Morgunblaðið - 12.10.2007, Side 1
föstudagur 12. 10. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
Logi Ólafsson á að blása byr í segl KR liðsins næstu þrjú árin >> 2
FRAM Í EFSTA SÆTIÐ
MARKVÖRÐURINN BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON VAR
VIÐ ÆFINGAR HJÁ GROSSWALLSTADT Í VIKUNNI >> 4
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Hjá þeim hefur Logi verið í rann-
sóknum síðustu daga vegna þrálátra
meiðsla í vinstra hné sem plagað
hafa landsliðsmanninn síðan í sumar
og nær haldið honum frá æfingum
og keppni síðan í ágúst.
Logi segir alveg ljóst að læknar
þeir sem hann hefur verið undir um-
sjón hjá síðustu mánuði hafi ekki
metið meiðsli hans rétt og því hafi öll
meðhöndlun verið röng. „Ég fékk
höggbylgjur á hnéð og hef fengið allt
að fimmtán sprautur. Þar af leiðandi
varð töf á bata. Þeir voru að skjóta á
mýflugur með haglabyssu í stað þess
að gefa mér tíma til þess að jafna
mig í rólegheitum með sjúkraþjálfun
sem virðist vera lausnin á þessu, eft-
ir því sem talið er,“ segir Logi.
Logi segir að læknar Lemgo í
Þýskalandi hafi ákveðið að senda
hann til Brynjólfs og Sveinbjörns til
greiningar enda hafi þeir fengið
upplýsingar um að þeir félagar hafi
m.a. læknað Eið Smára Guðjohnsen
af sambærilegum hnémeiðslum í
sumar.
„Ég veit það árdegis á morgun [í
dag] hvert framhaldið verður, hvort
ég þurfi að fara út til Þýskalands í
sjúkraþjálfun eða verði áfram hér
heima hjá Stefáni Stefánssyni
sjúkraþjálfara, sem er frábær fag-
maður. Það líka gott að kúpla sig frá
stressinu í Þýskalandi, það er erfitt
að vera meiddur þar og vera undir
mikill pressu um að ná bata. Læknar
ytra eru undir miklu álagi frá fé-
lögum sem þeir vinna hjá þannig að
ég mæli með því fyrir alla atvinnu-
menn í íþróttum sem meiðast að
koma heim og fá skoðun hjá læknum
hér á landi,“ segir Logi ennfremur.
„Þessi niðurstaða sem ég fékk í
dag er enginn heimsendir, öðru nær.
Ég er fyrst og fremst ánægður með
að fá greiningu og geta þar með far-
ið að vinna að bata. Ég er staðráðinn
í því að ná bata sem fyrst og sýna
mig og sanna með íslenska landslið-
inu á Evrópumeistaramótinu í hand-
knattleik í Noregi janúar. Ég ætla
að vera rosalegur á EM,“ segir Logi
Geirsson, landsliðsmaður í hand-
knattleik.
Logi úr leik í fjórar
til sex vikur til viðbótar
Ætlar að ná bata og verða „rosalegur“ með landsliðinu á EM í Noregi
„FYRSTU niðurstöður af rannsóknum íslensku læknanna benda til þess
að ég verði að taka mér hvíld frá æfingum en vera í sjúkraþjálfun og
meðferð í fjórar til sex vikur. Að þeim tíma liðnum er reiknað með að
ég hafi jafnað mig. Endanleg niðurstaða liggur fyrir í fyrramálið [í dag]
en ég á ekki von á að hún verði á annan veg,“ sagði Logi Geirsson,
landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Lemgo, um
miðjan dag í gær þegar hann var að ganga af fundi læknanna Svein-
björns Brandssonar og Brynjólfs Jónssonar.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
„Við lékum eins og
lagt var upp með
fyrstu 80 mínúturnar.
Varnarleikurinn var
þéttur og við náðum
að skora rétt undir
lok fyrri hálfleiks eftir
hraðaupphlaup eins
og við lögðum upp
með. Það var því grát-
legt að missa þetta
niður á síðustu 10 mínútum leiksins.“
Birgit Prinz jafnaði á 80. mínútu og Petra
Wimbersky bætti síðan við tveimur
mörkum undir lokin.
„Við urðum fyrir áfalli í leiknum þegar
Katrín Jónsdóttir meiddist á ökkla. Hún
lék gríðarlega vel í varnarvinnunni á mið-
svæðinu en hún gat ekki meira eftir að
þær jöfnuðu og Katrín fór því útaf. Eftir
það áttum við í vandræðum og við feng-
um á okkur mörkin þegar okkur tókst
ekki að hreinsa almennilega frá marki.
Guðbjörg Gunnarsdóttir átti stórleik í
markinu hjá okkur og mörkin sem þær
skoruðu gegn okkur voru með þeim hætti
að Guðbjörg átti varla möguleika á að
verja þau skot.“
Elísabet var að horfa á leik Wezemaal
frá Belgíu og Everton frá Englandi þegar
Morgunblaðið ræddi við hana en næsti
leikur er gegn Wezemaal á laugardags-
kvöldið. Lokaleikur liðsins er gegn Ever-
ton á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin úr
þessum riðli komast áfram í 8-liða úrslit
keppninnar. „Þetta verður gríðarlega
erfitt. Belgíska liðið er að koma mér á
óvart. Þær eru sterkari en ég átti von á.
Við þurfum því að halda okkar striki til
þess að ná okkar markmiðum.“
Elísabet á ekki von á því að Katrín
verði með í fleiri leikjum í riðlakeppninni.
„Hún er reyndar læknir og ætti að vita
hvernig best er að meðhöndla þessi
meiðsli. Hún gæti alveg eins tekið upp á
því að mæta til leiks í næsta leik.“
Katrín
meiddist
í slagnum
gegn
Frankfurt
„VIÐ vorum búnar að undirbúa okkur í
þrjár vikur fyrir leikinn og það kom
ekkert annað en sigur til greina. Ég er
svekkt að við skyldum ekki ná að sigra
Frankfurt,“ sagði Elísabet Gunn-
arsdóttir þjálfari Íslandsmeistaraliðs
Vals eftir 3:1-tap liðsins í gær gegn
þýsku meisturunum Frankfurt í 16-liða
úrslitum Evrópukeppninnar. Valur á
tvo leiki eftir í riðlinum, á laugardag
og þriðjudag í næstu viku.
Katrín Jónsdóttir
Morgunblaðið/Golli
Ballið byrjað Íslandsmótið í körfuknattleik karla, Iceland Express-deildin, er hafið. KR hóf titilvörnina með góðum sigri á Fjölni þar sem Joshua
Helm, leikmaður KR, lét mikið að sér kveða. Njarðvík sýndi styrk sinn gegn Snæfelli og nýliðarnir frá Akureyri og Sauðárkróki fögnuðu sigri. »2-3