Morgunblaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VIÐAMIKILLI rannsókn á íbúalýð- ræði var í gær hleypt af stokkunum með málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stofnunar stjórn- sýslufræða í Háskóla Íslands um lýð- ræði í sveitarfélögum. Tilefni rann- sóknarinnar eru þær hörðu deilur sem hafa sprottið upp í öllum stærri sveitarfélögum á Íslandi á milli íbú- anna og sveitarstjórna, einkum um skipulagsmál. Með rannsókninni er ætlunin að safna saman reynslunni af þessum deilum og draga af henni lær- dóma og vonandi þróa aðferðafræði sem gagnast sveitarfélögunum betur við úrlausn deilumála. Meðal þeirra sem héldu erindi voru Gunnar Svavarsson, alþingismaður og forseti bæjarstjórnar í Hafnar- firði, Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, Hanna Birna Kristjáns- dóttir, forseti borgarstjórnar Reykja- víkur, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Þekktasta form íbúalýðræðis er íbúakosning um tiltekið mál sem er á valdsviði sveitarfélags. Sú íbúakosn- ing sem hefur vakið hvað mesta at- hygli og deilur á undanförnum árum er kosning Hafnfirðinga um hvort leyfa ætti stækkun álversins í Straumsvík en eins og flestum er ljóst var stækkuninni hafnað með naumum meirihluta. Gunnar Svavarsson sagði lærdóminn af kosningunni þann að menn ættu ekki að hræðast beint íbúalýðræði. Hafnfirðingar hefðu virt hina lýðræðislegu kosningu og þrátt fyrir miklar deilur meðan á barátt- unni stóð hefði komið í ljós að áhyggj- ur af því að ekki myndi gróa um heilt voru óþarfar. Í erindi sínu fjallaði Gunnar um hverju eins flokks meirihlutar breyta í sveitarstjórnum og var ekki á hon- um að heyra að það hefði nokkur áhrif á sjónarmið um aukið íbúalýðræði, nema síður væri. Þannig hefðu nýlega verið haldnar íbúakosningar bæði í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi en á báðum stöðum er einn flokkur með hreinan meirihluta. Umræða fremri kosningum Annar tónn var í Gunnari Birgis- syni, bæjarstjóra í Kópavogi, sem lýsti efasemdum um kosti íbúakosn- inga sem jafnvel færu fram án upp- lýstrar umræðu og gætu farið „svona og svona og hinsegin“. Á hinn bóginn vildi hann opna umræðu sem hæfist snemma í ákvörðunartökuferlinu en með þeim hætti væri betra að ná sam- stöðu sem allir gætu sætt sig við. Nefndi hann sem dæmi að eftir harð- ar deilur um skipulag á Kársnesi, en bæjarstjórnin dró sína tillögu til baka, hefði verið unnið með íbúum að því að skipuleggja svæðið og virtist sem sátt myndi nást um tillöguna. Gunnar, sem tók fram að hann væri í stjórn álversins í Straumsvík, gagn- rýndi jafnframt Samfylkinguna í Hafnarfirði fyrir álverskosninguna sem hefði komið fyrirtækinu í opna skjöldu. Ekki væri heldur gróið um heilt í Hafnarfirði, eins og nafni hans Svavarsson hélt fram. Gunnari var falið að fjalla um sam- starf sveitarfélaga við fyrirtæki og sagði hann að þegar ný svæði væru byggð upp væri kallað í þá sem kunna; fulltrúa fyrirtækja, fram- kvæmdaaðila, fasteignasala, og þeim sýnd sú skipulagsvinna sem komin væri í gang. Í sumum tilfellum væri samstarfið nánara, s.s. þegar Smára- lind var byggð. Hagsmunir borgarinnar Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- seti borgarstjórnar Reykjavíkur, fjallaði um áhrif skipulagðra hags- munasamtaka á ákvörðunartöku Reykjavíkurborgar. Hún benti á að oft væri litið svo á að það væri eitt- hvað tortryggilegt við hagsmunasam- tök og aðferðir þeirra en í langflestum tilfellum væri það alls ekki svo. Yf- irleitt væru hagsmunaaðilar að gæta hagsmuna sem borgin ætti einnig að gæta. Þannig gættu foreldrafélög t.d. hagsmuna barna og borgin hlyti að taka mark á sjónarmiðum þeirra. Borgin gæti hins vegar aldrei gengið alla leið í að koma til móts við allar óskir hagsmunaaðila enda yrði hún að hafa hagsmuni allra borgarbúa að leiðarljósi. Þess yrði að gæta að sumir hagsmunaaðilar væru háværari en aðrir, óháð því hversu mikilsverðir þeir væru. Þannig væri rödd leik- skólabarna lægri en rödd verktaka og rödd framkvæmdamanna hærri en rödd húsmæðra. Ekki allt er pólitík Á Akureyri hefur undanfarið verið mikið deilt um hvort bera skuli sand eða einnig salt á hálar götur bæjarins og sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, að ítrekað hefði verið óskað eftir pólitískri af- stöðu bæjarstjórnarinnar. Þetta væri hins vegar dæmi um mál sem væri ekki pólitískt, heldur snerist um rannsóknir og hvað virkaði best. Sömuleiðis sýndi þetta að einstök mál fá oft mikla umræðu á meðan önnur mál liggja að mestu í láginni. Þá benti Sigrún Björk á að það dygði ekki fyrir íbúa að safna undirskriftum út af ein- hverju deilumáli og afhenda bæjar- stjórn og gera ráð fyrir að málið færi í eitthvert ferli. Íbúarnir yrðu að fylgja málunum eftir til þess að hægt væri að vinna að lausn. Hún sagði fulltrúa- lýðræðið hafa gefist vel og þótt flokksstarfið væri „á sparloga“ fyrri hluta kjörtímabils logaði ávallt í glæð- unum. Rannsaka íbúalýðræði til að minnka líkur á deilum  Safna saman reynslusögum af lýðræðinu og ætla að draga af því lærdóm  Öll sveitarfélög í vexti hafa þurft að glíma við harðar deilur milli íbúa og sveitarstjórna Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynslusögur um íbúalýðræði Gunnar Helgi Kristinsson í forgrunni, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Gunnar Svavarsson og Gunnar I. Birgisson. AÐ sögn Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ, nær rannsóknin til 22 stærstu sveitarfélaga landsins. Sveitarstjórnir þeirra eigi það sameiginlegt að á undanförnum árum hafi þær sett fram til- lögur að framfaraverkefnum, að eigin mati, sem hafi mætt harðri and- spyrnu frá íbúum. Dæmin séu fjölmörg; deilur um framkvæmdir við Varmá í Mosfellsbæ, um Hrólfsskálamel á Seltjarnanesi þar sem sveitarstjórn hafi tapað íbúakosningum, kosningar um álverið í Straumsvík og tillögur um byggð í Kársnesi sem bæjarstjórn Kópavogs hafi dregið til baka eftir mót- mæli. Í Reykjavík séu dæmin fjölmörg, hið nýjasta sé deilur um skipulag Laugavegar. „Það er ekki til það sveitarfélag í einhverjum vexti sem hefur sloppið við þetta,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að það blasi við að sveit- arfélögin hafi átt í mesta basli með að bregðast við þessum deilum. Þetta er í fyrsta skipti sem reynsla sveitarfélaga af íbúalýðræði og íbúa- kosningum er rannsökuð og rannsóknin er sem fyrr segir mjög viðamikil, á mælikvarða stjórnmálafræði á Íslandi. Gunnar Helgi segir mikilvægt að átta sig á því hvers vegna harðar deilur spretti upp í sveitarfélögum og all- ir hafi hagsmuni af því að fá ábyggilegar niðurstöður; íbúarnir, sveit- arfélögin og fyrirtæki sem vilji hefja framkvæmdir. „Framfaraverkefni“ hafa mætt harðri andspyrnu „OLÍUKOSTNAÐUR er orðinn yfir 20% af tekjum útgerðarinnar, en þetta hlutfall var í kringum 8% á tí- unda áratugnum,“ segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegs- manna, en hann segir að hækkandi olíuverð hafi mikil áhrif á afkomu veiðanna. Sveinn Hjörtur sagði að það segði mikla sögu að árið 1998 hefði með- alverð á svartolíutonni verið 117 doll- arar. Núna væri olíutunnan (sem er rúmlega 100 kg) komin yfir þetta verð. „Þetta hefur gjörbreytt okkar umhverfi og hefur veruleg áhrif á af- komuna af veiðunum. Það fer þannig að ákveðnar veiðar verða vart stund- aðar áfram miðað við gefnar for- sendur.“ Mest hjá kolmunnaveiðiskipum Sveinn Hjörtur sagði að olíukostn- aðurinn væri mestur hjá skipum sem stunduðu kolmunnaveiðar og veiðar á úthafskarfa. Verð á karfanum væri auk þess í lægð. Sveinn Hjörtur sagði að það versta í þessu væri að spár um þróun olíuverðs væru áfram mjög dökkar og margt benti til að verðið hefði ekki enn náð hámarki. Sveinn Hjörtur sagði að miðað við stöðuna í dag gæti olíukostnaður út- gerðarinnar farið upp í 18 milljarða á þessu ári. Þetta væri 50% aukning frá árinu á undan. Olíu- kostnað- ur 20% af tekjum                     ! ""#  $ #       Hlutfallið var 8% á tíunda áratugnum GOLFURUM sem spiluðu á vellinum í Vestmannaeyjum einn morgun í vikunni barst óvæntur liðsauki þegar snjó- gæs elti þá á röndum og lét sig ekki muna um að fylgja þeim eftir heilan hring. Gæs- in var hin spakasta og beið eins og vera bar þegar golf- ararnir gerðu sig klára til að slá og lallaði svo á eftir þeg- ar þeir færðu sig milli staða. Snjógæs verpir í Norður- Ameríku og í Norðaustur- Síberíu. Talið er að snjógæsin hafi komið hingað með villt- um gæsum frá Evrópu og þá trúlega úr fuglagarði þar sem hún er spök og mannelsk. Það voru þau Þóra Giss- urardóttir, Sveinn Hall- dórsson og Hrefna Sighvats- dóttir sem hittu gæsina á golfvellinum og fór vel á með þeim. Óvæntur liðsauki á vellinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.