Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 5

Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 C 5 „SENNILEGA voru Króatarnir klókari í seinni hálfleik og þá kannski undir lokin þegar þeir nýttu sín færi betur en við gerð- um,“ sagði Snorri Steinn Guð- jónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, er hann gekk kóf- sveittur af fjölum íþróttahall- arinnar í St. Gallen síðdegis í gær eftir tapleikinn á móti Króötum. „Við vorum tveimur fleiri um tíma, undir lok leiksins en lán- aðist ekki að nýta þá stöðu sem skyldi og því miður er það grát- legt þegar upp er staðið. Svona er þetta nú einu sinni, við töp- uðum leiknum og það er grátleg straðreynd á þessari stundu,“ sagði Snorri Steinn enn fremur. „Það kannski sýnir betur en margt annað í hvaða stöðu við erum komnir þegar við erum dauðsvekktir með að tapa fyrir ólympíumeisturum Króata með einu marki. Króatarar voru fyr- ir mótið taldir meðal þeirra sig- urstranglegustu og staða þeirra í þeim efnum hefur ekkert nema batnað með þessum sigri. Við eigum hins vegar heima í hópi þeirra bestu, þá staðreynd und- irstrikuðum við enn einu sinni í þessum leik með öflugri frammi- stöðu þótt hún hafi því miður ekki dugað til sigurs.“ Spurður hvort þetta hefði ver- ið erfiðasti leikur mótsins sagð- ist Snorri líklega telja að svo væri. „Það er samt erfitt að full- yrða um það, erfiðasti leikurinn er sennilega alltaf sá sem er næstur í tíma og rúmi. Þetta var erfiður leikur á sinn hátt. Sama er hægt að segja um viðureign- ina við Dani í síðustu viku. Það er erfitt að gera upp á milli en það er hins vegar alveg ljóst að erfiður var hann að þessu sinni,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, hinn yfirvegaði leikstjórnandi íslenska landsliðsins í St. Gallen, síðdegis í gær. „Króatar klókari undir lokin“ Eftir Ívar Benediktsson í St. Gallen iben@mbl.is „MÉR fannst einhvern vegin eins og við hentum þessu frá okkur þarna í lokin. En ef maður skoðar þetta raunhæft þá voru bæði lið talsvert frá sínu besta, sérstaklega í fyrri hálfleik, en síðan var þetta betra í síðari hálfleiknum,“ sagði Gunnar Andrésson, sem fylgdist með leik Ís- lands og Króatíu í St. Gallen í gær- kvöldi. „Við vorum með of marga leik- menn sem voru allt of ragir í fyrri hálfleik og má sem dæmi nefna að Arnór átti sitt fyrsta skot seint í hálfleiknum. Snorri Steinn var held- ur ekkert að skora utan af velli og við fengum allt of fá mörk og of litla ógnun utan af vellinum og þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara fyrir strákana því að Króatar féllu alltaf aftar og aftar þar sem lítil ógnun kom utan af velli. Síðari hálfleikurinn var miklu betri, þá fór Arnór að ógna og gerði mjög mikilvæg mörk og það var betri gangur í sókninni. Óli var raun- ar allt í öllu í liðinu og heldur okkur raunar inni í leiknum og það má ekki gleyma því að hinir voru nánast í sömu stöðu þar sem Ivano Balic var allt í öllu hjá þeim. Hann hélt Króöt- um gjörsamlega á floti í leiknum,“ sagði Gunnar. Spurður um hvort skynsamlegt hefði verið að taka Balic hreinlega úr umferð sagðist Gunnar ekki vera viss um það. „Ég held að það sé af- skaplega erfitt að taka hann alveg út úr leiknum. Hann er svo rosalega snjall leikmaður. Mér fannst gott hjá Viggó hvernig hann byrjaði með vörnina, að hafa tvo varnarmenn svona framarlega til að láta Króata skjóta of fljótt og þannig. Þetta gekk ágætlega fyrsta korterið eða svo, en við verðum að hafa í huga að þetta eru ekki lítil nöfn í liði Króata. Balic er gríðarlega snjall og býr ótrúlega mikið til úr litlu sem engu. Það þarf ekki nema aukakast, þá er hann auðvitað laus og býr til eitthvað þannig að það er erfitt að taka hann alveg út úr leikn- um. Við sáum líka þegar hann stal boltanum, þá var hann hreinlega horfinn. Hann og Óli eru tvímæla- laust tveir alskemmtilegustu leik- menn keppninnar og hrein unun að horfa á þá báða leika,“ sagði Gunnar. „Við getum ekki verið neitt annað en svekktir en stoltir því við töp- uðum með einu marki fyrir frábæru liðið og það er erfitt að fara í gegn- um heilt mót og leika frábærlega í hverjum einasta leik. Þetta er auð- vitað hundfúlt en þegar við horfum raunsæjum augum á þetta þá sjáum við að við missum Alexander Pet- ersson og Einar Hólmgeirsson og síðan erum við með of fáa sterka leikmenn til að rúlla á milli fyrir ut- an. Arnór leikur allan leikinn og Snorri Steinn líka og í svona móti situr það í mönnum – þó að vel gangi. Guðjón Valur kom sterkur inn í lokin og stóð sig vel en mér fannst eins og hann næði sér ekki alveg á fullt fyrr en líða tók á leikinn. Ásgeir Örn skilaði sínu vel og við megum ekki gleyma því að hvorki hann né Arnór eru með mikla reynslu með landsliðinu, en þeir standa sig samt mjög vel. Við megum ekki gleyma því í öllu svekkelsinu,“ sagði Gunn- ar, og benti á að nú dygði ekkert annað en spýta í lófana og vinna Norðmenn. „Raunar er þetta í höndum Rússa og Króata því ef þeir vinna í sínum leikjum eru þeir komnir áfram, sama hvað við gerum, en með sigri á Norðmönnum spilum við í versta falli um fimmta sætið,“ sagði Gunn- ar. Gunnar Andrésson var svekktur en stoltur í St. Gallen Bæði lið talsvert frá sínu besta Gunnar Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is EM Í HANDKNATTLEIK     . /  0         ( + 1 2      + .    3  $3      .   4  ( $     4 -( $    5 6           (   (      it leiksins eiga ekki endilega að a að ráðast á síðustu sókn sins þegar tækifæri hefur gefist ð skora margoft fyrr í leiknum, ess voru möguleikarnir. En a er þetta,“ sagði Róbert og erfitt með að leyna vonbrigðum m. Króatar berjast eins og ljón eins ll lið eiga að gera sem hafa náð angt í keppni sem þessari. Þau ekki leggja sig fram eiga ekk- rindi hér. Það er gaman að þátt í leikjum hérna á mótinu en því miður leiðinlegt að ganga af velli þegar uppskeran af erfiðinu er ekki meira en nú varð raunin á af því að það vantaði svo lítið upp á.“ Róbert segir alls enga uppgjöf vera í hópnum þrátt fyrir ýmis áföll og það muni ekki breytast í leikn- um við Norðmenn. „Við ætlum okk- ur sigur eins og í flestum leikjum við þá á síðustu vikum og mán- uðum. Það er okkar eini möguleiki til þess að halda áfram í keppn- inni,“ sagði Róbert Gunnarsson, línumaðurinn sterki. möguleika okkar“ Þetta eru gríðarleg vonbrigði enda átt-um við í fullu tré við þetta lið allan tím- ann,“ sagði Birkir Ívar, og gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Á svip hans mátti sjá að hann var gríðarlega ósáttur við útkomuna enda barðist íslenska liðið fyrir lífi sínu frá upphafi til enda í leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og náði Birkir Ívar að halda króatísku leikmönnunum við efnið er hann kom inn á að nýju í upphafi síðari hálf- leiks og varði hann hvað eftir annað um miðjan síðari hálfleik og hvatti sína menn áfram. „Við erum í raun og veru klaufar að vinna ekki þetta lið. Hjartað í þessu liði er gríð- arlega stórt. Menn eru að berjast allir fyrir einn og einn fyrir alla en við höfðum ein- faldlega ekki heppnina með okkur núna.“ Markvörðurinn var ekki sáttur við franska dómaraparið en vildi ekki taka svo djúpt í árinni að þeir hefðu haft afgerandi áhrif á úrslit leiksins. „Við fengum ekkert gefins hjá þeim en við erum að gera „aula“ varnarmistök á síð- ustu 7–8 mínútunum og vorum óskynsamir í 3–4 sóknum. Það er það sem verður okkur að falli í þessum leik.“ Birkir bætti því við að honum hefði liðið vel í síðari hálfleik eftir að hann kom inn á. „Mér leið í raun vel allan tímann en íþróttir eru svona, stundum sigrar maður og stund- um tapar maður. En það er enginn tími til þess að vera spá í þessi úrslit. Við eigum leik gegn Norðmönnum á morgun (í dag) og við verðum að vinna þann leik ætlum við okkur áfram,“ sagði Birkir Ívar Guðmunds- son. „Gríðarleg vonbrigði“ BIRKIR Ívar Guðmundsson átti fínan leik gegn ólympíumeistaraliði Króatíu í St. Gallen í Sviss í gær en markvörðurinn varði 11 skot í síðari hálfleik þegar mest á reyndi og kom íslenska landsliðinu svo sannarlega til hjálpar. En Birkir var að sjálfsögðu gríðarlega vonsvikinn með úrslitin gegn Króatíu enda átti ís- lenska liðið ágæta möguleika á að leggja það að velli. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í St. Gallen seth@mbl.is ÞAÐ verða líklegast Spánverj- ar og Frakkar sem komast í undanúrslit úr milliriðli I á Evrópumótinu. Spánn er með 7 stig, Frakkar 6 og Þjóðverjar þar á eftir með 5 stig en búast má við að Frakkar vinni Úkr- aínu í dag og Spánverjar Slóv- ena þannig að ef Þjóðverjar leggja Pólverja þá dugar þeim það ekki til að komast í undan- úrslit. Spánverjar lögðu Úkraínu 31:29 í gærkvöldi eftir að hafa verið 17:15 yfir í leikhléi. Spán- verjar náðu þægilegri stöðu, 31:24 en Úkraínumenn gerðu fimm síðustu mörki. Þjóðverjar unnu Slóvena 36:33 eftir að vera 20:16 yfir í leikhléi. Jafnræði var framan af leik og það var Rutenka sem hélt uppi merki Slóvena því þegar staðan var 5:5 eftir sjö mínútna leik hafði hann gert öll fimm mörk Slóvena, en kappinn gerði 10 mörk. Frakkar áttu tiltölulega náð- ugan dag þegar þeir lögðu Pól- verja með tíu mörkum, 31:21 en þeir Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson dæmdu leik- inn. Spánn og Frakkland lík- lega áfram

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.