Tíminn - 11.02.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 11.02.1995, Qupperneq 4
4 Laugardagur 11 .febrúar 1995 SÍMÉmw STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Samskiptin viö Noreg Þegar klakaböndin fara aö hlána af kaldastríðsumræö- unni um skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis er viö því að búast aö athygli manna beinist aö þeim boðskap sem utan- ríkisráöherra hafði fram að færa í máli sínu, eða eftir atvik- um þeim boðskap sem hann hafbi ekki fram að færa. Eitt af því, sem sérstök ástæða er til aö sakna úr ræðu ut- anríkisráðherra, er afgerandi stefnumörkun varðandi sam- skipti íslands og Noregs vegna smuguveiða íslendinga og ágreiningsmála okkar við Norðmenn og Rússa vegna veiða í Barentshafi. Utanríkisráðherra talaði að vísu um það sem „skýlausa stefnu okkar að vinna að gerð bindandi alþjóða- samnings um deilistofna og miklar fartegundir á úthafinu, tryggja rétt strandríkja við nýtingu auðlindanna á aðlægu svæðunum við efnahagslögsöguna og koma á virku kerfi fiskveiðistjórnunar og fiskverndar." Hægt er að taka undir þessi orð utanríkisráðherra, en gallinn er sá að enginn kraftur og enginn þungi virðist lagður í að fylgja þeim eft- ir. Smuguveiöar hafa vissulega legið niðri um hríð nú yfir háveturinn, en það er þó ekki tilefni til að láta viðleitni til að efla og bæta samskiptin við Noreg liggja nibri líka. Út- hafsafli íslendinga er ekki afgangsstærö í íslensku þjóðar- búi lengur og sá afli, sem komið er með hingað úr Barents- hafi, skiptir okkur verulegu máli. Það er meira að segja gert ráð fyrir honum í þjóöhagsspám, rétt eins og óvissan sem yfir þessum veiðum hvílir, réttarfarsleg og af náttúrunnar völdum, sé ekki til staöar. Sannleikurinn er hins vegar sá að um þær ríkir mikil óvissa, sem brýnt er að eyða sem allra, allra fyrst. Hér í Tímanum í gær lagöi Halldór Ásgrímsson, formað- ur Framsóknarflokksiris, til aö menn legðu flokkspólitískar áherslur til hliöar og sameinuðust um að ná samningum við Norðmenn um veiöar á Svalbarðasvæðinu og úr norsk/íslenska síldarstofninum. Orðrétt sagöi Halldór: „Það er mjög mikilvægt að þetta gerist sem fyrst. Við erum tilbúnir að leggja okkar af mörkum í þessum málum og þrátt fyrir aö kosningar séu framundan tel ég mikilvægt að ná þessum samningum. Þaö er nauösynlegt vegna stöð- unnar í Evrópu, að íslendingar komi samskiptum sínum (við Norðmenn) í gott horf." Undir þetta skal tekið hér, því ekki einasta eru miklir hagsmunir í húfi, heldur er í sjálfu sér fráleitt að samskipti okkar vib Norbmenn hangi í lausu lofti með þeim hætti sem nú er. Raunar kemur fram hjá Halldóri í síðustu setningunni, sem vitnaö var í hér að ofan, að samleið okkar með Norö- mönnum er orðin enn meiri en áður, vegna sameiginlegra mála sem reka þarf gagnvart Evrópusambandinu. Þetta er ekki síður brýnt mál og í raun augljóst hagsmunamál. Belg- íski forsætisráðherrann, Dehaene, benti einmitt á það í stuttri heimsókn á fimmtudag að íslendingar ættu ab hrósa happi yfir norska nei-inu, því EES og þar með ísland fengi margfalt vægi í samskiptum vib Evrópusambandið. Það er því aðkallandi alvörumál að koma samskiptum okkar við frændur okkar í Noregi í betri og frjósamari farveg en þau eru í núna. Óskandi hefði veriö að utanríkisráðherra hefði tekib af skarið í þeim efnum í ræðu sinni með meira afger- andi hætti en hann gerbi. Og meö hliðsjón af þessum stóru og abkallandi málum er sorglegt til þess að vita að formab- ur utanríkismálanefndar og forustumenn Alþýbubanda- lags telji sjónvarpsþátt og umræðu um hugsanleg Stasi- tengsl einhverra alþýöubandalagsmanna fyrir 20-30 árum það sem brýnast er ab ræöa um. „Ég hef veriö eins og prúður drengur í sunnudagaskóla." Eitthvaö á þessa leið sagði Hjör- leifur Guttormsson alþingis- maður, þegar honum voru sýnd plögg sem vörðuðu hann sjálf- an og eru geymd í skjalasafni Stasi í Berlín. Rétt er það, enda var Hjörleifur eins og vel upp al- inn sunnudagaskólapiltur á svipinn í sjónvarpsmyndinni í nafni sósíalismans, sem sýnd var um síðustu helgi. Þar las hann um ab hafa verið viö nám í Þýska alþýðulýbveld- inu á tilteknu árabili. Og ekki meira um það. Sjónvarpsdagskrá þessi var ómerkileg og upplýsti ekkert, sem ekki var á allra vitorði fyrir einhverjum áratugum. Hið eina, sem einhver leyndarhjúp- ur hvílir yfir, er óútskýrt hvarf skjala úr safni Stasi um Svavar Gestsson, og fer eftir pólitísku innræti hvers og eins hvaða ályktanir má draga af því aö skýrsla um þáverandi ráðherra hvarf árið 1989. Hlutverkin Stasi var öryggislögregla og/eba leyniþjónusta Þýska al- þýðulýðveldisins og varla ann- að en útibú frá KGB í Sovétríkj- unum með tengsl við GRU, leyniþjónustu Rauöa hersins, sem hafði gífurlegan viðbúnað í alþýðulýðveldinu á meðan það var og hét. Stofnun eins og Stasi hafði mörg járn í eldinum og var söfnun upplýsinga og skrásetn- ing þeirra ekki nema einn liður í margbrotinrri starfsemi. Starfs- fólk og agentar skiptu hundruð- um þúsunda, sumir á launum, aörir af hugsjón og svo þeir sem aldrei höfðu eða hafa hugmynd um hvernig þeir voru notabir til framdráttar kommúnískri hug- myndafræði, eða vilja ekkert af því vita. Veigamikill þáttur í starfi stofnunar eins og Stasi var að koma fölskum upplýsingum á framfæri og rugla þannig um fyrir óvinum, ímynduðum og raunverulegum, og að hafa áhrif á almenningsálit heima og heiman. Á dögum kalda stríðsins voru margar hildir háðar um sálirnar og voru áróbursmeistarar og þeirra herskarar ekki síður mik- ilvægir en þungvopnaðar sveitir stríösherranna, sem bitu í skjaldarrendur sitt hvoru megin járntjaldsins. í sunnudagaskóla í leit höfunda sjónvarpsþátt- arins að ávirbingum íslensku námsmannanna í Þýska alþýðu- lýbveldinu í skjalasöfnum Stasi, sýnist aðeins hafa verið grennsl- ast fyrir um hvort þeir hafi verið á mála hjá stofnuninni við að skaffa henni upplýsingar. Um hvað svosem? getur maöur spurt. Nokkur nöfn dúkka upp og skránar um þau gætu allt eins verið vitnisburður um hvað strákarnir voru duglegir í sunnudagaskólanum. Guð- mundur Agústsson er tekinn út úr og gerður ab stórnjósnara, án þess að hafa til þess unnið eöa haft nokkra burði til ab gegna því hlutverki. Viðtöl fjölmiðla við hann síðustu daga eru væg- ast sagt hjákátleg, eins og raun- ar við flesta abra sem málinu tengjast. Undantekningin er Þór Vig- fússon, sem gerði málin upp eins og heibvirðum manni sæmir og er langmerkasta fram- lagið sem þáttagerðarmenn náðu í til að fylla upp tómarúm- in í prógramminu I nafni sósíal- ismans. Sælureitur sósíal- ismans Þýska alþýðulýðveldið var hersetið af 17 sovéskum her- deildum. Það var lokað land, þar var ritskoðun og skoðana- kúgun, óæskilegar bækur voru bannaðar og harðar refsingar lágu vib að smygla lesmáli að ✓ I tímans rás vestan austur fyrir. Þarna ríkti alræði þar sem frjáls skoðanamyndun var bönnub og hollusta vib marx- ismann og Sovétríkin var öllum dyggðum æbri. Það var dauða- sök ef heimamenn reyndu að yfirgefa þennan sælureit sósíal- ismans. Inn í þetta andrúmsloft sóttu ungir íslendingar til náms með fulltingi forystumanna Samein- ingarflokksins, en meðmæli þeirra þurfti til að fá að njóta gistivináttu þýska bræðraflokks- ins um lengri og skemmri tíma. Ekki voru aðrir gjaldgengir til að nema fræðin og umgangast heimamenn en gallharöir marx- istar, sem ekki gerðu sér rellu út af smámunum eins og þeirri of- boðslegu kúgun og fyrirlitningu á lýðréttindum sem hugmynda- fræði kommúnismans krafðist. Miblun upplýsinga, en ekki söfnun Aö ætla að námsmenn utan af íslandi hefðu einhverjar upplýs- ingar að færa, sem Stasi og KGB mættu að gagni koma, er fá- sinna nema ef þeir hefðu pata af því að Einar Olgeirsson, Magnús Kjartansson eða aðrir kappar í framvarðarsveit sósíalismans væru aö linast í trúnni. En til þess kom aubvitað aldrei og er mjög vafasamt að telja að strák- arnir og stelpurnar hafi nokkru sinni njósnað fyrir Stasi, nema kannski hvert um annað og er þá bættur skaðinn. En hvernig var þá hægt ab gagnast hugsjónum gistivin- anna? Með því að dreifa upplýsing- um, en ekki safna þeim í möpp- ur og láta þær rykfalla þar. Og það var gert svikalaust. í Þjóðviljanum birtust greinar og fréttir um ágæti sósíalismans, friðarást Varsjárbandalagsríkj- anna, um lífskjör og mannhelgi í alþýðulýðveldinu og komma- löndunum og svo framvegis, og svo framvegis. Þegar heim kom, tóku náms- mennirnir fyrrverandi virkan þátt í pólitík Sameiningarflokks og Alþýðubandalags, boðuðu óspart fagnaðarerindið og dreiföu fölskum og lognum upplýsingum um lífið handan járntjaldsins. í austurvegi var vel þegið að fá útlistanir sannra sósíalista á líf- inu fyrir vestan, arðráninu og stríösæsingunum. Otal sendi- nefndir ab vestan gegndu.svip- uðu hlutverki í flestum komma- ríkjum. Æsingamenn Þáttagerðarmenn sjónvarps- ins voru ekki forvitnir um þenn- an þátt í starfi meintra njósnara Stasi. Þeir kærðu sig heldur ekk- ert um að vita hvernig stóð á því að námsmennirnir sýndust aldrei verða varir við haröýðgi alræðisins og grófleg mannrétt- indabrot þess. Upplýsingarnar úr skjalasafni Stasi um það, sem ekkert er, hafa vakið upp ótrúlega móður- sýki. Fjölmiblafólk, sem aldrei virðist hafa heyrt kalda stríðsins getib, gerir úlfalda úr mýflugu og hampar Guðmundi Ágústs- syni sem einhverju númeri, sem hann rís ekki undir. Á Alþingi æsa menn sig upp og bera hver annan þungum sökum, og ætla alþýðubandalagsmenn hreint vitlausir að verða, ef ymprað er á að þeir eiga sér fortíð. Hlutverk agenta er ekki aðeins aö safna upplýsingum, heldur einnig að villa um fyrir öðrum meb röngum upplýsingum og þab gerbu kommarnir svika- laust á meðan enn var eitthvert blóð í þeim. Og ýmsu hafa drengirnir frá alþýðulýðveldunum ekki gleymt, svo sem að ala í síbylju á tortryggni gegn lýðræðisríkj- um Vesturlanda og flestum eða öllum þeim fjölþjóðasamtökum sem þau hafa með sér. Það má með sanni segja að þess bera menn sár um ævilöng ár. Það, að svo lítið spennandi sjónvarpsþáttur og í nafni sósí- alismans hefur vakið upp þrungnar tilfinningar, sýnir að málin eru ekki útrædd, þótt hlutverk agentanna liggi í aug- um uppi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.