Réttur


Réttur - 15.03.1935, Page 8

Réttur - 15.03.1935, Page 8
við íslenzku alþýðuna, velferð hennar og frelsi. Þau eru um leið örþrifaráð stéttar, sem búin er að lifa sjálfa sig, sem brýzt um í fjörbrotunum, dauðadæmd af þróun sögunnar og því valdi, er framkvæmir þá þróun nú, verkalýðnum. tJt á við eru síðustu ráðin álíka örlagarík: Þau eru landráð við íslenzku þjóðina. Yfirlýsing ríkisstjórnar- innar til Englandsbanka í sambandi við 11 milljón króna lánið, sem Hambros Bank nú veitir, felur í sér skuldbindingu um að taka ekki ný ríkislán erlendis né ganga í ríkisábyrgðir erlendis, nema með sam- þykki Hambros Bank — og jafnframt ao koma fullum jöfnuði á gjaldeyrisviðskiptin. Að þetta þýðir geysi- lega skerpingu hungurárásanna og neyðarástandsins inn á við ( aukið atvinnuleysi og dýrtíð, stöðvun fram- kvæmda, stórminnkun verzlunar og útgerðar sökum vöru- og hráefnaskorts, — þar af leiðandi enn meiri neyð verkalýðsins og hraðara hrun smáútvegsmanna,. smákaupmanna og bænda) er mönnum að verða Ijóst. Og út á við má segja með orðum Þorst. Erlingssonar: ,,Og sést hér nú mark eftir synina þá, sem síðustu gripunum farga“. Með þessari yfirlýsingu er brezki skuldaklafinn orðinn einn opinber þáttur — og það afgerandi þátt- ur — í stjórnarfarinu á íslandi. Eftir bendingu frá umboðsmanni brezka bankaauðvaldsins gefur ríkis- stjórnin skuldbindandi stefnuyfirlýsingar, — eftir skipunum frá Englandsbanka verður þingið sent heim eða stjórninni fengið hálfgert alræðisvald um fjár- málin, — og Landsbankinn undir stjórn Magnúsar Sigurðssonar gerður afgerandi aðiljinn einnig í opin- beru stjórnmálalífi, lofsunginn af Jónasi frá Hriflu fyrir það, að leiðtogar ensku bankanna skuli treysta honum til slíks. Því hatramari og glæpsamlegri sem fjörráð bur- geisastéttarinnar verða gagnvart alþýðunni, því ó- svífnari og opinberari verða eðlilega landráð henn- 8

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.