Morgunblaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 24
heilsa 24 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Góð hreyfing veitir vellíðanog eru læknisfræðilegarstaðfestingar á því löngukunngerðar. Það þarf þær þó ekki til þegar Óskar Margeirsson, Haraldur Viggó Ólafsson, Kristrún Guðmundsdóttir og Sigrún Jóns- dóttir eru annars vegar, einlægur svipurinn nægir alveg. Þau eru ný- komin úr æfingasal ásamt verkefn- isstjóranum Guðrúnu Eyjólfsdóttur og hafa tyllt sér niður í kaffiteríunni. Reykvíkingarnir Óskar, Kristrún og Sigrún vinna á Ási – vinnustofu en Haraldur hjá Olís í Mjóddinni. Þau fá nú öll veikindaleyfi frá vinnu fram á vor til að sinna verkefninu. Hópurinn hittist fjórum sinnum í viku í World Class í Laugardal og æfir ýmist inni í sal eða fer út að ganga en þau koma svo saman í fundarsal Styrktarfélags vangefinna þar sem fræðsla fer fram. Fjöl- breytnin er í fyrirrúmi. „Við byrjuðum fyrir viku,“ segir Sigrún en hún vill í fyrstu taka það fram að hún sé foringinn sem hver hópur þurfi að hafa sem eins konar talsmann hans, og er greinilega vel að því komin. Þeim líst afar vel á þetta nýtilkomna verkefni. „Þetta er mjög gaman,“ segja Sigrún og Krist- rún í kór. „Við löbbum,“ segir sú fyrrnefnda, „og hjólum, svo fengum við að fara í tækin,“ upplýsir Krist- rún. „Það fer bara eftir ýmsu hvað við gerum hvern dag,“ segir Sigrún. Hvert þeirra finni sinn takt í rækt- inni. „Við setjum upp prógramm með nokkrum æfingum en fyrst er upp- hitun,“ útskýrir Guðrún, en hún tek- ur líka þátt í æfingunum. „Ég fylgi þeim alveg eftir en við erum í hóp- einkaþjálfun.“ Ekki út fyrir mörkin En það er ekki bara regluleg hreyfing sem hópurinn þarf að til- einka sér. „Við lærum hvernig á að koma fram við fólk, að vera kurteis og segja ekki ljót orð. Að passa okk- ur á að fara ekki út fyrir mörkin,“ segir Sigrún. „Við lærum að grípa ekki fram í fyrir fólki,“ botnar Krist- rún og Guðrún tekur þetta saman: „Að koma fram við fólk eins og við viljum að sé komið fram við okkur.“ Þessi æfingaáætlun er í gildi fram til vors en þá verður fylgst með hvernig þeim gengur að viðhalda lífsstílnum með heimsóknum til þeirra. „Þau fá stuðning heima og hjálp við að kaupa í matinn og elda, svo er vigtun hér einu sinni í viku,“ segir Guðrún. Spurð um markmið þeirra með verkefninu, t.d. varðandi vigt- ina, eru þau afskaplega samstiga – enda mjög samstilltur hópur sem þekktist líka vel áður. „Já, já, ég ætla að léttast um 20 kíló,“ segir Óskar, handviss um að það náist: „Jú, með henni Guðrúnu, hún er allt- af tuðandi,“ segir hann sposkur á svip. Innilegur hlátur fylgir í kjölfar- ið. „Við verðum að gegna henni al- veg,“ segir Kristrún. Haraldur er spurður hvort hann þurfi að léttast: „Jú, ég er að gæla við ýmsar tölur, ég er að hugsa um að nefna töluna tuttugu.“ Haraldur var byrjaður í átaki fyrir verkefnið og hefur þegar lést. Hann segist stefna enn hærra eftir að markmið- inu er náð, honum finnst líka allt annað að þjálfa með hópnum. Kristrún stefnir einnig að því að missa 20 kílóin, „ef ég get það,“ segir hún. Guðrún sannfærir hana um að hún geti alveg náð því sem hún ætli sér. Sigrún segist á hinn bóginn ekki eiga sér sérstakt markmið í þessu sambandi: „Ég er nú að spá í að missa einhver kíló.“ Varla eru kílóin heldur aðalatriðið? „Nei, aðalatriðið er að vera með og hafa gaman af. Gera eins og maður getur og vera já- kvæður. Markmiðið er að vera ég sjálf,“ segir Sigrún. Þau eru líka öll á því að þau séu nú miklu léttari í anda og skapið betra. Ekki bara hamborgarar Líkamlegt ástand er athugað reglulega og var einmitt tekin blóð- prufa hjá Sigrúnu og Kristrúnu um morguninn. „Það þarf að athuga hvernig þetta er allt saman inni í okkur,“ lýsir Sigrún. Í hádeginu er svo eldað heima hjá þátttakendum til skiptis. „Ég og viðkomandi hús- ráðandi förum saman í hverfis- verslun hans, þannig aðstoða ég þau við að læra að kaupa í matinn, hollt og gott. Svo förum við heim og eld- um saman á meðan hin þrjú leggja t.d. á borð,“ segir Guðrún. Einu sinni í viku fara þau svo út að borða. „Markmiðið er að fara á alls konar veitingastaði, líka skyndibitastaði, en þeir selja líka hollustufæði, ég mæli náttúrlega með því. Við lærum að við getum pantað eitthvað annað en hamborgara og það sé líka gott,“ segir Guðrún. Sigrún tekur þó fram að þau megi alveg fá sér „óhollustu- mat“ einstöku sinnum. „Þannig er auðvitað lífið en þetta er alltaf spurning um hóf; að fá sér einu sinni á diskinn en ekki tvisvar,“ útskýrir Guðrún. Nú skellihlær Óskar af hug- mynd sem kviknaði: „Maður gæti fengið sér einu sinni á tvo diska.“ „Sumir eru útsjónarsamari en aðr- ir,“ segir Guðrún, „en markmið okk- ar er, allavega þegar við komum saman, að borða sem hollastan mat.“ Hún vill taka það fram hve þakklát hún sé móttökunum hjá World Class. „Það er alveg til fyrirmyndar að það sé tekið á móti öllum hér, sama hvernig við lítum út og hver við erum.“ Lífsstílsverkefnið býður upp á fjölbreytt námskeið eins og um hollt mataræði, gildi hreyfingar, sjálfs- styrkingu og einnig upp á fræðslu um útlit og fataval. Ýmsir góðir fyr- irlesarar eru fengnir til þessa, t.d. mun Heiðar Jónsson snyrtir hitta hópinn og það ríkir greinilega mikil eftirvænting að hlusta á hvað hann hefur fram að færa. Tveir þroska- þjálfanemar sjá svo um sjálfsstyrk- ingarnámskeið tvisvar í viku, þar sem góð framkoma er námsefnið. thuridur@mbl.is Samvinna Sigrún (fremst), Kristrún og Haraldur leggja á borð. Eitt markmiða námskeiðsins er að verða færari í að kaupa hollan mat í hverfisversluninni og velja hollari rétti á veitingastöðum. Matartími Þátttakendur á námskeiðinu skiptast á að elda heima fyrir hópinn. Hér eru þau stödd heima hjá Óskari sem með aðstoð Guðrúnar finnur matinn til og ber sig fagmannlega að. Morgunblaðið/Ásdís Vinátta F.v. Guðrún Eyjólfsdóttir verkefnisstjóri, Sigrún Jónsdóttir, Haraldur Viggó Ólafsson og Kristrún Guð- mundsdóttir í Laugum en þar er ætlunin að láta kílóin fjúka! Með tuttugu kíló að markmiði  Breyttur lífsstíll – tækifæri fyrir alla er þróunarverkefni Styrktarfélags vangefinna. Í verkefnislýsingu segir að einstaklingar með þroskahöml- un glími við ofþyngd eins og aðrir en það sem skilji þá frá öðrum sé hve aðgengi þeirra að fræðslu um hreyfingu og hollt mataræði sé takmark- að. Félagið vill stuðla að hugarfarsbreytingu á þessum vettvangi með velferð fatlaðra að markmiði.  Námskeiðið er ætlað þeim sem eru komnir með alvarlega fylgikvilla of- þyngdar en geta ekki nýtt sér hefðbundin megrunartilboð eins og t.a.m. þau sem Reykjalundur býður upp á. Yfirmarkmiðið er að þróa líkan að námsbraut eða námskeiði sem framhaldsskólar, fullorðinsfræðsla, lík- amsræktarstöðvar og heilbrigðisstofnanir geti nýtt sér og sett í fram- kvæmd til að mæta þörfum fólks með þroskahömlun, svo það fái aðgengi að fræðslu og sambærilegri þjónustu líkt og aðrir þegnar samfélagsins njóta. Verkefnið hefur að auki forvarnargildi.  Verkefnið er tvískipt, fram til 1. júní verður það í námskeiðsformi kl. 9– 15 fimm daga vikunnar en 1. júní til 1. febrúar 2008 verða vikulegir fundir, með vigtun o.fl. Með hugarfarsbreytingu að markmiði Tilraunaverkefni Styrkt- arfélags vangefinna um breyttan lífsstíl hjá ein- staklingum með þroska- hömlun tekur á einu helsta heilsufarsvanda- máli í Evrópu, offitu. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir hitti hresst fólk í heilsuátaki í Laugum. Þessi æfingaáætlun er í gildi fram til vors en þá verður fylgst með hvernig þeim gengur að viðhalda lífsstílnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.