Morgunblaðið - 09.05.2008, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 3
býður áskrifendum
á völlinn
Fyrstu 50 áskrifendur fá 2 miða
á leik Fylkis og Fram.
Sækja þarf miðana í afgreiðslu
Morgunblaðsins í Hádegismóum 2.
Klippið út auglýsinguna og framvísið við afhendingu.
Fylkisvelli
10. maí kl. 14:00
FYLKIR - FRAM
FR
A
M
FY
LK
IR
Helgi Sig-urðsson,
markahrókur úr
Val, vonast til að
geta verið með
liði sínu í fyrsta
leik liðsins í
Landsbanka-
deildinni á morg-
un þegar Íslands-
meistararnir fara til Keflavíkur.
Helgi hefur frá vegna meiðsla síð-
ustu vikurnar en hann segist vera á
batavegi og að það styttist óðum í að
hann verði tilbúinn í átökin.
Kári Árnason var í byrjunarliði
AGF sem tapaði fyrir AaB, 3:1, í
dönsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gær. Kára var skipt útaf á
lokamínútu leiksins en hann fékk að
líta gula spjaldið í leiknum.
Sverrir Garðarsson og Hannes Þ.
Sigurðsson léku báðir allan tímann
fyrir Sundsvall sem tapaði fyrir
Gefle, 2:0, í sænsku úrvalsdeildinni í
gær. Ari Freyr Skúlason, þriðji Ís-
lendingurin í liði Sundsvall, kom
inná á 67. mínútu.
Eyjólfur Héðinsson lék síðasta
stundarfjórðunginn með GAIS sem
gerði 1:1 jafntefli við Malmö. Jóhann
B. Guðmundsson sat allan tímann á
bekknum hjá GAIS.
Garðar Gunnlaugsson og Gunnar
Þór Gunnarsson voru fjarri góðu
gamni í liði Norrköping vegna
meiðsla í leik liðsins gegn AIK.
Norrköping tapaði, 2:1, og situr á
botni deildarinnar.
Fólk sport@mbl.is
NA Petrache úr Íslandsmeistaraliði
rnunnar var útnefndur besti leikmað-
n í umferðum 19-27 í N1 deild kvenna í
dknattleik en valið á bestu leik-
nnum á þessu tímabili var kunngert í
.
essir aðilar hlutu viðurkenningu:
kvörður:
stina Matuzeviciute, Fram
umaður:
la Nevarilova, Fram
stra horn:
ný Skúladóttir, Val
stri skytta:
a Petrache, Stjörnunni
gra horn:
veig Lára Kjærnested, Stjörnunni
gri skytta:
git Engl, Stjörnunni
jumaður:
Barna, Valur
fari:
lsteinn Reynir Eyjólfsson, Stjörnunni,
Ragnar Hermannsson, Stjörnunni
ta umgjörð:
m
ti leikmaður:
a Petrache, Stjörnunni
Mörg verðlaun til Hauka
Hjá körlunum var Arnar Pétursson úr
Haukum útnefndur besti leikmaðurinn í
umferðum 22-28 í N1 deild karla en þessir
þóttu skara fram úr:
Markvörður:
Egidijus Petkevicius, HK
Línumaður:
Arnar Pétursson, Haukum
Vinstra horn:
Freyr Brynjarsson, Haukum
Vinstri skytta:
Gunnar Berg Viktorsson, Haukum
Hægra horn:
Ragnar Hjaltested Ragnarsson, HK
Hægri skytta:
Rúnar Kárason, Fram
Miðjumaður:
Andri Stefan Guðrúnarson, Haukum
Þjálfari:
Aron Kristjánsson, Haukum
Dómarapar:
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson
Besta umgjörð:
Haukar
Besti leikmaður:
Arnar Pétursson, Haukum
Alina og Arnar voru valin best
Guðmund Hilmarsson
mih@mbl.is
AGAMENN hafa gert samning við
ska markvörðinn Esben Madsen um að
a með liðinu í sumar. Madsen er 26 ára
mall, 1,94 metrar hæð og kemur til Ak-
esinga frá danska 1. deildar liðinu AB
sem hann hefur verið varamarkvörður
Madsen hefur leikið 15 sinnu með að-
i félagsins.
onum er ætlað að fylla skarð Páls Gísla
ssonar sem varð fyrir því óláni á dög-
m að slíta krossband í hné og verður
ekkert með í sumar en fyrir hjá ÍA eru
r ungir og efnilegir markverðirTrausti
urbjörnsson og Árni Snær Ólafsson
ndanfarnar vikur hafa Skagamenn
ð í markvarðarleit og voru til að mynda
með Harald Björnsson, markvörð U-21 árs
landsliðsins sem er á mála hjá skoska lið-
inu Hearts, til reynslu en meiðsli í baki
komu í veg fyrir að hann gengi í raðir
þeirra.
„Esben fékk gott tækifæri til að spila er-
lendis og við vildum ekki standa í vegi fyrir
honum að upplifa það,“ segir Ronny Saul,
framkvæmdastjóri AB, á vef félagsins.
Tveir danskir
Það munu því líklega tveir Danir standa
á milli stanganna á Akranesvelli í 1. um-
ferð Landsbankadeildarinnar á morgun
þegar Skagamenn taka á móti Breiðabliki
en mark Kópavogsliðsins ver Casper Ja-
cobsen en hann kom til liðsins á síðustu
leiktíð eftir að Hjörvar Hafliðason heltist
úr leik vegna meiðsla.
Danskur markvörður ver
mark Skagamanna í sumar
Í fréttatilkynningu frá Skíðasam-
bandi Íslands er haft eftir Dagnýju
meðal annars: „Ég er sátt við að hafa
tekið þessa ákvörðun þó að það séu
mér mikil vonbrigði að geta ekki náð
því markmiði, sem ég hafði sett mér,
að keppa á Ólympíuleikunum í Van-
couver í Kanada árið 2010. Það er
ljóst að þau meiðsli sem ég hef átt við
að stríða í vetur hafa nú sett verulegt
strik í reikninginn.
Á mínum ferli hef ég upplifað
margt og haft tækifæri til þess að
ferðast til fjölmargra landa vegna
æfinga og keppni. Fyrir það er ég af-
ar þakklát. Sá stuðningur sem ég hef
fengið frá Skíðasambandinu, Akur-
eyrarbæ, fjölmörgum fyrirtækjum,
Afrekssjóði ÍSÍ, Skíðafélagi Akur-
eyrar, sjúkraþjálfurum og læknum
að ógleymdri fjölskyldu minni hefur
verið mér ómetanlegur og án hans
hefði ég ekki keppt á skíðunum í öll
þessi ár. Ég var frá æfingum og
keppni meira og minna í 20 mánuði á
árunum 2004 og 2005 vegna hné-
meiðsla og nú bætast við þessi
meiðsli, sem hafa gert mér mjög erf-
itt fyrir við æfingar og keppni í allan
vetur. Að öllu samanlögðu taldi ég
því rétt á þessum tímapunkti að láta
hér staðar numið, þó svo að ég við-
urkenni það fúslega að sú ákvörðun
hafi verið mér erfið,“ segir Dagný
Linda en hún er aðeins 28 ára gömul,
á glæsilegan feril að baki.
Dagný hefur keppt á 316 alþjóð-
legum mótum og hefur tekið þátt í
tvennum Ólympíuleikum – í Salt
Lake City í Bandaríkjunum og
Tórínó á Ítalíu 2006.
Dagný keppti á þremur heims-
meistaramótum – í St. Anton í
Austurríki árið 2001, St. Moritz
árið 2003 og Åre í Svíþjóð árið
2007.
Dagný keppti á 31 heimsbikar-
móti og það fyrsta var í bruni í
Lenzerheide í Sviss árið 2002.
Dagný hefur 18 sinnum orðið Ís-
landsmeistari á skíðum, í fyrsta
skipti árið 1997.
Dagný náði sínum besta árangri á
stórmóti þegar hún varð í 23. sæti í
bruni og risasvigi á Ólympíuleik-
unum í Tórínó árið 2006 og í 19.
sæti í samanlögðu bruni og svigi á
HM í St. Moritz í Sviss árið 2003.
Dagný hefur sjö sinnum verið val-
in skíðakona ársins og þrívegis
hefur hún verið valin íþróttamað-
ur Akureyrar.
„Erfið en rétt
ákvörðun“
Dagný Linda hætt vegna meiðsla
DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir,
fremsta skíðakona Íslands um ára-
bil, hefur ákveðið að leggja skíðin á
hilluna og hætta æfingum og
keppni. Dagný Linda hefur átt við
þrálát meiðsli að stríða á hægri fót-
legg og fyrir liggur að hún þurfi að
gangast undir aðgerð og ekki er
tryggt að sú aðgerð skili henni full-
um bata.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
tt Dagný Linda Kristjánsdóttir tekur á móti hamingjuóskum fyrir góðan árangur
ðabrekkunni en hún hefur um árabil verið fremsta skíðakona landsins.