Morgunblaðið - 28.03.2006, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR
2 B ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
LENGJAN
LEIKIR DAGSINS
Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is
Gratkorn - LASK 2,35 2,55 2,35
Kapfenberg - Austria Amateure 2,45 2,60 2,20
Kufstein - Leoben 2,65 2,70 2,00
Kärnten - Austria Lustenau 1,90 2,75 2,80
Saudi Arabía - Pólland 2,60 2,65 2,05
Alloa - Stirling 3,00 2,80 1,80
Forfar - Raith 2,00 2,70 2,65
Greenock Morton - Dumbarton 1,25 3,65 5,70
Burnley - Southampton 1,90 2,75 2,80
Preston - Crewe 1,35 3,35 4,75
Milton Keynes Dons - Brentford 2,80 2,75 1,90
Arsenal - Juventus 2,20 2,60 2,45
Carlisle - Lincoln City 1,45 3,10 4,25
Rochdale - Barnet 1,75 2,80 3,15
Dagenham Redbridge - Crawley Town 1,50 3,00 4,00
Halifax - Woking 1,50 3,00 4,00
Kidderminster - Grays Athletic 2,35 2,60 2,30
Tamworth - Exeter 2,55 2,65 2,10
Hamilton - Stranraer 1,55 3,00 3,70
Cowdenbeath - Elgin 1,25 3,65 5,70
Benfica - Barcelona 3,00 2,80 1,80
KR - UMFN 2,00 8,60 1,40
Detroit - Dallas 1,40 8,60 2,00
LA Clippers - San Antonio 1,85 8,10 1,50
KÖRFUKNATTLEIKUR
Skallagrímur – Keflavík 94:82
Íþróttamiðstöðin Borgarnesi, úrvalsdeild
karla, Iceland-Express-deildin, undanúr-
slit, annar leikur, mánudaginn 27. mars
2006.
Gangur leiksins: 7:0, 8:4, 11:11, 16:13,
24:15, 29:18, 33:22, 37:26, 45:33, 48:36
53:41, 59:45, 69.41, 73:57, 75:62, 81:64,
83.70, 94:76.
Stig Skallagríms: George Byrd 27, Axel
Kárason 22, Jovan Zradvevski 16, Dimitar
Karadovski 10, Pétur M. Sigurðsson 9,
Hafþór I. Gunnarsson 8, Pálmi Þ. Sævars-
son 2.
Fráköst: 40 í vörn - 17 í sókn.
Stig Keflavíkur: A.J.Moye 25, Magnús Þór
Gunnarsson 15, Arnar Freyr Jónsson 10,
Gunnar Einarsson 8, Gunnar H. Stefáns-
son 6, Jón N. Hafsteinsson 4, Elíntínus
Margeirsson 4, Vlad Boeriu 4.
Fráköst: 30 í vörn - 11 í sókn.
Villur: Skallagrímur 22 - Keflavík 22.
Dómarar: Fullt hús - rúmlega 650.
Áhorfendur: Björgvin Rúnarsson og Sig-
mundur Már Herbertsson, áttu fínan leik.
Staðan er, 1:1.
Hamar/Selfoss upp í 1. deild
Hamar/Selfoss hefur tryggt sér sæti í 1.
deild kvenna í körfuknattleik fyrir næsta
keppnistímabil og tekur þar sæti KR-inga
sem urðu í neðsta sæti 1. deildarinnar í vet-
ur. Hamar/Selfoss og Tindastóll urðu jöfn
og efst í 2. deildinni í vetur, unnu bæði 13
leiki af 14 og fengu 26 stig. Þau unnu hvort
annað en Hamar/Selfoss var með betri
samanlagða útkomu úr leikjunum tveimur.
NBA-deildin
Úrslit í fyrrinótt:
Indiana – Philadelphia ......................... 92:79
Milwaukee – Toronto ....................... 125:116
Eftir framlengingu.
Houston – Cleveland ........................ 102:104
Eftir framlengingu.
Orlando – Atlanta ............................. 108:101
Seattle – San Antonio....................... 106:102
Portland – LA Clippers ....................... 83:97
Minnesota – New York ........................ 98:94
Boston – Chicago................................ 97:101
Memphis – Charlotte ......................... 102:95
Detroit – New Jersey........................... 74:79
Sacramento – Golden State ................. 83:90
LA Lakers – New Orl./Oklahoma..... 105:94
Staðan:
Austurdeild:
Detroit * 69 55 14 79,7%
Miami * 69 46 23 66,7%
New Jersey 68 40 28 58,8%
Cleveland 70 41 29 58,6%
Washington 68 35 33 51,5%
Indiana 68 35 33 51,5%
Milwaukee 70 35 35 50,0%
Philadelphia 69 32 37 46,4%
Chicago 70 31 39 44,3%
Boston 71 29 42 40,8%
Orlando 70 27 43 38,6%
Toronto 70 26 44 37,1%
Atlanta 68 21 47 30,9%
New York 69 19 50 27,5%
Charlotte 71 19 52 26,8%
Miami og New Jersey eru í 2. og 3. sæti
sem efstu lið í sínum riðlum.
Vesturdeild:
San Antonio * 70 54 16 77,1%
Phoenix * 68 47 21 69,1%
Denver 71 40 31 56,3%
Dallas * 70 54 16 77,1%
LA Clippers 69 41 28 59,4%
Memphis 70 41 29 58,6%
LA Lakers 72 38 34 52,8%
Sacramento 70 35 35 50,0%
New Orl./Oklahoma 68 32 36 47,1%
Utah 69 32 37 46,4%
Golden State 69 30 38 44,1%
Houston 70 30 40 42,9%
Minnesota 70 29 41 41,4%
Seattle 69 28 41 40,6%
Portland 70 20 50 28,6%
Phoenix og Denver eru í 2. og 3. sæti sem
efstu lið í sínum riðlum.
Átta efstu lið í hvorri deild eftir 82 leiki
komast í úrslitakeppnina.
* Lið merkt með stjörnu hafa tryggt sér
sæti í úrslitakeppninni.
KNATTSPYRNA
England
Úrvalsdeild:
Tottenham – WBA....................................2:1
Robbie Keane 68., 86. vítaspyrna. - Curtis
Davies 21. - 36,152.
Deildabikar karla
C-deild, 2. riðill:
BÍ – Skallagrímur .................................... 0:2
BORÐTENNIS
Reykjavíkurmót:
Einliðaleikur karla:
Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, vann
Matthías Stephensen, Víkingi 3:1
Tvíliðaleikur karla:
Guðmundur/Matthías unnu Ingólf Ingólfs-
son og Einar Geirsson, KR 3:1
1. flokkur karla:
Davíð Teitsson, Víkingi, vann Hlöðver
Hlöðversson, KR
Einliðaleikur kvenna:
Kristín Hjálmarsdóttir, KR vann Guðrúnu
Björnsdóttur, KR 3:1
Tvíliðaleikur kvenna:
Kristín/Guðrún unnu Magneu Ólafs og Jó-
hönnu Elíasdóttur, Víkingi 3:0
1. flokkur kvenna:
Magnea Ólafs, Víkingi vann Jóhönnu Elías-
dóttur, Víkingi.
Eldri flokkur karla:
Pétur Ó. Stephensen, Víkingi, vann Ólaf H.
Ólafsson, Erninum.
Tvíðliðaleikur:
Pétur/Ólafur unnu Sigurð Herlufsen (Vík-
ingi) og Jónas Marteinsson (Erninum).
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Iceland Express-deild-
in, undanúrslit, annar leikur
DHL-höllin: KR – UMFN....................19.15
Í KVÖLD
HRAFNHILDUR Skúladóttir og
samherjar hennar í SK Århus inn-
sigluðu sæti sitt í dönsku úrvals-
deildinni í handknattleik á næstu
leiktíð þegar þær lögðu Skive,
40:24, á heimavelli, Vejlby-
Risskov Hallerne, í lokaumferð
næstefstu deildar á sunnudags-
kvöld. Hrafnhildur skoraði 5
mörk í leiknum.
SK Århus vann deildina með
talsverðum yfirburðum. Liðið
vann 25 leiki og tapaði aðeins ein-
um og gerði aldrei jafntefli. Alls
hlaut liðið 50 stig, fimm fleiri en
fyrrverandi lið Hrafnhildar, Tvis/
Holstebro. Markatala SK Aarhus
var einnig glæsileg þar sem það
skoraði 990 mörk en fékk á sig
582 mörk. Þess má geta að Skive
sem varð í 5. sæti skoraði næst-
flest mörk í deildinni, 803. Að
jafnaði skoruðu Hrafnhildur og
félagar 38 mörk í leik og fengu á
sig 22, en þess má einnig geta að
SK Aarhus fékk á sig fæst mörkin
í deildinni.
Hrafnhildur varð í 8. sæti yfir
markahæstu menn næstefstu
deildar. Hún skoraði 139 mörk í
þeim 24 leikjum sem hún tók þátt
í, það gerir 5,8 mörk að meðaltali í
hverri viðureign.
SK Århus leikur þar með í
dönsku úrvalsdeildinni á næsta
keppnistímabili en það féll úr
deildinni fyrir ári. Forráðamenn
liðsins eru nú á fullri ferð við að
leita að leikmönnum til þess að
styrkja það fyrir átökin í úrvals-
deildinni. Berglind Hansdóttir,
landsliðsmarkvörður úr Val, gerði
nýverið samning við SK Århus og
þá hafa sterkir austur-evrópskir
handknattleiksmenn verið orðaðir
við liðið á síðustu dögum.
Pabbi hringdi í mig rétt fyrir leik-inn og skilaboðin voru stutt og
hnitmiðuð – „skjóttu drengur“ og ég
tók hann á orðinu. Hann komst ekki
á leikinn og ég varð því að sýna hvað
í mér býr. Ég held að ég hafi ekki
skorað svona mikið frá því í 8. eða 9.
bekk. En ég hafði gaman af þessu og
George Byrd er góður í að henda
boltanum út til okkar þegar þeir fara
tveir í vörnina gegn honum. Við njót-
um góðs af því,“ sagði Axel en hann
bætti því við að áhugaverður fyrir-
lestur í háskólanum á Hvanneyri
hafi einnig kveikt neistann. „Ég sat í
dag og hlustaði á fyrirlestur um
skyldleikaræktun í íslenska kúa-
stofninum og það hafði svona ljóm-
andi góð áhrif á mig,“ sagði Axel en
hann skoraði 22 stig í leiknum og var
besti maður leiksins.
Skallagrímsliðið gaf strax tóninn í
upphafi leiks og komst í 7:0 og leit
aldrei um öxl eftir það. Gríðarleg
stemmning var í íþróttahúsinu í
Borgarnesi og allir vel með á nót-
unum – grunnskólabörnin í þéttum
hóp meðfram hliðarlínunni.
George Byrd, bandaríski miðherj-
inn í liði Skallagríms, lék vörnina að
venju með þeim hætti að hann stóð í
„hjarta“ varnarinnar og leyfði hann
þeim leikmanni sem hann átti að
gæta að skjóta að vild. Á meðan batt
hann saman vörn Skallagríms og
aðrir leikmenn gátu leikið af festu
enda vissu þeir að Byrd væri til stað-
ar undir körfunni. Vlad Boer, Hall-
dór Halldórsson og Jón N. Haf-
steinsson, leikmenn Keflavíkur,
fengu ágæta skotæfingu í Borgar-
nesi í gær og klikkuðu þeir allir á
prófinu að þessu sinni. Í hnotskurn
var þetta munurinn á liðunum –
Byrd stóð eins og risavaxið tré í
miðju varnarinnar og gat leyft sér að
hjálpa þegar bakverðir Keflavíkur
og AJ Moye reyndu að brjótast upp
að körfunni.
Að auki virtust öll skot heima-
manna rata rétta leið í körfuna en
Axel var „funheitur“ í fyrri hálfleik
og skoraði þá 16 stig og títtnefndur
Byrd tók einnig rispu fyrir utan 3
stiga línuna og skoraði tvær slíkar
körfur undir lok fyrsta leikhluta.
Það var lítið í gangi hjá Íslands-
meistaraliðinu að þessu sinni og Sig-
urður Ingimundarson þjálfari liðsins
reyndi öll brögðin sem hann kunni til
þess að hvetja sína menn áfram.
Stundum reiður og af og til „gaus“
reiðin upp hjá þjálfaranum en Sig-
urður var um tíma sá eini sem var
með lífsmarki í Keflavíkurliðinu í
fyrri hálfleik.
Valur Ingimundarson, eldri bróðir
Sigurður, og þjálfari Skallagríms
átti tromp uppi í erminni sem hann
notaði óspart en Byrd var sá leik-
maður sem Keflavík einbeitti sér
mest að í varnarleiknum og jafnvel
2:3 svæðisvörn þeirra gekk ekki upp
til þess að stöðva Byrd. Skyttur
Skallagríms voru of nákvæmar til
þess. Staðan í hálfleik var 53:41.
AJ Moye var í raun sá eini sem lék
eins og hann er vanur að gera í
Keflavíkurliðinu. Ótrúlegur baráttu-
drengur sem gaf ekkert eftir gegn
Byrd undir körfunni – þrátt fyrir að
vera mun minni og léttari.
Stemmningin í herbúðum Skalla-
gríms varð enn betri í síðari hálfleik,
en síðri hjá stuðningsmönnum Kefla-
víkur og leiddist Sigmundi Má Her-
bertssyni dómara leiksins orðbragð
þeirra svo að hann bað um að hávær
tónlist yrði leikin í leikhléum svo
hann þyrfti ekki að hlusta á „glós-
urnar“ sem hann fékk frá stuðnings-
mönnum Keflavíkur en þriðji leikur-
inn verður án efa mjög áhugaverður.
Ljósmynd/Svanur Steinarsson
Jovan Zdravevski og A.J. Moye takast á undir körfunni í
íþróttahúsinu í Borgarnesi í gær.
Axel og Byrd
of stór biti
BORGNESINGAR með þá Axel Kárason og George Byrd fremsta í
flokki náðu að jafna metin í rimmunni gegn Íslandsmeistaraliði
Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfu-
knattleik, en Skallagrímur skoraði 94 stig gegn 76. Staðan er 1:1 en
það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit keppninnar. Axel hef-
ur ekki verið þekktur fyrir að skjóta mikið á körfuna í vetur en að
þessu sinni hafði hvetjandi símtal frá föður hans, Kára Marissyni,
úrslitaáhrif.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Yfirburðir
hjá Hrafn-
hildi og SK
Århus
BAN
og k
og r
hinn
unni
þrát
mað
hætt
gegn
eins
unum
anum
af kö
Byrd
með
hvað
lið. E
engu
vinn
ætlu
Si
sagð
Vi
þeir
Geor
legu
með
við e
þjálf
leiki
horf
miðh
leikm
tatei
móti
„É
Byrd
una
sem
eru a
eftir
anfö
getu
leik,
„
BALDUR Baldursson fékk silf-
urverðlaun í langstökki í flokki F
36–37 á heimsmeistaramótinu í
frjálsíþróttum, sem fram fór í Boll-
näs í Svíþjóð og lauk á sunnudag.
Þá hafnaði Baldur í 4. sæti í kúlu-
varpi í sama fötlunarflokki.
Jón Oddur Sigurðsson varð í 5.
sæti í úrslitum 60 m hlaups í flokki
T 35–36 á 8,73 sekúndum, sem er
nokkuð frá hans besta. Jón Oddur
var á betri tíma í undanrásum, 8,66
sekúndum, en tókst ekki að sýna
allar sínar bestu hliðar í úrslit-
unum. Baldur stökk lengst 5,03
metra í langstökki og hafði lengi
vel forystu í keppninni. Í síðustu
umferð náði keppandi frá Eistlandi
að skjótast upp í efsta sætið með
stökki upp á 5,15 metra. Úkraínu-
maður hlaut þriðja sæti, stökk ein-
um sentímetra skemur en Baldur,
sem setti Íslandmet í sínum fötl-
unarflokki þegar hann varpaði
kúlu 10,72 m – bætti jafnt metið
innanhúss sem utan.
Baldur með
silfur á HM