Morgunblaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 6
REYNSLUAKSTUR Citroën C3 Ingveldur Geirsdóttir Skottið er ágætlega rúmt en kanturinn niður í það er heldur hár. C itroën C3 hefur nú í nokkur ár verið vinsæll smábíll á Ís- landi og komst ökumaður að því að það er ekki að ástæðu- lausu. C3 var nýlega lítillega endurbætt- ur, það sem bætt hefur verið í bílnum er að allar vélar standast nú Euro 4 mengunarstaðla, nýr framstuðari og nýtt grill er á bílnum sem gerir loft- inntak stærra og númeraplatan hefur verið færð niður sem gefur sportlegra útlit, afturljósin eru ný með „crystal effect“, innréttingar eru nýjar auk þess sem stafræna mælaborðið er stærra. Ökumaður prófaði fimm dyra sjálf- skiptan Citroën C3 með 1,6 lítra og 110 hestafla vél. Áður var hann aðeins fáanlegur sjálfskiptur með 1,4 lítra og 75 hestafla vél og er þessi hestafla- munur umtalsverð breyting fyrir þá sem vilja hafa C3 sjálfskiptan. At- hyglisvert er að 1,6 lítra vélin eyðir aðeins 0,2 lítrum meira af bensíni en 1,4 lítra vélin og er hún ein sú öfl- ugasta í þessum flokki bíla. Ökumanni fannst gott að keyra Citroën C3, hann liggur vel á veginum og er hljóðlátur, kraftmikill og mjúk- ur. Bíllinn er sjálfskiptur með hand- skiptivali, en þá er hægt að stilla hann þannig að ökumaður skiptir um gír sjálfur. Bæði virkar vel og auðvelt er að skipta um gír, með einni snöggri hreyfingu, ef maður kýs það. Bogadregnar línur Útlit bílsins er nokkuð flott og heill- aðist ökumaður strax af því, bíllinn er allur bogadreginn eða kúlulaga eins og sumir myndu segja og áberandi er að það útlit heldur sér hvar sem á bíl- inn er litið. Reyndar draga fram- og afturljósin aðeins úr kúluútlitinu og koma í veg fyrir að hann verði of „barnalegur“, en framljósin eru ská- eygð og gera hann sportlegri meðan afturljósin eru þríhyrningslaga og sitja hátt á bílnum. Innréttingar bera keim af ytra útliti og eru allar hring- laga, kúlulaga eða bogadregnar, t.d eru miðstöðvarristarnar (sem blása m.a. lofti á hliðarrúðurnar) hringlaga og kúptar, hólfið í hurðinni er fallega bogadregið og vel rúmt, rúðurnar eru einnig skemmtilegar í laginu og stýrið er svolítið bollulegt. Innréttingarnar eru töff og má þá sérstaklega nefna Mælaborðið lítur vel út og er aðgengilegt. aksturstölvuna, stafræna mælaborð- ið, sem býður upp á ýmsa möguleika, og gírstöngina sem er vel löguð og krómuð. Miðað við smábíl er C3 ríku- lega búinn hinum ýmsa búnaði og er með öll smáatriði á hreinu. Auk þess sem öryggisbúnaður bílsins er góður en hann er m.a búinn 4 öryggispúð- um, ABS hemlum og EBA neyðar- hemlunarbúnaði. Lítið pláss í aftursæti Ökumaður situr hátt uppi og gott útsýni er út um kúpta framrúðuna sem og aðrar rúður. Stjórntæki eru öll á góðum stað fyrir ökumann og all- ir takkar og stangir vel lagaðar. Það var ekkert í innviðum bílsins sem fór í taugarnar á ökumanni, góðir speglar voru í skyggni báðum megin, tónlist úr græjum hljómaði vel og allt var Morgunblaðið/Ásdís Bogadregnar línur einkenna útlit Citroën C3. Framljósin gefa bílnum sportlegt útlit. bara eins og best varð á kosið. Helst mætti þó nefna armpúðana á milli framsætanna, en eins og gefur að skilja í svo litlum bíl er plássið á milli framsætanna ekki mikið og þessir armpúðar gerðu það enn þá þrengra. Ökumaður þurfti alltaf að lyfta þeim upp til að spenna á sig beltið eða til að setja gosflösku í standinn á milli sæt- anna en samt, þegar af stað var hald- ið, var mjög þægilegt að hafa púðana til að tylla olnboganum á við akstur- inn. Ökumannssætið er virkilega þægi- legt og rúmt, stillingar á því eru góðar og hægt að færa það nægilega aftur fyrir langa fætur, einnig fer vel um farþega í framsæti. En þrátt fyrir það að vera fimm dyra og með vegleg og flott aftursæti þá er fótapláss fyrir aftursætisfarþega mjög lítið þó að framsætin séu ekki stillt aftarlega. Ekki var möguleiki fyrir ökumann að sitja fyrir aftan ökumannssætið eins og það var stillt fyrir hann sjálfan. Þetta er kannski ekkert öðruvísi í Citroën C3 en í mörgum öðrum bílum í þessum flokki enda oft ekki ætlast til annars en í aftursætinu sitji börn og það er gott pláss fyrir allar mann- eskju í lægri kantinum auk barnabíl- stóls í aftursætinu. Skottið er ágætlega rúmt eða 282 lítra. Kanturinn niður í það er nokkuð hár svo það hentar ekki vel til stór- flutninga en þeim mun betur til inn- kaupaferða. Aftursætisbekkurinn er tvískiptur og hægt að fella hann niður til að auka farangursrýmið. Citroën C3 er tilvalinn sem annar bíll á heimili, í snattið og innanbæj- araksturinn. Hann hentar sérstak- lega vel fyrir pör sem eru að eignast sitt fyrsta barn eða eldra fólk sem er ekki oft með farþega en vill eiga þægi- legan og sparneytinn bíl sem hentar vel í helgarrúntinn út úr bænum. ingveldur@mbl.is 6 B FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar                                                             !               "   #     !              $      %  & $      '   ( )* +                            ! "    #$% %            &          $         '    ( ) &  *+, *+  +       !"  #! #$ %&' ' ((" &#  $!)# Vél: Fjórir stokkar, 1.600 rúmsentimetrar Afl: 110 hestöfl við 5.800 snúninga Tog: 147 Nm við 4.000 snúninga á mínútu Gírskipting: Sjálfskiptur Hröðun: 11,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 190 km/klst. Eigin þyngd: 1132 kg Lengd: 3.850 mm Breidd: 1.667 mm Hæð: 1.519 mm Verð: 1.789.000 kr. Umboð: Brimborg Citroën C3 Tilvalinn fyrir unga sem aldna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.