Morgunblaðið - 16.04.2007, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
knattspyrna
West Ham fór illa að ráði sínu í afar
þýðingarmiklum leik gegn Sheffield
United en Íslendingaliðið steinlá, 3:0, í
viðureign liðanna á Bramall Lane.
,,Við höfum tapað öllum þýðingar-
mestu leikjunum frá því ég kom eins og
á móti Charlton, Watford og nú Shef-
field United og þá töpuðum við stigum
gegn Fulham. Það er slæmt að tapa
fyrir liðunum sem eru í kringum okkur
og gerir okkur erfiðara fyrir. Það er
mikið eftir ennþá og við verðum að
berjast til þrautar,“ sagði Alan Curbis-
hley, stjóri West Ham eftir leikinn en
West Ham fær Englandsmeistara
Chelsea í heimsókn á Upton Park á
morgun.
Brynjar Björn Gunnarsson og Ív-
ar Ingimarsson léku allan tímann fyrir
Reading sem hafði betur á móti Ful-
ham, 1:0. Heiðar Helguson var í byrj-
unarliði Fulham en var skipt útaf á 70.
mínútu. Hann hafði þá nælt sér í gult
spjald. Þetta var áttundi leikur Ful-
ham í röð án sigurs og fyrsti leikur liðs-
ins undir stjórn Lawrie Sanchez sem
tók við liðinu af Chris Coleman. Steph-
en Hunt skoraði sigurmark Reading á
15. mínútu en heimamenn máttu telj-
ast heppnir með að fara með sigur af
hólmi og vinna sinn fyrsta leik í síðustu
átta tilraunum.
,,Í sannleika sagt þá fannst mér við
spila vel fram að markinu en eftir það
var þetta afslöppun hjá mínum mönn-
um,“ sagði Steve Coppell, stjóri Read-
ing.
,,Ég held að allir sem voru á vell-
inum viti að við verðskulduðum stig.
Við fengum á okkur ódýrt mark og það
kemur ekki til greina að það gerist aft-
ur meðan ég stýri liðinu. Mínir menn
gáfu allt í leikinn og meira bið ég ekki
um. Það var dæmt af okkur mark og
við áttum stangarskot svo heppnin var
ekki með okkur,“ sagði Lawrie Sanc-
hez, knattspyrnustjóri Fulham.
Eftir þrjá tapleiki í röð tókst Ars-
enal að landa sigri gegn Bolton, 2:1, á
Emirates. Nicolas Anelka kom Bolton
yfir en Thomas Rosicky og Cesc
Fabregas tryggðu Arsenal sigur.
Lengi hafði verið beðið eftir marki frá
Fabregas sem fyrir leikinn hafði ekki
skorað í 11 mánuði.
,,Enn einu sinni þurftum við að koma
til baka eftir að hafa lent undir og ég
verð að hrósa liðinu fyrir góða frammi-
stöðu. Við spiluðum flottan fótbolta,
sköpuðum okkur mörg færi en ég er
helst svekktur með að nýta ekki fleiri
þeirra. Við erum ekki alveg öruggir
með fjórða sætið en stigum stórt skref
í þátt átt með þessum sigri,“ sagði Ar-
sene Wenger, stjóri Arsenal.
,,Úrslitin voru mikil vonbrigði í ljósi
þess hve vel við byrjuðum. Þetta er í
fyrsta sinn á tímabilinu sem við töpum
eftir að hafa náð forystu,“ sagði Sam
Allardyce, stjóri Bolton.
Manchester City og Liverpool
gerðu markalaust jafntefli í leik sem
þótti afar bragðdaufur svo ekki sé
meira sagt. Bandaríkjamaðurinn
DaMarcus Beasley komst næst því að
skora í leiknum en þrumuskot hans
skall í þverslá Liverpool-marksins.
,,Við vissum að þetta yrði erfiður
leikur þar sem menn eru komnir með
hugann við undanúrslitin í Meistara-
deildinni. Í fótbolta þarf að nýta færin
til að sigra og við fengum þrjú færi í
fyrri hálfleik en því miður nýttum við
þau ekki og í seinni hálfleik gerðist lít-
ið,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liver-
pool.
Wigan og Tottenham skildu jöfn,
3:3, í fjörugum leik á JJB Stadium í
gær og þar með er Wigan enn í bull-
andi fallhættu. Wigan komst þrívegis
yfir í leiknum með mörkum frá Emile
Heskey, eftir 55 sekúndur, Leighton
Baines og Kevin Kilbane, en Dimitar
Berbatov og tvö mörk frá Robbie
Keane tryggðu Lundúnarliðinu annað
stigið. Það er hægt að bóka mörk þeg-
ar Tottenham spilar en liðið hefur
skorað 44 mörk í deildinni en fengið á
sig 45.
Þær voru dramatískar lokamínút-
urnar í leik Everton og Charlton í gær
þar sem Everton hafði betur. Darren
Bent jafnaði fyrir Charlton þegar ein
mínúta var eftir af venjulegum leik-
tíma en Skotinn James McFadden
tryggði heimamönnum sigurinn í upp-
bótartíma. Með sigrinum komst Ever-
ton upp að hlið Bolton í fimmta sætið
en Charlton er aftur komið í fallsæti, er
í þriðja neðsta sæti, tveimur stigum frá
öruggu sæti.
West Ham stendur illa
ÍSLENDINGALIÐIN West Ham og
Charlton, sem hafa verið á góðu
skriði undanfarnar vikur, máttu
bæði þola tap í ensku úrvalsdeild-
inni um helgina og sitja í fallsætum.
West Ham stendur verr að vígi en
liðið er 5 stigum frá öruggu sæti og
á eftir að mæta Chelsea og Man-
chester United en West Ham tekur
á móti meisturunum á miðvikudag-
inn. Charlton fór aftur í fallsæti,
hafði sætaskipti við Sheffield Unit-
ed, en allt stefnir í æsispennandi
fallbaráttu þar sem Wigan og Ful-
ham eru komin í harða baráttu um
að forðast fallið.
Reuters
Niðurlútur Eggert Magnússon leynir ekki vonbrigðum sínum eftir tapið sinna manna gegn Sheffield United.
Íslendingaliðin West Ham og Charlton töpuðu bæði og eru í fallsætum - fyrsta mark-
ið hjá Fabregas í 11 mánuði tryggði Arsenal sigur á Bolton
Portsmouthvann sinn 10.
sigur á Fratton
Park þegar liðið
lagði Newcastle,
2:1. Benjani og
Matthew Taylor
komu heima-
mönnum í 2:0 en
Emre minnkaði
muninn úr vítaspyrnu fyrir New-
castle. ,,Félagið er greinilega á
réttri leið. Við höfum unnið tíu leiki á
Fratton Park og spilað góðan fót-
bolta í mörgum leikjum á tíma-
bilinu,“ sagði Harry Redknapp,
stjóri Portsmouth, en hans menn
halda í vonina um að ná UEFA-sæti.
Aston Villa gulltryggði veru sína íúrvalsdeildinni með góðum úti-
sigri á Middlesbrough, 3:1. Thomas
Sörensen markvörður Villa færði
heimamönnum forystu á silfurfati
þegar hann missti boltann klaufa-
lega inn eftir skot frá Fabio Rochen-
bach en Craig Gardner, Luke
Moore og Stilian Petrov tryggðu
gestunum stigin þrjú sem í boði
voru.
Gary Nevillefyrirliði
Manchester
United verður
ekki með sínum
mönnum gegn
Sheffield United
eins og vonast
hafði verið til.
Neville, sem
meiddist á ökkla í leik gegn Bolton í
síðasta mánuði, þarf lengri tíma til
að jafna sig að sögn Sir Alex Fergu-
sons. ,,Hann verður hugsanlega með
gegn Middlesbrough um næstu helgi
og hann verður örugglega tilbúinn
fyrir leikinn gegn AC Milan í næstu
viku,“ sagði Ferguson.
Hvorki Jóhannes Karl Guð-jónsson né Gylfi Einarsson
voru í leikmannahópum Burnley og
Leeds þegar liðin áttust við á Elland
Road, heimavelli Leeds. Matt Heath
tryggði Leeds sigurinn, 1:0, en þrátt
fyrir það er Leeds enn í fallsæti, er
með 45 stig líkt og Hull sem er í
fjórða neðsta sætinu.
Bjarni Þór Viðarsson var valinn í17 manna leikmannahóp Ever-
ton fyrir leik liðsins gegn Charlton í
gær en var ekki valinn í hóp vara-
manna liðsins. Hermann Hreið-
arsson var fjarri góðu gamni hjá
Charlton vegna hnémeiðsla og þá
hefur Rúrik Gíslason átt við meiðsli
að stríða.
Strákarnir hans Roy Keane í Sun-derland héldu sigurgöngu sinni
áfram og stefna hraðbyri í úrvals-
deildina. Sunderland, sem ekki hef-
ur tapað leik á árinu, lagði QPR, 2:1,
og náði fjögurra stiga forskoti í efsta
sæti þar eð Derby tapaði fyrir Ips-
wich.
Brad Friedelmarkvörður
Blackburn hefur
framlengt samn-
ing sinn við félag-
ið til 2009. Frie-
del kom til
Blackburn frá
Liverpool fyrir
sjö árum og hefur
verið einn besti markörðurinn í
ensku úrvalsdeildinni.
Eiður Smári Guðjohnsen komekkert við sögu hjá Barcelona í
gær þegar liðið sigraði Mallorca, 1:0,
í spænsku úrvalsdeildinni. Fernando
Navarro varð fyrir því óláni að
skora sjálfsmark á lokamínútunni en
Victor Valdez varði vítaspyrnu í
fyrri hálfleik.
Fólk sport@mbl.is
MANCHESTER United leikur til úrslita í
ensku bikarkeppninni í 18. sinn, sem er
met. Liðið stefnir að því að vinna sinn 12.
bikarmeistaratitil en ekkert lið hefur
hampað bikarnum oftar en United. Eins og
vænta mátti tókst United að leggja Wat-
ford, 4:1, en liðin áttust við á Villa Park.
Baráttuglaðir liðsmenn Watford náðu að
skjóta Manchester United skelk í bingu
þegar þeim tókst að jafna metin, 1:1, í fyrri
hálfleik og valda nokkrum sinnum usla í
vörn United en ,,rauðu djöflarnir“ sýndu
mátt sinn og megin og unnu einvígi Davíðs
gegn Golíats að lokum á sannfærandi hátt.
Wayne Rooney átti stórleik, skoraði tvö
mörk og lagði upp eitt fyrir Cristiano Ro-
naldo og hinn seinheppni Kieran Rich-
ardson átti góða innkomu og skoraði fjórða
markið. Hameur Bouazza skoraði mark
Watford sem var það fallegasta í leiknum.
,,Ég er afar stoltur af mínu liði. Það lék
virkilega vel og þetta jafnaðist alveg á við
sigurinn á Roma í meistaradeildinni,“ sagði
Sir Alex Ferguson eftir sigur sinna manna.
,,Wayne Rooney átti sinn besta leik á tíma-
bilinu. Hann var hreint frábær og Ronaldo
er magnaður. Hann er kantmaður en er
þegar búinn að skora 21 mark og þau eiga
eftir að verða fleiri áður en yfir lýkur.“
Man. Utd í úr-
slit í 18. sinn
CHELSEA lifir enn í voninni um að verða
fjórfaldur meistari í ár. Englandsmeist-
ararnir stigu skref í þátt í gær með því að
leggja Blackburn, 2:1, í framlengdum leik
liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar
sem háður var á Old Trafford. Þar með er
ljóst að draumaúrslitaleikur bíður handan
hornsins en Chelsea og Manchester United
mætast í úrslitum á nýjum Wembley-
leikvangi hinn 19. maí.
Þjóðverjinn Michael Ballack skaut
Chelsea í úrslitaleikinn en hann skoraði
sigurmarkið í framlengingu. Leikurinn var
frábær skemmtun og þurftu meistararnir
svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum.
Frank Lampard kom Chelsea yfir í fyrri
hálfleik en Jason Roberts jafnaði metin í
seinni hálfleik. ,,Þetta verður risaúrslita-
leikur tveggja ótrúlegra liða. Bæði lið eiga
möguleika á að vinna þá þrjá titla sem eftir
eru og þetta verður örugglega frábær leik-
ur,“ sagði Mourinho, stjóri Chelsea.
Fernan lifir
hjá Chelsea