Morgunblaðið - 28.03.2006, Page 1
Að sögn Stefáns Arnarsonar,landsliðsþjálfara kvenna í
handknattleik, er hugmyndin um
sameiginlegar æfingabúðir hol-
lenska og íslenska landsliðsins kom-
in frá landsliðsþjálfara Hollendinga
sem Stefán hefur verið í sambandi
við um nokkurt skeið. Hollenska
landsliðið hefur náð afar athyglis-
verðum árangri á síðustu árum og
hefur á þeim tíma tekist að komast
upp úr meðalmennskunni og hóp
allra bestu kvennalandsliða heims.
Ljóst er því að ef vel tekst til getur
íslenska landsliðið lært mikið af
vinnubrögðum Hollendinga en sam-
starfið er jafnframt talsverður heið-
ur fyrir íslenskan kvennahandknatt-
leik.
„Mótið í Tékklandi er fyrsti liður
landsliðsins í undirbúningi fyrir
Makedóníuævintýrið,“ sagði Stefán
um væntanlegt alþjóðlegt æfinga-
mót sem hefst í Tékklandi á þriðju-
dag eftir viku. Þá leikur íslenska
landsliðið við Slóvakíu, Holland og
Tyrkland, en auk þess taka Tékkar
og Úkraínumenn þátt í mótinu. Það
verður kærkominn prófsteinn á ís-
lenska liðið áður en að leikjunum við
Makedóníu kemur í lok maí og byrj-
un júní. Fyrri viðureignin við Make-
dóníu verður hér á landi en úrslit
leikjanna tveggja skera úr um hvor
þjóðin vinnur sér inn farseðilinn á
EM í Svíþjóð í desember. Íslenska
landsliðið hefur aldrei náð inn á slíkt
stórmót og því er mikið í húfi. Ljóst
er að landsliðsþjálfarinn og HSÍ ætla
að vanda mjög til undirbúnings og
því verða sameiginlegar æfingabúðir
með Hollendingum kærkomnar.
Hollendingar verða einnig að búa sig
undir leiki í undankeppni á sama
tíma en þeir mæta Hvít-Rússum.
Stefán reiknar með að tilkynna
um val sitt á landsliðinu fyrir æfinga-
mótið í Tékklandi á allra næstu dög-
um. „Það er eitthvað um meiðsli á
meðal leikmanna og ég bíð eftir að
heyra frá nokkrum þeirra áður en
hópurinn verður tilkynntur,“ sagði
Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari
kvenna í handknattleik, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Æft með Hollend-
ingum fyrir EM-leiki
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kvenna hefur á mánudaginn
undirbúning sinn fyrir undankeppni Evrópumeistaramótsins með
þátttöku í alþjóðlegu handknattleiksmóti í Tékklandi. Í maí mun ís-
lenska landsliðið vera í æfingabúðum með hollenska landsliðinu,
bæði ytra og hér heima, og m.a. leika fjórum sinnum við Hollend-
inga sem eru með afar sterkt liðið, en það varð í 5. sæti á heims-
meistaramótinu sem fram fór í Rússlandi í lok síðasta árs. Tveir
leikjanna fara fram hér á landi.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
2006 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS BLAÐ B
STÓR STUND FYRIR PATRICK VIEIRA Á HIGHBURY / B3, B4
ÍBV mun ekki tefla fram liði á Íslandsmóti kvenna
í knattspyrnu í sumar. Tekin var ákvörðun um að
hætta við þátttöku í mótum ársins vegna manneklu
en ÍBV hefur þurft að sjá á eftir mörgum leik-
mönnum og meðal þeirra eru Olga Færseth, Hólm-
fríður Magnúsdóttir, Pálína Bragadóttir, Elín
Anna Steinarsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir.
ÍBV hefur verið í hópi bestu liða landsins und-
anfarin ár. Það varð bikarmeistari 2004 og síðustu
tvö árin hefur ÍBV lent í öðru sæti á Íslandsmótinu.
Á dögunum var útlit fyrir að ÍBV og Selfoss tefldu
fram sameiginlegum liðum í meistaraflokki og 2.
flokki kvenna á Íslandsmótinu í sumar en því var
hafnað á aðalfundi ÍBV. ÍA, sem féll úrvalsdeild-
inni í fyrra, hefur lagt niður meistaraflokkinn og
tekur því ekki sæti ÍBV en Birkir Sveinsson, mót-
astjóri KSÍ, sagði við Morgunblaðið í gær að liði
Þór/KA yrði boðið að taka sæti ÍBV en norðanliðið
tapaði fyrir FH um laust sæti í úrvalsdeildinni.
Kvennalið ÍBV
ekki með í sumar
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
NÝLIÐAR Breiðabliks í úrvals-
deildinni í knattspyrnu komust í
gær að munnlegu samkomulagi við
norska varnarmanninn Stig Krohn
Haaland um að leika með þeim á
komandi keppnistímabili. Haaland
kemur til móts við Blikana á Spáni
um næstu helgi en þeir fara þá í æf-
ingabúðir þangað, en hann var til
reynslu hjá þeim í eina viku fyrr í
vetur.
Að sögn Bjarna Jóhannssonar,
þjálfara Breiðabliks, er Haaland
reyndur bakvörður með öflugan
vinstri fót. „Okkur leist mjög vel á
þennan leikmann og hann og Petr
Podzemsky verða afarnir í okkar
unga liði,“ sagði Bjarni en Pod-
zemsky, sem kom til Blika frá KR
fyrir síðasta tímabil, er eins og
Haaland væntanlegur til móts við
þá á Spáni eftir að hafa spilað í
heimalandi sínu, Tékklandi, í vetur.
Haaland er nýorðinn 31 árs og
hefur víða komið við á sínum ferli.
Hann spilaði með Vard, Haugar,
Haugesund og Nord í 1. og 2. deild í
Noregi, síðan um skeið með Århus
Fremad í Danmörku. Hann fór til
HamKam í Noregi 2002 og var lán-
aður um skeið til Brann þar sem
hann var undir stjórn Teits Þórð-
arsonar. Þaðan fór hann til Sande-
fjord og loks til Haugesund á ný þar
sem hann spilaði í norsku 1. deild-
inni í fyrra.
Bjarni sagði við Morgunblaðið að
Blikar ætluðu sér að styrkja hóp
sinn frekar með einum til tveimur
erlendum leikmönnum. Þeir misstu
í vetur færeyska varnarmanninn
Hans Fróða Hansen, sem hélt heim
á leið, en fengu hinsvegar sókn-
armanninn Marel Baldvinsson sem
sneri heim frá Lokeren í Belgíu.
Víðförull
Norðmaður
til Blika
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
Ljósmynd/Svanur Steinarsson
„Sigurmerkið“ var hátt á lofti hjá Val Ingimundarsyni, þjálfara Skallagríms, í gær eftir sigur liðsins gegn Íslandsmeistaraliði Kefla-
víkur. Pálmi Þór Sævarsson og Axel Kárason voru einnig kátir með sigurinn. | Axel og Byrd C/2
ÞÓREY Edda Elísdóttir, Norður-
landameistari í stangarstökki
kvenna, fer í aðgerð á öxl á fimmtu-
dag vegna slitins liðbands sem hef-
ur haldið henni frá keppni um
nokkurt skeið. Liðbandið heldur
axlarliðnum ofan í axlarskálinni.
Aðgerðin fer fram í Mílanó á Ítlaíu
og hélt Þórey til Þýskalands í gær
þaðan sem hún heldur áfram til
Ítalíu í dag. Endurhæfing hefst
strax að aðgerð lokinni.
Þórey Edda
í aðgerð
í Mílanó