Morgunblaðið - 10.01.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 10.01.2007, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Larry Brown,einn reynd- asti þjálfari NBA-deild- arinnar, segir að hann ætli sér ekki að taka við þjálfun Phila- delphia 76’ers á ný en hann var ráðinn til starfa hjá félaginu fyrir skemmstu í ýmis sérverkefni. Brown sagði við bandaríska fjöl- miðla í gær að það kæmi ekki til greina að taka við þjálfun 76’ers á ný. „Eftir það sem gerðist á síðasta ári þá held ég að það sé best fyrir mig að halda mig frá þjálfun. Ég er 66 ára gamall og ég er ekki viss um að slíkt starf henti mér lengur,“ sagði Brown en honum var sagt upp störfum sem þjálfari New York Knicks í júní á síðasta ári en undir hans stjórn tapaði liðið 59 leikjum af alls 82 í NBA-deildinni.    Brown gekk illa að starfa meðIsiah Thomas, forseta Knicks, og Thomas tók við þjálfun liðsins í kjölfarið. Brown hefur þjálfað í 34 ár og var hann þjálfari 76’ers í 6 ár á tímabilinu 1997–2003 sem er lengsta tímabil hans hjá sama félag- inu. Brown gerði Detroit Pistons að NBA-meisturum árið 2004 en árið 1988 var hann þjálfari háskólaliðs Kansas sem varð háskólameistari. Á ferli sínum hefur hann fagnað 1.000 sigrum í NBA-deildinni.    Barcelona hef-ur boðið dönsku bræðr- unum Andreasi og Mads Laud- rup til reynslu hjá félaginu en um páskana ætla Börsungar að skoða nokkra unga leikmenn sem kunna að fá samning hjá Evrópu- og Spánarmeisturunum í framtíðinni. Andreas, 16 ára, og Mads, 17 ára, eru synir Michaels Laudrups sem gerði garðinn frægan með Barce- lona á árum áður og þykja piltarnir hafa erft ýmislegt frá föður sínum á fótboltasviðinu. Andreas var nýlega til skoðunar hjá hollenska liðinu Ajax en Mads er á samningi hjá FC Köbenhavn. Michael Laudrup var nýlega val- inn besti knattspyrnumaður Dana fyrr og síðar. Hann lék 167 leiki með Barcelona á árunum 1989 til 1994.    Samkvæmt fréttum í tékkneskumfjölmiðlum hafa Englands- meistarar Chelsea hug á að krækja í tékkneska sóknarmanninn Milan Baros frá Aston Villa. Móðir hans og umboðsmaður staðfestu þetta bæði og samkvæmt umboðsmann- inum eru viðræður í gangi. Tékk- neska dagblaðið Blesk hefur eftir móður leikmannsins að sonur henn- ar hafi skýrt fjölskyldunni frá þessu á aðfangadag en þá hafi um algjört leyndarmál verið að ræða. Þau hafi tekið það svo alvarlega að systur hans hafi ekki einu sinni verið sagt frá þessu um jólin. Fólk sport@mbl.is ,,Vörnin var frábær í fyrri hálfleik. Góð færsla á leikmönnum og stelp- urnar voru allar klárar á sínum hlut- verkum. Þeim tókst að leysa allar þær sóknarútgáfur sem settar voru upp á móti okkur og það skildi liðin að. Þetta var breyting frá því í Vals- leiknum því nú fórum við að vinna með það sem við kunnum í hand- bolta, en ekki einhverja aðra þætti. Ég hafði gaman af því að sjá svo marga minna leikmanna sýna sínar bestu hliðar í dag því engin þeirra sýndi sitt rétta andlit gegn Val. Ég er með mjög breiðan og skemmti- legan hóp en þó höfum við misst Hörpu Sif landsliðskonu, sem skaðar okkur í 6-0 vörn, sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar niðurstaðan lá fyrir. Óhætt er að taka undir með Að- alsteini að 3-2-1 vörn Stjörnunnar í fyrri hálfleik hafi gert útslagið enda var hún nánast ógnvekjandi á köfl- um. Stjörnuliðið er kannski ekki há- vaxið en í liðinu eru glettilega marg- ar stelpur sem eru mjög sterkar í stöðunni maður á móti manni. Grimmum varnarleik var svo fylgt eftir með mörgum hraðaupphlaups- mörkum sem er dýrmætt gegn sterku varnarliði eins og Gróttu. Gróttustelpur sá aldrei til sólar eftir slæma byrjun en Natasa Damljano- vic og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir stóðu upp úr í þeirra herbúðum. Kristín Clausen átti frábæran leik sem fremsti maður í vörn Stjörn- unnar og stal boltanum ítrekað af andstæðingunum. Hún var sátt við dagsverkið að leiknum loknum: ,,Við vorum staðráðnar í því að bæta fyrir tapið gegn Val þar sem við áttum slakan dag. Við mættum allar til- búnar að þessu sinni og það gekk nánast allt upp. Við erum mjög gott varnarlið og vörnin small í dag en við hættum heldur ekki að keyra hratt á þær þó við værum með gott forskot. Varðandi framhaldið þá líst mér vel á það enda er ennþá hörku- spenna í toppbaráttunni. Hvert stig skiptir miklu máli og þannig á það að vera. Óvænt úrslit í Laugardalshöllinni Flestir reiknuðu með auðveldum sigri Vals á HK í Laugardalshöll- inni, enda var Valur á toppnum en HK í þriðja neðsta sætinu með að- eins sjö stig. En úrslitin urðu jafn- tefli, 29:29, og þar með missti Valur af dýrmætu stigi í baráttunni um Ís- landsmeistaratitilinn. HK komst í 8:3 en Valur jafnaði, 9:9, og virtist stefna í öruggan sigur eftir að hafa komist í 15:10. Kópa- vogsstúlkurnar höfðu hinsvegar ekki lagt árar í bát, þær minnkuðu muninn í 15:12 fyrir hlé og jöfnuðu metin fljótlega í síðari hálfleik. Eftir það var leikurinn í járnum til leiks- loka og það voru Valskonur sem skoruðu síðasta markið, 29:29. HK átti möguleika á að tryggja sér sig- urinn, var með boltann síðustu 12 sekúndurnar, en Kópavogsliðið náði ekki góðu skoti í lokin og jafntefli varð því niðurstaðan. Díana ekki endurráðin „Við ætluðum okkur að taka stig af Val í kvöld, vissum að við gætum gert það með vel skipulögðum leik, auk þess sem eftir svona langt frí er ýmislegt hægt. Í síðustu sókninni lagði ég fyrir stelpurnar að taka enga áhættu, láta leikinn frekar renna út og halda stiginu en að skjóta of snemma og eiga á hættu að fara tómhentar úr leiknum. Þessi úr- slit gefa okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið hjá okkur,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari HK, við Morgunblaðið eftir leikinn. Ljóst er að HK skiptir um þjálf- ara eftir þetta tímabil en Díana sagði við Morgunblaðið að sér hefði verið tilkynnt það fyrir nokkrum dögum að hún yrði ekki endurráðin. Þetta er annað ár hennar með liðið en HK hóf keppni í meistaraflokki á síðasta tímabili. „Það eru mér mikil vonbrigði að fá ekki að halda áfram með liðið og byggja ofan á það sem við höfum verið að gera í fyrra og í vetur. Vissulega hefur þetta verið erfiðara fyrir okkur í vetur en í fyrra, enda er annað árið oft erfiðara fyrir nýliða en það fyrsta, en ég er sannfærð um að ég get náð mun lengra með liðið á næsta tímabili,“ sagði Díana Guð- jónsdóttir. Fram vann Akureyri, 19:13, í þriðja leik gærkvöldsins sem fram fór í KA-heimilinu á Akureyri. Stjarnan númeri of stór fyrir Gróttu HK náði óvæntu jafntefli gegn Val í Laugardalshöll. Stjarnan og Valur með jafnmörg töpuð stig í efstu tveimur sætum deildarinnar STJARNAN úr Garðabæ komst á sigurbraut á ný, í DHL deild kvenna í handknattleik á Seltjarn- arnesi í gærkvöldi er liðið lagði Gróttu 26:20. Með sigrinum tókst Stjörnuliðinu að slíta sig aftur frá Gróttu og Haukum, sem eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar, en Stjarnan tapaði síðasta leik gegn Val sem trónir á toppnum. Stjarnan var númeri of stór fyrir Gróttu í þessum leik og lokatölurnar eru síst til þess fallnar að ýkja þá yf- irburði sem Garðbæingar höfðu í leiknum. Morgunblaðið/Golli Sloppin Rakel Dögg Bragadóttir úr Stjörnunni er hér kominn framhjá Önnu Úrsulu Guðmundsdóttur úr Gróttu. Eftir Kristján Jónsson og Víði Sigurðsson ALAN Pardew, knattspyrnustjóri Charlton Athletic, vonast eftir því að vera með varnarjaxlinn Hermann Hreiðarsson á ný í sínu liði þegar það tekur á móti Middles- brough í mikilvægum fallslag í ensku úr- valsdeildinni á laugardaginn. Hermann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Charlton vegna meiðsla, gegn Ars- enal í úrvalsdeildinni og Nottingham For- est í bikarkeppninni. Charlton tapaði fyrri leiknum 4:0 og þeim síðari 2:0. „Ég þarf á sterkum persónuleikum að halda, leikmönnum sem taka á sig ábyrgð og spila vel þegar illa gengur. Ég á von á því að fá aftur í liðið einn til tvo afar mik- ilvæga leikmenn sem hafa verið meiddir. Það var verra að missa Her- mann Hreiðarsson út úr liðinu en nokkurn annan leikmann, og ég vonast eftir góðum viðbrögðum um næstu helgi í leik sem er gífurlega þýðing- armikill fyrir okkur,“ sagði Pardew á vef Charlton í gær. Charlton er næstneðst í úrvalsdeildinni en Middlesbrough er fjórum sætum ofar með 24 stig. Verst að missa Hermann út Hermann Hreiðarsson FORRÁÐAMENN spænska knattspyrn- ustórveldisins Real Madrid hafa tilkynnt David Beckham, fyrrum fyrirliða enska landsliðsins, um að hann þurfi að fara að taka ákvörðun um framtíð sína í fótboltanum. Real Madrid gerði honum fyrir nokkru nýtt tilboð um að leika áfram með félaginu en samningur hans rennur út í sumar. Beckham hefur verið orðaður við mörg félög að undanförnu. „Við buðum honum framlengingu á samningi sínum fyrir nokkrum mánuðum, enda er Beck- ham okkur mikilvægur leikmaður og ekki síður mikilvæg ímynd fyrir félagið. Hann vildi fá tíma til að hugsa málið en nú er staðan hjá okk- ur sú að við höfum ekki mikinn tíma lengur og þurfum að fá þetta mál á hreint. Það ætlum við að gera í næstu viku,“ sagði Prredrag Mijatovic, fram- kvæmdastjóri Real Madrid, á vef félagsins í gær. Beckham hefur ekki átt fast sæti í liði Real í vetur, eftir að hinn ítalski Fabio Capello tók við þjálfun liðs- ins. Hann hefur þó spilað talsvert að undanförnu. Forráðamenn Real Madrid hafa ítrekað látið í ljós mikinn áhuga á að hafa hann áfram í sínum röðum. Beckham þarf að ákveða sig David Beckham

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.