Morgunblaðið - 18.02.2006, Síða 3

Morgunblaðið - 18.02.2006, Síða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 D 3 Firma- og hópakeppni í Fífunni Unglingaráð HK heldur firma- og hópakeppni sunnudaginn 5. mars nk. í hinu glæsilega knattspyrnuhúsi Fífunni. Hér gefst knattspyrnuhópum tækifæri til að spreyta sig við bestu aðstæður á sanngjörnu verði. Keppt verður í 7 manna liðum og verða 4-5 leikir á lið í riðlakeppni auk úrslitleikja. Þátttökugjald er 18.000 kr. á lið. Keppt verður í riðlum og tekur u.þ.b. 2 klukkustundir að klára hvern riðil. Þátttökutilkynningar og nánari upplýsingar: Vilmar Pétursson, s. 891 9999, tölvupóstur: vilmar@img.is.  ÞÓRA B. Helgadóttir landsliðs- markvörður framlengdi í gær samn- ing sinn við Íslandsmeistara Breiða- bliks um tvö ár og gildir hanntil loka árs 2007. Þóra átti stóran þátt í vel- gengni Blika á síðustu leiktíð en liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari, og í byrjun árs varð hún í fimmta sæti í kjöri á íþróttamanni ársins.  ARNAR Gunnlaugsson skoraði þrennu á 17 mínútum í sínum fyrsta mótsleik með ÍA í 11 ár þegar Skaga- menn burstuðu KA, 4:0, í fyrsta leikn- um í deildabikarkeppni KSÍ. Arnar skoraði eitt markanna úr vítaspyrnu og fjórða markið skoraði Dean Mart- in og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Arnar lék sér nægja að spila bara fyrri hálfleikinn og það sama gerði Þórður Guðjónsson.  KRISTINN Björgúlfsson skoraði 12 mörk fyrir Runar þegar liðið mætti Vestli í norsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik í fyrrakvöld. Það dugði hins- vegar ekki til sigurs hjá Runar. Vestli vann með einu marki, 34:33. Runar er í næstneðsta sæti deildarinnar.  SIGURÐUR Ari Stefánsson gerði fjögur mörk þegar lið hans Elverum, gerði jafntefli, 31:31, við Hit-Hak á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Elverum er í 7. sæti af tólf liðum í deildinni.  ÍSLENSKI landsliðsmiðherjinn í körfuknattleik, Hlynur Bæringsson, hefur verið valinn í Stjörnuleik hol- lensku deildarinnar en hann hefur leikið með Woon Aris í vetur ásamt Sigurði Þorvaldssyni landsliðsmanni. Þeir léku áður saman með Snæfells- liðinu úr Stykkishólmi. Stjörnuleik- urinn í Hollandi fer fram 26. febrúar.  HLYNUR er í norður-úrvalsliðinu en það lið mætir suðurúrvalinu og þar eru þrír bandarískir leikmenn sem hafa leikið hér á landi. Joshua Helm sem lék með KFÍ á Ísafirði, Chris Wo- ods sem var hjá KR og Hamri/Selfoss og Maurice Ingram sem lék um tíma með ÍR.  KYUNG-Shin Yoon, stórskytta hjá þýska handknattleiksliðinu Gum- mersbach, er sagður eiga í viðræðum við HSV Hamburg. Hann er laus mála hjá Gummersbach í vor eftir tíu ára dvöl hjá félaginu.  NORSKU og sænsku meistararnir drógust saman þegar dregið var til 8 liða úrslitanna í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu í gær. Sænsku meist- ararnir í Djurgården mæta Noregs- meisturum Vålerenga, Gautaborg leikur við Lilleström, FC Köbenhavn gegn Hammarby og Lyn leikur við Midtjylland. Leikirnir fara fram 23. febrúar og 9. mars.  LILIA Shobukhova bætti í gær heimsmetið í 3000 metra hlaupi inn- anhúss á rússneska meistaramótinu í frjálsum íþróttum. Hún kom í mark á 8.27,86 mínútum. FÓLKÍSLENDINGALIÐIÐ Reading náðiekki að slá 110 ára gamalt met Liv-erpool í gærkvöld þegar liðið mættiLuton á útivelli í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Eftir að hafa spilað 33 leiki í röð án taps í deildinni kom að því að liðið beið lægri hlut en Luton hafði betur, 3:2. Síðasti tapleikur Reading í deildinni kom í 1. umferð- inni 6. ágúst í fyrra en þá tapaði liðið fyrir Plymouth. Liverpool og Read- ing deila því metinu, 33 leikir í röð án taps í næstefstu deild, en Liver- pool náði því á árunum 1894 til 1896 þegar það lék í 2. deild eins og hún hét þá. Arsenal á hins vegar metið í allri deildarkeppninni en liðið lék 49 leiki í röð án taps í úrvalsdeildinni 2003–2004. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir allan leikinn fyrir Reading. Kevin Dolye kom Reading yfir strax eftir 18 sek- únda leik en Luton svaraði með þremur mörkum í röð áður en Doyle minnkaði muninn á lokamínútunni. Það er óhætt að segja að leikmenn liðanna hafi gert sitt besta til að skora mörk. Luton átti 32 skot, þar af fimm á markið og Reading átti 36 skot og þar af hittu þrjú á markið. Þrátt fyrir tapið er fátt sem bend- ir til annars en að Reading leiki í úr- valsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið hefur 12 stiga forskot á Sheffield United sem er í öðru sæti og er 21 stigi á undan Leeds sem er í þriðja sæti. Reading tókst ekki að slá met Liverpool Eftir að keppni hófst á nýjan leikeftir EM í Sviss hafði Fylk- ismönnum gengið mjög illa en topp- liði Fram að sama skapi vel. Því áttu flestir von á að Framarar hefðu undirtökin og það stóðst í fyrri hálfleik. Þeir leiddu mestallan hálfleikinn með einu til tveimur mörkum og þetta gekk alveg sam- kvæmt áætlun hjá þeim. Fylkis- menn voru í raun í því hlutverki að elta gestina og það má segja að þeir hafi eiginlega ekki gert mikið meira en að hanga í þeim og töldust bara nokkuð góðir að vera ekki meira en tveimur mörkum undir þegar fyrri hálfleikur var allur. Þetta átti allt eftir að breytast í síðari hálfleik. Lærisveinar Sigurðar Sveinssonar höfðu greinilega nýtt leikhléið til hins ýtrasta því það var allt annað að sjá til Fylkisliðsins í síðari hálf- leik. Þar munaði mest um að vörnin small saman og riðlaði hún sókn- arleik Framara allverulega og þá voru Fylkismenn skynsamir í sókn- arleiknum, héldu hraðanum niðri sem er einmitt einn mesti styrkur Framara, sóttu aukaköst trekk í trekk og sóttu hreinlega í sig veðrið með hverri mínútunni sem leið. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka komust Fylkismenn yfir, 21:20, og eftir það var engin spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Glæsilegur lokakafli færði Fylki svo sex marka sigur og það er ljóst að liðið ætlar sér ekki að gefa neitt eft- ir þrátt fyrir erfiða tíð eftir EM. Liðsheild Fylkismanna var sterk í síðari hálfleik og leikmenn börðust virkilega fyrir hver annan, vörnin svínvirkaði og það telst harla gott að halda eins góðu liði og Fram er í einungis 22 mörkum og aðeins 7 í síðari hálfleik. Arnar Jón Agnars- son var sterkur í sókninni og Heim- ir Örn Árnason lék fantavel miðað við að hann var kominn með tvær brottvísanir í fyrri hálfleik. Arnar Þór Sæþórsson var traustur og það sama má segja um Hlyn Morthens í markinu. Sigurður Sveinsson var að vonum kampakátur með sigurinn og sagði hann mikinn létti. „Þetta var mjög sætur sigur og þetta var frábær varnarleikur hjá okkur í síðari hálf- leik en í það heila má segja að liðs- heildin hafi verið stærsti þátturinn í sigrinum. Við vorum lengi að elta þá en loksins þegar við komumst yfir í síðari hálfleik small þetta og þá var þetta engin spurning um hvorum megin sigurinn myndi lenda.“ Framarar misstu hreinlega takt- inn í síðari hálfleik og gerðu þá allt- of mörg mistök og eftir því sem á leikinn leið jókst ráðleysið hjá þeim og það var í raun líkt og leikmenn liðsins hefðu ekki gert ráð fyrir svo mikilli mótspyrnu Fylkismanna í síðari hálfleik. Það munaði miklu að hinn afar efnilegi leikstjórnandi, Sigfús Sigfússon, fann sig engan veginn. Þá var slæmt fyrir þá að Sergei Serenko, sem skorað hafði fimm mörk í fyrri hálfleik og leikið feikivel, sást varla í síðari hálfleik. Egidijus Petkevicius gerði allt hvað hann gat og við hann verður ekki sakast og ég kalla hann góðan að klára leikinn því þrisvar sinnum fékk hann boltann í höfuðið. Jóhann Einarsson var atkvæðamikill og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en lét öllu minna fyrir sér fara eins og flestir leikmenn Framliðsins í síðari hálfleik. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Framara, var afar svekktur eftir leik. „Þetta var bara lélegur leikur hjá okkur og síðari hálfleik- ur, og þá sérstaklega síðustu fimm- tán mínúturnar, var hreinlega skelfilegur. Við færðum þeim þetta á silfurfati, buðum hreinlega til veislu, gerðum hörmuleg mistök trekk í trekk og slík spilamennska er afar dýrkeypt eins og við kom- umst að í þessum leik. Það var fyrst og fremst þetta sem gerði útslagið hjá okkur en dómgæslan var hins vegar ekki góð og það vantaði allt samræmi og þá sérstaklega í síðari hálfleik,“ sagði Guðmundur. Framarar lágu í Árbænum FYLKISMENN gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði Fram, 28:22, í Árbænum í gærkvöldi í DHL-deild karla í handknattleik. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í leikhléi sneru Fylkismenn við blaðinu í síðari hálfleik með hörkugóðri vörn og skynsömum sókn- arleik og fengu þá aðeins á sig sjö mörk. Eftir Svan Má Snorrason Morgunblaðið/ÞÖK r Jón Agnarsson lyftir sér yfir vön Framara í Árbænum í gærkvöld. Þór og Afturelding áttust við fyrir norðan oger skemmst frá því að segja að liðin deildu bróðurlega með sér stigunum. Leikurinn var fremur tilþrifalítill og leikmenn ekki í sínu besta formi. Mikið var um mistök og hæpna dóma sem náðu að æsa mjög áhorfendur og að- standendur liðanna. Lokamínútur leiksins voru þó mjög spennandi og fengu bæði lið séns á að hirða stigin tvö. Lokaniðurstaðan varð þó sann- gjarnt jafntefli, 27:27. Sem fyrr segir var ekki boðið upp á mikinn gæðahandbolta og var hraðinn og bægslagang- urinn fullmikill í fyrri hálfleik. Mistök voru fjöl- mörg og var því lítið skorað. Jafnt var nánast á öllum tölum og skiptust liðin á að hafa foryst- una. Afturelding var yfir í hálfleik 12:13 og í byrjun síðari hálfleiks virtust Mosfellingar ætla að stinga Þórsara af. Þeir komust í 15:19 og héldu góðri forystu lengi vel. Þórsarar gáfust ekki upp og jöfnuðu loks leikinn 25:25 þegar stutt var eftir. Heimamenn komust síðan yfir í tvígang en Afturelding jafnaði um hæl. Hvort lið fékk svo sókn til að skora sigurmarkið en markverðirnir Davíð Svansson og Atli Ragn- arsson vörðu skot andstæðinga sinna og varð jafntefli því niðurstaðan. Bestir hjá Þór voru Sigurður Brynjar Sig- urðsson og Arnór Þór Gunnarsson en í liði Mos- fellinga var Guðmundur Hrafnkelsson mark- vörður bestur. Bæði lið heyja nú mikla baráttu um að verða meðal átta efstu liða í DHL-deildinni og ef þau ætla sér þangað þarf margt í leik þeirra að lagast. Sann- gjarnt jafntefli Eftir Einar Sigtryggsson                           $  !        ! "*%  !    + , -          -$      ,    .)/)#  %0  '(( + 12/"3 4 - 0     ?(    

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.