Morgunblaðið - 18.02.2006, Síða 1
2006 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR BLAÐ D
KÖRFUKNATTLEIKUR: BIKARBARÁTTA Í HÖLLINNI / D4
RÚSSNESKA skíðagöngukonan Olga Pyleva
var í gær úrskurðuð í tveggja ára keppnisbann
af Alþjóða ólympíunefndinni, IOC, en hún féll á
lyfjaprófi sem tekið var sl. mánudag eftir að
hún varð önnur í 15 km skíðaskotfimi. Pyleva
fékk tækifæri til þess að útskýra sína hlið á
málinu í Tórínó og þar sagði hún að um mistök
væri að ræða en í A-og B-sýni sem tekið var eft-
ir keppnina kom í ljós að hún hafði notað örv-
andi lyf sem var á bannlista IOC. „Ég hef aldrei
notað ólögleg lyf og hér eru um mistök að ræða.
Ég hef sagt satt og vonaðist til þess að orð mín
væru tekin trúanleg,“ sagði Pyleva. Læknir
hennar Nina Vinogradova fékk einnig tveggja
ára bann. Pyleva ætlar að höfða skaðabótamál
gegn lyfjaframleiðanda en hún telur að lyf sem
hún hafi tekið vegna meiðsla í ökkla hafi gert
það að verkum að hún féll á lyfjaprófinu.
Pyleva í tveggja
ára keppnisbann
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
Anders Aukland frá Noregi end-aði í 21. sæti, Odd-Bjørn
Hjelmeset varð 28. og Jens Arne
Svartedal varð 45.
Andrus Veerpalu frá Eistlandi
sigraði í greininni, Tékkinn Lukas
Bauer varð annar og Þjóðverjinn
Tobias Angerer þriðji.
„Ég var í miklum vafa um þann
áburð sem settur var á skíðin fyrir
keppnina. Eftir á að hyggja hefði ég
átt að standa fastar á minni skoðun.
Við vorum með áburð sem hentaði
fyrir þurrt færi en aðstæður breytt-
ust og ég komst lítið áfram. Ég við-
urkenni að ég missti áhugann þegar
á leið einfaldlega vegna þess að ég
vissi að ég gat ekki rennt mér niður
brekkurnar á sama hraða og aðrir og
þegar ég fór upp brekku vantaði allt
grip í skíðin. Ég sat bara fastur,“
sagði Estil.
Terje Langli sem er yfirmaður
tæknimála hjá norska skíðagöngu-
landsliðinu sagði að hann bæri alfar-
ið ábyrgðina á því „klúðri“ sem hafi
átt sér stað.
„Að þessu sinni tökum við á okkur
sökina. Strákarnir eru allir það góðir
að þeir áttu möguleika á verðlaunum
en þeir áttu ekki möguleika vegna
mistaka okkar. Það er nógu slæmt að
gera mistök en það er enn verra þeg-
ar það bitnar á keppendum,“ sagði
Langli við norska dagblaðið Verdens
Gang.
Norðmenn sátu fastir
LIÐSMENN norska skíðagönguliðsins eru allt annað en ánægðir
með árangur sinn í 15 km göngu í gær með hefðbundinni aðferð en
greinin hefur verið ein sterkasta hlið norskra skíðagöngumanna.
Frode Estil náði besta árangri Norðmanna í gær er hann kom 17.
mark og segir Estil að hann hafi átt að standa fastar á sinni skoðun
hvað varðar val á skíðum og skíðaáburði fyrir keppnina. Estil telur
að tæknimenn norska landsliðsins sem sjá um val á áburði hafi gert
mistök – og yfirmaður þeirrar deildar tekur undir orð Estil.
DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir hafnaði
í 31. sæti í svigi í alpatvíkeppni á Ól-
ympíuleikunum í Tórínó í gær. Ekki
var hægt að ljúka tvíkeppninni í gær
þar sem keppni í bruni var frestað
vegna veðurs en brunkeppnin hefur
verið sett á dagskrá fyrir hádegi í dag.
Dagný Linda, sem lítið sem ekkert hef-
ur æft svig í vetur, varð 11,38 sek-
úndum á eftir Marles Schild frá Aust-
urríki sem er í forystu, Janica Kostelic
frá Króatíu er önnur og Katrin Zettel
frá Austurríki þriðja. Dagný varð
næstsíðust af þeim keppendum sem
tókst að ljúka keppni en 32 stúlkur
skiluðu sér í mark í síðari ferðinni –
alls heltust 11 stúlkur úr leik.
,,Ég var nú bara ánægð að hafa tek-
ist að komast niður báðar ferðirnar.
Eins og ég hef áður sagt er svigið ekki
mín grein og nú stefni ég bara að því
að færa mig ofar í sætaröðina með því
að standa mig í bruninu. Ég vona að ég
endurtaki leikinn frá því í brunkeppn-
inni,“ sagði Dagný Linda við Morg-
unblaðið í gærkvöldi en hún verður í
eldlínunni í brunkeppninni fyrir há-
degi í dag og á morgun tekur hún þátt í
risasvigi.
Guðmundur Jakobsson, aðalfar-
arstjóri íslenska ólympíuhópsins, sagði
við Morgunblaðið að hann væri ekki
allt of bjartsýnn á að keppni í bruni
gæti farið fram í dag þar sem veð-
urspáin um helgina væri frekar slæm.
Reuters
Dagný Linda Kristjánsdóttir á fleygiferð í svigkeppninni á ÓL í gær. Á
myndinni hér til hliðar er hún komin í mark í seinni umferðinni.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Dagný Linda
ánægð að
hafa komist
niður brautina
JOSE Mourinho, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, vísaði í gær á bug
ásökunum spænskra fjölmiðla og
leikmanna Barcelona um að það
væri með ráðum gert að hafa völl
félagsins, Stamford Bridge, í
mjög slæmu ásigkomulagi. Sjálf-
ur líkir Mourinho vellinum við
kartöflugarð frekar en knatt-
spyrnuvöll en varla er stingandi
strá eftir á vellinum. Chelsea
tekur á móti Spánarmeisturum
Barcelona í 16 liða úrslitum
Meistaradeildinnar á miðviku-
dag, í leik sem beðið er eftir með
mikilli eftirvæntingu, og eins og
völlurinn lítur út þá óttast menn
að fátt verði um fína drætti í
þeim aðstæðum sem völlurinn
hefur upp á að bjóða. Það er
heldur ekki til að bæta úr skák
að á morgun fer fram leikur á
Stamford þegar Chelsea og Col-
chester eigast við í bikarnum.
,,Við vitum að völlurinn er
ekki góður en að við munum
hagnast á því eins og spænskir
fjölmiðlar hafa haldið fram er
ósanngjarnt að segja. Það er
bara heimskt fólk sem heldur að
jafn góðir leikmenn og skipa lið
Chelsea geti verið ánægðir þeg-
ar völlurinn lítur svona út,“ sagði
Mourinho.
Líkir Stamford Bridge
við kartöflugarð