Tíminn - 11.02.1995, Page 9

Tíminn - 11.02.1995, Page 9
Laugardagur 11. febrúar 1995 9 Matthías Bjarnason og Þröstur taka púlsinn á Triumph-hjóli. mikið að gera viö það. Þetta er langelsta hjólið sem við eig- um, en síðan eigum við nokk- ur frá árabilinu 1930-40, nokk- ur frá '40-50, en önnur eru yngri. 40-50 af þesum hjólum sem við eigum eru kominn í toppstand. Við höfum verið nokkuð dugleg við að grafa upp þau hjól sem til eru frá þessum tíma, þ.e.a.s. fyrir 1975 og ég geri ekki ráð fyrir að þau séu mörg, sem ekki eru þegar komin í okkar eigu. Hvers virði eru hjól eins og Henderson hjólið? „Ég geri ráð fyrir að fullupp- gert myndi fást á bilinu tvær til þrjár milljónir króna fyrir það í Bandaríkjunum. Hjólib eins og með- limur fjölskyldunnar Þröstur á sjálfur eitt hjól, BMW, árgerð 1965, sem er gamalt lögreglumótorhjól og segir hann hjólið ganga fyrir bílnum og í raun á hann ekki bifreið. Hann segist líta á bif- reiðina sem tæki til að komast á milli stað, en líkir hjólinu meira við einn meðlim fjöl- skyldunnar. Fékk Ijúft svarbréf frá Matta Bjarna En hvernig kemur það til að þeir Matthías Bjarnason, Guð- mundur Ingi Sigurðsson og Berg- ur Gíslason eru gerðir að heiðurs- félögum? „Okkur langaði til að hafa heiðursfélaga sem hefðu verið miklir mótorhjólamenn. Matt- hías var mjög snemma á öld- inni farinn að nota mótorhjól. Hann er þekktur maður í þjóð- félaginu og okkur þótti gaman að hafa hann í félagskapnum. Þá langaði okkur að hafa einn lögreglumann í hópnum, því lögreglan rekur mjög sterka mótorhjóladeild og þeir keyra mjög mikið og sjálfur hefur Guðmundur keyrt í áratugi á mótorhjólum. Bergur Gíslason var gerður heiðursfélagi, því hann hafbi allt frá blautu barnsbeini verið mjög mikill áhugamabur um mótorhjól. Hann vann í bresku Ariel mót- orhjólaverksmiðjunni og hefur enn ódrepandi áhuga á þessu. Þeir hafa eflaust haldið að við værum bilaðir þegar við gerð- um þá að heiðursfélögum, en ég ritaði t.d. Matthíasi fallegt bréf og virðulegt, undirritab af einræðisherra. Hann sendi okkur bréf til baka, sem var mjög ljúft svar, þar sem hann þakkaði gott boð." Verð sjötugur á hjólinu Vaxtarmöguleikar félags sem þessa. Eru þeir nokkrir? „Nei. Ég held að þetta verði alltaf lítil klíka, því þetta er það fámennur hópur sem hef- ur áhuga á þessu. Það verður líka alltaf erfiðara og erfiðara ab nálgast gömul hjól, því það eru varla mörg hjól eftir í þessu landi, sem eru ekki í okkar eigu. Þab er mjög dýrt að kaupa svona hjól erlendis og flytja þau inn, þannig að vonandi verður þetta alltaf fá- menn og góð klíka." Verðurðu ennþá á hjólinu þeg- ar þú stendur á sjötugu? „Já, tvímælalaust og ég hef trú á því að þessi hópur verði saman í þessu meðan meðlim- um endist aldur. Þetta er náttúrulega bilun, en er jafnframt tóm ánægja." Texti: Pjetur Sigurbsson Myndir: Gunnar Sverrisson Matthías á hjólinu sínu árib 1941. Þingmaðurinn saknar þessa hjóls sárt og vœri tilbúinn ab gefa stórfé fyrir þab nú. Þessi mynd birtist í járnkarlinum á sínum tíma. kepptu í hraöakstri hver við annan og fóru þá ekki alltaf mjög varlega. „Það var oft kappakstur og heyrbist hátt í þessum mótor- hjólum. Vib vorum oft ekki par vinsælir á ísafirði þegar vib vor- um á hjólunum seint að kvöldi eba í byrjun nætur. Maður er ab álása ungum mönnum í dag, en þab verð ég að viðurkenna að þab var ekki farið af sumum okkar mjög varlega, en svo urðu menn fullorðnir og þá fór ég að vera skaplegri í akstrinum," seg- ir Matthías Bjarnason, alþingis- maður og heibursfélagi í mótor- hjólaklúbbi gamlingja. ■ Fjármálarábherra vill breytingar á rekstri bankanna: Brýnt að ríkis- bankar veröi hlutafélög Fjármálarábherra segir brýnt verkefni næstu ríkis- stjórnar ab breyta ríkisvið- skiptabönkunum í hlutafé- lög. Það myndi stuðla að jafnræði á milli banka og gerði stjórn þeirra jafnframt sveigjanlegri. Friðrik Shopusson fjármála- ráðherra segist sammála Hreini Loftssyni, formanni einkavæðingarnefndar, um aö sala Búnaðarbanka bíði næstu ríkisstjórnar. Hann vill hins vegar ekki taka afstöðu til fullyrðingar Hreins í Tíman- um á miðvikudag, um ab deil- ur vegna sölu SR-mjöls hafi skaðað einkavæðinguna. „Ég vil ekki deila um það hvort salan á SR-mjöli hafi skaðað einkavæðinguna, en ég er sammála Hreini Lofts- syni um þab, að næsta ríkis- stjórn hlýtur að vinna að því að breyta rekstrarformi ríkis- viðskiptabankanna.. Það bíbur næstu ríkisstjórnar að taka ákvörðun um hvort selja eigi annan þessara banka að minnsta kosti. Ég tel að þab sé hyggilegt. Þetta frestaðist ekki einungis af pólitískum ástæð- um, heldur einnig vegna þess að við höfum ekki farið var- hluta af bankakreppu sem átt hefur sér stað m.a. í ná- grannalöndum okkar. Þetta leiddi til þess að ríkiö varð t.d. að leggja Landsbankanum liö. Það hefur ekki veriö talinn besti tíminn til að selja ríkis- viðskiptabanka þegar þannig stendur á," segir Friðrik. ■ Crunnskólar: Klingjandi vinátta Á næstu tveimur vikum munu afrískir tónlistarmenn frá Fílabeinströndinni kynna afríska tónlist, hljómfall hennar og hljóbfæri, áhrif hennar og tengsl vib vest- ræna tónlist fyrir um þrjú þúsund íslenskum grunn- skólanemendum. Heimsókn þeirra hingað til lands er hluti norrænu menn- ingarhátíöarinnar Sólstafir og er jafnframt önnur í röðinni er tengist tónlistarkynningu í ís- lenskum grunnskólum. Þessi heimsókn afrísku listamann- anna er ennfremur fjármögnub af norsku þjóðargjöfinni sem gefin var í tilefni af 50 ára lýö- veldisafmælinu. ■ Viörœbur enn í gangi um Mjólkursamlag Borgfirbinga: Ekki búið a 5 ganga frá úreldingarsamningi Ekki hefur ennþá verib gengið frá úreldingarsamn- ingi um Mjólkursamlag Borgfirbinga. Bebið er eftir endanlegu svari frá land- búnaðarráðuneytinu. Samkvæmt þeim samningi, sem Kaupfélag Borgfirðinga og Mjólkursamsalan gerðu með sér, mun verða stofnað nýtt hlutafélag með hlutafé uppá um áttatíu milljónir króna. Tíminn hefur áreiðan- legar heimildir fyrir því ab þó nokkrir aðilar hafi sýnt því töluverðan áhuga að taka þátt í uppbyggingu nýs fyrirtækis í Borgarnesi og ab ákveðin fyr- irtæki í matvælaiðnaði standi Borgnesingum til boba. Þórir Páll Guðjónsson kaup- félagsstjóri vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Tím- ann. „Við erum á fullu að skoða þær. Við megum bara ekki fara í fjölmiölana með alla skapaða hluti um leið og okkur dettur eitthvab í hug," sagbi hann aðspuröur um hvort hugmyndir um framtíb- arstarfsemi væru eitthvað að skýrast. ■ Hérabsdómur Reykjavíkur á árinu 1994: Sextán þúsund mál til afgreiöslu Héraðsdóms Alls bárust 16.329 mál til af- greiöslu Hérabsdóms Reykja- víkur á árinu 1994, en 15.149 á árinu áður. Alls voru af- greidd 16.514 mál 1994, en 14.954 á árinu ábur. Óafgreidd mál frá árinu áður vom 2.339 þannig að alls voru til afgreibslu 18.668 á árinu 1994, miöab við 17.292 árið áður. Af málum síbasta árs voru 9.567 almenn einkamál, ákæmr voru 976, aðfarabeiðn- ir 3.145, beiðnir um úrskurði vegna lögreglurannsókna voru 197, beiðnir um úrskurbi vegna gjaldþrota voru 1.941, beiðnir um dómkvaðningu matsmanna 141 og beiðnir um úrskurbi vegna ágrein- ingsmála sem upp risu við stjórnvaldsathafnir sýslu- manns og skipastjóra vom 77. Aörir málaflokkar voru miklu mun smærri. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.