Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 1
2006 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR BLAÐ C
ALLT UM EVRÓPUKEPPNINA Í SVISS / C2, C3, C4, C5, C6
SUÐUR-kóreska stórskyttan Kyung-Shin Yoon
yfirgefur herbúðir þýska handknattleiksliðsins
Gummersbach í vor eftir tíu ára þjónustu. Í síð-
ustu viku kvisaðist út sá orðrómur að af þessu
yrði sökum þess að forráðamenn félagsins
hefðu ekki í hyggju að endurnýja samning
hans. Olli það miklu fjaðrafoki á meðal stuðn-
ingsmanna Gummersbach. Í gær lýsti Yoon því
yfir að hann ætli að róa á önnur mið í vor.
Ástæðan er sögð sú að Gummersbach hafi ekki
viljað gera samning við yngri bróður hans,
Kyung-Min Yoon. Þykir mörgum skýringin
vera einkennileg og telja að meira búi að baki.
Ekki er ljóst hvert Yoon stefnir nú en því hefur
verið fleygt að hann hafi sett stefnuna á Sviss
þar sem margir landar hans hafa leikið und-
anfarin ár. Mörg félög renna eflaust hýru auga
til Kóreumannsins.
Yoon fer frá
Gummersbach
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
Ólafur misnotaði eitt vítakast enað öðru leyti átti hann frábær-
an leik líkt og allir leikmenn íslenska
liðsins. Aðspurður sagði Ólafur að
hann hefði lagt áherslu á að hugsa
um sjálfan sig í upphafi leiksins og
vera ekki í því hlutverki að hafa
áhyggjur af öðrum leikmönnum liðs-
ins. „Ég reyndi að finna minn leik en
mér fannst ég hafa verið að spá í allt
of marga hluti sem skiptu engu máli
– ég var ekki líkur sjálfum mér. Ég
hef því ekki verið að hugsa of mikið
um aðra leikmenn eins og félagi
minn Dagur Sigurðsson gerði ávallt
þegar hann var fyrirliði liðsins. Það
kostaði hann mikla orku og ég dái
hann fyrir það. Ég er ekki maður í
slíkt, ég get það ekki. Ég er bestur
þegar ég spila vel og þá er að hvetja
aðra í kringum mig.“
Ólafur var sammála því að
spennustigið hefði verið hátt í upp-
hafi leiks hjá íslenska liðinu. „Það er
mikilvægt að byrja vel gegn liði eins
og Serbíu/Svartfjallalandi því ef þeir
komast yfir og eru 3–4 mörkum yfir
leikur allt í lyndi hjá þeim. Þá eiga
þeir það til að fara að hlæja og gera
einhverjar kúnstir og þá eru þeir erf-
iðir við að eiga. Það var því mjög
mikilvægt að ná að halda þeim fyrir
aftan okkur nánast allan leikinn.“
Fyrirliðinn vildi ekki tala mikið
um næsta leik gegn Dönum þar sem
hann ætlaði sér að ná sér niður og
njóta aðeins augnabliksins áður en
næsta törn tæki við.
„Þetta er fyrsti leikurinn í þessu
móti og við erum ekki búnir að ljúka
við eitt né neitt. Það er leikur á
morgun [í dag] og við notum tímann
til þess að hvíla okkur og safna kröft-
um fyrir komandi átök,“ sagði Ólafur
en hann meiddist töluvert í átökum
við varnarmann Serba sem setti oln-
bogann í síðu Ólafs og var mikill
áverki á stórskyttunni.
„Ég er að kæla þetta niður en ég
fann mikið til. Ég held þó að þetta sé
ekkert sem mun stöðva mig. Hann
gerði þetta viljandi og við vissum að
þeir myndu verða grófir ef þeir lentu
undir. Ég verð klár gegn Dönum.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Íslensku landsliðsmennirnir fagna – Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson fallast í faðma og Arnór Atlason fylgist með.
Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hugsaði meira um sjálfan sig
„Er bestur þegar
ég spila vel“
ÓLAFUR Stefánsson var eins og sannur fyrirliði í fyrsta leik íslenska
landsliðsins á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í gær er Ís-
lendingar lögðu Serbíu/Svartfjallaland í opnunarleik C-riðilsins í
Sursee, 36:31. Ólafur skoraði annað og þriðja mark Íslendinga, og
alls átta mörk í leiknum, og var greinilega með hugann við að skjóta
á markið og láta að sér kveða í sókn sem vörn.
Sigurður Elvar Þórólfsson
skrifar frá Sursee í Sviss
seth@mbl.is
BALDUR Ingimar Aðal-
steinsson knattspyrnumaður
frá Húsavík lék síðari hálf-
leikinn með norska úrvals-
deildarliðinu Lyn þegar það
vann 1. deildarliðið Follo,
2:1, í æfingaleik í Ósló í gær.
Það var Stefán Gíslason sem
skoraði sigurmark Lyn úr
vítaspyrnu rétt fyrir leiks-
lok.
„Mér hefur gengið vel á
æfingum í vikunni og er sátt-
ur við frammistöðuna í
leiknum. Ég veit hins vegar
ekkert hvað þeir hjá Lyn
hugsa sér með mig því þeir
hafa ekkert rætt við mig,“
sagði Baldur við Morgun-
blaðið í gær en hann heldur
heimleiðis í dag eftir að hafa
dvalið hjá félaginu alla þessa
viku.
Hann hyggst skrifa undir
nýjan samning við Valsmenn
ef ekkert tilboð kemur frá
Lyn en Baldur hefur spilað
með Hlíðarendafélaginu
undanfarin tvö ár.
Baldur lék
með Lyn