Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir KRISTJÁN Örn Sigurðsson, Brann, og Veigar Páll Gunnarsson í Stabæk eru að mati sparkspekinga hjá norska blaðinu Adressavisen í hópi bestu útlendinganna í norsku úrvalsdeildinni. Blaðið stillir upp 11 manna liði sem í eru bestu útlendu leik- mennirnir í deildinni og eru þeir Kristján og Veigar báðir í því. Í umsögn blaðsins um Kristján Örn segir meðal annars: ,,Hann er búinn að vera kóngurinn í liði Brann sem er að verða meistari. Hann er klárlega besti miðvörð- urinn í deildinni.“ Um Veigar er sagt: „12 mörk og 14 stoðsendingar segja allt. Enginn leikmaður í deildinni er mikilvægari fyrir lið sitt en Íslendingurinn.“ Þá stillir Adressavisen upp 11 manna liði sem í eru verstu útlendingarnir í deildinni að mati blaðsins. Markvörður í því liði er landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason, Vålerenga. Kristján og Veigar meðal þeirra bestu Kristján Örn Sigurðsson. ÍTALIR, Englendingar og Frakkar eiga flesta leikmenn á 30 manna lista sem FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, gaf út í gær vegna kjörs á knattspyrnumanni ársins. Fimm Ítalir, fjórir Englendingar og fjórir Frakkar eru á listanum en niðurstaða kjörsins verður upplýst 17. desember. Þjálfarar og fyrirliðar allra landsliða heims greiða atkvæði í kjörinu. Þessir eru á list- anum: Gianluigi Buffon (Ítalíu), Fabio Cannavaro (Ítalíu), Petr Cech (Tékklandi), Ronaldo (Portúgal), Deco (Portúgal), Didier Drogba (Fílabeinsströndinni), Michael Essien (Gana), Samuel Eto’o (Kamerún), Gennaro Gattuso (Ítalíu), Steven Gerrard (Englandi), Thierry Henry (Frakklandi), Juninho (Brasilíu), Kaka (Brasilíu), Miroslav Klose (Þýskalandi), Philipp Lahm (Þýskalandi), Frank Lampard (Englandi), Rafael Marquez (Mexíkó), Lionel Messi (Argentínu), Alessandro Nesta (Ítalíu), Andrea Pirlo (Ítalíu), Franck Ribery (Frakklandi), Juan Rom- an Riquelme (Argentínu), Ronaldinho (Brasilíu), Wayne Roo- ney (Englandi), John Terry (Englandi), Carlos Tévez (Argent- ínu), Lilian Thuram (Frakklandi), Fernando Torres (Spáni), Ruud van Nistelrooy (Hollandi) og Patrick Vieira (Frakklandi). Þrjátíu koma til greina í kjöri FIFA GRÉTAR Sigfinnur Sigurðarson, varnar- maður í liði Víkings, er samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins á leið til KR-inga. Grétar hefur átt í samningaviðræðum við vesturbæjarliðið síðustu dagana og er reiknað með því að gengið verði frá samn- ingi við hann í þessari viku en Íslandsmeist- arar Vals hafa sýnt áhuga á að fá hann til liðs við sig. Grétar, sem er 25 ára gamall og er uppal- inn KR-ingur, gekk til liðs við Víking frá KR árið 2003 og lék með því í tvö ár. Árið 2005 var hann lánaður til Vals og lék með Hlíðar- endaliðinu í eitt ár en fyrir tímabilið í fyrra skipti hann aftur yfir til Víkings. Grétar lék alla 18 leiki Víkinga í Landsbankadeildinni í sumar en Víkingar höfnuðu í neðsta sæti og féllu úr deildinni. Hann hefur samtals leikið 72 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað 9 mörk. Grétar Sigfinnur er á leið til KR-inga Grétar Sigfinnur Sigurðarson Wes Brown,varnar- maður frá Man- chester United, verður ekki með enska landsliðinu þegar það mætir Eistlandi og Rússlandi á laug- ardag og mið- vikudag í undankeppni EM í knatt- spyrnu. Brown er meiddur á hné og hefur yfirgefið landsliðshópinn og haldið til Manchester á nýjan leik.    Roque Santa Cruz, sóknarmaðurenska úrvalsdeildarliðsins Blackburn, verður væntanlega frá keppni næstu vikurnar. Hann þurfti að draga sig út úr landsliðshópi Paragvæ sem leikur tvo leiki í und- ankeppni HM á næstu dögum. „Þetta er komið á það stig að ef ég tek mér ekki hvíld núna á ég á hættu að vera frá keppni í tvo til þrjá mánuði,“ sagði Santa Cruz sem kom til Blackburn frá Bayern Münc- hen í sumar.    MichaelOwen, sóknarmaður Newcastle, til- kynnti í gær að hann væri tilbú- inn í slaginn með enska landsliðinu í knattspyrnu á laugardaginn þegar það mætir Eistlandi í undan- keppni EM í knattspyrnu. Hann var skorinn upp vegna meiðsla í kvið- vöðva í byrjun síðustu viku.    Nicklas Bendtner, hinn 19 áradanski landsliðsmaður í knatt- spyrnu, segist bíða eftir sínu tæki- færi hjá Arsenal. „Að sjálfsögðu vilja allir spila. Ég er ungur og þolinmóður – mun bíða eftir mínu tækifæri. Ég er ekki á förum frá Arsenal þó að ég hafi ekki fengið að leika mikið enn sem komið er,“ sagði Bendtner.    Norður-írski landsliðsmaðurinnKeith Gillespie er í landsliðs- hópi Norður-Írlands sem mætir Sví- um í undankeppni Evrópumótsins á miðvikudaginn kemur. Hann lenti í handalögmálum við George McCartney er þeir voru á leið í flug frá Íslandi á dögunum. Sá atburður er nú úr sögunni hjá forsvars- mönnum Norður-Íra sem og Gillespie sem leikur með Sheffield United.    Hollenski þjálfarinn Guus Hidd-ink, sem hefur verið orðaður við Chelsea, hefur ákveðið að skrifa undir nýjan samning við Rússa að hann stjórni rússneska landsliðinu fram yfir heimsmeistaramótið sem haldið verður árið 2010. Fólk sport@mbl.is Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Mótherjar Vals eru Wezemaal frá Belgíu, Frankfurt frá Þýskalandi og enska liðið Everton. Tvö lið úr riðl- inum komast áfram í 8-liða úrslit sem fara fram 14.-22. nóvember. Íslandsmeistararnir léku 1. um- ferð í riðlakeppni sem fram fór í Færeyjum. Þar sigraði Valur finnska liðið FC Honka Espoo, 2:1. Hlíðarendaliðið átti ekki í vandræð- um með KÍ frá Færeyjum og Den Haag frá Belgíu. „Við höfum í raun ekki hugsað um neitt annað en fyrsta leikinn gegn Frankfurt á undanförn- um vikum. Það er fyrsta verkefnið í riðlinum en ég hef ekki miklar upp- lýsingar um lið Belga og Breta. Við fáum tækifæri til þess að skoða þessi lið þegar við komum út til Belgíu. Það sem skiptir mestu máli í okkar undirbúningi er að við hugsum fyrst og fremst um okkar leik og leikað- ferðir. Við gerðum það áður en riðla- keppnin hófst í Færeyjum og það gafst ágætlega í þeirri keppni.“ Valur hefur undirbúið sig fyrir riðlakeppnina með því að æfa vel hér heima en Elísabet segir að líkamlegt ástand leikmanna liðsins sé eins og best verður á kosið. Smávægileg meiðsli „Leikæfingin er kannski ekki mik- il á þessum árstíma en stelpurnar eru í góðu ástandi. Það er eitthvað um smávægileg meiðsli í hópnum en ég vonast til þess að það verði ekki mikið um að leikmenn detti alveg út í riðlakeppninni vegna meiðsla. Hóp- urinn er ekki það stór að við þolum mörg áföll.“ Valur leikur þrjá leiki á einni viku og segir þjálfarinn að það sé mikið lagt á leikmenn allra liða. „Þetta verður strembin vika. Við erum komnar í 16-liða úrslit í Evrópu- keppni og það er leyst með því að leika þrjá leiki á einni viku. Að mínu mati er það álagið sem við óttumst mest fyrir leikmannahópinn. Nokkr- ir leikmenn eru að glíma við smá- vægileg meiðsli og svona álag getur orðið til þess að meiðsli leikmanna taka sig upp.“ Elísabet á von á því að leikurinn gegn Frankfurt verði gríðarlega erf- iður en í því liði eru 8 leikmenn úr heimsmeistaraliði Þjóðverja – auk markvarðarins Silke Rottenberg sem lék ekki á HM vegna meiðsla. „Rottenberg er drottningin í mark- inu og hún er mikið betri en Nadine Angerer sem var í marki Þjóðverja á HM og afrekaði að fá ekki á sig mark í keppninni. Rottenberg er sú besta í þessum bransa. Það er því ljóst að við þurfum að eiga góð skot að marki til þess að koma boltanum framhjá henni,“ sagði Elísabet og það er greinilegt að hún veit mikið um þýska liðið sem er á meðal bestu liða Evrópu. Markvörðurinn sterki sleit krossband í hné í janúar á þessu ári, en hún er 35 ára. Framherjinn Birgit Prinz er einnig í þessu liði, en hún hefur þrívegis verið valin besti leik- maður heims af FIFA, 2003, 2004 og 2005. Frá árinu 2001 hefur hún verið kjörin leikmaður ársins í þýsku deildinni. Prinz hefur leikið 161 landsleik en framherjinn Sandra Smisek hefur leikið 115 landsleiki. Miðjumaðurinn Renate Lingor er með 126 landsleiki og Pia Wunder- lich er með 102 landsleiki. Í vörninni er Steffi Jones með 111 landsleiki. Leikur Vals og Frankfurt hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma. Morgunblaðið/ÞÖK Áfram Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Vals, segir að liðið sé vel undirbúið fyrir 16-liða úrslitin í Evrópukeppninni. „Hugsum fyrst og fremst um okkar leikaðferð“ „ÞAÐ eru átta leikmenn úr heims- meistaraliði Þýskalands sem við mætum í dag í leiknum gegn Evr- ópumeistaraliði Frankfurt. Við ger- um okkur alveg grein fyrir því að það verður erfiður leikur en ég veit minna um lið Belga og Breta sem eru með okkur í riðli,“ sagði Elísa- bet Gunnarsdóttir þjálfari Íslands- meistaraliðs Vals sem leikur í 16- liða úrslitum Evrópukeppninnar í Belgíu.  Valur hefur keppni í dag í 16-liða úrslitum Evrópukeppninnar í Belgíu  Átta leikmenn úr heimsmeistaraliði Þjóðverja eru í Evrópumeistaraliði Frankfurt Í HNOTSKURN »Valur leikur í 16-liða úr-slitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu og er leikið í riðlakeppni í Belgíu. »Tvö efstu liðin úr riðlinumkomast áfram í 8-liða úr- slit keppninnar. » Í EvrópumeistaraliðiFrankfurt eru átta leik- menn úr heimsmeistaraliði Þjóðverja. »Elísabet Gunnarsdóttirþjálfari Vals hefur litlar upplýsingar um Wezemaal frá Belgíu og enska liðið Everton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.