Réttur


Réttur - 15.03.1935, Síða 32

Réttur - 15.03.1935, Síða 32
þjóðernis síns eru ofsóttir, vegnir, blindaðir og barðir, al- saklausir. Einstein, hinn heims- frægi þýzki vísindamaður, sem nazistar harma svo mikið, að skyldi sleppa óhengdur af landi burt, segir í bréfi til Liep- mann: „Þetta er bezta bókin um Hitlers-Þýzkaland, sem eg hefi lesið. Vegna hins mennt- aða heims vildi eg óska, að bókin fengi sem mesta út- breiðslu“. Enda er sagan snilld- arlýsing á ofsóknaræði nazist- anna gegn verkalýðnum og öðrum andstæðingum, og um leið sönn, en sorgleg lýsing á því, hvernig mesta menningar- landi álfunnar er farið í hönd- unum á ábyrgðarlausum æs- ingarskríl nazista. Vér viljum hvetja alla góða menn og' gegna að kaupa bók þessa og lesa, því að í henni fá menn ágæta lýsingu á því hroðalega ástandi, sem nú er á öllum hlutum í Þýzkalandi. Bókin kostar að- eins 1.80, óbundin, margar síð- ur í stóru broti. Hún er gefin út sem No. 1 í bókaseríunni „Billif|romaner“, sem gefin er út af Fram forlaginu. Einnig er út komið í sömu seríu: En jordens datter eftil’ Agnes Smedley, Slavene fra Barbados eftir Sabatini Og To Verdener eftil' Andersen-Nexó. Allt eru þetta ágætisbækur, og ættu menn að fá sér seríuna „kom- plett“. Einnig er nýútkomin bólcin Kong Kull eftir Upton Sinclair, hin snilldarlega lýsing á lífi og- kjörum námuverka- manna í Bandaríkjunum. Vei'ð- ur sumra þessara bóka síðar getið. Efni síðasta heftis: Haukur Björnsson: Planökonomie. Kristinn Andrésson: 1. maí i Moskva. Björn Franzson: Heimspólitikin 1934. Karin Michaelis: Einkennileg nýbyggð. Geir Jónasson: Hagur verkamanna í Rvík um aldamótin. Gunnar Benediktsson: Hreint og hildaust. Opið bréf til Benjam. Kristjánssonar. Kaupendur „Réttar" úti um land, sem fá ritið sent beint í pósti, ættu að spara okkur mikinn kostnað við innheimtu áskriftar- gjaldsins, með því að senda andvirði þess í póstávísun til afgr. 32

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.