Vísir - 24.10.1977, Side 4
18
£ Enska knattspyrnan:
Mánudagur 24. október 1977 yism
j
Þessi mynd er frá leik Chelsea og Derby á heimavelii þeirra fyrrnefndu.Stamford Bridge i Lundúnum.Það eru þeir Micky Droy til vinstri
°g Derek Hales til hægri sem berjast um boltann. Hales var svo scldur til West Ham og skoraöi hann sitt fyrsta mark fvrir liðiö á lauearí
daginn. Þessum leik lauk meðjafntefli, l:i.
Forest tók bœði stigin
of Queens Park Rongers
— og hefur nú tveggja stiga forskot ó Liverpool sem gerði jafntefli gegn
Everton. Man. City tapaði óvœnt fyrir Úlfunum og féll niður í fimmta sœtið
Sigurganga Nottingham
Forest f 1. deild ensku knatt-
spyrnunnar heldur áfram. A
laugardaginn sigraöi Forest lið
Queens Park Rangers 2:0 á
Loftus Koad i Lundúnum og
hefur Notthingham Forest nú
tveggja stiga forskot á Liver-
pool sem gerði jafntefli við ná-
grannalið sitt — Everton i
markalausum leik. Manchester
City tapaði mjög óvænt fyrir
Úifunum heima og datt niöur I
fimmta sætið, en West Brom-
wich Alhion sem vann stórsigur
á Manchester United, 4:0,
skaust i þriðja sætið. Notthing-
ham Forest hefur 20 stig, Liver-
pool 18 stig og West Bromwich
17 stig.
Eftir tiu tapleiki i röð kom
loks sigur hjá Newcastle sem
sigraöi Chelsea á heimavelli
sinum St. James Park i New-
castle. Þrátt fyrir þennan sigur
situr Newcastle enn á botninum
með aðeins 4 stig eftir tólf leiki.
Ekki gengur betur hjá Leicester
sem aðeins hefur 5 stig og i þeim
tólf leikjum sem félagið hefur
leikiö, hefur leikmönnum þess
aðeins tekist að skora 4 mörk!
Forest sigraði i
Lundúnum
Liö Queens Park Rangers er
ekki uppá marga fiska þessa
dagana og það breytti litlu fyrir
liöið I leiknum gegn Notthing-
ham Forestþóttenskilandsliös-
maðurinn Gerry Francis léki
með liðinu að nýju. Leikmenn
Queens Park áttu að visu
nokkrar hættulegar sóknarlotur
ifyrrihálfleik.en PeterShilton 1
markinu hjá Forest átti ekki i
neinum erfiðleikum meö að
binda enda á sóknarlotur
Queens Park.
Þegar stundarfjórðungur var
liðinn af siðari hálfleik náöi Ian
Bowyer forystunni fyrir Forest
eftir fyrirgjöf frá John Robert-
son og þegar átta minútur voru
til leiksloka, bætti skoski lands-
liðsmaöurinn Kenny Burns við
öðru marki beint úr auka-
spyrnu.
En þá eru úrslit leikjanna á
laugardaginn:
1. deild
Birmingham —Derby 3:1
BristolC. —Arsenal 0:2
Coventry — Ipswich 1:1
Liverpool — Everton 0:0
Man. City — Wolves 0:2
Middlesboro—Leeds 2:1
Newcastle —Chelsea 1:0
Norwich —Leicester 2:0
QPR— Notth.For. 0:2
WBA —Man.Utd. 4:0
WestHam —AstonVilla 2:2
2. deild
Blackburn — Stoke 2:1
Brighton —C. Palace 1:1
Blackpool — Luton 2:1
Burnley — Hull 1:1
Cardiff— Oldham 1:0
Fulham — Orient 1:2
Mansfield —Sunderland 1:2
Millwall —Sheff. Utd. 1:1
Notts County —Charlton 2:0
Southampton — Bolton 2:2
Tottenham — Bristol R. 9:0
3. deild
Bradford —Hereford 0:0
Bury — Chesterfield 0:0
Cambridge — Colehester 2:1
Chester —Svindon 1:0
Exeter — Preston 2:0
Gillingham — Carlisle 1:1
Oxford — Plymouth 2:1
Port Vale —Peterboro 0:0
Sheff. Wed. —Lincoln 2:0
Shrewsbury — Portsmouth 6:1
Walsall—Wrexham 0:1
4. deild
Grimsby — Aldershot 1:0
Hartlepool —Brentford 3:1
Huddersfield — Barnsley Northampton — 2:0
Bournemouth 1:0
Reading — Crew 2:0
Stockport — Swansea , 2:0
Torquay — Scunthorpe 0:0
Warford —Newport 2:0
Wim bleton — Southhend 1:3
Manchester United steinlá fyrir West
Bromwich
ManchesterUnited sem i fyrri
viku tapaði 4:0 fyrir FC Porto 1
Evrópukeppni bikarhafa i
Portúgal, tapaði með sömu
marktölu fyrir West Bromwich
Albion á The Hawthorns i West
Bromwich.
Leikmenn West Bromwich
gerðu þegar út um leikinn i fyrri
hálfleik með þvi að skora þrjú
mörk. David Cross skoraði þá
tvisvar og John Wile einu sinni
— og i siöari hálfleiknum bætti
Laurie Cunningham viö fjórða
markinu.
Manchester City tapaöi mjög
óvænt fyrir Úlfunum á heima-
velli sinum Maine Road og
munaði þar miklu fyrir liðiö að
skoski landsliðsmaðurinn Asa
Hartford hefur verið dæmdur i
þriggja leikja keppnisbann, en
hann hefur nú fengið tuttugu
refsistig.
Tony Brook, framkvæmda-
stjóri City, sagði fyrir leikinn að
hann væri mjög óánægður með
þessa ákvörðun enska knatt-
spyrnusambandsins, þvi aö
Hartford hefði aðeins hlotiö átta
refsistig i deildarkeppninni.
Hartford hefði fengið tólf refsi-
stig fyrir það að honum hefði
verið vikið af leikvelli i vináttu-
leik gegn hollenska liðinu
Zwolle i Hollandi i ágúst, og sér
fyndist hart að láta þetta bitna á
liðinu i deildarkeppninni.
John Richard skoraði bæði
mörk Úlfanna i leiknum sem
komu bæði i fyrri hálfleik. Þaö
fyrra kom einnig eftir slæm
mistök i vörninni hjá City.
Hafa ekki unnið i
Birmingham síðan 1941
Derby hefur ekki tekist að
sigra Birmingham á St.
Andrews i Birmingham siðan
1941ogekki varð neinbreyting á
þvi núna, og siöan Sir Alf
Ramsey tók við Birmingham
hefur liðið ekki tapað leik
heima.
Terry Hibbitt náöi forystunni
fyrir Birmingham á 33. minútu
þegar hann notfærði sér vel
mistök Lighton James sem ætl-
aði að gefa boltann til varnar-
manns, Hibbitt náði honum og
skoraði með glæsilegu skoti af
15 metra færi.
Hibbitt bætti svo ööru mark-
inu viö i upphafi siðari hálfleiks
eftir aö þeir Keith Bertchin og
Trevor Francis höfðu splundrað
vörn Derby. Þegar svo fjórar
minútur voru til leiksloka bætti
Tony Towers við þriðja mark-
inu, en eina mark Derby skoraði
Donald Tedon á slöustu sekúnd-
um leiksins.
Loks kom sigur hjá
Newcastle
Eftir tiu tapleiki i röö kom
loks sigur hjá Newcastle og sá
sigur vará kostnað Chelsea sem
hefur aðeins unnið einn af sið-
ustu tiu leikjum sinum og leik-
mönnum liðsins hefur ekki tek-
ist að skora mark I f jórum leikj-
um i röð.
Mark Newcastle kom eftirná-
kvæmlega 104 sekUndur og var
skoraö af Mickey Burns.
Leicester á lika I erfiðleikum
og liöið átti aldrei möguleika
gegn Norwich sem hefur komið
mjög á óvart með getu sinni —
mörk Norwich skoruðu þeir
Roger Gibbin og John Ryan úr
vitaspyrnu. Leicester hefur ekki
tekist að sigra i siöustu h'u
leikjum.
Arsenal vann sinn fyrsta Uti-
sigur á keppnistimabilinu á
leikvelli Bristol City, Ashton
Gate i Bristol, Mörk Arsenal
skoruðu þeir Graham Rix og
Malcolm Macdonald.
Middlesbrough er nú fariö að
hala inn stigin og hefur liðið nú
fengiö sjö stig af átta mögu-
legum i siðustu fjórum leikjum
sinum — Graham Souness skor-
aöi bæði mörk Boro.
Fyrsta mark Hales
fyrir West Ham
West Ham leiddi tvivegis i
leiknum gegn Aston Villa með
mörkum Tommy Taylor og
Derek Hales — hans fyrsta
mark fyrir West Ham i deildar-
keppninni siðan hann var
keyptur frá Derby. En leik-
mönnum Aston Villa tókst að
jafna metin I bæöi skiptin, fyrst
Ken McNaught og siöan Andy
Gray.
Paul Mariner náöi forystunni
fyrir Ipswich á Highfield Road i
Coventry, en Ian Hutchison
tókst aö jafna metin fyrir
heimaliðið.
Tottenham skoraði niu
mörk
Leikmenn Tottenham voru i
miklum ham gegn Bristol
Rovers í 2. deild og sendu bolt-
ann nlu sinnum i netið hjá and-
stæðingum sinum. Sá sem vakti
mesta athyglii leiknum var nýr
leikmaöur i liði Spurs — Colin
Lee sem keyptur var frá 4.
deildarliðinu Torquay fyrir 60
þúsund sterlingspund. Lee sem
lék sinn fyrsta leik meö Totten-
ham gegn Bristol var í miklum
ham i leiknum og skoraöi f jögur
mörk, og Ian Mores sem kom
frá Stoke skoraði þrjú mörk.
Mikið fjör var i leik Sout-
hampton i Bolton, Nick Holmes
náði forystunni fyrir South-
hampton, en Frank Worthington
sem Bolton hefur að láni frá
Leicester jafnaöi metin stuttu
siðar. Siðan naði Phil Boyer for-
ystunni fyrir Southampton, en
Bolton tókst að jafna aftur með
marki Willie Morgan sem áður
var kunnur leikmaður með
Burnley og Manchester United.
Staðan er nú þessi:
1. deild
Notth. For.
Liverpool
WBA
Everton
Man. City
Coventry
Norwich
Arsenal
Aston Villa
Ipswich
Wolves
Man. Utd.
Middlesb.
Leeds
Birmingh.
Derby
Chelsea
Bristol C.
QPR
West Ham
Leicester
Newcastle
2. deild
Bolton
Tottenham
Southampt.
Luton
Blackpool
Brighton
Blackburn
C.Palace
Stoke
Charlton
Hull
Orient
Sheff. Utd.
Sunderl.
Fulham
Oldham
Mansfield
Millwall
Cardiff
Bristol R.
NottsC.
Burnley
—BB
12 9 2 1 24:8 20
12 7 4 1 15:5 18
12 8 3 4 24:14 17
12 6 4 2 22:10 16
12 6 3 3 21:12 15
12 6 3 3 21:17 15
12 6 3 3 14:16 15
12 6 2 4 14:7 14
12 5 3 4 16:14 13
12 4 5 3 13:13 13
12 4 4 4 18:16 12
11 5 2 4 15:15 12
12 4 4 4 15:15 12
12 3 5 4 19:20 11
12 5 1 6 16:20 11
12 3 4 5 14:18 10
12 2 4 6 7:13 8
11 2 3 6 11:17 7
12 1 5 6 13:20 7
12 1 5 6 13:22 7
12 1 3 8 4:32 5
12 2 0 10 12:26 4
12 8 3 1 20 10 19
12 7 3 2 27:11 17
11 7 2 2 20:15 16
12 7 2 3 21:12 15
12 6 3 3 21:15 15
12 6 3 3 20:16 15
12 5 4 3 15:13 14
12 5 3 4 20:15 13
12 4 5 3 12:9 13
11 5 3 3 21:21 13
12 4 4 4 11:9 12
12 4 3 5 16:18 11
12 4 3 5 18:21 11
12 3 5 4 14:17 11
12 3 4 5 16:15 10
12 3 4 5 12:18 10
12 3 3 6 14:17 9
12 2 5 5 11:14 9
11 2 5 4 10:17 9
12 2 4 6 15:27 8
12 1 5 6 14:24 7
12 1 3 8 9:24 5
•m