Morgunblaðið - 12.12.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.12.2006, Qupperneq 43
                        !""" ! $ % &  '( ( #( )( *( ( +( ,( -( '(    ,=! #           JAMES Bond myndin Casino Ro- yale er enn í efsta sæti yfir vinsæl- ustu myndirnar í íslenskum kvik- myndahúsum, fjórðu helgina í röð. Rétt tæplega 3.000 manns sáu njósnara hennar hátignar skjóta mann og annan um þessa helgi, en alls hafa rúmlega 44.000 manns séð myndina. Jólamyndin The Holiday stökk beint í annað sætið, en myndin skartar þeim Jude Law, Cameron Diaz, Jack Black og Kate Winslet í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um tvær ungar konur sem búa hvor í sínu landinu en eru orðnar þreyttar á karlamálum. Þær ákveða því að skipta um heimili og flytja hvor til heimkynna annarrar rétt fyrir jólin. Þegar þangað er komið tekur tölu- vert á að koma sér inn í lífið á nýjum stað, en áður en langt um líður tekur að birta til í karlamálunum með óvæntum hætti. Alls sáu 2.852 The Holiday um helgina. Teiknimyndin Flushed Away heldur þriðja sætinu og jólamyndin Deck the Halls situr sem fastast í því fjórða. Ný í fimmta sætinu er hins vegar ævintýramyndin Dead or Alive sem er kvikmyndaútgáfan af samnefnd- um tölvuleik sem naut nokkurra vin- sælda ekki alls fyrir löngu. Myndin fjallar um hóp bardagakvenna sem taka þátt í bardagakeppni en meðan á þátttöku þeirra stendur notfæra illmenni sér bardagakeppnina til að leggja undir sig heiminn. Rúmlega 1.000 manns sáu myndina um helgina. Þá er Mýrin í sjötta sæti listans, en hún hefur nú verið á list- anum í átta vikur. Alls hafa rúmlega 79.000 manns séð túlkun Baltasars Kormáks á hinni þekktu sögu eftir Arnald Indriðason. Kvikmyndir | Vinsælustu kvikmyndirnar á Íslandi James Bond fer hvergi Vinsæl Jude Law og Cameron Diaz láta vel hvort að öðru í The Holiday. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 43 menning KVIKMYND Mel Gibsons, Apoca- lypto, fór beint í efsta sætið á að- sóknarlista norður-amerískra kvik- myndahúsa um helgina þrátt fyrir að enginn kunnur leikari leiki í henni, hún sé ofbeldisfull og Gib- son hafi lent í vandræðum í sumar þegar hann var tekinn ölvaður við akstur og gaf ýmsar vafasamar yf- irlýsingar um gyðinga og lögreglu. Apocalypto, sem Disney- kvikmyndafélagið dreifir, fjallar um menningu Maya-indíána og leikarar tala forna mállýsku Maya. Myndin aflaði um 14,2 milljóna dala tekna, sem er frekar lítið mið- að við 84 milljóna tekjur, sem síð- asta mynd Gibsons, Píslarganga Krists, aflaði á frumsýningarhelg- inni árið 2004. Rómantíska gamanmyndin The Holiday fór beint í 2. sætið en kvikmyndastjörnurnar Cameron Diaz, Kate Winslet, Jack Black og Jude Law leika í myndinni. Mör- gæsateiknimyndin Happy Feet fór niður í þriðja sæti og Bond-myndin Casino Royale í það fjórða. Í fimmta sæti fór ný spennu- mynd, Blood Diamond, með Leon- ardo DiCaprio, Jennifer Connelly og Djimon Hounsou í aðal- hlutverkum en hún gerist í Sierra Leone á síðasta áratug. Barna- myndin Unaccompanied Minors fór beint í 6. sæti. Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar Vestanhafs Gibson beint á toppinn Á toppnum Apocalypto fjallar um menningu Maya-indíána. 1. Apocalypto. 2. The Holiday. 3. Happy Feet. 4. Casino Royale. 5. Blood Diamond. 6. Unaccompanied Minors. 7. Deja Vu. 8. The Nativity Story. 9. Deck the Halls. 10. The Santa Clause 3: The Es- cape Clause. „TÍMINN er fugl sem féll hreiðr- inu úr“ kvað skáldið, og flögraði línan upp fyrir mér þegar ég komst að því að ellefu ár voru lið- in frá því er ég heyrði síðast leikna Stórsvítu Mozarts fyrir blásara. Það var í Landakots- kirkju 6.12. 1995 undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Yfirskriftin var þá sem nú „Kvöldlokkur á Jólaföstu“ og flytjendur flestir hinir sömu með Blásarakvintett Reykjavíkur að kjarna, nema hvað sveitin stjórnaði sér sjálf að þessu sinni. Auk þess var nú leik- ið í hlutfallslega hagstæðari hljómburði Fríkirkjunnar, þótt kalla mætti fært úr eyra í ökkla enda Fríkirkjan með þurrari hús- um. Samt var hún mun skárri kostur fyrir verk sem líklega hef- ur átt að þola flutning undir ber- um himni. Serenaða Mozarts, nú talin frá 1783/84, ber af öllum skemmti- verkum vínarklassíkur fyrir blás- ara. Melódískur frjóleiki hennar virðist ótæmandi og handverk ritháttar kemur manni hvað eftir annað til að halda að Wolfgang hafi alizt upp í blásarasveit frá blautu barnsbeini. Þetta mátti líka heyra á uppnumdum leik fjórtánmenninganna er náði furðuþjálli mótun án nokkurs stjórnanda. Að vísu sátu stakar tutti-nótur ekki alltaf 100% sam- tíma framan af, en upp úr Róm- önzunni (V), einhverri austurrísk- ustu músík allra tíma, tók samspilið að smella sem klukka, og kampakátína hópsins í tyrk- neska lokaþættinum var beinlínis bráðsmitandi. Að vísu gátu hæstu óbólínurnar komið svolítið ýlustrálegar út (aukin húsheyrð hefði sennilega mildað þær til muna), en annars var samleikurinn þéttur og sam- taka. Víða leyndi framúrskarandi tæknilipurð krefjandi einleiks- línur, t.d. þríólustakkató 1. fa- gotts í Tríó II fyrra Menúettsins og 16.-parta þess í allegrettokafla Rómözunnar, að maður tali ekki um hraðsaumskafla 2. klarínetts í III. tilbr. VI. þáttar – auðvitað að ógleymdum fjölmörgum fal- legum sönglínum í höndum leið- arara hvers blásarahóps. Þá sannaði tvöföldun kontrafagott- sraddar með kontrabassa sig rækilega og ljáði heildinni viðeig- andi botnfestu. Hópurinn rúnnaði af með kór- lagi Mozarts, Ave verum corpus, og tóku áheyrendur öllu að leiks- lokum með lófataki á fæti. Innblásinn blástur TÓNLIST Fríkirkjan W. A. Mozart: Serenaða nr. 10 í B-dúr K361 [K370a] fyrir blásara, „Gran Par- tita“. Daði Kolbeinsson & Peter Tompk- ins óbó, Einar Jóhannesson & Sigurður Ingvi Snorrason klarínett, Kjartan Ósk- arsson & Rúnar Óskarsson bassetthorn, Jósef Ognibene, Lilja Valdimarsdóttir, Þorkell Jóelsson & Emil Friðfinnsson horn, Hafsteinn Guðmundsson & Rúnar Vilbergsson fagott, Brjánn Ingason kont- rafagott og Jóhannes Georgsson kontra- bassi. Þriðjudaginn 5. desember kl. 20. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson DRÖFN Friðfinnsdóttir (1946–2000) átti frjóasta listferil sinn síðustu tíu árin í lífi sínu þar sem stórar tréristur voru aðalviðfangsefni hennar. Á sýningu á verkum Drafnar í Listasafni Akureyrar er enda lögð megináhersla á trérist- urnar þótt einnig séu þar til sýnis nokkur málverk og dú- kristur. Á sýningunni og í veglegri sýningarskrá er sýnt hvernig Dröfn vann hin stóru þrykk með því að leggja pappírinn á útskorna krossviðarplötu og nudda bakhliðina á pappírnum með hvalbeini, þumlung fyrir þumlung. Möguleikarnir í vinnsluferlinu eru ótalmargir og Dröfn hefur nýtt sér það að bera mismunandi liti á tréplötuna og þrykkja mismunandi myndir ásamt því að halda áfram að skera í plötuna milli þrykkja. Myndflöturinn nær þannig óvenjulegum þéttleika og dýpt um leið og náttúrulegar æðar viðarins glæða myndirnar náttúrulegri og líkamlegri tilfinningu. Tréristur Drafnar eru oft í dekkra lagi eins og fallið sé húm á daginn og stuttur tími eftir til verka. Auðvitað leið- ist maður út í slíkan lestur í samhengi við að listakonan dó fyrir aldur fram á hátindi listsköpunar sinnar. En því er ekki að neita að myndverkin eru dulúðugur og róm- antískur óður til náttúrunnar með sterkum táknmyndum sem vísa til trúarinnar. Tákn hins andlega og þess jarð- neska renna þá oft saman eins og í spurn um eðli tilver- unnar. Þetta má sjá í táknmyndum kera og kanna sem taka einnig á sig form olíu eða lýsislampa. Lamparnir eru biblíuleg og sígild táknmynd mannsins sem vísar til nauð- synjar þess að hafa ávallt olíu á lampa sínum og að setja ljós sitt ekki undir mæliker. Eðlilegast er að líta á myndir Drafnar sem hennar ljós í lífinu sem hún beinir að veröldinni sjálfri, náttúrunni, and- legum víddum og ekki síst eigin sálarlífi og miðli til okkar, áhorfenda verkanna. Verkið Bæn Maríu þar sem fimm- blaða blóm með hjartablöðum ásamt skínandi kórónu lýsa upp myrkrið er afdráttarlaust og gefur tilefni til að skoða önnur verk hennar út frá reynslu kvenna og stöðu þeirra í táknsögu trúarinnar. Slík reynsla er ekki bundin sögulegri athugun, heimspekilegri eða guðfræðilegri orðræðu for- tíðar heldur raunverulegri tilvistarlegri reynslu sem hver maður upplifir á sjálfum sér. Dúkristur Drafnar frá árinu 1990, Tilveran I og II, hafa ævintýralegra yfirbragð en tréristurnar sem á eftir komu. Þar má sjá frjálsleg form gegnsærra vasa eða glasa sem innihalda frekar en þau séu skreytt með dýra-, manns- og náttúrumyndum svo að helst virðist sem sköpuninni allri hafi verið safnað í eina heild. Hér er kannski komin tákn- mynd kaleiks sem býður okkur að innbyrða sköpunina og lífið sem heild þar sem allt hangir saman. Tréristurnar eru sjónrænt ljóðrænni og fæðast í augum áhorfandans þegar hann áttar sig á að þær eru ekki eins eintóna og í fyrstu virðist né naumar í frásögn. Verkið Húm frá árinu 1992 er dæmi um listaverk sem kveikir á ímyndunaraflinu þar sem sérstætt litasamspil og form sem eru á mörkum hlutveru draga fram frásagnir og til- finningar fyrir óbreytanlegum sannindum. Verk Drafnar eiga eftir að verða listunnendum uppspretta upplifana og vangaveltna í framtíðinni eins og öll önnur góð list. Lista- safn Akureyrar á hrós skilið fyrir þá næmi sem það sýnir gagnvart list og listsköpun heima í héraði því vakandi andi gagnvart því sem gerist best nær ekki síður en fjær kveik- ir í bæði listamönnum og listunnendum og örvar til dáða. Tilveran, tómið MYNDLIST Listasafn Akureyrar Til 17. des. 2006. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12–17. Aðgangur 400 kr. Tréristur, málverk – Dröfn Friðfinnsdóttir Þóra Þórisdóttir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eftir Dröfn „Eðlilegast er að líta á myndir Drafnar sem hennar ljós í lífinu sem hún beinir að veröldinni sjálfri, náttúrinni, andlegum víddum og ekki síst eigin sálarlífi og miðli til okkar, áhorfendur verkanna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.