Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ 1 3 4 VANGAVELTUR um framtíð franska framherjans Thierry Henry hjá Arsenal og hugsanleg vistaskipti hans yfir í herbúðir Barcelona halda áfram. Henry segist ætla að gera heyrinkunnugt um framtíð sína áður en franska landsliðið hefur und- irbúning fyrir HM í knattspyrnu. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, segist vera vongóður um að Henry verði áfram hjá Arsen- al. „Ég hyggst ræða við Henry því ég vil hafa alla hluti á hreinu áður en undirbúningur nýs keppnistímabilis hefst,“ sagði Wenger í gær, daginn eftir að lið hans tapaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. „Við höfum innan okkar raða marga unga og efnilega knatt- spyrnumenn. Framtíðin er hjá Ars- enal með þennan hóp en það er al- veg ljóst að án Henry verður vinna okkar erfiðari en ella, hann hefur svo jákvæð og góð áhrif á yngri leik- menn. Með Henry innanborðs getur Arsenal orðið eitt fremsta félagslið heims,“ segir Wenger ennfremur. Laurent Blanc, fyrirliði franska landsliðsins þegar það varð heims- meistari árið 1998, segist sann- færður um að Henry verði áfram með Wenger hjá Arsenal. „Ef Arsen- al hefði unnið úrslitaleikinn við Barcelona þá hefði ég talið að hann færi frá félaginu eftir að hafa unnið allt sem hægt er með félaginu. Henry á ennþá eitt verk óunnið með Arsenal, vinna Meistaradeildina. Af þeirri ástæðu tel ég að hann verði áfram með Wenger,“ segir Blanc. Wenger er vongóður um að Henry verði um kyrrt ÖNNUR umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Landsbankadeild- arinnar, hefst í kvöld með tveimur leikjum. Fylkir tekur á móti Grindavík í Árbænum og í Keflavík fá heimamenn nýliða Víkings í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Fylkir og Grindavík unnu bæði leiki sína í fyrstu umferðinni, Fylkir lagði Víking 2:0 og Grindavík vann ÍA 3:2. Keflavík og Víkingur töpuðu hins vegar bæði, Keflvíkingar 1:2 í Eyjum og Víkingur heima gegn Fylki. Lið Fylkis gæti styrkst enn frekar í kvöld því Haukur Ingi Guðna- son og Hrafnkell Helgason, sem léku ekki gegn Víkingi, eru sennilega orðnir leikfærir eftir meiðsli. Grindvíkingar hafa fengið markvörðinn Colin Stewart frá Partick Thistle en Helgi Már Helgason verður þó áfram í marki þeirra í kvöld. Keflvíkingar verða áfram án Svíans sterka Kenneths Gustafssons, sem missti af leiknum í Eyjum og er ekki orðinn leikfær. Sigurlið í Árbænum en taplið í Keflavík KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin: Keflavíkurv.: Keflavík - Víkingur R. ...19.15 Fylkisvöllur: Fylkir - Grindavík ..........19.15 Bikarkeppni KSÍ, VISA bikar karla: Vilhjálmsvöllur: Höttur - Leiknir F. ........20 KR-völlur: KV - Kári..................................20 Grenivíkurvöllur: Magni - Hvöt................20 Hamarsvöllur: ÍH - Grótta ........................20 BLAK Evrópukeppni smáþjóða, kvennaflokkur: Digranes: Færeyjar - Kýpur.....................18 Digranes: Ísland - Skotland ......................20  Frír aðgangur er á leikina. Í KVÖLD KNATTSPYRNA VISA-bikar karla Bikarkeppni KSÍ, 2. umferð: KA – KS/Leiftur ...................................... 4:1 Sveinn Elías Jónsson 74., 89., Hreinn Hringsson 63., Srdjan Tufegdzic 88. – Sándor Zoltán Forizs 40. Vinir – Þór................................................ 1:2 Birgir Þór Þrastarson 12. – Ingi Hrannar Heimisson 64., Ibra Jagne 90. Sindri – Boltafélag Norðfjarðar.............. 5:3 Reynir S. – Drangur................................. 1:2 Neisti D. – Fjarðabyggð .......................... 0:3 Tindastóll – Völsungur............................. 3:0 ÍR – Árborg............................................... 2:1 Skallagrímur – Afturelding..................... 2:3  Eftir framlengingu. Selfoss – KFS ........................................... 5:1 Njarðvík – Kjalnesingar .......................... 7:1 Vináttulandsleikur Moldavía – Aserbaídsjan ......................... 0:0 England Umspil um sæti í 2. deild, undanúrslit, seinni leikur: Cheltenham – Wycombe.......................... 0:0  Cheltenham sigraði, 2:1 samanlagt, og mætir Grimsby í úrslitaleik. Svíþjóð Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Carlstad – Norrköping ............................ 0:2 Brommapojkarna – Mjällby.................... 1:2 Degerfors – Assyriska ............................. 2:0 Hammarby TFF – Halmstad.................. 1:2 Jönköping S. – Västerås .......................... 0:2 Kristianstad – Öster................................. 1:5 Skarhamn – Helsingborg ........................ 0:2 Enköping – Falkenberg........................... 2:4 Gefle – Åtvitaberg .................................... 4:2 Hässleholm – Djurgården ....................... 1:3 Landskrona – Örgryte............................. 3:0 Trollhättan – Elfsborg............................. 1:4 Väsby – Malmö FF................................... 1:0 Visby – Örebro.......................................... 3:2 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, undanúrslit: San Antonio – Dallas.............................98:97  Dallas er yfir, 3:2. Austurdeild, undanúrslit: Cleveland – Detroit ...............................86:84  Cleveland er yfir, 3:2. ÚRSLIT FÓLK  THEÓDÓR Óskarsson, knatt- spyrnumaður úr Fylki, gekk í gær til liðs við 1. deildar lið HK og skrifaði undir samning út þetta keppnistíma- bil. Theódór er 26 ára sóknarmaður sem hefur leikið 62 leiki með Fylki í efstu deild en hann spilaði með ÍH í 3. deild síðasta sumar.  VINIR, nýtt Akureyrarlið sem leikur í 3. deildinni í knattspyrnu í sumar, skaut 1. deildar liði Þórs skelk í bringu í 2. umferð bikar- keppninnar í gærkvöld. Vinirnir náðu forystu snemma og voru yfir fram í miðjan síðari hálfleik. Síðan stefndi allt í framlengingu en þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir leiktímann skoraði Ibra Jagne og tryggði Þórsurum nauman sigur, 2:1.  FRAM hefur framlengt samning sinn við ungversku handknattleik- skonuna Anett Köbli sem lék með liðinu í vetur. Köbli, sem er 29 ára gömul, gerði nýjan tveggja ára samning en hún lék 13 leiki með Fram í vetur og skoraði 116 mörk, eða tæplega 9 mörk að meðaltali. Framarar reikna með að allir þeir leikmenn sem léku með liðinu á ný- liðnu tímabili verði með á því næsta.                          ! "  #    $% %  &# %    '          () $%*  ! # + "+ + &$,  -  ! $ .  ,  $/#  ,  0   ' '    ! Þessir eru efstir í einkunnagjöf Morgun- blaðsins: Leikmenn Ármann Smári Björnsson, FH................... 2 Guðmundur Sævarsson, FH ...................... 2 Jóhann Þórhallsson, Grindavík.................. 2 Mounir Ahandour, Grindavík..................... 2 Tryggvi Guðmundsson, FH ....................... 2 Viktor Bjarki Arnarsson, Víkingi .............. 2 Lið FH............................................................... 10 Grindavík...................................................... 7 Breiðablik..................................................... 6 Fylkir............................................................ 6 ÍA .................................................................. 5 Víkingur R.................................................... 5 ÍBV ............................................................... 5 Valur ............................................................. 4 Keflavík ........................................................ 3 KR................................................................. 3    Jóhann Þórhallsson, Grindavík.................. 2 Tryggvi Guðmundsson, FH ....................... 2     Hér má sjá markskot liðanna, skot sem hitta á mark innan sviga og síðan mörk skoruð: Valur ........................................ 16 (6) 1 Fylkir ....................................... 15 (6) 2 Víkingur R. .............................. 15 (4) 0 ÍA.............................................. 13 (7) 2 ÍBV........................................... 12 (4) 2 Grindavík ................................. 11 (6) 3 Breiðablik ................................ 11 (7) 2 KR ............................................ 11 (4) 0 FH .............................................. 8 (6) 3 Keflavík...................................... 4 (4) 1    Gul Rauð Stig ÍA .............................................. 0 0 0 KR............................................. 0 0 0 FH............................................. 1 0 1 Fylkir........................................ 1 0 1 ÍBV ........................................... 1 0 1 Breiðablik................................. 2 0 2 Grindavík.................................. 2 0 2 Valur ......................................... 2 0 2 Keflavík .................................... 4 0 4 Víkingur R................................ 4 0 4  Gefið er eitt refsistig fyrir gult spjald og fjögur fyrir rautt spjald.  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.