Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Page 14
14 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Slengjandi snjófjúk í Ingólfsstræti sest með reykjarkófinu á Prikinu. Frostbitnar kinnar fylgjast með frá barnum, sötra kaffi kynslóðanna óhjákvæmilega gegnum (danska) sykurmola. Bolli eftir bolla heilu kollurnar bullsjóðandi beint úr jörðinni. Í rauðamölinni mátar lítill skór sig í klakaspori. Nær skýjum teygir ítalska sendiráðið sig til sólar. Þrír, tveir, einn. Gengi veðursins skráð hjá bankanum, rændum í gær af nýföllnum hirði fjárins. Matið nú lægra, mælirinn fellur. Tveir, þrír, einn. Hilary Finch/Einar Jóhannesson þýddi. Reykjavík í janúarmánuði 1996 Höfundur er tónlistargagnrýnandi við The Times í London og hefur heimsótt Ísland í 20 ár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.