Tíminn - 06.10.1995, Side 5

Tíminn - 06.10.1995, Side 5
Föstudagur 6. október 1995 5 Tímamynd CS legar til að skemmta áhorfand- anum meðan á þeim stendur. Hins vegar eru eintöl persón- anna, jafnmörg og þær eru sjálf- ar, eiginlega óþörf og hefðu mátt missa sig. Þar segja þær all- ar frá fyrstu kynlífsreynslu sinni, sem væntanlega hefur mótað hegðun þeirra á þessu sviöi síðan. Að því er best verður séð er eina ástæðan til aö höf- undurinn setur þessi eintöl inn í leikinn — fyrir utan að kitla áhorfendur auðvitað — sú að hann langi til aö leyfa leikend- unum að fara með mónólóga. En þá hefði raunar átt að leggja meira í þá. Hermóður og Háðvör er nýr flokkur atvinnuleikara og hefur ýtt vel úr vör. Þetta mun vera fyrsti hópur menntaöra leikara sem starfar í Hafnarfirði. Von- andi verður framhald á þessu starfi. Verkefniö hæfir leik- flokknum ab sönnu vel. Þótt svo sé, mætti þessi leikflokkur alveg reyna sig við veigameira verk- efni næst — í þeirri von ab áhugi Hafnfirðinga og annarra, sem bera menningarlíf bæjarins fyrir brjósti, muni endast og standa undir slíku. Bæjaryfir- völd munu hafa styrkt leikflokk þennan myndarlega fyrstu skrefin, en aubvitað mun hann standa og falla með verkum sín- um og því hvort almennur áhugi bæjarbúa og metnaður dugir til að halda úti atvinnu- leikflokki, sem haldi til jafns við það sem gerist í Reykjavík. ■ Hafnarfjarbarleikhúsib Hermó&ur og Há&vör: HIMNARÍKI eftirÁrna Ibsen. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Búningar: Þór- unn Elísabet Sveinsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Cu&mundsson. Sýnt í húsi Bæjarútger&arinnar. Frá samlestri á Himnaríki eftir Arna Ibsen. Fjör í Firðinum Þessi sýning hefur gengið um skeið í húsi Bæjarútgerðarinnar í Hafnarfirði, en vegna forfalla sá ég ekki frumsýningu. A sunnu- dagskvöld brá ég mér suðureftir á sýningu sem var fjölsótt, eins og mun hafa verið um fyrri sýn- ingar á leiknum. Þetta er nýr ís- lenskur gamanleikur, liðugur nútímafarsi um ungt fólk með því innihaldi sem slíku heyrir til. Leikurinn gengur allur út á kynlíf, og er þaö ekki spennandi efniviður jafnan? í sem skemmstu máli uppfyllir leikur Árna allar þær kröfur sem nú eru gerðar um skemmtileik. Textinn er ab vísu ekki mjög fyndinn, allur löðrandi í enskuslettum og ýmiss konar klámfengnu tali, en hvað gerir það til? Þetta er leik- hús sem byggir á því að mikið gerist á sviðinu. Það er hlaupið og stokkib, drukkið og afklæðst og farið í bað, duflað og daðrað. Reyndar fer höfundur óvenju- lega leið, sem gerir sýninguna í sal Bæjarútgerbar Hafnarfjarðar minnilega. Leikurinn gerist vib og inni í sumarbústað sem nefndur er Himnaríki. Þetta er einþáttung- ur, en tekur þó heilt kvöld. Hvernig má það vera? Jú, áhorf- endur sitja tveim megin í saln- um og horfir annar hópurinn á ytra byrbi sumarbústaðarins, en hinn á það sem inni gerist. í hléi skipta hóparnir sætum, þeir sem úti voru koma inn og öfugt. Þannig fær maður að sjá allt sem gerist og getur botnað leikinn. Þetta var skemmtilegt og tókst vel. Ég geri ráð fyrir að þetta bragð eigi sinn þátt í vinsældum sýningarinnar og forvitni sem hún virðist hafa vakið, að því er aðsóknin bendir til. Hér eru á feröinni þrenn pör ungs fólks, sem koma saman í bústaðinn og gista þar eina nótt. Samband fólksins er nokkuð snúið: sá pilturinn, sem forustu hefur í hópnum, er þarna meb bæði núverandi og fyrrverandi fylgikonu sína. Annar er kúgað- ur af föður sínum og hefur verið falið að gróðursetja ösp, sem aldrei kemst í jörðina. Hann fer aubvitað illa út úr þessu komp- aníi — og þó, kannski er hann ekki svo vonlaus þegar öllu er á botninn hvolft. Þá er þarna í þriðja lagi flagaratýpan, sem LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON ekki er sjálfrátt um kvensemi. Stúlkurnar þrjár eru hver með sínu móti, ein ofurviðkvæm, önnur skapmikil gribba, sú þriðja kærulaus og létt á kostun- um. Meðferð leikendanna á þess- um hlutverkum var fjörleg, nokkuð ýkt og yfirgengileg með köflum, en í meginatriðum verður ekki betur séð en Hilmar Jónsson leikstjóri hafi tekið vel á þessum efniviði, en hér er á ferðinni fyrsta leikstjórnarverk- efni Hilmars, að minnsta kosti hef ég ekki séð neitt frá hans hendi fyrr. Hversu samstarfi hans og Árna Ibsen hefur verið hagaö í einstökum atriðum veit ég ekki, en saman hafa þeir búið til líflega sýningu sem heldur at- hygli áhorfandans við fyrir- ganginn utan og innan dyra. Leikendurnir eru allir ungir, ný- lega brautskráðir úr Leiklistar- skólanum. Suma minnist ég að hafa séð fyrr, aðra ekki, en leik- ritið er sem samið fyrir þetta fólk til að glíma við. — Lúserinn Tryggva leikur Erling Jóhannes- son og hefði mátt vera svolítið seinheppnari og brjóstumkenn- anlegri. Gauja, foringja sem kemur fyrstur með Anítu sína, leikur Gunnar Helgason, meb miklum látum. Flagarann Begga leikur Þórhallur Gunnarsson með alveg réttum svip og Unni Guðlaug Elísabet 'Olafsdóttir. Þessi hlutverk eru misvel skrif- ub, en bæði hin síðasttöldu eru býsna skýrt mótuð. Einna skemmtilegast er þó hlutverk Anítu, hinnar viðkvæmu og lítt reyndu stúlku, stundum nokk- uð þreytandi, sem Jóna Guðrún Jónsdóttir gerði sér góðan mat úr. Steinunni, sem er öllu ver- aldarvanari en líka flatari per- sóna, leikur Björk Jakobsdóttir eftir hætti. Eins og fyrr sagði er tvískipt- ing sýningarinnar hennar helsta tromp og heldur eftirvæntingu áhorfandans vakandi. Ég sat úti fyrri part sýningarinnar, nálægt sundpotti miklum sem nokkru hlutverki gegnir. Að vísu verður ekki séð að baðferöir persón- anna séu ómissandi í framvindu leiksins, en í samræmi vib það ab leikurinn allur byggir fremur á atvikum (aksjón) en dramat- ískri þróun í persónugerð og orðræðum. Þannig er þetta verk hrein- ræktaður farsi, með uppákom- um sem út af fyrir sig eru ekki fyndnar, en þó nægilega skop- Sérfræðilegt álit um nefib á Ernst Röhm Undanfarið hef ég verið að lesa þýð- ingu Sverris Kristjánssonar sagn- fræöings á bókinni „Ævi Adólfs Hitlers" eftir Konrad Heiden. íslenska þýðingin kom út árið 1943, tæpum áratug eftir að bókin birtist á frummálinu. I bók þessari er farið í saumana á ævi Hitlers fram að útgáfu hennar. Leiðin frá ræfildómi hins mis- heppnaöa listmálara á götum Vín- arborgar til kanslarahallarinnar í Berlín er rakin. Einnig er augum rennt yfir feril og athafnir þeirra, sem helst komu við sögu þessarar örlagaríku frama- göngu. Ernst Röhm hét maður. í fyrri heimsstyrjöldinni var hann höfuðs- maður í þýska hemum. Aö stríðinu loknu átti hann stóran þátt í að koma Hitler á framfæri hjá háttsett- um herforingjum Weimarlýðveldis- ins. Síðar var hann yfirmaður hinna illræmdu SA-sveita, en féll í ónáb og var sleginn af, þá er upp rann „Nótt hinna löngu hnífa", 30. júní 1934. Þar eð Röhm var fjarri því að vera eitthvert lítilmótlegt peð í valdatafli Hitlers, gerir Heiden honum ítarleg skil í umræddri bók. M.a. er all- nokkru púðri eytt á kynhvatir hans. Þannig er mál meb vexti, að Röhm var kynvillingur, eins og það hét í „den tid", en mundi nú fyrir sakir málfræðilegrar meðaumkunar kallast samkynhneigður. Greinilegt er, að Konrad Heiden treystir sér ekki til ab skýra þessa kynferðislegu sérvisku Röhms. En ævisöguritar- inn er ekki á flæðiskeri staddur. Eins og íslenskir stjórnmálamenn áratugum síðar, getur hann nefni- lega skotið sér á bakvið sérfræðinga. Og hvab skyldu þeir hafa til mál- anna að leggja? Jú, það kemur í ljós í eftirfarandi setningu á bls^ 568 í þýðingu Sverr- is Kristjánssonar: „í stríðinu hafbi Röhm fengið skot í nefiö, og sér- fræðingar skýra umskipti hvatalífs hans með tilliti til þess; það er taliö, að hinn innri efnafráskilnaöur hafi breytzt, er nefhúbin laskaðist." Svo mörg voru þau orð. Ekki er mér kunnugt um, hvort þessir sérfræðingar voru háls-, nef- SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON og eyrnalæknar, húðsjúkdóma- læknar, kynfræðingar, geðlæknar eða sálfræðingar. Hitt þykist ég vita, að þessi kenning þeirra þyki nú á tímum heldur svona í hæpnara lagi. En ekki ber að lasta þessa vesalings sérfræðinga fyrir það. Vafalaust hef- ur kenningin veriö í fullu samræmi við þekkingu þeirra og því sett fram í góbri trú. Hitt er svo annaö mál, að hafi þeir kynnt almenningi um- rædda kenningu, er hætt við að ær- legar hlátursgusur hafi dunið á þeim úr öllum áttum. Sérfræðingar eru ekki heimskari en gengur og gerist. En ofanritaö sýnir, að mörgum þeirra hættir til ab villast í völundarhúsi smámuna og misskilnings. Lendi menn í slíku, getur þekking þeirra ekki orð- ið víðtæk. Þvert á móti: hún getur jafnvel orðið svo sértæk ab orðið sérfræðingur fái í raun merkinguna „fáviti", þ.e. sá sem fátt veit. Því veröur almenningur jafnan að halda vöku sinni, þegar stjórnmála- menn láta heill hans og hamingju rábast af því sem þeir kalla „sér- fræðilegt álit". Og því má heldur ekki gleyma, að sérfræbingar hafa hagsmuna ab gæta, eins og annab fólk. Þetta á ekki aöeins við um hag- fræðinga, eða aðra þá sérfræðinga sem fjalla um Iífsafkomu fólks. Menn skyldu t.d. varast að taka mark á bókmenntafræðingum, nema vita hvort og þá hvernig hagsmunir þeirra tengjast bókaút- gefendum, fjölmiðlum eða ein- hverjum öðrum aðilum, sem með fjárhagslegu valdi sínu geta haft áhrif á afkomu viðkomandi fræb- ings og þarafleiðandi ráðið miklu um þær skobanir, sem hann opin- berar sem sínar. ■ FÖSTUDAGS- PISTILL SÍÐASTI KRATINN Ámundi Ámundason er hættur á Alþýbublaðinu og leikur nú lausum hala í borginni. Fátt er því um fína drætti í Alþýðuflokknum og allur jöfnuður á bak og burt fyrir fullt og fast. Síbasti Móhíkaninn er far- inn heim til sín í síbasta bæinn í dalnum. Laugardalnum. Meb Ámunda Ámundasyni hverfur síbasti kratinn í Alþýðu- flokknum og jafnvel síðasti kratinn á Norðurlöndum. Eftir sitja gamlir laumukommar og aðrir kommar húka inni í skápum flokksins. Súkkulaðidemókratar og bitlinga- beljur. G-listinn á nú mun fleiri at- kvæbi í Alþýðuflokknum en A-list- inn hefur nokkurn tíma átt. Ámundi Ámundason spókar sig í miðborginni á daginn og er frels- inu feginn. Sést meb hundrabkall vib skrifstofu Fjárveitinganefndar og barnaís í tóbaksbúbinni Lond- on. Kaupir farsebla til Jómfrúreyja hjá Samvinnuferbum og víst er ab jómfrúrnar óttast um sakleysib vib þá heimsókn. í hádeginu slær Ámundi Ámundason um sig í hópi abdá- enda á Kaffi Reykjavík og spáir í spilin. Hefur þegar verib útnefndur forsetaframbjóbandi Kaffi Reykja- víkur, enda losnabi embættib dag- inn sem Ámundi sagbi skilib vib blab og flokk. Á kvöldin þjálfar Ámundi svo herinn hans Björns Bjarnasonar. Ámundi Ámundason ku hafa tekið meb sér sögufræg skærin sem klipptu sjálfkrafa út auglýsing- ar frá Bæjarsjóbi Hafnarfjarbar fyrir Alþýbublabib. Meb því er fótunum kippt undan blabinu og skammt ab bíða ab rekunum verbi kastab án yfirsöngs. Önnur blöb bíba í röbum eftir ab lenda í þessum skærum. Alþýbuflokkurinn er í sárum. Far- ib er frelsib og horfib jafnréttib. Búib er bræbralagib og hamar og sigb hafa leyst örvarnar þrjár af hólmi í bréfsefni flokksins. Eðalkrat- ar og abrir fæbingarkratar öxlubu skinnin meb Jóhönnu og Kiddi rót- ari er kominn á kassann í Fríhöfn- inni. Borgirnar hrundar og löndin aub. Rósin fölnub. Innan flokks híma áfram ab- keyptir málalibar og grúfa sig yfir leifarnar af flokknum eins og seppi úr sorpi ab tína. Tómur Alþýbu- flokkur hættir brátt ab geta skaffab og þá sækja þeir þangab sem gras- ib er grænna í leit ab nýjum mála. Ihaldib sér abeins um sína og Maddömu Framsókn er því voði á höndum. Á meban vex Ámunda Ámunda- syni fiskur um hrygg og þúsund ára ríkib blómstrar í þessum heimi og næsta. Alþýba manna leggur frá sér verkfærin og abalsmenn vopnin. Lærisveinar játast nú meistara sínum þrisvar ábur en haninn gelur tvisvar. Sólin gengur ekki til vibar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.