Tíminn - 11.02.1995, Síða 7
Laugardagur 11. febrúar 1995
7
Verð á hársnyrt-
ingu bæbi hækk-
ab og lækkab
Athugasemd frá
Fréttastofu Útvarps
aðssetningin þarf ab vera meiri
og öflugri. A íslandi vantar
stofnun til aö taka utan um
kynningarmál tengd verölaun-
unum, sérstaklega hvaö varöar
flytjendur." Skipt er um dóm-
nefndarmann árlega og á þessu
ári veröa tónskáld tilnefnd til
verölaunanna.
Norræn menningar-
hátíb á íslandi
Norræn menningarhátíð er
nýmæli á Noröurlöndum. Á-
kveðið hefur veriö aö halda
hana ár hvert í því landi þar sem
Noröurlandaþingiö fer fram. í ár
er hún því haldin á íslandi.
Markmiðið meö henni er aö
vekja athygli á fjölbreytni nor-
rænnar menningar og menning-
arsamstarfi norrænna þjóöa.
Jafnframt er markmiöið að
stuöla aö aukinni samvinnu á
menningarsviðinu meö því aö
stofna til nýrra kynna milli lista-
manna og menningarstofnana.
Einstakur viðburður
Bergljót Jónsdóttir er um-
sjónarmaður menningarhátíö-
arinnar á íslandi. Hún segir há-
tíöina meö stærri menningar-
hátíöum sem haldnar hafa ver-
ið hér á landi. Alls verða um 80
atriði á dagskrá, þar sem boðið
er upp á viöburöi í tónlist,
myndlist, listdansi, óperu, leik-
list, kvikmyndum, bókmennt-
um og hönnunar- og bygging-
arlist, auk fjölda málþinga.
Margir frægustu listamenn
Noröurlanda koma fram á há-
tíöinni; t.d mun Eric Ericson,
verðlaunahafi tónlistarverð-
launa Noröurlandaráös, koma
fram, einn þekktasti söngvari
Norðurlanda, Hákan Hagegárd,
heldur tónleika og einn fræg-
asti tangólistamaöur Finnlands
kemur fram. Norska óperan
verður með sýningu og dagskrá
verður um sænska tónskáldið
Carl Michael Bellman. Mikið af
leiksýningum verða haldnar,
t.d. veröur þjóöleikhús Sama
meö sýningu. Fjöldinn allur af
myndlistarmönnum veröa með
sýningar. í Listasafni íslands
veröur sýning á verkum Olle
Bærtling og í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar verður sýning á
verkum frá prímítívisma til
póstmódernisma. Stórskáld
koma og kynna verk sín og
frægar kvikmyndir veröa sýnd-
ar. Jafnframt er haldin sérstök
menningarhátíö barna og ung-
linga, þar sem m.a. er boðið
upp á brúðuleikhús, trúðasýn-
ingar og tónlist.
Mikiö er veitt af norrænu fé
til aö gera hátíðina sem vegleg-
asta og fá íslendingar styrk upp
á rúmlega þrjátíu og átta millj-
ónir íslenskra króna. Mennta-
málaráöuneytið leggur einnig
til fjármuni og margir aðrir ís-
lenskir aöilar leggja til vinnu og
fjármuni. Bergljót segir að með
hátíöinni gefist íslendingum
einstakt tækifæri á aö sjá og
heyra hvaö er aö gerast á lista-
sviðinu á Noröurlöndunum.
Jafnframt opnist meö þessu fyr-
ir aukin samskipti milli lista-
manna á Norðurlöndum. Há-
tíöinni hefur veriö gefið nafniö
Sólstafir, hún hefst í dag, 11.
febrúar, og stendur til 25. mars.
Boðið verður upp á dagskrá á
Akureyri og ísafirði og er á-
hersla lögö á að sem flestir ís-
lendingar fái að njóta þessa
stórviðburðar.
Texti: Berghildur Erla Bem-
harösdóttir, nemi í hagnýtri
fjölmiðlun.
Minna en 1% meöaltals verð-
hækkun síðan haustið 1993, varö
niðurstaðan úr könnun sem
Samkeppnisstofnun gerði nýlega
á verölagningu 172 hárgreiöslu-
og rakarastofa á höfuöborgar-
svæöinu. En meöaltaliö segir ekki
alla söguna. í ljós kom að um
fjórðungur þessara stofa haföi
lækkaö verölagningu sína lítil-
lega og hjá öörum fjóröungi stóö
veröiö í staö. Um fjórðungur
hafði hins vegar hækkaö sitt verð
um um 1—5% og dæmi fundust
um 13% og allt upp í 20% verö-
hækkun frá því samsvarandi
könnun var gerð í október 1993.
Könnunin náöi til 14 þjón-
ustuliða. Þar er meðal annars um
aö ræöa klippingu kvenna, karla
og barna, hárþvott, lagningu, lit-
un, permanent og strípur. ■
Á baksíðu Tímans í gær er frétt
um afsögn Ólafs Arnfjörð, bæj-
arstjóra í vesturbyggð. Þar segir:
„í Ríkisútvarpinu var frétt frá
fréttaritara á Vestfjörðum þess
efnis aö Ólafi heföi veriö sagt
upp störfum." Þetta er alrangt.
í fyrsta lagi var þessi frétt frá
fréttamanni Útvarpsins, en
kom ekki frá fréttaritara á Vest-
fjöröum. Þá var aldrei sagt í
fréttum Útvarpsins aö honum
hefði verið sagt upp störfum
heldur sagt aö hann heföi
ákveöið aö segja starfi sínu
lausu og haft eftir forséta bæj-
arstjórnar aö full sátt hafi veriö
um málið. Þá er haft eftir Ólafi
Arnfjörð í Tímanum aö hann
sé undrandi á þessari frétt Út-
varpsins og sennilega sé hún
skrifuö í hefndarhug. Hvorki
þessi frétt í Útvarpinu né aörar
eru skrifaðar í hefndarhug og
Ólafur ætti aö hlusta betur, áö-
ur en hann lætur slík ummæli
frá sér fara.
Kári Jónasson
fréttastjóri Útvarps
Innlausn
spariskírteina ríkissjóðs
í Búnaðarbankanum
ttu næsta skref verða spor í rétta á
•'ti
10. febrúar
er innlausnardagur
spariskírteina ríkissjóðs.
Þú getur innleyst spariskírteinin í útibúum Búnadar-
bankans um land allt og greiðir ekkert innlausnargjald.
Hringdu í þjónusturáðgjafa í næsta útibúi eða aðalbanka.
Nokkur dæmi um góðar
sparnaðarleiðir fyrir þá sem
vilja ávaxta fé sitt áfram.
§ Ný sparískírteini ríkissjóðs
- með skiptikjörum, 5,3% raunvöxtum
- binditími 4 eða 9 ár.
Stjörnubók / 30 mánaða
Stjörnubók / 12 mánaða
Stjörnubók Æskulínu
Bankavíxlar
Bankabréf
- binditími 3 1/2 ár.
Innlend og erlend verðbréf
Verðbré fa varsla
Hæsta ávöxtun sérkjarareikninga.
Stjömubók Búnaðarbankans bar hæstu ávöxtun
allra sérkjarareikninga síðastliðið ár, miðað við
sambærilegan binditíma, 6,18% sem jafngildir
4,86% raunávöxtun.
WW æ
mf m
Spariáskrift á Stjörnubók
er kjörin leið fyrir þá sem vilja hafa binditímann
skamman og njóta jafnframt hámarksávöxtunar.
BIJNAÐARBANKINN
Traustur banki