Tíminn - 11.02.1995, Side 6
6
Laugardagur 11. febrúar 1995
Öflugt menningarsamstarf á norrœnum vettvangi og hlutur íslendinga er mikill á bókmenntasviöinu.
I raun erum vib bók-
menntalegt viðundur
segir Siguröur A. Magnússon dómnefndarmaöur
Öflugt samstarf
Mjög öflugt samstarf er meö
Noröurlandaþjóðunum á sviöi
menningar. Mesta athygli vekja
bókmennta- og tónlistarverö-
launin, sem eru veitt árlega á
vegum Norðurlandaráðs, og
jafnframt hófu þjóöirnar ný-
lega meö sér samstarf þar sem
markmiöið er aö vekja athygli á
fjölbreytni norrænnar menn-
ingar. I>aö er gert með því aö
halda árlega norræna menning-
arhátíð í því landi þar sem
Norðurlandaþingiö er haldið
og sýna færustu listamenn
Noröurlanda verk sín þar. í ár
verður menningarhátíðin hald-
in á íslandi, þar sem boöiö
veröur upp á ýmsa stórviðburði
í listalífinu.
íslendingar hafa tvímælalaust
notið góös af menningarsam-
starfinu og meö því hafa mörg
tækifæri opnast fyrir íslenska
listamenn. Islendingar hafa t.d.
hreppt bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráös þrisvar á síö-
astliönum átta árum, og hefur
það veriö mikil kynning fyrir
verölaunahafana sem og þjóö-
ina alla. Viö höfum jafnframt
fengið aö kynnast bókmennt-
um og iistum, sem annars
heföu verið okkur meira eöa
minna hulin.
Bókmenntaverblaun
Norðurlandarábs
Þær bækur, sem tilnefndar
voru í ár á íslandi til bók-
menntaverðlauna Norður-
landaráös, voru Englar alheims-
ins eftir Einar Má Guðmunds-
son og Hvatt aö rúnum eftir
Alfrúnu Gunnlaugsdóttur. Eins
og alkunna er, hlaut Einar Már
Guðmundsson verölaunin í ár.
Rithöfundarnir Sigurbur A.
Magnússon og Jóhann Hjálm-
arsson sáu um útnefninguna og
jafnframt sátu þeir í norrænu
dómnefndinni fyrir íslands
hönd.
íslendlngar eru
bókaþjób
Siguröur telur bókmenntum
íslendinga hafa farið mikið
fram á síbustu árum og aö þær
standist fyllilega samanburö
við önnur lönd. Þessu tiEstubn-
ings bendir hann á að íslend-
ingar hafa fengib þrenn verö-
laun á átta árum, sem er mjög
góöur áranjgur fyrir svo litla
þjóð sem Island. Thor Vil-
hjálmsson áriö 1988, Fríöa Á.
Siguröardóttir áriö 1992 og Ein-
ar Már Guðmundsson í ár.
Ástæöuna fyrir þessari vel-
gengni telur Siguröur fyrst og
fremst vera ab Launasjóbur rit-
höfunda er búinn að vera starf-
andi í tuttugu ár og hann hefur
Norrœnahúsib í Reykjavík, tákn norrœns samstarfs.
Einar Már Cubmundsson, sem
fékk bókmenntaverblaun
Norburiandarábs í ár.
um hvaöa bók skyldi hljóta
verölaunin.
Sigurður segir aö það sé ekki
til nein uppskrift um hvcrnig
bók eigi aö vera til að vera út-
nefnd til verblaunanna. Hann
segir smekk fyrst og fremst ráöa
um val á bók. „Bókin verður að
grípa mig fanginn og skipta
mig einhverju máli svo hún
komi til greina. Listamat er
huglægt, þannig að menn
gert rithöfundum kleift aö ein-
beita sér aö ritstörfum. Einnig
segir Siguröur íslendinga mikla
bókaþjóö. „Viö skrifum hlut-
fallslega miklu fleiri bækur hér
en aðrar þjóðir og einnig er
bóklestur mikill á íslandi. í
raun erum við algjört viöund-
ur."
9
Dómnefndarstarfib
Siguröur hefur verið fimm ár
í dómnefndinni og lesiö ó-
grynni verka. „Allar þjóðirnar
hafa sín sérkenni. Danir og
Norömenn virðast vera upp-
teknir af stíl, stílmeðferð og
listrænum tökum í verkum sín-
um. Svíar fjalla meira um fé-
lagsleg og mannleg vandamál.
Finnar skrifa oft hálfgerðar æv-
intýrabækur, e.i ljóðlist þeirra
er nærri hversdagsleikanum.
Færeyingar, Grænlendingar og
Samar eru meö miklar náttúru-
lýsingar í bókum sínum og
velta ekki mikib fyrir sér stíl-
brögðum. íslendingar eru
skyldari minni þjóöunum í
bókmenntum sínum og nátt-
úrulýsingar eru oft miklar. Ör-
lagasögur einkenna okkur
einnig og dulspeki kemur oftar
fyrir en annarstaðaT, einkum
meö tilkomu fleiri kvenkyns
rithöfunda."
Sigurður segir dómnefndar-
starfið mikla vinnu. „Þaö fara
a.m.k. tveir mánuöir á ári í lest-
ur. Þetta eru kannski 30-40 ís-
lenskar bækur og 8-10 norræn-
ar." Þær bækur, sem koma til
greina við útnefningu, eru
skáldsögur, smásögur, ljóö,
ævisögur, ljóöabækur og fræbi-
bækur. Hver þjóð má tilnefna
tvær bækur til verðlaunanna,
en Samar, Færeyingar og Græn-
lendingar mega leggja fram
eina bók. Ástæban fyrir þessu er
aö þeir eru ekki þjóöríki.
í dómnefnd sitja tveir fulltrú-
ar frá hverri þjóö, en einn frá
Sömum, Færeyingum og Græn-
lendingum. í ár voru 11 bækur
útnefndar til bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs. Val á
verðlaunabókinni fer þannig
fram, aö hver dómnefndarmaö-
ur velur 3 bækur í fyrstu at-
kvæðagreiðslu, en í henni má
ekki velja bók frá eigin landi.
Eftir fyrstu atkvæðagreiðslu er
leyfilegt aö velja bók frá eigin
landi og eru þá yfirleitt 3-4
bækur í eldlínunni. Atkvæöi
eru greidd þar til samkomulag
er um hvaða bók hlýtur verð-
launin. í ár var snemma ljóst
hvaöa bók hafði forustu og
voru dómnefndarmenn fljótir
aö komast aö niburstöðu. Þaö
er ekki alltaf svona auðvelt og
komiö hefur fyrir aö samkomu-
lag náöist ekki um eina bók,
þannig aö varpa þurfti hlutkesti
verða fyrst og fremst aö treysta
eigin smekk og sannfæringu."
Samstaífib
Siguröur telur keppnina mjög
þarflega og jákvæöa fyrir ís-
lenska rithöfunda. Þarna gefist
frábært tækifæri til aö koma sér
á framfæri í öörum löndum.
Bækurnar, sem eru tilnefndar,
eru þýddar á önnur Norður-
landamál og eiga yfirleitt vísa
útgáfu á Norðurlöndum. Jafn-
framt er sú bók, sem hlýtur
verðlaunin, þýdd á tungumál
fyrir stærri markað, eins og
þýskan eöa enskan. Þetta gerir
þaö aö verkum aö mun fleiri ís-
lenskar bækur eru þýddar á
önnur tungumál en annars
heföi orðið. Jafnframt hafa ís-
lendingar fengið aö kynnast
norrænum bókmenntaverkum
fyrir tilstilli þessa samstarfs.
Tónlistarverblaun
Norburlandarábs
Tónlistarverölaun Noröur-
landaráös hafa verið veitt síöan
áriö 1966 og hafa íslendingar
fengiö verðlaunin tvisvar, Atli
Heimir Sveinsson áriö 1976 og
Hafliði Hallgrímsson áriö 1986.
Verðlaunin eru veitt á hverju
ári, en skipst er á um að til-
nefna flytjendur eða tónskáld. í
ár voru flytjendur tilnefndir og
voru þau Kristinn Sigmundsson
og Björk Guðmundsdóttir út-
nefnd fyrir íslands hönd.
Sænskur kórstjóri, Eric Ericson,
hreppti verðlaunin í ár. Lista-
menn voru útnefndir frá ís-
landi, Svíþjóö, Danmörk, Finn-
landi og Noregi og var einn
fulltrúi frá hverju landi, sem sá
um tilnefningu til verölaun-
anna.
Bergljót Jónsdóttir sá um að
velja listamenn fyrir hönd ís-
lands. Hún fór í gegnum mikið
efni og skoöaði marga flytjend-
ur, en alls tók dómnefndarstarf-
ið tæplega fjóra mánuði. Full-
trúar landanna hittust síðan á
tveggja daga maraþonfundi þar
sem var ekki staðiö upp fyrr en
búiö var aö ákveöa verðlauna-
hafann. „Valiö á verðlaunahaf-
anum fór friðsamlega fram. Þaö
er aö mörgu aö huga, en fyrst
óg fremst er hlustaö eftir gæö-
um. Aö vísu eru gæöi alltaf
huglægt fyrirbæri, en við
komumst aö lokum aö niöur-
stööu."
Bergljót segir aö þó aö út-
nefning til verðlaunanna sé
mikil viðurkenning fyrir lista-
menn, væri hægt aö nýta þetta
tækifæri miklu betur. „Það
vantar meiri kynningu á þeim,
sem eru útnefndir. Löndin
þúrfa aö fylgja útnefningunni
betur eftir og nota hana til aö
koma fólki á framfæri. Mark-