Morgunblaðið - 12.10.2007, Page 3
ika
u frá
eð
-
f-
20
m og
g
t
Þá
og
örfu-
ðu
oka-
jár
ira
um
aðir
n til
an
eik-
riðja
eik-
efi á
r en
ð
eim-
R-
ö
a
rsta
4,
æk-
inar
Golli
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2007 3
Jón Arnór Stef-ánsson var
allt í öllu í sig-
urleik Lottom-
atica Roma í leik
liðsins gegn Eldo
Napoli í gær-
kvöld. Jón Arnór
skoraði 16 stig í
80:69-sigri liðsins
en Jón Arnór lék með Napoli á sín-
um tíma og varð m.a. bikarmeistari
með liðinu. Jón var með frábæra
skotnýtingu og hitti úr 3 af 4 tveggja
stiga skotum sínum í leiknum. Hann
skoraði þrjár þriggja stiga körfur úr
fjórum tilraunum.
Aganefnd evrópskaknattspyrnusambandsins,
UEFA, hefur stytt leikbann
spænska landsliðsinsmannsins Xabi
Alonso um einn leik sem þýðir að
hann getur tekið þátt í leik Spán-
verja gegn Svíum í undankeppni
EM sem fram fer á Spáni 17. nóv-
ember.
Alonso, sem leikur með Liver-pool, var úrskurðaður í þriggja
leikja bann vegna brottvísunar í leik
gegn Íslendingum á Laugardalsvell-
inum í síðasta mánuði en Alonso var
sendur af velli fyrir að traðka á fæti
Arnars Þórs Viðarssonar. Spán-
verjar áfrýjuðu úrskurðinum og
varð aðeins ágengt því UEFA ákvað
að refsingin yrði tveggja leikja bann.
Alonso er að jafna sig eftir rist-
arbrot en Rafael Benítez, knatt-
spyrnustjóri Liverpool, greindi frá
því í gær að hugsanlega yrði Alonso í
leikmannahópi liðsins í grannaslagn-
um gegn Everton um aðra helgi.
Gianluigi Buffon markvörðurítalska landsliðsins í knatt-
spyrnu verður fyrirliði landsliðsins í
fyrsta sinn þegar Ítalir mæta
Georgíumönnum í undankeppni EM
á morgun. Buffon tekur við fyrir-
liðabandinu af Fabio Cannavaro
sem er í leikbanni. Heimsmeistar-
arnir mega ekki við að tapa stigum
en þeir eru í harðri baráttu við Skota
og Frakka um tvö efstu sætin. Skot-
ar eru í forystu með 21 stig, Ítalir 20
og Frakkar 19.
Sturla Ásgeirs-son skoraði
þrjú mörk fyrir
Århus GF þegar
liðið tapaði fyrir
Bjerringbro,
42:34, í 8-liða úr-
slitum dönsku
bikarkeppninnar
í handknattleik í
fyrrakvöld.
Dida markvörður ítalska knatt-
spyrnuliðsins AC Milan var í gær úr-
skurðaður af UEFA í tveggja leikja
bann og að auki þarf hann að greiða
um 3 milljónir kr. í sekt vegna atviks
sem átti sér stað í leik liðsins gegn
Celtic í Meistaradeild Evrópu.
Fólk folk@mbl.is
Þegar leikmenn stigu inná völlinn í
Njarðvík gekk Friðrik í miðjuhring-
inn til að fara í uppkast við fögnuð
áhorfenda. Það gaf tóninn, gestirnir
skoruðu fyrst og höfðu síðan 11:10 en
þá tóku Njarðvíkingar völdin. Þegar
svo Brenton Birmingham tók til
sinna ráða í þriðja leikhluta áttu leik-
menn Snæfells ekkert svar, náðu að
vísu stundum að klóra í bakkann en
fengu aldrei að búa til jafnan leik.
Var á gráu svæði
„Ég ákvað eiginlega í gær að vera
með,“ sagði Friðrik eftir leikinn en
sem kunnugt er fór hann í hjarta-
þræðingu í síðustu viku og óvíst
hvort hann yrði með. „Ég var að vísu
varkár en reyndi eins mikið og ég
þorði, auðvitað reyni ég sem mest en
ætlaði að slaka á gagnvart dómurun-
um en það gekk ekki alveg. Það var á
gráu svæði að spila. Ég mætti á tvær
æfingar, þá fyrri fór ég að mestu á
hálfum hraða en gaf í á hinni og fann
þá að ég gæti jafnvel hjálpað til í
korter eða svo. Ég verð með í næstu
leikjum nema það komi eitthvað bak-
slag,“ bætti Friðrik við. Hann lék í 23
mínútur, skoraði úr tveimur af 5
skotum inní teig og þremur af 6 víta-
skotum auk þess að taka 6 fráköst og
verja tvívegis skot. Hann var ánægð-
ur með að vera með og segir spá um
fjórða sæti ekki skipta neinu. „Mér
leist vel á þetta hjá okkur í dag og
það var gaman að sjá mikið af fólki
hér í kvöld og vonandi verður svo
áfram í Ljónagryfjunni. Fyrirfram
er erfitt að raða liðum í spána, sjálfur
átti ég erfitt með að raða í sæti en við
höfum alltaf verið í toppbaráttu og
ætlum okkur að vera þar.“ Sem fyrr
segir var Brenton drjúgur en Hörður
Vilhjálmsson átti góðan sprett í byrj-
un og skoraði alls 15 stig og gaf 5
stoðsendingar.
Hræðilegt hjá okkur
Jón Ólafur Jónsson átti ágætan
leik fyrir Snæfell en var síður en svo
sáttur. „Ég get bara sagt um þennan
leik að þetta var hræðilegt hjá okkur.
Sigur í Powerade-bikarnum gefur
okkur ekki neitt, ég veit ekki hvort
það steig okkur eitthvað til höfuðs en
það var almennt andleysi hjá okkur í
dag og við áttum aldrei möguleika á
að vinna þennan leik því Njarðvík-
ingar börðust fimm sinnum meira en
við og uppskáru sigur. Það kom smá
kafli þar sem við náðum að stilla sam-
an vörninni en alltaf þegar við vorum
að klóra í bakkann settu þeir þriggja
stiga körfu í andlitið á okkur. Ég hef
samt ekki trú á öðru en menn hristi
þetta af sér, Powerade-bikarkeppnin
er búin og tímabilið byrjað,“ sagði
Jón Ólafur eftir leikinn. Justin
Shouse var stigahæstur með 23 stig
og Sigurður Á. Þorvaldsson með 22
auk þess að taka 9 fráköst eins og
Hlynur Bæringsson, sem náði sér
samt ekki á strik með stigin.
Tindastóll fagnaði sigri
„Ég held að við höfum komið Ham-
arsmönnum á óvart í þessum leik.
Við vorum tilbúnari en þeir, að
minnsta kosti varnarlega, en í deild-
arbikarleik liðanna fyrir stuttu vor-
um við alveg á hælunum. Við vorum
betra liðið í kvöld, það er klárt mál,“
sagði Kristinn Friðriksson, þjálfari
Tindastóls, eftir sigur á Hamri í
Hveragerði.
„Það má vera að hrakspár fyrir
mót spili eitthvað inn í og menn mæti
því ákveðnari til leiks, en við vitum að
spáin skiptir engu máli. Þetta er
fyrsti leikur í mótinu og það er mikið
eftir,“ segir Kristinn sem var mjög
sáttur við liðsmenn sína. „Já, ég er
nýbúinn að púsla saman liðinu, það
kláraðist bara síðasta mánudags-
kvöld. Miðað við það þá er ég sáttur
við alla mína leikmenn og hvernig
liðsheildin virkaði. Við mættum
hérna með níu leikmenn og sjö af
þeim spiluðu og hópurinn sýndi allur
mjög góðan anda.“
Hamarsmenn byrjuðu betur og
komust í 14:7 í fyrsta leikhluta en þá
hrukku gestirnir í gang. Spila-
mennska Stólanna var betri á öllum
sviðum og stemmningin mun meiri í
þeirra liði. Hamarsmenn náðu aðeins
að binda saman vörnina í 2. leikhluta
en sóknarleikurinn gekk illa og bar
þar mest á George Byrd sem var að-
eins skugginn af sjálfum sér.
Það var sama til hvaða ráða Ham-
arsmenn gripu í síðari hálfleik, Stól-
arnir áttu svar við þeim öllum. Do-
nald Brown var heimamönnum
erfiður viðureignar í sókninni og
varnarlega voru Stólarnir þéttir.
Marvin Valdimarsson var sá eini sem
mætti tilbúinn til leiks hjá Hamri.
Hann gaf Hamri vonarneista með
þriggja stiga körfu í 4. leikhluta og
breytti stöðunni í 60:63. Svavar Birg-
isson slökkti þann neista nokkrum
sekúndum síðar með þriggja stiga
körfu fyrir Tindastól og eftirleikur-
inn reyndist þeim auðveldur.
„Við spiluðum ekki eins og lið í
þessum leik. Menn ætluðu allir að
gera þetta upp á eigin spýtur. Það
voru allir að reyna að skjóta okkur
inn í leikinn, við byrjuðum leikinn
þannig og enduðum hann þannig. Við
gerðum þetta bara alltof erfitt fyrir
okkur. Við spiluðum enga vörn og
reyndum svo að fara einn á einn í
hvert skipti sem við höfðum bolt-
ann,“ sagði Lárus Jónsson, aðstoð-
arþjálfari Hamars, eftir leikinn.
„Stólarnir eru bara með mjög gott lið
og við höfum ekki innstæðu til að
vanmeta neitt lið í deildinni. Ef menn
halda það, skjátlast þeim rækilega.“
Friðrik lætur aðgerð á
hjarta ekki stöðva sig
Ljósmynd/Víkurfréttir
Léttur dans Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, gefur aldrei neitt eftir í baráttunni undir körfunni.
MEÐ Friðrik Stefánsson í broddi
fylkingar yfirbuguðu Njarðvík-
ingar Snæfell auðveldlega í Ljóna-
gryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi og
84:71 sigur var öruggur því nýbak-
aðir Powerade-bikarmeistarar úr
Stykkishólmi náðu aldrei takti í
leiknum. Brenton Birmingham fór
á kostum með 27 stig fyrir Njarðvík
en vörnin skipti þó sköpum, Njarð-
víkingar vörðu alls 11 skot gest-
anna. Í Hveragerði tapaði Hamar
fyrir Tindastól 76:81.
Eftir Stefán Stefánsson
og Guðmund Karl
ÞAÐ er skoðun dr. Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahand-
knattleikssambandsins, IHF, og stjórnar hans, að ekkert sé
hæft í þeim ásökunum fyrrverandi framkvæmdastjóra IHF,
Frank Birkenfelds, að brögð hafi verið í tafli þegar Danmörk
vann Suður-Kóreu í úrslitaleik í handknattleikskeppni kvenna á
Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir þremur árum. Birkenfeld setti
fram fullyrðingar þess efnis í tímaritsviðtali skömmu eftir að
hann hætti störfum hjá IHF. Sagði hann að augljóst hefði verið
að brögð hefðu verið í tafli í tvíframlengdum úrslitaleiknum og
dómarar leiksins hefðu komið málum þannig fyrir að Danir
hefðu ekki getað tapað. Vegna þessa óskaði danska handknatt-
leikssambandið eftir skýringum á orðum Birkenfelds hjá for-
seta IHF. Moustafa segir í bréfi til danska sambandsins að ekk-
ert óeðlilegt hafi verið við framkvæmd leiksins. „Skoðun sú sem
Birkenfeld setti fram í viðtali fyrir skömmu vegna leiksins lýsir
hans persónulegu skoðun, ekki stjórnar IHF.“
Ekkert óeðlilegt
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
FH-ingar hafa boðið Sigurvini Ólafssyni nýjan samning við fé-
lagið en samningur hans við Hafnarfjarðarliðið rennur út um
áramótin. Sigurvin, sem er 31 árs gamall miðjumaður, kom til
FH frá KR árið 2005 og hefur spilað 23 leiki með liðinu í
Landsbankadeildinni og skorað í þeim fjögur mörk. Sigurvin á
sér það til frægðar að hafa orðið Íslandsmeistari fimm sinnum
með þremur liðum, með ÍBV 1997 og 1998, með KR 2002 og
2003 og með FH 2006. Auðun Helgason rennur út á samningi
við FH í lok næsta mánaðar og herma heimildir Morgunblaðs-
ins að FH-ingar hyggist einnig bjóða honum nýjan samning
sem og Heimi Snæ Guðmundssyni, sem var í láni hjá Fjölni í
sumar. Atli Viðar Björnsson kemur einnig til baka til FH frá
Fjölni en hann er samningsbundinn FH-ingum út næsta ár.
Sigurvin með tilboð
ÖRN Ævar Hjartarson úr GS lék á 79 höggum á öðrum keppn-
isdegi á úrtökumóti fyrir sænsku atvinnumótaröðina og er
hann samtals á 18 höggum yfir pari eftir að hafa leikið á 83
höggum í gær. Örn Ævar er í 47.-55. sæti af alls 84 keppendum
á Elisafarm-vellinum en hann er úr leik og fær ekki að leika á
lokadeginum í dag. Sigurþór Jónsson úr GR er hinsvegar búinn
að tryggja sér keppnisrétt á næsta ári á sænsku mótaröðinni en
hann er í 2.-3. sæti á Elisafarm-vellinum á samtals 3 höggum
yfir pari. Hann lék á pari vallar í gær og er samtals á þremur
höggum yfir pari.
Það voru sviptingar í Madrid á Spáni þar sem Birgir Leifur
Hafþórsson úr GKG lék á þremur höggum yfir pari, 75 högg-
um. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir byrjaði skelfi-
lega í gær og var á 6 höggum yfir pari eftir aðeins 5 holur. Hann
sneri taflinu sér í hag og fékk 5 fugla og lagaði stöðu sína veru-
lega. Á lokaholunni, þeirri 18., fékk Birgir skramba (+2).
Kylfingar í baráttu