Réttur


Réttur - 15.05.1935, Blaðsíða 10

Réttur - 15.05.1935, Blaðsíða 10
eruð að státa ykkur með þessu Rússlandi og þykist vera róttækari en allt sem róttækt er; þið eruð mestu spjátr- ungar. Og hann gekk burt frá mér í hálfgerðu fússi, án þess að bjóða mér heim. Mér fannst hann hefði ekki fyrir- gefið mér að ég skyldi hafa verið í Rússlandi níunda nóvember. — Heyrðu, kallaði ég á eftir honum. Ég held að þú sért nú samt róttækari en ég. Þú hefir barizt í sam- fylkingu verkalýðsins og lagt hausinn á þér tvisvar undir lögreglukylfurnar sama daginn, — og sigrað. Það er það, sem þeir hafa gert í Rússlandi. — 0, það var nú aðallega vegna barnanna, sagði hann afsakandi, og var á brott. Halldór Kiljan Laxness: S|álf§(ætt fólk Eftir Kr. Andrésson. Sjálfstætt fólk byrjar undarlega, í einhverri forn- eskju. Sagan gerist inni í afdal, þar sem verið hefir eyðibýli, draugagangur og forynjur öld fram af öld. Þangað gengur Guðbjartur Jónsson, hinn nýi land- námsmaður, með gula hundtík, og helgar sér býlið. Hann óttast ekki forynjurnar. Hann hefir verið átján ár vinnumaður hjá stórbóndanum og hreppstjóran- um á Útirauðsmýri, reynt sitt af hverju. Hann er búinn að koma sér upp dálitlum bústofni þessi átján ár, nokkrum kindum, og hefir reynt ár eftir ár að fá þetta kot leigt. En hreppsnefndin stóð á móti, óttaðist um afkomu hans, ef hann færi að búa, hélt hann myndi hlaða niður krökkum, komast í basl og lenda með allt á hreppnum. Það var gamla sagan um kotbændurna. En þá kom fyrir atvik á heim- ili hreppstjórans, þetta, sem frúin kallar, að færi 74

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.