Morgunblaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2006 C 5 Tækniteiknari Verkfræðistofan Hnit óskar eftir að ráða tækniteiknara til starfa sem fyrst. Starfið felst í almennri tækniteiknun á verkfræðisviði fyrirtækisins. Hæfniskröfur: • Nám í tækniteiknun • Góð kunnátta í AutoCAD nauðsynleg • Starfsreynsla æskileg • Samviskusemi og skipulagshæfni Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst nk. Umsjón með starfinu hefur Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, sigrunedda@radning.is hjá Ráðningarþjónustunni. Áhugasamir eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Ráðningarþjónustunnar, www.radning.is Löggiltur fasteignasali — sölumaður Óska eftir löggiltum fasteignasala, sölumanni og ritara til starfa. Reynsla æskileg. Þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar Morgunblaðsins eða á box@mbl.is merktar: „Híbýli — 18865“. Fasteignasalan Híbýli. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Leitað er að öflugum einstaklingi í starf prentsmiðs hjá þjónustusviði ríkisskattstjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem helstu verkefni eru umsjón, hönnun og umbrot prentverka, útlitshönnun vefsíðu, auglýsinga og kynningarefnis ásamt samskiptum við prentsmiðjur. Umsækjendur skulu hafa lokið sveinsprófi í prentsmíð eða sambærilegu námi og æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af hönnun og uppsetningu prentverka. Starfið krefst frumkvæðis og sjálfstæðis til verka, lipurðar í samskipum, góðs valds á rituðu máli og viðkomandi þarf að geta skipulagt verk sín vel. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til ríkisskattstjóra á tölvupóstfangið umsoknir@rsk.is eða með bréfi til RSK, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, merkt starfsmannastjóra, eigi síðar en 27. ágúst 2006. Nánari upplýsingar er að finna í starfaauglýsingu á www.starfatorg.is og einnig má hafa samband við Jón H. Steingrímsson, forstöðumann þjónustusviðs, Jón Ásgeir Tryggvason, deildarstjóra álagningardeildar og Ingu Hönnu Guðmundsdóttur, starfsmannastjóra, í síma 563-1100. RÍK ISSKATTSTJÓRI LAUGAVEGI 166 | 150 REYKJAVÍK rsk.is Prentsmiður ... ... grafísk hönnun Langar þig að vinna skemmtilega tæknivinnu? Við leitum að rafvirkjum í vinnu við uppsetningar og forritun á ýmsum öryggisbúnaði og í almenna raflagnavinnu. Snyrtileg innivinna á höfuðborgarsvæðinu. Vinsamlega sendið inn umsóknir á godirmenn@godirmenn.is. Upplýsingar í síma 820 5900. Óska eftir rafvirkjum Óska eftir að ráða nema á hárgreiðslustofu mína Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið 1. önn í iðnskóla og geti hafið störf sem fyrst. Áhuga- samir hringi í síma 697 3512 milli kl. 19 og 20. Bára Kemp. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.