Morgunblaðið - 09.04.2008, Síða 1
miðvikudagur 9. 4. 2008
íþróttir mbl.isíþróttir
Curbishley þarf að lækka launakostnaðinn hjá West Ham >> 3
HÁSPENNA Á ANFIELD
ENSKU LIÐIN LIVERPOOL OG CHELSEA MÆTAST
Í UNDANÚRSLITUM MEISTARADEILDARINNAR >> 3
ÞRÓTTUR úr Reykjavík tryggði
sér í gær sæti í úrslitum Íslands-
móts karla í blaki með því að leggja
KA frá Akureyri að velli, 3:2. Þrótt-
ur vann fyrri leik liðanna á Ak-
ureyri 3:0. Viðureign Þróttar og
KA í gær var mjög spennandi og
Akureyrarliðið komst yfir 2:1 og
var nálægt því að tryggja sér sigur
í fjórðu hrinu. Þróttarar náðu að
snúa taflinu sér í hag og lönduðu
sigri í fjórðu hrinu, 25:19. Í odda-
hrinunni hafði Þróttur undirtökin
og tryggði sér sæti í úrslitum með
15:12-sigri. Það eru mörg ár frá því
að Þróttur lék síðast til úrslita á Ís-
landsmótinu en liðið er á góðri sigl-
ingu þessa dagana. Japanski leik-
maðurinn Masayugi Takahashi stóð
upp úr í jöfnu liði Þróttar en Davíð
Búi Halldórsson lék best í liði KA.
Bikarmeistaralið Stjörnunnar
sigraði ÍS 3:0 í fyrstu viðureign lið-
anna í undanúrslitum sl. sunnudag.
Stjarnan gat með sigri tryggt sér
sæti í úrslitum og það gerðu
Garðbæingar. ÍS vann fyrstu hrin-
una en Stjarnan svaraði með þrem-
ur sigurhrinum í röð. Jounes
Hmine, leikmaður ÍS, meiddist illa
á ökkla í þriðju hrinu og þar sem
ekki var varamaður til staðar hjá ÍS
varð liðið að gefa fjórðu hrinuna.
Þróttur og
Stjarnan
í úrslitin
Morgunblaðið/Ómar
Skellur Þróttur úr Reykjavík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir langt hlé. Þróttur mætir bikarmeistaraliði Stjörnunnar.
ÓLAFUR Stefánsson og félagar
hans í Ciudad Real héldu sig-
urgöngu sinni áfram í spænsku 1.
deildinni í hand-
knattleik í gær-
kvöld. Ciudad
Real vann örugg-
an sigur á Al-
mería, 36:24, á
heimavelli sínum
og náði fjögurra
stiga forskoti í
toppsæti deild-
arinnar. Ólafur
Stefánsson hafði
frekar hægt um sig og skoraði 2
mörk, bæði úr vítaköstum. Rutenka
var markahæstur í liði Ciuad með 8
mörk og Alberto Entrerríos kom
næstur með 7 mörk.
Ademar Leon varð að láta sér
lynda jafntefli við Valldolid á úti-
velli, 25:25. Sigfús Sigurðsson var í
leikmannahópi Ademar Leon en
náði ekki að skora.
Ciudad Real hefur 49 stig í efsta
sæti, Barcelona, sem á leik til góða
gegn Portland San Antonio í kvöld,
hefur 45, Ademar Leon 42 og Port-
land 41.
Ciudad
Real vann
Ólafur
Stefánsson
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
FORRÁÐAMENN körfuknattleiks-
deildar Stjörnunnar úr Garðabæ
sögðu í gær Dimitar Karadzovski,
leikmanni liðsins, upp störfum.
Hann átti eitt ár eftir af samningi
sínum við félagið. Á heimasíðu fé-
lagsins er sagt frá því að ástæða
uppsagnarinnar sé mjög alvarlegur
trúnaðarbrestur af hendi leik-
mannsins og sá stjórnin sér ekki
fært annað en að segja upp samn-
ingi þegar í stað.
Karadzovski,
sem er frá Make-
dóníu, lék með
Skallagrím í tvö
ár áður en hann
gekk í raðir
Stjörnunnar sl.
sumar. Bragi
Magnússon,
þjálfari Stjörn-
unnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
leikmaðurinn hefði brotið trúnað við
félagið og farið á bak við leikmenn
liðsins. „Ég get svo sem ekki tjáð
mig mikið um þetta mál á þessari
stundu. Í fyrrakvöld kom upp sú
staða að við sáum okkur ekki annað
fært en að rifta samningi Karad-
zovski við félagið. Hann liggur undir
grun um þjófnað og m.a. hjá leik-
mönnum liðsins og við bíðum eftir
að rannsókn málsins ljúki áður en
við getum tjáð okkur um einstök at-
riði. Það eru allir mjög miður sín yf-
ir þessum atburði og menn trúa
þessu varla,“ sagði Bragi í gær.
Karadzovski lék lykilhlutverk hjá
nýliðum Stjörnunnar í vetur þar
sem hann skoraði rúmlega 21 stig að
meðaltali í leik. Bragi sagði að á
undanförnum dögum hefði félagið
verið að ganga frá lausum endum
hvað varðaði næsta tímabil. „Þessi
staða sem upp er komin breytir
ýmsu en Jovan Zdravevski verður
áfram í okkar herbúðum,“ sagði
Bragi en Zdravevski var í þrjú tíma-
bil hjá Skallagrími þar sem hann lék
m.a. með landa sínum Karadzovski í
tvö ár.
Karadzovski sagt upp
Forráðamenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sögðu Dimitar Karadzovski
upp störfum eftir alvarlegan trúnaðarbrest Mál hans í rannsókn hjá lögreglu
Dimitar
Karadzovski