Morgunblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Edith DamRagnarsson fæddist í Norðskála í Færeyjum 14. mars 1938. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 22. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Anton Carl Martin Dam, f. 23.11. 1907, d. 27.2. 1980, og Mourentsa Margr- etha Julia Dam, f. 25.12. 1909, d. 8.9. 1987, fædd Dahl. Systkini Edith- ar eru Sigmund Dam, f. 14.8. 1935, Kamma Dam, f. 20.8. 1936 og Jónstein Dam, f. 1.7. 1941. Eiginmaður Edithar er Reynir Ragnarsson, f. 16.1. 1934. Þau giftust 29.6. 1957. Foreldrar hans voru Ásgeir Ragnar Þor- steinsson, f. 5.9. 1908, d. 9.9. 1998 og Guðrún Lilja Gísladóttir, f. 23.7. 1909, d. 20.5. 2002. Börn þeirra Edithar og Reynis eru: 1) Gísli Daníel, f. 3.11. 1957, barns- móðir Guðrún Ólafsdóttir, f. 10.5. 1959. Börn þeirra eru: Æsa, Vífilsstöðum árið 1956, þegar hún kynntist Reyni. Fyrstu árin bjuggu þau með foreldrum Reyn- is á Höfðabrekku í Mýrdal og í Vík, meðan þau voru að byggja upp nýbýli sitt Reynisbrekku, sem byggt er út úr Höfðabrekku- jörðinni. 1961 fluttu þau á nýbýl- ið Reynisbrekku og bjuggu þar til ársins 1978 en þá fluttu þau til Víkur. Edith rak farfuglaheimili á Reynisbrekku, yfir sumartím- ann, frá 1983 og var það þeirra annað heimili þar til það brann árið 1999. Edith vann allmörg ár hjá Kaupfélagi Skaftfellinga við ýmis störf. Gegndi einnig ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Versl- unarmannafélag V-Skaftafells- sýslu og var síðar einn af frum- kvöðlum stofnunar menningarfélags um rekstur Brydebúðar í Vík og alllengi for- maður þess félags. Edith starfaði einnig á dvalarheimilinu Hjallat- úni í Vík svo og við mörg önnur störf og var alls staðar virtur starfsmaður. Edith verður jarðsungin frá Víkurkirkju í Mýrdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Óðinn, Þorgerður Hlín, Guðrún Lilja og Gunnar Sveinn. 2) Margrét Lilja, f. 23.7. 1959, maki Herbert V. Bald- ursson, f. 14.5. 1957, börn: Daníel Oliver Sveinsson, Kristrún Friðsemd Sveins- dóttir, Brynhildur Mörk Herbertsdóttir og Benedikt Her- bertsson. 3) Ásrún, f. 24.6. 1961, maki Michal Rasch, f. 9.8. 1949, börn þeirra Sveinn Poul og Emil. 4) Ragnar Anton, f. 24.6. 1961, maki Marianna Johann- essen, f. 22.12. 1960. Börn: Sunn- eva Edith, Reynir og Anton Æg- ir. 5) Kristín Þorgerður, f. 21.2. 1964, maki Yves Deferne, f. 16.12. 1962, börn þeirra eru Sandra, Gísli og Nicolas Þor- steinn. Barnabarnabörn eru orð- in 6. Einnig leit Edith á Baldur Frey, Þórð Valdimar, Fanney Dögg og Jesper sem sín barna- börn og gerði þar engan mun á. Edith starfaði á heilsuhælinu Í dag verður jörðuð mágkona mín Edith Ragnarsson. Okkur hjónum er bæði ljúft og skylt að minnast þess- arar einstöku konu þar sem hún varð áhrifavaldur í lífi okkar. Ég fylgdist með að nokkru leyti er bróðir minn og félagi hans á búinu í Krýsuvík árið 1954–55 voru að skjóta sér í tveimur gullfallegum færeyskum stúlkum, sem unnu á hælinu á Vífilstöðum. Edith og Reynir náðu saman og reistu sér ný- býli úr landi Höfðabrekku, sem þau nefndu Reynisbrekku. Reynir var oft langdvölum frá búinu vegna vinnu sinnar hjá ræktunarsamband- inu og því féll það á herðar Edithar að sinna búi og börnum. Börn þeirra urðu alls fimm og öll komust þau á legg og eiga nú börn og buru á Ís- landi, Danmörku og í Sviss. Það var í febrúar 1964 þegar yngsta dóttir þeirra hjóna var ný- fædd, að við Erna fórum austur að Reynisbrekku og tókum hana til fósturs. Það er vart hægt að ímynda sér meiri fórnfýsi af hálfu foreldra en að færa barn sitt nýfætt öðrum til varðveislu og uppeldis. Fram að þeim tíma höfðum við hjónin ekki átt barnaláni að fagna. Þarna urðu þáttaskil í lífi okkar og getum við aldrei fullþakkað þeim hjónum fórn þeirra. Kristín Þor- gerður varð nafn stúlkubarnsins sem upp frá því átti tvenna foreldra. Hún varð óbeint slíkur áhrifavaldur að við eignuðumst 4 börn til viðbótar og öll hafa þau orðið nýtir borgarar. Edith var afskaplega hreinskilin kona, stundum örlynd en alltaf rétt- sýn og raungóð. Hún sýndi það og sannaði að henni var ekki fisjað sam- an. Með ótrúlegri bjartsýni breyttu þau hjón Reynisbrekkunni í far- fuglaheimili og hvíldi sá rekstur að mestu leyti á hennar herðum. Þar áttum við hjónin ætíð víst at- hvarf þegar við heimsóttum Mýrdal- inn. „En bærinn brann og fólkið fann sér annan samastað,“ eins og segir í kvæðinu og Edith fann sér aðra vinnu og þau hjón héldu áfram lífs- baráttunni og hafa sýnt það og sann- að með störfum sínum í Vík að oft er betra að berjast fyrir góðu mannlífi í heimasveit en að safna auði í eigin ranni. Megi góður guð styrkja þig og af- komendur þína í sorg ykkar, kæri bróðir og mágur. Þorsteinn og Erna. Mágkona okkar, Edith Dam, lést 22. janúar sl., tæplega 69 ára að aldri. Fyrir hönd okkar yngstu systranna frá Höfðabrekku minnist ég hennar nokkrum orðum. Það var haustið ’56, að Reynir bróðir okkar kynnti hina 18 ára færeysku unnustu sína í Höfðabrekku. Hún var glæsi- leg, hlédræg, prúð í fasi og bar þenn- an einstaka færeyska þokka. Okkur var hún sem framandi andblær, átti mál, sem var svo svipað okkar, en þó svo skemmtilega frábrugðið. Um vorið fluttu þau að Höfðabrekku og fengu tvö lítil herbergi til umráða, í öðru var innréttað eldhús, í hinu sof- ið. Edith var okkur sem systir, hún hafði til að bera sterkan persónu- leika, ríka réttlætiskennd og skap- festu, og heyrðist jafnvel stundum blóta á færeysku, eins og „puina doj“, sem okkur þótti frábært! Það hefur án efa verið erfitt fyrir Edith að koma í framandi umhverfi í af- skekktri sveit, og unnustinn oft lang- dvölum í vinnu. En hún var fljót að aðlagast og margar stundir áttum við systurnar í litla eldhúsinu henn- ar, drukkum sætt te með mjólk og borðuðum framandi „Jacob’s“-tekex með osti og stundum apríkósumar- melaði að ógleymdum góðu kan- elsmákökunum hennar. Hún tók okkur sem jafningjum og við áttum okkar athvarf hjá henni ef eitthvað bjátaði á. Varð hún oft okkar sverð og skjöldur. Þau giftu sig um sum- arið og um haustið fæddist frum- burðurinn Gísli Daníel. Er þau áttu von á sínu öðru barni, leigðu þau sér lítið hús í Vík. Þar fæddist Margrét Lilja. Keyptu þau gamlan strætis- vagn og innréttuðu hann og Edith gerðist ráðskona hjá vegavinnu- flokknum hans. Þau byggðu nýbýlið Reynisbrekku, eignuðust tvíburana Ásrúnu og Ragnar Anton og hófu búskap með kindur og kýr. Er tví- burarnir voru tæpra þriggja ára fæddist þeim dóttir. Varð að ráði að hún yrði alin upp hjá Þorsteini bróð- ur og Ernu konu hans, sem ekki hafði orðið barna auðið. Lýsir þetta vel fórnfýsi og skapstyrk Edithar. Var Kristín Þorgerður alin upp sem þeirra dóttir, með fullri vitneskju um uppruna sinn og rætur. Árin liðu, þau fluttu til Víkur. Þar starfaði Edith við ýmis þjónustustörf. Þau hjónin voru alltaf samstiga, könnuðu ótrauð nýjar slóðir. Reynisbrekku gerðu þau að farfuglaheimili, eign- uðust þau marga vini gegnum það starf. Edith átti sér ýmis áhugamál og vann ötullega að þeim öllum. Hún starfaði að ýmsum félagsmálum og var einn stofnenda að menningar- félagi um „Brydebúð“ í Vík. Hún var í Kvenfélagi Hvammshrepps og í Kirkjukór Víkurkirkju. Hún var góð- ur málsvari allra er minna máttu sín. Hún bar mikla umhyggju fyrir barnabörnunum sínum og reyndist þeim styrk stoð gegnum árin. Er missir þeirra mikill, sem og allra er áttu hana að. Örfáum dögum fyrir andlátið var hún full bjartsýni um batnandi heilsu, en skjótt skipast veður í lofti. Í hugum okkar mun Edith alltaf vera hin sanna hetja. Innilegar samúðarkveðjur færum við Reyni bróður, Denna, Möggu, Ásu, Ragnari, Kristínu og fjölskyld- um þeirra, sem og systkinum Edith- ar, Kömmu, Sigmund, og Jónstein og þeirra fjölskyldum. Blessuð sé minning hennar. Ína Sóley og Sallý Ragn- arsdætur. Nú er höggvið skarð í hóp góðu vinanna úr æskunni. Edith, mamma æskuvina okkar, þeirra Denna og Möggu, er fallin frá langt fyrir aldur fram. Okkar fyrstu minningar tengj- ast henni og hennar fjölskyldu þar sem þau áttu heima í Möttuhúsi, sem var næsta hús við fyrsta æskuheimili okkar í Víkinni, Einarsstaði. Seinna fluttu þau að Reynisbrekku og við fluttum í raðhúsin. Reynir var mikið í burtu að ræsa fram mýrar og að vinna önnur framfaraverk og var þá Edith ein heima með barnaskarann, Denna, Möggu og tvíburana Ásu og Gutta. Denni átti það til að hverfa upp um fjöll og firnindi eða á aðra bæi og átti Edith þá ekki auðvelt með að komast út og leita að pöru- piltinum. Sagan segir að vorið 1964 hafi Reynir komið að máli við Magga Þórðar og beðið um að fá Pálma lán- aðan sem félagsskap fyrir Denna, það héldi drengnum kannski meira heima við. Eftir á að hyggja hafa þau Reynir og Edith kannski misreiknað sig og höldum við að þetta hafi mest verið viðbótarálag á Edith. En hún tók þessu með jafnaðargeði eins og öðru. Og alltaf var pláss fyrir börn á heimilinu og stundum kom Gerður líka með til að vera með Möggu. Í minningunni er sumarið 1964 sér- staklega sólríkt og heitt og engin ástæða til að vera í neinni spjör úti að leika sér. Edith kallaði í mat og drekkutíma og gjarna var drukkið úti í góða veðrinu. Eftir slíka daga var baðkarið fyllt af vatni og öllum börnum skutlað saman í baðið og þar var síðan buslað og svo var spúlað og öllum pakkað inn í náttföt. Heimili þeirra varð eins og annað heimili okkar. Það var eins og við værum sjálfsagður hluti af barna- skaranum. Í minningunni var Edith alltaf brosandi og hlý. Þótt hún þyrfti stundum að gera tilraun til að byrsta sig þegar henni fannst uppátæki Denna og Pálma ganga of langt mátti iðulega sjá hana brosa bak við ávíturnar. Þegar fjölskyldan flutti frá Reynisbrekku til Víkur voru sömu góðu tengslin, þó seinni árin hafi heimsóknirnar verið færri en maður hefði viljað. Það er einhvern veginn þannig að maður heldur að fólkið sem manni þykir vænt um sé eilíft og alltaf til staðar, maður geti bara farið í heimsókn næst þegar maður kemur í Víkina. Í dag þegar við reikum til baka í minningum okk- ar um Edith veltum við fyrir okkur hvernig hafi eiginlega verið fyrir hana að flytjast í annað land og læra nýtt tungumál og menningu. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt, hún hefur verið tæplega tvítug, fer frá fjölskyldu sinni í Færeyjum og flyst í fámennið, eignast 5 börn á fáum árum. Þessi ár var Reynir tals- vert að heiman og hún þá ein með börnin í sveitinni og ekki var nú bíll til staðar öllum stundum. Í minningu okkar hafði hún alltaf verið þarna og ekki áttaði maður sig á því fyrr en löngu seinna að hún átti annað móð- urmál. Nú heyrist innra með manni rödd Edithar með færeyska hljómn- um sem í okkar huga var þægilegt persónueinkenni hennar. Við eigum eftir að sakna Edithar, hlýju hennar og umhyggju sem við höfum fundið alla tíð. Við vottum Reyni, Denna, Möggu, Ásu, Gutta og Kristínu og fjölskyld- um þeirra innilega samúð. Pálmi og Gerður. Örfá orð til minningar um Edith vinkonu okkar, sem hefur kvatt þennan heim eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Minningarnar streyma að og minnumst við með þakklæti ferð- anna austur, bæði þegar börnin okk- ar voru lítil og svo hin síðari ár. Allt- af vorum við velkomin á Reynisbrekku og svo síðar í Vík til þessarar heiðurshjóna Edithar og Reynis. Við vottum Reyni og allri fjöl- skyldu bræðrum hennar og systur og fjölskyldu innilega samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur öll í sorg- inni. María, Guðmundur og börn. Edith er dáin. Þetta hljómar ótrú- lega en er þó staðreynd. Svo allt of fljótt. Ég man ekki hvenær við kynntumst, finnst við hafa þekkst alltaf. Það voru margar ástæður fyr- ir því að við urðum vinkonur, kannski af því að hún var færeysk, ég færeysk að hluta, báðar vorum við mjög félagslyndar eða þá vegna áhuga okkar á því að halda við gam- alli menningu, en við unnum með fleira fólki að stofnun Menningar- félags um Brydebúð, þar sem Edith var óþreytandi félagi. Við höfðum áhuga á söng og tónlist, en Edith hafði ágæta söngrödd og söng lengi í kirkjukórnum. Við gátum líka setið tímunum saman og spilað, það var alltaf gaman að heimsækja Edith og Reyni en bæði voru sérlega gestris- in, mikið var spjallað og „spekúler- að“ og málefni líðandi stundar brotin til mergjar. Aðaláhugamál Edithar var þó fjölskyldan hennar stóra, öll börnin, barnabörn og barnabarna- börn, sem henni þótti svo vænt um. Stoltið leyndi sér ekki þegar hún sagði frá þeim eða sýndi manni myndir og það kom mér oft á óvart hvað hún var t.d. minnug á alla af- mælisdaga. Edith var mikil prjóna- kona og þær ófáar peysurnar og fleira sem hún prjónaði, nú síðast fyrir jólin, þótt heilsan væri orðin lé- leg. Edith var sannarlega góð vin- kona, hreinskiptin, skemmtileg, hjálpsöm og vinur vina sinna. Ég mun sakna hennar og allra góðu samverustundanna með henni. Edithar verður sárt saknað af vin- um og fjölskyldu en missir Reynis er þó mestur. Við sendum þeim öllum innilegar samúðarkveðjur. Anna og fjölskylda. Edith Dam Ragnarsson Þegar við heyrðum fyrst af andláti vinar okkar hans Friðriks Björnssonar, eða Frigga á Gili eins og hann var ávallt kallaður af þeim sem þekktu hann, varð okkur hugsað til febrúarbyrjunar 1993 þegar við hjónin hittum Frigga í fyrsta sinn í hesthúsinu í Húna- veri, þar sem við vorum nýráðnir tamningamenn og Friggi var kom- inn að bjóða okkur velkomin í Svartárdalinn. Strax við fyrstu kynni sýndu Friggi og hans fjöl- skylda okkur mikla vinsemd sem hefur haldist síðan. Var það ósjald- an sem við þáðum kaffisopa heima hjá þeim hjónum Frigga og Erlu og voru oft fjörugar umræður og glatt á hjalla. Mikið var nú gaman að fá þau forréttindi að kynnast Frigga, manni sem var bóndi af ramm- íslenskri gerð, maður sem hafði al- ist upp á heiðarbýli, við aðstæður sem við af yngri kynslóðinni þekkj- Friðrik Björnsson ✝ Friðrik Björns-son fæddist á Valabjörgum í Seyluhreppi 8. júní 1928. Hann andaðist á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 3. janúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Blönduóskirkju 13. janúar. um ekki og fannst okkur sögustundirnar oft ansi skemmtileg- ar, bæði af gamla og nýja tímanum. Því miður hefur sambandið við þau á Gili verið ansi tak- markað seinustu ár, einkum vegna þess að við fluttumst bú- ferlum til Danmerk- ur. Það var mikil synd að við skyldum ekki koma við hjá ykkur, Erla og Friggi, í sumar þegar við vorum á Íslandi, við vorum bara svo viss um að við myndum hittast oft í framtíðinni. En, Friggi, þinn tími var kominn og ekkert við því að segja, við hittumst bara yfir kaffi- bolla þarna hinum megin, þegar okkar tími kemur. Elsku Erla og fjölskylda, megi Guð og góðir vættir styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Ég vaknaði fyrir viku síðan, er vetrarnóttin ríkti hljóð, og sá þá standa Blakk minn brúna í bleikri þorramánans glóð. Svo reisti hann allt í einu höfuð með opinn flipann og hneggjaði hátt og tók síðan stökk með strok í augum og stefndi heim – í norðurátt. (Jónas Árnason) Anna Berg og Stefán, Danmörku. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.