Morgunblaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 C 3
Sexfaldir Evrópumeistarar ACMilan eru taldir sigurstrang-
legri fyrir leikinn gegn Frakklands-
meisturum Lyon. Mílanóliðið tapaði
fyrir Lecce á laugardaginn og spurn-
ing er hvort liðsmenn AC Milan nái
að rífa sig upp en AC Milan tapaði í
úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir
Liverpool í fyrra.
,,Ég er ekki í nokkrum vafa um að
mínir menn nái að rífa sig upp og
spili allt annan leik en þeir gerðu á
móti Lecce,“ segir Ancelotti, þjálfari
AC Milan. Hann hvíldi Andriy
Shevcheko, Filippo Inzaghi og Kaká
í leiknum við Lecce.
Lyon, sem á Frakklandsmeistara-
titilinn vísan og hefur sýnt afar
skemmtileg tilþrif í Meistaradeild-
inni í ár með blússandi sóknarknatt-
spyrnu, getur teflt fram Brasilíu-
manninum Juninho að nýju en hann
tók út leikbann í fyrri leiknum en
hann hefur verið driffjöðurin í miðju-
spili liðsins. Lyon hefur aldrei tekist
að komast í undanúrslit Meistara-
deildarinnar en liðið státar af góðum
árangri á útivelli. Liðið hefur ekki
tapað útileik í 13 mánuði í frönsku
deildinni og tapaði síðast útileik í
Meistaradeildinni fyrir Manchester
United á Old Trafford í nóvember
2004.
,,Við verðum að hafa trú á okkur
sjálfum. Okkur hefur alltaf tekist að
skora á útivelli í Meistaradeildinni á
þessu tímabili og vonandi verður
engin breyting þar á,“ segir Gerard
Houllier, þjálfari Lyon, sem leikur
án Portúgals Tiago en hann tekur út
leikbann.
Líkleg byrjunarlið:
AC Milan: Dida - Jaap Stam,
Alessandro Nesta, Kakha Kaladze,
Serginho - Gennaro Gattuso, Andrea
Pirlo, Clarence Seedorf, Kaka -
Andriy Shevchenko, Filippo Inzaghi.
Lyon: Gregory Coupet - Francois
Clerc, Cris, Claudio Cacapa, Eric
Abidal - Benoit Pedretti, Juninho,
Mahamadou Diarra, Florent Mal-
ouda - Sylvain Wiltord, Fred.
Dómari: Terje Hauge (Noregi).
Villareal hefur tapað einum
heimaleik í 17 leikjum
Möguleikar Villareal á að slá Inter
út verða að teljast góðir enda hefur
heimavöllur liðsins reynst liðinu afar
dýmætur. Í 17 Meistaradeildarleikj-
um hefur liðið aðeins tapað einu sinni
á heimavelli og hefur haldið marki
sínu hreinu í 13 leikjum en Villareal
dugar að vinna 1:0, til að slá Inter út.
Roberto Mancini, þjálfari Inter,
hvíldi flesta lykilmenn sína í leiknum
gegn Messina á laugardagskvöld
sem Inter vann 3:0 en aðeins leik-
maður úr byrjunarliðinu í fyrri leikn-
um á móti Villareal var í liðinu.
,,Við vitum að leikurinn gegn
Villareal verður mjög erfiður. Við
ætlum ekki að leggjast í vörn og
halda fengnum hlut heldur stefnum
við að sigri,“ sagði Roberto Mancini,
þjálfari Inter, í gær.
Mílanóliðin
verða að sækja
MÍLANÓLIÐIN Inter og AC Milan
verða bæði í eldlínunni í Meist-
aradeildinni í knattspyrnu í
kvöld en þá fara fram fyrri tveir
leikirnir í 8 liða úrslitum keppn-
innar og er um síðari viðureignir
liðanna að ræða. AC Milan tekur
á móti Lyon en liðin gerðu
markalaust jafntefli í fyrri leikn-
um og Inter sækir Villareal heim
en Inter hafði betur, 2:1, í
Mílanó í síðustu viku.
Reuters
Glaðbeittir framherjar AC
Milan, Andriy Shevchenko,
til hægri, og Filippo Inzaghi.
Skyldu þeir hafa ástæðu til
þess að gleðjast að leikslok-
um á San Síró í kvöld?
att-
ndi
eft-
r,
u
tek-
su.
sum-
á til
em
tel-
nds-
eiki
ppn-
ð að
em
t að
um-
ag,
Þetta var skemmti-leg vika og ég
lék mun betur en ég
átti von á. Ég var að
leika vel á Players
meistaramótinu en
náði ekki að sýna það
með góðu skori en
markvissar æfingar
að undanförnu skil-
uðu sér úti á vellinum
að þessu sinni,“ sagði
Mickelson en hann
lauk lokahringnum
með því að fá tvo erni
á síðustu sex holun-
um. Mickelson er því mjög líklegur
til afreka á Mastersmótinu sem hefst
næsta fimmtudag á Augusta, fyrsta
stórmót ársins, en Mickelson sigraði
á því móti árið 2004 og var það í
fyrsta sinn sem hann sigrar á stór-
móti.
Mickelson fékk tæplega 70 millj.
kr. fyrir sigurinn á BellSouth meist-
aramótinu og er hann
einn af átta kylfingum
sem hafa sigrað oftar
en einu sinni á þessu
móti. Þetta er fyrsti
sigur hans á PGA-
mótaröðinni á þessu
ári en það hefur eng-
inn kylfingur náð að
sigra á PGA-móti og
fylgja því eftir með
sigri á stórmóti frá
því að Skotinn Sandy
Lyle sigraði á Mast-
ersmótinu árið 1988,
en Lyle hafði sigrað á
PGA-móti viku áður.
„Ég hef miðað undirbúning minn
við Mastersmótið enda er það mót
sem skiptir miklu máli fyrir mig,“
sagði Mickelson. Tiger Woods hefur
titil að verja á Mastersmótinu en
hann tók sér frí um helgina á PGA-
mótaröðinni samkvæmt venju fyrir
Mastersmótið.
Morgunblaðið/Sverrir
Pálma Frey Sigurgeirssyni KR-ingi en Ivey var drjúgur í stigaskorun.
r
VIEIRA SMÍERA!
Þú getur verið með þó að Patrick verði ekki með!
Spilaðu á Lengjunni og þú gætir unnið.
MEISTARADEILDIN 4.- 5. APRÍL
1 X 2
Upphæð
Stuðull
Vinningur
kr.
kr.
1.000
23.49
23.490
Þetta er bara eitt dæmi um hvernig þú gætir
margfaldað peningana þína á Lengjunni.
04.04
04.04
05.04
05.04
MEISTARADEILDIN er á Lengjunni. Fylltu
út se›il á lengjan.is e›a á næsta sölusta› og hleyptu
enn meiri spennu í leikina.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Milan – Lyon 1.60 2.95 3.50
Villarreal – Inter 2.25 2.60 2.40
Juventus – Arsenal 1.60 2.95 3.50
Barcelona – Benfica 1.20 3.85 6.40
Mickelson
í sérflokki
PHIL Mickelson sendi ákveðin skilaboð til keppinauta sinna á PGA-
mótaröðinni í golfi í gær er hann sigraði með 13 högga mun á
BellSouth meistaramótinu í golfi en bandaríski kylfingurinn lék
lokahringinn á 65 höggum. Mickelson jafnaði PGA-met með því að
leika hringina fjóra á samtals 28 höggum undir pari en John
Houston hefur einnig leikið á 28 höggum undir pari. Mickelson lék á
260 höggum en Spánverjinn Jose Maria Olazabal varð annar á 273
höggum og Zach Johnson deildi því sæti með Spánverjanum.
Phil Mickelson