Morgunblaðið - 28.03.2006, Síða 4
Henry segir að andrúmsloftið áHighbury eigi eftir að verða
Vieira erfitt – það verður afar erfitt
fyrir hann að sýna allar sínar bestu
hliðar gegn liði, sem hann lék svo
lengi með. Tilfinningaþunginn verður
mikill hjá Vieira, sem getur orðið til
þess að hann nái sér ekki á strik í
leiknum.
Þegar Vieira fór frá Arsenal til Juv-
entus sagði hann að hann ætti meiri
möguleika að nálgast Evrópubikarinn
með Juventus en Arsenal. Mann velta
því nú fyrir sér hvort örlögin verði
þau að Vieira eigi eftir að horfa á hina
ungu leikmenn Arsenal kveðja hann
með virktum og það verði einnig
kveðjustund Juventus í meistara-
deildinni.
Þrátt fyrir marga titla með Arsenal
– Englandsmeistari 1998, 2002 og
2004, bikarmeistari 1998, 2002, 2003
og 2005 – náði Vieira ekki að komast
með Arsenal í undanúrslit í Meistara-
deild Evrópu.
Vieira hefur sagt að draumur hans
sé að verða Evrópumeistari og segir
að Juventusliðið sé það sterkasta sem
hann hafi leikið með.
Það er ljóst að spennan verður mik-
il á Highbury í kvöld, þar sem Vieira
leikur í síðasta skipti á hinum fræga
velli.
„Þetta verður stór stund fyrir
mig,“ sagði Vieira, sem fékk aldrei
tækifæri til að kveðja stuðningsmenn
Arsenal þegar hann fór til Juventus
um mitt sl. sumar.
Arsenal og Juventus mættust í
milliriðli í Meistaradeild Evrópu
keppnistímabilið 2001–2002. Arsenal
vann á Highbury 3:1, en Juventus í
Tórínó, 1:0. Frederik Ljungberg
skoraði tvö mörk fyrir Arsenal á Hig-
hbury, Henry eitt. Annað markið sem
Ljungberg skoraði var eftir snilldar-
sendingu frá Dennis Bergkamp, sem
sneri hægri hliðinni að marki Juvent-
us er hann sendi frábæra stungu-
sendingu til hliðar inn fyrir vörn Ju-
ventus, þar sem Ljungberg kom á
fullri ferð og sendi knöttinn í netið.
Stór stund fyrir Vieira
„ÉG veit að það verður sérstök tilfinning fyrir Patrick Vieira að
mæta hingað til Highbury og leika gegn liði sem hann lék lykilhlut-
verk í í níu ár – síðustu árin sem fyrirliði,“ segir Thierry Henry, fyr-
irliði Arsenal, sem mætir Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Í
leikmannahópi Juventus er Vieira, sem var dýrlingur hjá stuðnings-
mönnum Arsenal, sem munu taka vel á móti honum.
FÓLK
HEIÐMAR Felixson, fyrrverandi
landsliðsmaður í handknattleik, átti
stórleik með Burgdorf og skoraði 10
mörk, ekkert úr vítakasti, þegar liðið
vann Anhalt Bernburg, 35:25, í suð-
urhluta þýsku 2. deildarinnar í hand-
knattleik um helgina. Burgdorf er í
5. sæti deildarinnar með 34 stig að
loknum 29 leikjum. Þess má geta að
Dimitri Filippov, sem eitt sinn lék
með Stjörnunni, er í herbúðum
Bernburg og skoraði hann þrjú
mörk í leiknum.
RAGNAR Óskarsson, landsliðs-
maður í handknattleik, skoraði þrjú
mörk þegar Ivry vann Tremblay,
28:26, á heimavelli í frönsku 1. deild-
inni í handknattleik. Ivry er í öðru
sæti deildarinnar, fjórum stigum á
eftir meisturum Montpellier.
SIGURÐUR Ari Stefánsson og fé-
lagar hans hjá Elverum töpuðu fyrir
Drammen, 28:23, í Drammen í
norsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik á sunnudag. Sigurður Ari skor-
aði 3 mörk. Elverum er í 7. sæti af 12
liðum þegar tvær umferðir eru eftir.
ANNA Úrsúla Guðmundsdóttir
skoraði tvö mörk og Nína Björk
Arnfinnsdóttir eitt þegar lið þeirra
Levanger steinlá fyrir deildarmeist-
urum Larvik í norsku úrvalsdeild
kvenna í handknattleik á sunnudag.
Evu Kristinsdóttur lánaðist ekki að
skora fyrir Levanger í leiknum. Lev-
anger er í 10. sæti af 12 liðum fyrir
lokaumferðina og er öruggt um að
halda sæti sínu í deildinni.
JÓN Jóhannsson, línumaður „Ís-
lendingaliðsins“ Skjern í dönsku úr-
valsdeildinni, leikur ekki meira með
liðinu á þessari leiktíð. Bátsbein í
vinstri hendi Jóns er brotið.
EKKI er nokkurt lát á sigurgöngu
Halldórs J. Sigfússonar og samherja
hjá þýska handknattleiksliðinu Tu-
sem Essen. Á sunnudag vann Essen
25. leik sinn í 3. deildinni. Liðið hefur
ekki tapað leik í deildinni á keppn-
istímabilinu. Að þessu sinni vann
Essen liðsmenn TuS Derschlag,
37:26. Halldór skoraði 5 mörk. Þess
má geta að Essen féll niður í 3. deild
sl. keppnistímabil vegna skulda liðs-
ins.
KJETIL Strand, sem skoraði 19
mörk með norska landsliðinu gegn
því íslenska á EM í handknattleik í
Sviss fyrir tveimur mánuðum, hefur
nú gert samning við danska liðið
AaB í Álaborg. Strand hefur frá ára-
mótum leikið með Bjerringbro í
Silkiborg á skammtímasamningi
sem rennur út í vor.
ARNAR Þór Viðarsson lék síðustu
20 mínúturnar með Twente þegar lið
hans tapaði, 1:2, á heimavelli fyrir
Heerenveen í hollensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu um helgina.
STEPHEN Ames náði að bæta
stöðu sína á heimslistanum með
sigri sínum á Players-meist-
aramótinu í golfi en hann var sex
höggum betri en Retief Goosen
eftir hringina fjóra en Goosen er
sem stendur í þriðja sæti heims-
listans. Kanadamaðurinn lék
TPC Sawgrass-völlinn á 14
höggum undir pari samtals og
fer hann upp um 37 sæti á heims-
listanum og er sem stendur í 27.
sæti.
Franski kylfingurinn Jean van
de Velde náði að sigra á Opna
Madeira-mótinu á Evrópumóta-
röðinni en þetta er aðeins annar
sigur hans á ferlinum í Evr-
ópumótaröðinni. Með árangri
sínum náði Van de Velde að fara
upp í 135. sæti á heimslistanum
en hann var áður í 295. sæti og
fer því upp um 160 sæti. Staða
efstu manna á heimslistanum er
óbreytt, Tiger Woods er efstur,
Vijay Singh er annar, Goosen er
þriðji, Ernie Els í því fjórða og
Phil Mickelson í fimmta sæti.
Ames í hóp 30 efstu
Fyrir sigurinn fékk hinn 41 ársgamli Ames rúmlega 105 millj.
kr. en þetta er í fyrsta sinn sem hann
sigrar á þessu móti. Að auki fékk
hann fimm ára keppnisrétt í PGA-
mótaröðinni og sæti á Masters-
mótinu og Opna breska meistara-
mótinu næstu þrjú árin. Hann fær
einnig að leika á Opna bandaríska
meistaramótinu á þessu ári og PGA-
meistaramótinu í haust en þetta eru
stórmótin fjögur sem haldin eru á
hverju ári.
Fjölskyldan gengur fyrir
Þrátt fyrir að hafa fengið boð um að
leika á fyrsta stórmóti ársins á Aug-
usta-vellinum er Ames ekki viss um
að mæta til leiks.
„Ég hafði ekki gert ráð fyrir því að
leika á Masters-mótinu og ég var bú-
inn að skipuleggja tveggja vikna frí
með fjölskyldunni. Ég á frekar von á
því að láta það verkefni ganga fyrir,
fjölskyldan er alltaf í fyrsta sæti hjá
mér,“ sagði Ames en hann hefur verið
með hugann við heilsu eiginkonu
sinnar undanfarin misseri en hún
glímir við lungnakrabbamein. „Síð-
asta ári var henni erfitt en við erum
aðeins bjartsýnari á framhaldið
núna,“ bætti Ames við en hann var að-
eins einu höggi frá mótsmeti Steve
Elkington frá árinu 1997. „Ég held að
ég hafi aldrei leikið betur, þessi sigur
er mjög mikilvægur fyrir mig, ég
lagði að velli alla bestu kylfinga
heims. Mér leið eins og ég væri í
göngutúr á lokadeginum. Ég hafði
engar áhyggjur og ég hef aldrei áður
náð að leika fjóra daga í röð með þess-
um hætti,“ sagði Ames. Lokasprettur
hans á mótinu var sérstaklega góður
en hann lék síðustu sjö holurnar á
fjórum höggum undir pari og þar af
fékk hann „örn“ á 16. braut vallarins.
Vijay Singh frá Fijí og Sergio
Garcia frá Spáni léku afar illa þegar
mest á reyndi en þeir voru aðeins einu
höggi á eftir Ames fyrir lokahringinn.
Ef litið er á fimm efstu kylfinga
heimslistans er Goosen með besta ár-
angur þeirra og Singh kemur þar á
eftir í 8.–13. sæti á 3 höggum undir
pari líkt og Ernie Els frá S-Afríku.
Phil Mickelson var í 14.–16. sæti
ásamt Garcia á 2 höggum undir pari.
Tiger Woods, efsti kylfingur heims-
listans, endaði í 22.–26. sæti en hann
var 1 yfir pari vallar samtals eftir að
hafa leikið lokahringinn á 75 höggum
eða þremur yfir pari.
Woods niðurlægði Ames
Stephen Ames hefur verið í banda-
rísku mótaröðinni frá árinu 1998 en
hann gerðist atvinnumaður árið 1987.
Hann lék í Evrópumótaröðinni 1993–
1997 en Ames er fæddur á eyjunni
Trínidad og Tóbagó en faðir hans er
enskur og móðir hans er frá Portúgal.
Hann hefur aðeins einu sinni áður
sigrað í PGA-mótaröðinni en það var
árið 2004 á Cialis-mótinu. Á þessu ári
náði hann sjöunda sætinu á Honda-
mótinu en hann vakti mesta athygli er
hann mætti Tiger Woods í fyrstu um-
ferð heimsmótsins í holukeppni en
þar sigraði Woods 9/8 en hann var þá
búinn að vinna 9 holur þegar aðeins 8
holur voru eftir. Ames kom inn í 64
manna hóp keppenda með skömmum
fyrirvara en hann sagði fyrir mótið að
Tiger Woods væri með ýmis vanda-
mál í leik sínum sem hægt væri að
nýta sér í holukeppni og meðal annars
sagði Ames að Woods væri ofmetinn
sem kylfingur. Woods svaraði gagn-
rýni Ames með frábærum leik. Ames
hefur tvívegis sigrað í Evrópumóta-
röðinni, árið 1994 og 1996.
Villegas kemur á óvart
Jim Furyk, Pat Perez, Henrik
Stenson og Camilo Villegas urðu jafn-
ir í þriðja sæti mótsins á fimm undir
pari en Furyk var í efsta sæti mótsins
fyrstu tvo keppnisdagana. Þess má
geta að Villegas fékk tækifæri á
mótinu á síðustu stundu. Hann var á
meðal varamanna fyrir mótið en Vil-
legas er nýliði í mótaröðinni.
Kanadíski kylfingurinn Stephen Ames lagði bestu kylfinga
heims að velli á Players-meistaramótinu á TPC Sawgrass
Reuters
Kanadamaðurinn Stephen Ames sigraði með yfirburðum á
Players-meistaramótinu á TPC Sawgrass-vellinum.
„Hef
aldrei
leikið
betur“
STEPHEN Ames frá Kanada
sigraði með yfirburðum á Play-
ers-meistaramótinu sem lauk
seint á sunnudagskvöld á TPC
Sawgrass-vellinum en hann lék
hringina fjóra á 14 höggum und-
ir pari og lokahringinn lék hann
á 5 höggum undir pari eða 67
höggum. Suður-Afríkumaðurinn
Retief Goosen varð annar á 8
höggum undir pari en fjórir kylf-
ingar deildu þriðja sætinu á 5
höggum undir pari.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is