Morgunblaðið - 28.03.2006, Side 3

Morgunblaðið - 28.03.2006, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 B 3 Fyrirfram eru Juventus ogBarcelona sigurstranglegri í viðureignum kvöldsins, enda með yfirburðastöðu í 1. deildunum á Ítalíu og Spáni. En andstæðingar þeirra hafa heldur betur látið til sín taka í keppninni því Arsenal skellti Real Madrid í 16 liða úrslit- unum og Benfica hefur afgreitt bæði Manchester United og Liver- pool. Á Highbury í London er mikil spenna í loftinu því fyrirliði Arsen- al til margra ára, Patrick Vieira, kemur þangað í fyrsta skipti sem andstæðingur en Juventus fékk hann frá Arsenal síðasta sumar. Tvo sterka leikmenn vantar í lið Juventus. Pavel Nedved tekur út leikbann í kvöld og Alessandro Del Piero verður ekki með vegna meiðsla sem hann varð fyrir um helgina. Arsenal hefur átt í erfiðleikum vegna meiðsla og ljóst er að meðal þeirra sem ekki spila í kvöld eru Ashley Cole og Freddie Ljung- berg, ásamt Sol Campbell sem meiddist lítillega á æfingu í fyrra- dag en nóg til að vera ekki leikfær í kvöld. Þá er tvísýnt um José Ant- onio Reyes. Koeman gegn sínu gamla félagi og Rijkaard Það verða líka miklar tilfinningar í gangi í Lissabon. Ronald Koeman, hinn hollenski þjálfari Benfica, er gömul hetja úr röðum Barcelona en hann skoraði sigurmark Katalóníu- liðsins þegar það varð Evrópu- meistari árið 1992 með því að leggja Sampdoria að velli í úrslita- leik. Við stjórnvölinn hjá Barcelona er gamall félagi Koemans úr hol- lenska landsliðinu, Frank Rijkaard. Barcelona er í vandræðum með varnarleik sinn þessa dagana og tveir öflugir leikmenn verða fjarri góðu gamni í kvöld. Carles Puyol tekur út leikbann og hinn mexí- kóski Rafael Márquez er frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa rifið vöðva í læri. Þá er Edmíl- son tæpur vegna meiðsla og ekki öruggt að hann spili í kvöld. Leo Messi er ennfremur meiddur og verður ekki með. Hjá Benfica er sóknarmaðurinn Nuno Gomes í banni í kvöld og markvörðurinn José Moreira er ekki kominn í gang eftir aðgerð á hné. Annað kvöld eru svo hinir tveir leikirnir á dagskrá. Þá leikur Inter Mílanó við Villarreal og Lyon mæt- ir AC Milan. Juventus og Barce- lona eru líklegri ÁTTA lið eru eftir í baráttunni um eftirsóttustu verðlaunin í keppni evrópskra félagsliða í knattspyrnu – bikarinn glæsi- lega sem veittur er fyrir sigur í Meistaradeild Evrópu. Fyrri leikir átta liða úrslitanna fara fram í þessari viku, tveir þeirra í kvöld. Arsenal tekur á móti Juventus og Benfica fær Barce- lona í heimsókn. Fimm fyrrver- andi Evrópumeistarar eru í hópi þessara átta liða, Juventus, Benfica, Barcelona, Inter Míl- anó og AC Milan. Reuters Vieira á góðri stundu sem leikmaður Arsenal. FÓLK  SVERRIR Þór Sverrisson gat ekki leikið með Íslandsmeisturum Keflvíkinga gen Skallagrímsmönn- um í Borgarnesi í gærkvöldi vegna veikinda en hann skoraði 7 stig í fyrsta leik liðanna í Keflavík á laug- ardaginn.  ROBBIE Keane var hetja Totten- ham þegar liðið sigraði WBA, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni. Curtis Davies kom WBA yfir í fyrri hálfleik með skallamarki en Keane jafnaði metin á 68. mínútu þegar hann vippaði glæsilega yfir Tomasz Kuszczak markvörð WBA. Kuszczak gerði sig svo sekan um slæm mistök á 86. mín- útu. Útspark hans misheppnaðist og í kjölfarið braut hann á Jermain Dafoe í teignum. Úr vítaspyrnunni sem dæmd var skoraði Keane af ör- yggi. Tottenham er sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Blackburn.  RACHEL Brown, fyrrum mark- vörður ÍBV, tryggði enska kvenna- landsliðinu í knattspyrnu stig gegn Frakklandi í undankeppni HM í fyrradag. Þjóðirnar mættust þá á Ewood Park í Blackburn og gerðu 0:0 jafntefli. Englendingar gátu þakkað Rachel þau úrslit því hún varði nokkrum sinnum mjög vel í leiknum. Englendingar og Frakkar eru efstir í riðlinum og berjast um sæti í lokakeppni HM.  GEORGE Mason háskóli tryggði sér á sunnudag þátttöku í 4 liða úr- slitum í NCAA háskólakörfuboltan- um með óvæntum sigri á Connecti- cut háskóla. Liðið mætir næst Florida háskóla í undanúrslitunum.  LIÐ UCLA og LSU háskóla mæt- ast í hinni viðureign undanúrslitanna sem haldin verða í Indianapolis 1. apríl næstkomandi. Sigurvegarar úr leikjunum tveimur mætast í hreinum úrslitaleik þann 3. apríl.  DETROIT Pistons tapaði í gær þriðja heimaleik sínum á tímabilinu þegar lið New Jersey Nets kom í heimsókn. Sigurinn var jafnframt 8. sigur New Jersey liðsins í röð.  CHARLIE Villanuevea, nýliði To- ronto Raptors skoraði 48 stig í tap- leik gegn Milwaukee Bucks. Þetta er hæsta stigaskor nýliða í NBA deildinni í vetur.  JOHAN Boskamp, knattspyrnu- stjóri Íslendingafélagsins Stoke City, segir að nær öruggt sé að Zola Matumona, landsliðsmaður frá Kongo, sé á leið til félagsins. Mat- umona vakti athygli útsendara Stoke í Afríkukeppni landsliða fyrr á þessu ári og Boskamp bíður þess að fá niðurstöðu í umsókn um atvinnu- leyfi fyrir hann í Englandi.  ANDRIY Shevchenko, úkraínski framherjinn sem leikur með AC Mil- an, sagði í viðtali við franska íþrótta- blaðið L’Equipe í gær að hann vilji enda feril sinn hjá Mílanóliðinu og segist ekki hafa áhuga á að ganga í raðir Chelsea. Roman Abramovich eigandi Chelsea vill ólmur fá Úkra- ínumanninn til liðs við félagið í sum- ar og er reiðubúinn að kafa djúpt of- an í veski sitt til að fá hann.  ÍTALSKA knattspyrnuliðið Mess- ina rak í gær þjálfarann Bortolo Mutti frá störfum. Messina er í fall- sæti í A-deildinni, er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 28 stig, stigi á eftir Udinese. Mutti tók við þjálfun liðsins árið 2003 og það sama ár stýrði hann liðinu upp í A-deildina. Hann er 13. þjálfarinn sem fær að taka poka sinn í ítölsku A-deildinni á yfirstandandi leiktíð. Í gærkvöldi var Gianpiero Ventura fyrrum þjálf- ari Udinese og Cagliari ráðinn þjálf- ari Messina.  ÞÝSKA knattspyrnufélagið Dort- mund hefur augastað á Jiri Jarosik, tékkneska landsliðsmanninum, sem er samningsbundinn Englands- meisturum Chelsea en spilar um þessar mundir sem lánsmaður með Birmingham. Jarisik hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Chelsea en þykir hafa verið einn albesti maður Birmingham í vetur. ÍÞRÓTTIR NDARÍSKI miðherjinn George Byrd var eins kóngur í ríki sínu í vítateig Keflavíkur í gær éðu varnarmenn meistaraliðsins lítið við n stóra og stæðilega leikmann undir körf- i. Byrd kvartaði aldrei við dómara leiksins tt fyrir að fá mörg högg á sig og segir leik- ðurinn að hann njóti þess að leika með slíkum ti. „Ég er stór og þungur og nýti mér það n léttari leikmönnum. Þeir mega berja á mér og þeir vilja en ég kvarta ekki undan högg- m. Ég er vanur slíku úr bandaríska fótbolt- m og einnig hef ég leikið „undarlega“ útgáfu örfubolta þar sem allt er leyfilegt,“ sagði d en hann telur að Skallagrímsliðið mæti ð réttu hugarfari í næsta leik. „Við vitum ð við þurfum að gera til þess að vinna þetta Ef við nýtum okkar styrkleika þá kvíði ég u. Það bjuggust allir við að Grindavík myndi na okkur en við sýndum hvað í okkur býr og um að halda því áfram,“ sagði Byrd. igurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, ði sitt lið hafa leikið langt undir getu. ið vorum einfaldlega lélegir í þessum leik og r leikmenn sem fengu frí skot í sókninni gegn rge Byrd voru langt frá sínu besta. Á venju- um degi þá ráðum við við slíkan varnarleik ð einföldum hætti en að þessu sinni þá hittum ekki neitt,“ sagði Sigurður Ingimundarson fari Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur eftir tap- inn gegn Skallagrími í gær. Sigurður mátti fa upp á hvert skot á eftir öðru hjá fram- og herja síns liðs geiga þar sem að George Byrd maður Skallagríms stóð einfaldlega inni í ví- ignum og reyndi ekki einu sinni að fara út á i þeim sem áttu frí skotfæri. Ég hef ekki séð Axel Kárason og George d hitta svona vel fyrir utan þriggja stiga lín- áður. Þetta var einn af þessum leikjum þar að við erum lélegir og andstæðingar okkar að hitta vel. En ég hef séð mitt lið leika illa r góða skorpu eins og við höfum átt að und- örnu og þessi leikur var einn af þeim. Við um örugglega lagað heilmikið fyrir næsta ,“ sagði Sigurður. „Kvarta ekki undan höggunum“ PÚLLARAR Þið eruð enn meistarar! Njótið þess á meðan það varir og spilið á Lengjunni MEISTARADEILDIN 28.-29. MARS 1 X 2 Upphæð Stuðull Vinningur kr. kr. 1.000 42.38 42.380 Þetta er bara eitt dæmi um hvernig þú gætir margfaldað peningana þína á Lengjunni. Arsenal - Juventus 2,20 2,60 2,45 Benfica - Barcelona 3,00 2,80 1,80 Inter - Villareal 1,40 3,20 4,50 Lyon - AC Milan 2,15 2,60 2,50 28.03 28.03 29.03 29.03 MEISTARADEILDIN er á Lengjunni. Fylltu út se›il á lengjan.is e›a á næsta sölusta› og hleyptu enn meiri spennu í leikina. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.