
Alit
lesenda
Síbast var spurt:
A ab herba reglur
og/eba eftirlit meb
81,8% útigangi hrossa?
Nú er spurt: Á umrœban um Stasi-tengsl Alþýbubanda-
iagsins erindi í íslensk stjórnmái í dag?
Hringið og látlð skoðun ykkar t Ijós. Mínútan kostar kr. 25.-
SÍMI: 99 56 1 3