Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 1
miðvikudagur 10. 1. 2007 íþróttir mbl.is íþróttir Gylfi Einarsson loks tilbúinn í slaginn með Leeds >> 3 STJARNAN SÆKIR AÐ VAL STJÖRNUKONUR LÖGÐU GRÓTTU Á SANNFÆRANDI HÁTT EN HK NÁÐI ÓVÆNTU JAFNTEFLI GEGN VAL >> 4 „Jú, þakka þér fyrir, ég er bara mjög hamingjusamur með þetta allt saman. Það hefur gengið vel hjá okk- ur síðan ég tók við og nú höfum við unnið fimm heimaleiki í röð,“ sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn í gær. Jón Arnar sagði að þannig vildu ÍR-ingar hafa það. „Við viljum hafa þetta þannig að Seljaskólinn sé okk- ar heimavöllur og við eigum hann. Hingað eiga ekki að koma lið sem telja það auðvelt að vinna okkur hérna,“ sagði þjálfarinn. Leikurinn í gær var jafn og spenn- andi og talsvert sveiflukenndur. Borgnesingar hófu leikinn á svæð- isvörn en skiptu í maður á mann í öðrum leikhluta. ÍR hélt sig hins vegar við maður á mann vörn allan leikinn og léku hana lengstum vel – sérstaklega í þriðja leikhlutanum. Tíu stig í röð snemma í fyrsta leik- hluta komu Skallagrími í 17:7, en ÍR svaraði með sjö stigum í röð. Undir lok leikhlutans var Skallagrímur 24:16 yfir en þá kom 21 stig frá ÍR á meðan gestirnir gerðu aðeins tvö. Staðan 27:26 eftir fyrsta leikhluta. Jafnræði var einnig í öðrum leik- hluta, Skallagrímur komst þó í 45:38 með því að gera 9 stig í röð um mið- bik hans. Í þriðja leikhluta var lítið skorað, ÍR náði þó að gera 23 stig og með frábærri vörn hélt liðið heimamönn- um í tíu stigum alveg þar til þeir gerðu þriggja stiga körfu í lok hans. Staðan 73:64 fyrir síðasta leikhluta. Með tveimur þriggja stiga körfum í upphafi minnkaði Skallagrímur muninn í þrjú stig en nær komst liðið ekki og reynsluboltinn Eiríkur Ön- undarson, sem hafði sig lítið í frammi nema undir lokin, gerði síðustu átta stig ÍR-inga. „Við lékum fína vörn í dag. Reynd- ar fengum við of mörg stig á okkur í fyrri hálfleik en bættum úr því í þeim síðari. Annars var þetta svipaður leikur og í deildinni fyrir áramótin,“ sagði Jón Arnar, þjálfari ÍR. Hreggviður Magnússon átti stór- leik hjá ÍR, skoraði grimmt og var drjúgur í fráköstum. Nate Brown er öruggur með boltann og því tapar liðið honum ekki oft. Steinar Arason átti flottan leik, lék mjög góða vörn á móti Jovan Zdravevski og gerði auk þess 15 stig með fimm þriggja stiga körfum. Hann hefði að ósekju mátt skjóta meira því hann hitti í fimm af sex skotum sem er mjög góð nýting. ÍR-ingar á siglingu Morgunblaðið/Kristinn Góður Hreggviður Magnússon lék vel fyrir ÍR í gær, hér verst hann gegn Pálma Sævarssyni. ÍR-INGAR eru í miklum ham í körfunni þessa dagana og í gær- kvöldi tryggði liðið sér sæti í und- anúrslitum bikarkeppni Lýsingar og KKÍ með því að leggja Skalla- grím í Seljaskóla, 92:88. Þetta er annar sigur ÍR á Skallagrími skömmum tíma því 29. desember hafði liðið betur í deildinni. Á Sel- fossi höfðu Keflvíkingar betur gegn liði FSu, 117:77 og tryggði sér einnig sæti í undanúrslitum en þar verða einnig Grindavík og Hamar/Selfoss. Skallagrímur lá öðru sinni í Seljaskóla Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is ÞEIR eru ekki margir stuðn- ingsmenn enska knattspyrnu- liðsins Liverpool sem hafa áð- ur upplifað að sjá lið sitt fá á sig sex mörk á heimavelli sín- um, Anfield. Það er hugsan- legt að einhverjir slíkir hafi verið á meðal áhorfenda í gærkvöld þegar lið þeirra fékk útreið gegn Arsenal í átta liða úrslitum deildabik- arsins, 3:6, en þá eru þeir orðnir ansi aldraðir. Það eru nefnilega liðin 77 ár síðan Liv- erpool fékk síðast á sig sex mörk á An- field en það gerðist 19. apríl 1930 þegar Sunder- land vann þar stór- sigur, 6:0. Brasilíumaðurinn Julio Baptista var í aðalhlutverki hjá Arsenal því hann skoraði fjögur markanna, auk þess sem Jerzy Dudek, markvörð- ur Liverpool, varði frá honum vítaspyrnu. Liverpool varð fyrir enn meiri áföllum í leiknum því þeir Luis Garcia og Mark Gonzalez voru báðir bornir slasaðir af velli og Rafael Benítez, knattspyrnustjóri fé- lagsins, sagði eftir leikinn að hætt væri við því að báðir yrðu þeir lengi frá keppni. | 3 Julio Baptista Arsenal með sex mörk á Anfield, fyrst liða í 77 ár ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu fær líklega eng- an undirbúningsleik fyrir leikinn gegn Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á sólareyjunni Majorka, miðvikudaginn 28. mars. ,,Við höfum reynt að útvega liðinu leik 7. febrúar sem er alþjóðlegur leikdagur en okkur hefur ekki orðið ágengt enn sem komið er og að óbreyttu þá spilum við engan æfingaleik fyrir leik- inn á móti Spánverjum,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Morgunblaðið. Íslendingum var boðið að spila leik gegn Svartfell- ingum í Podgorica þann 24. mars en því boði var hafnað þar sem landsliðsþjálf- aranum Eyjólfi Sverrissyni fannst leikurinn of nálægt leiknum við Spánverja. Íslendingar hafa lokið fjór- um leikjum í undankeppninni og er uppskeran í þeim leikj- um þrjú stig. Sigur vannst á N-Írum í Belfast, 3:0, í fyrsta leiknum en í kjölfarið fylgdu töp geg Dönum, 2:0, Lettum, 4:0, og Svíum, 2:1. Næstu leikir í riðlinum verða 24. mars þegar Spán- verjar taka á móti Dönum og Liechtenstein á móti N-Írum en fjórum dögum síðar mæt- ast Spánverjar og Íslend- ingar, Liechtenstein og Lett- ar og N-Írar og Svíar. Enginn æfingaleikur fyrir Spánarleikinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.